Morgunblaðið - 02.07.1997, Side 36

Morgunblaðið - 02.07.1997, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MIIVININGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN FRIÐSTEINSSON + Kristján Frið- steinsson fædd- ist í Reykjavík 12. maí 1929. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 23. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Lóa Kristjánsdótt- ir, f. 29.8. 1909, og Friðsteinn Jóns- son, f. 11.9. 1903, ■y d. 6.6. 1971. Krist- ján var elstur barna foreldra sinna. Systkini: Jón Helgi, f. 1936, Guðný _ Sigríður, f. 1940, d. 1980, Ásgeir Ölver, f. 1944, Kjartan Már, f. 1951. Hinn 6. júlí 1957 kvæntist Kristján eftirlifandi konu sinni Emilíu Emilsdótt- ur, f. 11.11. 1933. Þau eiga tvp börn: 1) Emil Örn, f. 1958, kvæntur Guð- rúnu Erlu Guðjóns- dóttur, f. 1958. Börn þeirra eru: Guðjón Örn, Emilía Ósk, Katrín María, Kristján Óli og Daníel Steinar. 2) Lóa Steinunn, f. 1962, gift Baldvin Einarssyni, f. 1960. Börn þeirra eru: Kristín Halla, Hlín og Einar Baldvin. Utför Kristjáns fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. í dag kveð ég kæran mág minn og vin. Þau eru orðin mörg árin sem við höfum þekkst. Það var fyrir 44 árum er Kristján fór að gera hosur sínar grænar fyrir Emilíu systur minni. Oft varð hann að sætta sig við að hafa litlu syst- 4Þ ur með og þar sem við deildum herbergi systurnar hef ég nú sjálf- sagt oft verið fyrir, en hann lét ekki mikið á því bera. Á mitt fyrsta síðkjólaball fór ég með þeim, í kjól af Emilíu, ég held að hann hafí verið mjög stoltur af okkur. Eftir að ég giftist höfum við haft mikið samband, sem hefur aukist með árunum. Við höfum spilað saman í 18 ár að staðaldri og alltaf verið heldur að auka það, en aldrei eins oft og síðasta ár, síðan Kristján ■% veiktist. Við höfum hist svona 3-4 sinnum í viku, borðað saman og spilað, fengið okkur svona eins og eitt hvítvínsglas. Oft er Kristján búinn að tala um að við þyrftum að skrifa bók um þessar skemmti- legu stundir okkar. Ekkert varð nú af bókaskrifunum en við Sveinn erum ákaflega þakklát fyrir öll árin sem við höfum átt saman. Ógleymanleg verður ferðin okkar í maí síðastliðinn að Klaustri í dásamlegu veðri og Kristján naut alls sem fyrir augun bar. Við fjög- ur ætluðum að eyða ellinni saman, spila hvern einasta dag fyrir og eftir hádegi. En nú hefur Kristján kvatt okkur, hans er sárt saknað "' af minni fjölskyldu. Það verður tómlegt án hans. Ég votta elsku systur minni innilega samúð svo og bömum hennar og barnabörn- um. Kær kveðja frá okkur Sveini. Gunnlaug mágkona. Elsku afi Kristján. Við þökkum þér fyrir allar góðu samverustundirnar með þér og ömmu. Allar þær skemmtilegu minningar, sem við eigum um þig, munum við varðveita um alla fram- tíð. Við munum einnig sofa rótt vitandi það að þú haldir áfram að vaka yfir velferð okkar sem endra- m- nær. Hins vegar erum við ekki öll nógu gömul til að geta látið full- komlega í ljós söknuð okkar. í þess stað munum við vonandi, þeg- ar fram líða stundir, gera missi ömmu léttbærari með því að halda áfram að umvefja hana ást og hlýju. Barnabörn. Ég kynntist vini mínum Kristj- áni þegar hann hóf nám í Verzl- unarskóla Islands árið 1945 og var _ . hann þar samskipa bróður mínum. Þeir urðu strax góðir vinir og eftir það var Kristján heimagangur hjá okkur, ef svo má segja, og hélst það út allan skólatímann og allt fram á þann dag að hann lést, hefur vináttan varað. Hann hóf nám í endurskoðun hjá Ólafi heitn- um Péturssyni löggiltum endur- skoðanda, en hann hafði verið end- urskoðandi Keflavíkurverktaka frá upphafi og tók Kristján við rekstri skrifstofunnar að honum látnum. Við Kristján höfum því starfað saman hátt á fjórða áratug og var hann við störf fyrir okkur meðan kraftar hans leyfðu. Kristján var góður drengur og samviskusamur, léttur í lund og komum við starfsmenn Keflavíkur- verktaka til með að sakna hans mjög. Ég vil senda Emilíu, bömum þeirra og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. starfsmanna Keflavíkurverktaka, Ingvar Jóhannsson. Það kom mér mjög á óvart er Emilía, kona Kristjáns Friðsteins- sonar, hringdi í mig mánudaginn 23. júní sl. og sagði mér að Krist- ján hefði látist þá um morguninn. Ég vissi að hann hafði gengið í gegnum mikil veikindi og hættu- lega uppskurði á undanförnum mánuðum, en hélt að hann hefði komist yfir þau að einhvetju leyti og að hann ætti eftir að ná sér betur og dvelja lengur hjá okkur. En þannig er lífið, kallið kemur fyrr en varir til okkar allra og við erum alltaf jafn óviðbúin. Kristján var mikill vinur vina sinna og aðstoðaði margan mann- inn í glímunni við „skatta og skyldur“, en hann var löggildur endurskoðandi og hafði starfað við það í mörg ár. Ég kynntist honum fyrst í knattspyrnufélag- inu Fram, en það félag hefur átt hug okkar beggja í áraraðir, en hann hafði leikið knattspyrnu með því á yngri árum auk þess sem hann sat í mörg ár í stjórn félags- ins og þá oftast sem gjaldkeri þess. Eg átti því láni að fagna að fá að starfa sem aðstoðarmaður á endurskoðunarskrifstofu hans og Ólafs heitins Pjeturssonar um nokkra ára bil, og þá í aukavinnu á kvöldin og um helgar. Kynni mín af þeim báðum urðu mér mik- il upplifun, því ég lærði ekki bara að vinna við skattaframtal og fara með tölur, heldur eru mér ógleym- anlegar þær stundir er við sátum og ræddum saman um heimsvið- burði og landsins gagn og nauð- synjar. Síðan hef ég aldrei getað klárað skattaframtal mitt sjálfur heldur hef alltaf leitað til vinar míns Kristjáns til þess að hann héldi í höndina á mér meðan ég kláraði það, þótt það væri ekki flókið mál. Þessi skipti sem ég kom til Kristjáns árlega, í mörg ár, tók hann mér alltaf jafn vel og hliðraði til fyrir mig svo ég gæti setið andspænis honum og auðvitað fórum við að ræða um fótbolta og gengi okkar kæra fé- lags Fram, sem ekki var alltaf mjög gott. Kristján tók alltaf nærri sér þegar illa gekk og átti þá oft mörg orð um strákana sem hann taldi að gætu sýnt mikið meira en þeir gerðu og þyrfti að stappa í þá stálinu. Hann komst ekki alltaf á völlinn þegar hann vildi vegna vinnu sinnar, sem dróst oft fram á kvöld, en hann hafði samband við völlinn þar sem leikurinn fór fram og frétti um stöðuna. Ef vel gekk hjá liðinu átti maður von á að sjá hann í lok leiks, brosandi út að eyrum og sagði hann þá oft: „Ég vissi að strákarnir gætu þetta, Jöri.“ Það er mikill styrkur fyrir öll félög að eiga trygga stuðningsmenn eins og Kristján var og væri það mikil virðing við hinn látna að drengirn- ir gæfu sig alla í hvern einasta leik og spiluðu til sigurs, þá mundi færast bros á varir hans og hann yrði ánægður með sína menn. Kristján var hamingusamur í lífi sínu, átti yndislega konu, hana Emilíu, og mannvænleg börn og fagurt heimili á fögrum stað í Garðabænum. Það er mikil sorg sem gagntekur nú fjölskylduna og aldraða móður hans, hana Lóu, en minningin um góðan dreng mun alltaf lifa og vissan um að hann þjáist ekki lengur en bíður eftir ástvinum sínum á himnum, sem einn góðan veðurdag munu sam- einast honum á ný. Ég sendi öllum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur mínar og konu minnar og kveð þig, kæri vinur, með þakklæti fyrir allt gam- alt og gott, með orðum Matthíasar Jochumssonar: Guð leiðir þig, en líkni mér sem lengur má ei fylgja þér. En ég vil fá þér englavörð míns innsta hjarta bænagjörð. Guð blessi þig. Jörundur Þorsteinsson. Tíminn er afstæður, það virðist ekki langur tími þó árin séu nær fjörutíu, er upp í hugann koma minningarnar um okkar kæra vin Kristján Friðsteinsson, þá hefði mann helst langað til að geta stöðvað tímann og hann varað lengur. Eitthvað þessu líkt rennur í gegnum huga okkar er við minn- umst þeirra stunda er við áttum saman í leik og starfi með okkar kæra vini og fjölskyldu hans. Látum hugann reika til baka, það er ungt fólk, vor í lofti, skóla lokið, já, heill bekkur ungra stúlkna úr Kvennaskólanum binst vináttuböndum. Þó eru það þrjár, sem tengjast enn nánar, þær tak- ast saman ferð á hendur, já.Janga ferð, allt til Norðurlanda. Á vegi þeirra verður ungur maður sem þá þegar, þrátt fyrir ungan aldur, hefur tekið sér ferð á hendur til að sitja fund sem fulltrúi íslenskra veitingamanna meðal annarra Norðurlandaþjóð, þá einnig sem fulltrúi foreldra sinna, sem höfðu á höndum veitingarekstur með miklum glæsibrag, bæði í Reykja- vík og að Búðum á Snæfellsnesi. En ekki er að orðlengja það, að með honum og einni af ungu stúlk- unum, Emilíu Emilsdóttur, takast náin kynni, sem úr verður hjóna- band, fyrir nær ijörutíu árum. En vináttan heldur áfram og vinahópurinn stækkar, þannig að að' nokkrum árum liðnum taldi vinahópurinn sex meðlimi. Fjöl- skylda ungu hjónanna stækkar, þau eignast tvö mannvænleg börn og barnabörnin orðin átta. Það yrði löng saga ef ætti að rifja upp allar þær góðu stundir, sem við, er þetta ritum, höfum átt með þeim Emilíu og Kristjáni. Það kom fljótt í ljós að Kristján var okkur mikil fyrirmynd, enda pilturinn sigldur og mikill höfðingi og heims- maður. En þar með er ekki allt upp talið, Kristján var bæði fórnfús og félagslyndur, mikill áhugamað- ur um knattspyrnu og varð knatt- spyrnudómari. Kristján gekk til liðs við knattspyrnufélagið Fram og varð Framari í þess orðs fyllstu merkingu, enda naut félagið þess á mörgum sviðum. En lífsstarfið hjá Kristjáni var að hann gerðist endurskoðandi, og sem löggiltur endurskoðandi starfaði hann allt fram á þennan dag, þrátt fyrir að veikindi síðasta árs mörkuðu þar í spor. Það nutu margir góðs af starfi Kristjáns, ekki síst þau er þetta rita og ekki bara á því sviði, við nutum þess að fá að fara margar ferðir að Búðum á Snæfellsnesi með þeim Emilíu og Kristjáni, og jafnt þótt börn hefðu bæst í hópinn hjá vinunum. Þakklæti okkar og söknuði verð- ur vart með orðum lýst, er við kveðjum vin okkar sem hverfur á braut úr þessu jarðlífi allt of fljótt, og okkur ekki tekist að stöðva tím- ann og lífsins gang, fremur en að halda sólinni áfram á þeirri braut, er hún nú gengur á þessum árs- tíma, við verðum að hugga okkur við allar þær góðu minningar, sem við eigum um Kristján. Við biðjum þann sem öllu stýrir, að vernda og vaka yfir ijölskyldu Kristjáns, svo og aldraðri móður, sem við einnig nutum svo góðs hjá. Blessuð sé minning okkar kæra vinar, Kristjáns Friðsteinssonar. Steinunn og Guðni, Elín og Páll. í dag er kvaddur Kristján Frið- steinsson, endurskoðandi, og vill- Samband veitinga- og gistihúsa með þessum fáu línum þakka langt og heilladijúgt samstarf. Kristján hefur með ýmsu móti tengst SVG og rekstri veitinga- og gististaða en foreldrar hans, Friðsteinn Jóns- son og Lóa Kristjánsdóttir, ráku þekkta veitingastaði á sínum tíma og var faðir hans fyrsti formaður SVG. Kristján komst því ungur í kynni við hótel- og veitingarekstur. Á árunum 1954-1956 varKrist- ján framkvæmdastjóri SVG og sinnti því sem öðru af mikilli kost- gæfni, en hann hefur þar að auki verið félagskjörinn endurskoðandi sambandsins um langt árabil og hefur það verið mikill akkur fyrir félagið að njóta krafta Kristjáns vegna þekkingar hans og áhuga á velferð félagsins og var það ætíð tilhlökkunarefni hér á skrifstofu SVG að fá Kristján árlega í heim- sókn ti að fara yfir bókhaldið. Bæði var að hann gaf góð ráð og ábendingar en ekki síst var mikið spjallað um allt milli himins og jarðar, enda var Kristján skemmti- legur og viðræðugóður maður. Við eigum eftir að sakna þessara heim- sókna hans mikið. Fyrir tveim árum fóru félagsmenn SVG í ferða- lag til Frakklands í tilefni af 50 ára afmæli félagsins og slóust Kristján og kona hans Emilía í för með okkur og var það öllum ánægjuefni. Hann var þá hrókur alls fagnaðar og bráðhress og er ótrúlegt að nú skuli hann vera all- ur. Samband veitinga- og gistihúsa sendir Emilíu, Lóu móður hans og öðrum ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. F.h. Sambands veitinga- og gistihúsa, Erna Hauksdóttir. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Fram Knattspyrnufélagið Fram hefur við fráfall Kristjáns Friðsteinsson- ar misst öflugan liðsmann úr röð- um sinum. Kristján hóf iðkun knattspyrnu með félaginu á fjórða áratugnum, á þeim tíma sem æfingar og leikir fóru enn fram á Melunum. Hann æfði og lék með yngri flokkum félagsins við góðan orðstír. Oft vill það gerast þegar menn hætta að æfa og leika með sínu félagi, að þá rofna tengslin. Þann- ig var því ekki farið með Kristján sem ávallt var áhugasamur um velferð félagsins. Var gott til hans að leita um verkefni, enda hann ætíð reiðubúinn að sjá af tíma fyr- ir félagið. Kristján var kjörinn í aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram árið 1972 og sat í henni til 1976. Það var einmitt á þessum tíma sem félagið flutti formlega alla sína starfsemi í Safamýrina og var mikið uppbyggingarstarf unnið í tíð aðalstjórnar þess tíma. Árið 1972 voru malar- og grasvellir formlega vígðir, 1974 var flóðlýs- ing tekin í notkun við malarvöllinn og á árabilinu 1973 til 1975 var byggt nýtt félagsheimili Fram ásamt bað- og búningsaðstöðu. Þessa hröðu uppbyggingu má þakka dugmiklum aðalstjórnar- mönnum félagsins, þ.á m. Kristj- áni Friðsteinssyni. Eftir að Kristján hætti störfum í aðalstjórn gegndi hann störfum sem annar endurskoðandi félagsins allt til nýafstaðins aðalfundar. Sinnti hann þeim störfum af stakri samviskusemi. Knattspyrnufélagið Fram er eitt sigursælasta lið landsins bæði í knattspyrnu og handknattleik og hefur 90 ára saga félagsins að geyma frásagnir af miklum afreks- mönnum og -konum. En þetta fólk hefði sjálfsagt fæst komist á spjöld sögunnar ef ekki hefði notið við traustra bakhjarla sem haldið hafa félaginu gangandi. Kristján Frið- steinsson var einn af þeim bak- hjörlum. Fyrir það á hann þakkir skildar. Blessuð sé minning Framarans Kristjáns Friðsteinssonar. Sveinn Andri Sveinsson, formaður Fram. Kveðja frá Félagi íslenzkra hlj ómlistarmanna Fyrir hálfum mánuði hringdi síminn og á eftir fylgdi setningin: „Þú ert alltaf í boltanum?" Þannig hóf Kristján öll símtöl okkar sl. 35 ár. Ástæða þess var að hann fylgdist með æfingum okkar smá- strákanna á Framvellinum undir Sjómannaskólanum fyrir tæpri hálfri öld. Þó Kristján liti á alla menn jafngóða þá læddist að mér sá grunur að „Framari“ væri í hans huga öðrum æðri. Slíkan hug bar hann til félagsins. Það er harla fánýtt að spyija fársjúkan mann um heilsufar og fá hið hefðbundna svar ágætt, þó bætti hann við „ég er nú samt hættur að vinna“. Það var erfitt að heyra þetta svar frá jafn glað- lyndum manni en hann hafði átt við erfið veikindi að stríða undan- farin ár. Það var mikil gæfa fyrir Félag íslenzkra hljómlistarmanna að njóta starfskrafta Kristján Frið- steinssonar í hartnær 40 ár. Þegar ég kom í stjórn FÍH fyrir 34 árum gat ég gengið að því vísu að fjár- málin voru í öruggum höndum Hafliða Jónssonar gjaldkera og Kristjáns sem endurskoðanda. Hann varð félaginu fljótt meira en endurskoðandi, slíkur var áhugi hans fyrir vexti og viðgangi félags- ins og gott var að leita til hans því viðhlæjendur eru margir en hollvinir ekki á hveiju strái. Ef upp komu til dæmis gjaldþrot meðlima vildi hann athuga þau ef hægt væri að komast hjá þeim eða hafa niðurstöðuna sem vægasta og um frágang dánarbúa sá hann þótt þau væru oft snúin. Fyrir þetta tók hann aldrei greiðslu þrátt fyrir óskir. Hann vildi ekki íþyngja meira en orðið var. Sjóðum fjölgaði og umfang margfaldaðist og þrátt fyrir mikla verðbólgu gleymdi hann oft að hækka sína þóknun. Þegar honum var bent á að atvinnubótavinna væri aflögð og kauphækkun hefði orðið í unglingavinnunni svaraði hann: Unglingana vantar peninga, en vinna mín fyrir FÍH er mér ánægja eftir öll þessi ár. Betri ófélagsbundinn félaga hef- ur FÍH aldrei átt. Fyrir það ber að þakka. Sverrir Garðarsson. • Fleirí minning-argreinar um Kristján Friðsteinsson bíða birt- ingur ogmunu birlast íblaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.