Morgunblaðið - 02.07.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 3 7
+ Þorgeir Kr.
Magnússon
fæddist í Reykja-
vík 21. desember
1929. Hann lést af
slysförum í
Reykjavík 23. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðrún Solveig
Jónsdóttir, f. 14.
september 1907,
d. 13. desember
1964, og Magnús
Krisljánsson, f.
20. júlí 1905, d. 14.
júlí 1989. Þorgeir
ólst upp hjá ömmu sinni á
Grímsstaðaholtinu í Reykjavík.
Hann stundaði verkamanna-
vinnu frá unglingsárum og var
einnig um árabil við landbúnað-
arstörf í Vestur-Húnavatns-
sýslu.
Útför Þorgeirs fer fram frá
kapellu Fossvogskirkju í dag,
og hefst athöfnin klukkan
10.30.
Ég var á leið_ með rútunni norður
til Akureyrar. Á þeirri tíð var leiðin
enn seinfarin og farþegar orðnir
þreyttir, þegar komið var norður
yfir heiðar. Við afleggjarann út að
Hvammstanga var sem svefnhöfgi
hefði sigið á farþega, enginn mælti
orð og fólkið beið þreytulegt eftir
að bílhjólin færu aftur að snúast.
Þá vatt sér nýr farþegi inn í bílinn
þrekinn og kraftalegur, á að giska
um fertugt, góðglaður, settist aftan
við miðju í bílnum og hóf upp raust
sína. Hann kvaðst hafa verið við
brúarsmíði, en væri nú að skemmta
sér, hafði yfir kvæði og vakti mann-
skapinn, en abbaðist ekki upp á
neinn sérstakan, var einungis glað-
ur og reifur að aflokinni púlsvinnu
og vildi láta aðra gleðjast með sér,
en til þess sá hann ekkert betra en
bijóstbirtuna frægu og bókmennta-
arf þjóðarinnar. Þegar farið var
framhjá stöðum sem tengdir voru
frægustu skáldunum hafði hann ein-
hver erindi eftir þau skáld eða um
þau á takteinum og lét fólkið heyra
syngjandi röddu, og nú svaf enginn
lengur í bflnum. Ég gat ekki betur
fundið en farþegamir hefðu af þessu
skemmtun góða og vera má að ein-
hver hafi orðið nokkurs vísari um
bókenntaarf þjóðarinnar.
Hver var þessi maður? Ég hafði
ekki hugmynd um það, en ferðin
leið mér ekki úr minni og hún varð
mér að ljóði sem ég orti litlu síðar,
þar sem ég lýsti atvikinu og ferðinni.
Þá var það ári seinna, á sunnu-
degi, þegar fjölskyldan var nýbúin
að borða kjötsúpu í eldhúsinu, að
hringt var dyrabjöllunni. Þar var
maður allnokkuð drukkinn og bað
um eitthvað í svanginn, kvaðst ekk-
ert hafa borðað í þijá daga. Trúlega
hafði hann séð okkur inn um
gluggann, því við bjuggum á jarð-
hæð. Getur það verið, hugsaði ég,
að þarna sé kominn maðurinn úr
ljóði mínu?
Við létum hann setjast við eld-
húsborðið, það var nóg eftir af kjöt-
súpunni handa honum. Útvarps-
tækið okkar var opið og í því hljóm-
aði klassísk tónlist án þess við viss-
um eftir hvern sú tónlist var, því
við höfðum ekki heyrt kynninguna.
En gesturinn, sem var að háma í
sig súpuna hlustaði á tónlistina, þó
svangur væri. Hvað eftir annað
stansaði hann með skeiðina á miðri
leið og sagði: Hvað er þetta? Það
er eitthvað þýskt. Er það Beethov-
en? Þetta er þýskt. Það er Beethov-
en. Eða Weber. Nei, það er Beethov-
en. Eða er það Weber? Nei, það er
Beethoven.
Þegar tónverkinu var lokið til-
kynnti þulurinn hvað við hefðum
verið að hlusta á. Það var sinfónía
eftir Beethoven, ein af þeim sem
sjaldan heyrast.
Og nú vissi ég, að þetta var
maðurinn úr ljóði mínu, maðurinn
sem hafði komið vínglaður í áætlun-
arbílnum við vegamótin
að Hvammstanga.
Ekki löngu eftir að
þessi gestur át kjötsúp-
una hjá okkur kom hann
aftur í heimsókn hífaður
vel og fékk í svanginn.
Og þá kom í ljós að hann
vissi hvem hann var að
heimsækja.
Þú ert skáld, Jón Ósk-
ar. Þú ert skáld, sagði
hann. En það er svolítið
erfitt að skilja þig stund-
um.
Ég viðurkenndi það.
Og smám saman var
hann orðinn heimilisvinur okkar.
Hann kvaðst hafa verið kallaður
Hlaupa-Geiri í æsku, af því hann
var sífellt utan í íþróttamönnum á
Melavellinum og sífellt á hlaupum
sjálfur, en í rauninni hét hann Þor-
geir Kr. Magnússon og hafði alist
upp hjá ömmu sinni á Grímsstaða-
holtinu. Að öðru leyti var ekkert
upp úr honum að hafa um ætterni
hans.
Þorgeir var ekki alltaf undir
áhrifum þegar hann kom til okkar,
fjarri fer því, en ef hann var hreif-
ur af víni, þá var skáldskapurinn
og tónlist ofarlega í huga hans og
hann þýfgaði mig þráfaldlega um
það hvor ég áliti að hefði verið
meiri skáld Einar Benediktsson eða
Guðmundur Guðmundsson. Það var
einhveiju sinni að hann kom til
okkar þreyttur af drykkju og bað
mig að fá handa sér leigubíl og
biðja bílstjórann að fara með sig
upp í Fossvogskirkjugarð, því þar
ætlaði hann að leggjast til svefns.
Ég gerði eins og hann bað um, en
meðan ég var að styðja hann út í
bílinn voru síðustu orð hans þessi,
áður en bílhurðin skelltist aftur:
Segðu mér Jón Óskar, hvor var
meira skáld, Einar Benediktsson
eða Guðmundur Guðmundsson?
Ég er ekki frá þvi að hann hafi
viljað að ég drægi taum Guðmund-
ar. Hann hafði auðheyrilega miklar
mætur á því skáldi eins og eftirfar-
andi atvik er til vitnis um. Hann
hafði komið til okkar nokkuð hátt
uppi og beið nú eftir leigubfl frammi
á gangi. Hann ræddi við mig um
Valdimar Briem og þessar ljóðlínur:
Ég horfi yfir hafíð
um haust af auðri strönd o.s.frv,
Hann kunni þetta og velti fyrir
sér merkingunni. En svo var það
Guðmundur Guðmundsson. Þarna
sat hann, þessi maður sem komið
hafði með ljóðið inn í rútubílinn á
leið norður, og nú hafði hann ekki
yfir ljóð fyrir farþega í rútubíl og
ekki heldur fyrir mig því hann sneri
baki í mig og vissi ekki að ég hlust-
aði þegar hann fór með velþekkt
ljóð eftir Guðmund Guðmundsson,
ljóð sem ég þóttist oft hafa heyrt
eða lesið, en nú var sem ég skynj-
aði það í fyrsta sinn:
Yfír haf, ofar heiðum
fer hljóðvana blær,
hátt á ljósvakans leiðum
deyr ljóðtónn hver skær.
Sofa rósir í runnum
við rökkurmjúkt lín.
Sólin andvaka’á unnum
í útnorðri skin.
Ég hlustaði undrandi, því svo
fagurlega hafði ég aldrei heyrt far-
ið með þetta Ijóð. Og var nokkur
furða þó hann spyrði mig, þegar
ég leiddi hann út í leigubílinn hvor
þeirra hefði verið meira skáld, Ein-
ar Benediktsson, sem svo mikið
hafði verið af látið, eða Guðmundur
Guðmundsson sem ort hafði þetta
ljóð sem Þorgeir hafði skynjað svo
sterkt.
Þorgeir var oft við skepnuhirð-
ingu og önnur sveitastörf norður í
landi, og kunni því vel eftir því sem
á honum var að heyra, en eitt sinn
hafði hann komist naumlega lífs
af eftir villu í blindbyl. Það var
þannig, sagði hann, að ég var stadd-
ur á Bjargi í Miðfirði og ég var svo
lengi að tala um ættfræði við hús-
freyjuna að ég lagði of seint af stað
heim á leið, lenti í blindhríð og villt-
ist. Hann hélt áfram göngu sinni
þangað til hann örmagnaðist, og
fannst hann eftir um það bil sólar-
hring, kalinn á höndum þannig að
sumir fingurnir voru ónýtir upp frá
því. Hann hlaut umönnun á sjúkra-
húsinu á Hvammstanga og síðan
var honum auðheyrilega hlýtt til
þeirra kvenna sem þar höfðu mest
annast hann.
Vel mátti heyra það á Þorgeiri
að hann kunni töluvert fyrir sér í
ættfræði, en einkum hafði hann
miklar taugar til fólks sem búið
hafði á Grímsstaðarholtinu og oft
skrifaði hann stuttar minningar-
greinar í Morgunblaðið um látna
vini og kunningja. Hinsvegar var
honum einna mest í mun að tala
um tónlist og um skeið átti hann
tæki til að hlusta á hljóðsnældur.
Ekkert tónskáld var honum hug-
stæðara en Frans Schubert. Hann
var hneykslaður, þegar hann sagði
okkur frá því að hann hefði farið
inn í hljómplötuverslun í Reykjavík
og spurt um Lítaníuna eftir Schu-
bert, en afgreiðslufólkið hafði aldrei
heyrt það fyrirbæri nefnt.
Hann kom eitt sinn of seint í
mat til okkar eftir því sem ákveðið
hafði verið, og þegar hann birtist í
dyrunum afsakaði hann sig með
því, að þegar hann hefði verið á
leiðinn til okkar hefði hann skyndi-
lega heyrt svo fagran söng að hann
hefði ekki getað stillt sig um að
hlusta og staldraði því við góða
stund undir húsvegg Tónskóla Sig-
ursveins og hlustaði á lag eftir
Schubert: Til tónlistarinnar (An die
musik).
Síðustu ár hefur hann gengið
fram og aftur um götur Reykjavík-
ur, sífellt á göngu, aldrei í strætis-
vagni, gekk um alla borgina, upp
fyrir Elliðaár, þreyttist aldrei á
göngunni og var af þeim sökum
kallaður Göngu-Geiri.
Hann var á göngu, þegar hann
lét lífið.
Og ég sagði honum aldrei að
hann hefði orðið mér aðjljóði.
Jón Óskar.
Grímsstaðavörin var veraldar-
hafið ungra drengja á Holtinu, þeg-
ar Þorgeir Kr. Magnússon ólst þar
upp á kreppuárunum. Í þessu
byggðarlagi var búið sjálfsþurftar-
búskap. Skammt var á fiskislóð.
Kálgarðar voru við alla bæi og full-
nægt mjólkurþörf að mestu. Strák-
arnir á Grímsstaðaholtinu þóttu
harðir í horn að taka í skærum á
milli hverfanna í bænum.
Þorgeir var snemma rammur að
afli og fremstur meðal jafningja í
mörgum íþróttum. Greindur var
hann í besta lagi. Ungur maður fór
hann í kaupavinnu norður í Húna-
vatnssýslu. Var hann hjá góðu fólki,
en varð þó nærri úti í aftakaveðri
að vetrarlagi. Kól hann mjög á
höndum og fótum. Varð hann aldr-
ei samur maður eftir þá raun.
Hann fór löngum einn. Þó hitti
hann ástina í lífi sínu einn ljósan
dag. Hann átti í stuttum lotum
stríðan félagsskap við Bakkus.
í lífsbaráttunni naut hann fal-
legrar hjálpar vænna manna. Mat
hann mikils Svein Ragnarsson og
Birgi Ottósson hjá Félagsmála-
stofnun, Víglund Þorsteinsson hjá
Benedikt á Vallá, að ógleymdum
Hjálpræðishernum og kristilegu
hjálparstarfi hvítasunnumanna.
Margir munu sakna þess að hitta
ekki lengur á förnum vegi glaðbeitt-
an, stálminnugan Þorgeir Kr.
Magnússon.
Nú hefur algóður Guð veitt
göngulúnu barni hvíld í faðmi sínum.
Bragi Sigurðsson.
Þorgeir Kr. Magnússon er fallinn
og þar lauk ævi eins merkasta götu-
barns Reykjavíkur og eins mesta
göngugarps sem höfuðborgin hefur
eignast á seinni áratugum. Mátti
oft sjá hann í næstum hvaða veðrum
sem var arka um hina ýmsu bæjar-
hluta og fara mikinn, enda var hann
af vinum og kunningjum gjaman
ÞORGEIR KR.
MAGNÚSSON
nefndur Göngu-Geiri. Þegar ég hitti
hann fyrst hafði hann komið sér
fyrir í gömlu mannlausu húsi í
Gijótaþorpinu, en eins og fleiri úr
hans stétt þurfti hann að leita sér
sjálfur að svefnstað einhversstaðar
í auðu skoti. Hann þekkti gamla
bæinn og félagskerfið sem hann bar
misjafnlega söguna. Svo var gijóta-
þorpsplássið tekið af honum og
hann fékk að sofa hjá Hjálpræðis-
hernum. Það líkaði honum ekki,
sagðist vilja prívat þar sem hann
gæti lesið sínar bækur og drukkið
sitt brennivín í friði. Ég get ekki
verið á svona stað, sagði hann.
Finnist af manni vínlykt, er maður
rekinn út og þeir þukla mann allan
þegar maður kemur heim, ef hægt
er að kalla þetta heimili. Á þessum
tíma hafði Þorgeir nokkuð fasta
viðkomu á skrifstofu Leigjendasam-
takanna að spyijast fyrir um prí-
vat. Vitaskuld þýddi lítið að vísa
honum til húseigenda og athvörf
félagskerfisins vildi hann ekki. Ég
sneri mér þá til Birgis Ottóssonar
hjá Félagsmálastofnun og bað um
pláss handa Þorgeiri. Birgir brást
drengilega við og útvegaði Þorgeiri
litla íbúð í nágrenni miðbæjarins.
Þarna undi göngugarpurinn sér vel
enda loks kominn með fasta adr-
essu og það prívat sem hann hafði
dreymt um. Þorgeir var óráreitinn
maður og tróð ekki öðrum um tær
og gerði litlar kröfur fyrir sig, en
hafði mikla samlíðan með ógæfu-
fólki og hélt þeim fallega sið að
skrifa minningargreinar í blöðin
þegar félagar hans af götunni yfirg-
áfu táradalinn. Ekki má því minna
vera en hann fái eina slíka sjálfur.
Ég þakka Þorgeiri lærdómsríkan
kunningsskap og sakna þess að sjá
hann ekki lengur setja sinn svip á
bæinn.
Jón frá Pálmholti.
í kvöldfréttum mánudagsins 23.
júní var sagt frá, að enn hefði orð:
ið eitt dauðaslysið í umferðinni. í
gegnum huga okkar fór þessi hugs-
un, sem oft áður er slys verða.
Skyldi þetta vera einhver sem mað-
ur þekkir? Daginn eftir kom í ljós
að svo var.
Þorgeir Kr. Magnússon hét mað-
urinn, sem þar lét lífið eða Geiri
„Formaður útideildar", eins og við
kölluðum hann. Geiri var fastagest-
ur hjá okkur flesta daga, að fá sér
kaffisopa eða eitthvað í svanginn,
þó oft liði nokkuð langur tími á w0‘
milli heimsókna, og þá var það sá
tími sem hann var að þjóna Bakk-
usi, sem var hans mikli óvinur eins
og margra annarra. Um uppruna
hans og æsku vissum við lítið samt
mun hann hafa verið alinn upp hjá
ömmu sinni og eftir lát hennar orð-
ið algjör einstæðingur, þó talaði
hann oft af mikilli hrifningu um
æsku sina á Grímsstaðaholtinu og
æskuvini sína þar.
Snemma mun hann hafa ánetjast
þeim harða herra Bakkusi, sem
stjómaði flestöllu í hans lífi og gerði-*^
allt hans líf að erfiðri göngu og
kenndi honum að treysta engum
og reyna að fá sem flest, fyrir sem
minnst.
Geiri var einn af þessum miklu
einstæðingum sem engan átti að,
en þó er það nú svo að okkur mun
öllum þykja myndast tóm að heyra
ekki rödd hans framar eða bænir
hans um hjálp, sem við reyndum
að verða við þegar allt um annað
þraut. Síðasta heimsókn hans til
okkar var fyrir helgina áður en
hann lést og leit hann þá mjög vel
út og var vel til hafður og sáttur
við lífið, að því marki sem hægt var.
Erfiðri lífsgöngu er lokið og telj-
um við að Geiri hefði jafnvel kosið'*
að svona færi, því ekki hefði hann
þolað mikil veikindi og ellihrum-
leika.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við bömin sín
sefar allan söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móðurbarm.
Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð.
Á leiðinu þínu er moldin hljóð
og hvíldin góð
(Davið Stefánsson).
Friður sé með sálu þinni, Geiri.-^l'
Með kveðju frá,
Starfsfólki SÍBS,
Suðurgötu 10.
• Fleirí minningiugreinar um
Þorgeir Kr. Magnússon bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona, amma og langamma,
INGIBJÖRG STURLUDÓTTIR HANSEN,
lést í New Jersey föstudaginn 6. júní sl.
Útförin hefur farið fram.
Stefán B. Hansen, Fran Hansen,
Kristín L. Karpati, Anthony Karpati,
Jóna Sturludóttir, Ástþór Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Bróðir okkar,
MAGNÚS BJÖNSSON,
Ási, Hveragerði,
áður Blesugróf 23,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 12. júní.
Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum samúð og vinarhug.
Nína Björnsdóttir,
Kristín S. Björnsdóttir,
Sigurlaug Björnsdóttir,
t
Bróðir minn,
RAGNAR BJÖRGVIN NYGAARD,
lést á Gimli í Manitoba föstudaginn 13. júní
síðastliðinn,
Steinþór Nygaard.