Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 52
www.mbl.is/boltinn
52 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
Góður
boltl!
I
Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir
„ENGAR vælumyndir, takk!“
Ég mæli með
Skapið mót-
ar smekkinn
Björn Blöndal blaðamaður á Austra
Svartur
hlébarði
laus á ný
► ELMER „Geronimo“
Pratt, fyrrverandi leiðtogi
Black Panther samtak-
anna, er ekki fyrr kominn
úr fangelsi en kvikmynda-
gerðarmenn eru farnir að
biðla til hans til þess að fá
réttinn til að kvikmynda
sögu hans. Pratt, sem hef-
ur haldið fram sakleysi
sínu frá upphafi, hefur
setið í fangelsi í 25 ár, en
hann var dæmdur fyrir
rán og morð sem var fram-
ið árið 1968.
Pratt og lögfræðingur
hans síðustu 23 árin, Stu-
art Hanlon, hafa fengið sér
til aðstoðar Jonnie L. Coc-
hran til þess að semja ekki
af sér, en Pratt er að skoða
bæði möguleikana á að
selja sögu sína í bókar- og
kvikmyndaformi. Haft var
eftir Cochran í Los Ange-
les Times að 10 til 12 fyrir-
spurnir hafi borist frá vel-
þekktum Hollywood leik-
stjórum, bæði hvítum og
svörtum.
Saga Pratt er ævintýra-
legri en nokkur skáldskap-
ur. Hann barðist í Víetnam
og var margheiðraður fyr-
ir frammistöðu sína, en
starfsemi hans með Black
Panther samtökunum kom
honum á óvinsældarlista
stjórnvalda. Árið 1972 var
hann dæmdur í fangelsi
fyrir morðið á Caroline
Olsen. Pratt hefur fjórum
sinnum reynt að fá dóminn
ógildan, en það var fyrst
nú í byrjun júní að dómari
ákvað að mál hans skyldi
endurskoðað í ljósi nýrra
upplýsinga. Þessar upplýs-
ingar benda til þess að
aðalvitnið gegn Pratt hafi
verið á mála hjá FBI og
logið í vitnastúku.
Hvort mál Pratt fær
Hollywood-endi er enn
óvíst en væntanleg kvik-
mynd getur að minnsta
kosti endað vel sem ástar-
saga. Pratt og kona hans,
Ashaki, sem skildu meðan
hann sat inni, tilkynntu
eftir að hann var látinn
laus gegn tryggingu að
þau ætluðu að gifta sig
aftur.
BJÖRN segir að hann hafi horft
mikið á vídeó síðan hann komst í
kynni við slíkt tæki 10 ára gamall.
„Maður notar þetta jafnt til slökunar
og afþreyingar, smekkurinn mótast
af því ástandi sem maður er í hveiju
sinni. Ég vil t.d. ekki að það sé talað
of mikið þegar ég er þreyttur, þá eru
það myndir, stútfullar af tilgangs-
lausu ofbeldi sem blíva. En sem bet-
ur fer er ég ekki alltaf þreyttur og
þá er mjög mismunandi hvað verður
fyrir valinu. Það eru bara fáein
„tabú“ í gangi, Barbra Streisand og
einhveijar vælumyndir. Þessar
myndir sem ég nefni hér á eftir eru
ekki endilega uppáhaldsmyndirnar
mínar, enda efast ég um að geta
nefnt þær, en þetta eru allt snilldar-
verk og ekki orð um það meir.“
Harry hvað? Who’s Harry
Crumb? - 1989.
Leikstjóri: Paul Flaherty. John
Candy, Jeffrey Jones, Annie Potts.
„Þýðingin ein og sér er næg ástæða
til að taka þessa öskrandi snilld með
hinum ægifagra, en því miður dauða,
John Candy. Hann ieikur einkaspæj-
ara, sem kemur úr mikilli einkaspæj-
arafjölskyldu, en er kannski ekki sá
alglúrnasti. Fallegur feitur maður í
alls konar dulargervum og vand-
ræðalegum aðstæðum; getur ekki
klikkað."
Eftirfarinn
Stalker - 1979
Leikstjóri: Andrei Tarkovsky. Alex-
ander Kaidanovsky, Nikolai Grinko,
Anatoli Solonitsin og Alice Fri-
endlich. „Andrei Tarkovsky gerði
þessa mynd sem ég sá fyrst 10 ára
gamall á kvikmyndahátíð og varð
gjörsamlega heillaður. Ég sá hana
aftur mörgum árum seinna á mynd-
bandi og varð ekki fyrir vonbrigðum.
Þrír karlar fara inn á svæði þar sem
loftsteinn á að hafa fallið, til að leita
að einhverjum vitsmunum úr geimn-
um. Senurnar eru gjörsamlega
magnaðar, en það er betra að vera
ekki mjög órólegur þegar þessi mynd
er leigð."
Hinir villtu
The Wild Bunch - 1969
Leikstjóri: Sam Pekinpah. William
Holden, Ernest Borgnine, Robert
Ryan, Edmond O’Brian, Warren Oat-
es, Ben Johnson og Jaime Sanchez.
„Tímamótaverk meistara Sams Pek-
inpah. Nokkrir gæjar sem eru komn-
ir af léttasta skeiði lenda í vondum
málum enda að sjálfsögðu allir dauð-
ir. Fyrsti alvöru ofbeldisvestrinn,
ruddi brautina fyrir nýjar víddir í
þessum geira kvikmyndanna. Will-
iam Holden, Warren Oates, Ernest
Borgnine, Ben Johnson og fleiri góð-
ir Pekinpah-leikarar í góðu stuði.
(Vantar að vísu Kris, en hann hefur
bara ekki verið orðinn nógu gamall.)“
Ben Húr
Ben-Hur -1959
Leikstjóri: William Wyler. Charlton
Heston, Jack Hawkins, Stephen
Boyd og Haya Harareet. „Það ætti
tvímælalaust að varða við lög að
hafa ekki séð þessa stórmynd með
Charlton Heston í hlutverki ríks gyð-
ings sem lendir í hremmingum á tím-
um Jesú Krists og Pontíusar Pílatus-
ar. Krossfesting Krists, hestvagna-
kappasktur, holdssjúkir galeiðuþræl-
ar og allt sem nöfnum tjáir að nefna
prýða þessa ellefu Óskara mynd, sem
William Wyler leikstýrði. Þetta er
“stórmyndin“.“
Morgunblaðið/Ásdís
VALGERÐUR er
hress að vanda.
Alltaf eitt-
hvað nýtt
að gerast
► VALGERÐUR Matthíasdóttir,
einn af stofnendum Stöðvar 2, er
komin aftur þangað til starfa eftir
sex ára hlé.
„Mér finnst mjög skemmtilegt
að vera komin aftur. Á sínum tíma
var ég i fyrsta fréttamagasíninu
19:19, sem er aðeins með öðru
sniði í dag. Nú er ég einn umsjón-
armanna Islands í dag, þar sem
fjallað er um hlutina út frá öðrum
sjónarhornum en fréttir," sagði
Valgerður í samtali við Morgun-
blaðið.
„Við stofnun Stöðvarinnar byrj-
aði ég á því að hanna allt hús-
næðið. Síðan var ég i sljórninni,
og vann mjög náið með Jóni Ótt-
ari, þar sem ég bjó með honum á
þeim tíma. Ég byggði upp lista-
deildina sem snýr að dagskrár-
gerðinni, og fór siðan út í dag-
skrárgerð sjálf.
Ég hætti á Stöð 2 á sínum tíma
í beinu framhaldi af þeim breyt-
ingum sem þá urðu á Stöðinni,
þegar stofnendur fyrirtækisins
fóru út úr því, þá fannst mér líka
kominn tími til þess að breyta til
og sagði upp.
Það er sérstaklega gaman að
vera komin aftur, þar sem ég
þekki þetta allt svo vel, bæði
starfsfólkið og innréttingarnar.
Þótt ýmislegt nýtt fólk sé komið
til starfa, þá eru hér enn mjög
margir sem ég vann með á árunum
1986-1991.Svo er auðvitað yndis-
legt að vinna með Páli Magnús-
syni sem ég var með í að ráða á
sinum tíma. Ég hef ekki verið í
magasínþætti af þessu tagi í all-
langan tíma, en í gegnum árin
hefur verið mjög nauðsynlegt fyr-
ir mig að endurnýja mig og breyta
til. Þannig verða verkefnin skap-
andi og skemmtileg, og hér á Stöð
2 er alltaf eitthvað nýtt að ger-
ast,“ sagði Valgerður að lokum.
Útiskilti
Vatnsheld og vindþolin
Allar stærðir og gerðir
Margir litir - gott verð
JbOfnasmiðlan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiðja Ratahrauni 13 • Sími 555 6100
Á réttum kili
► ROBERT Downey jr. vinnur nú
að þvi að koma leikferli sínum
aftur á réttan kjöl. Þijár nýjar
kvikmyndir eru væntanlegar með
kappanum, „The Gingerbread
Man“, sem Robert Altman leikstýr-
ir, „One Night Stand“, sem Mike
Figgis leikstýrir, og „Two Girls
and A Guy“, sem James Toback
leikstýrir. Downey er nú á töku-
stað fyrir „U.S. Marshals", sem
Warner Bros. framleiðir.
í „Two Girls and A Guy“ leikur
Downey á móti Natashu Wagner
og Heather Graham. Mótleikkonur
hans eru kannski ekki vel þekktar
en það er líklega að verða breyting
á því, að minnsta kosti hvað varð-
ar Wagner. Hún er að leika í „First
Love, Last Rites“ og hefur skrifað
undir samning um að leika aðal-
kvenhlutverkið í „Revenant", sem
er vampírusaga skrifuð af Matt-
hew Bright.
ROBERT Downey jr. einbeitir sér að
vinnunni um þessar mundir.