Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLABW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mokveiði var fyrsta solarhringinn á loðnuvertíð Morgunblaðið/Jim Smart Dorgað í Hafnarfirði DORGVEIÐIKEPPNI var haldin fyrir börn á aldrinum 6-12 ára við Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í gær. Þeir sem ekki áttu veiðarfæri fengu færi lánuð á keppnisstað og starfsmenn Æskulýðs- og tóm- •j^stundaráðs Hafnarfjarðar veittu leiðbeiningar. Stúlkan á myndinni hélt fast um sinn feng og fylgdist grannt með framvindu mála. ----------------- Flugmenn semja við Flugfélag Islands SKRIFAÐ var undir nýjan kjara- samning Flugfélags Islands og Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna síðla dags í gær. Tekur hann til íyrrum flugmanna Flugfélags Norðurlands og nýrra flugmanna sem starfa nú allir hjá Flugfélagi Islands, alls nærri 30 flugmanna. Samningurinn gildir til 15. mars árið 2000 og er svipaður samningi sem gerður var við flugmenn ís- landsflugs fyrir nokkrum vikum. Liggja laun flugmanna þessara fé- laga nokkuð undir launum flug- manna hjá Flugleiðum enda miðað að nokkru við stærðir flugvéla sem félögin reka. FÍA á enn ósamið fyr- ir hönd flugmanna hjá Landhelgis- gæslunni og flugskólunum. Flest skip á landleið með fullfermi í gær LOÐNUVERTÍÐIN hófst á miðnætti í fyrrinótt og var mokveiði strax í upphafi og allan daginn í gær. Þykir þessi byrjun gefa fyrirheit um góða vertíð og eru sjómenn bjartsýnir á framhald veið- anna. Loðnuskipin fengu aflann á tveimur svæðum um 100 mílur norðaustur af Langanesi. Alls voru 37 íslensk loðnuskip á miðunum í gær og fyrri- nótt en flest þeirra voru á landleið með fullfermi í gærkvöldi. Oddeyrin EA landaði fyrsta loðnu- farmi vertíðarinnar á Raitfarhöfn seinni partinn í gær, um 720 tonnum. Að sögn þeirra skipstjórn- armanna sem Morgunblaðið ræddi við í gær var mikið af loðnu að sjá á litlu svæði og skipin að fylla sig af fallegri loðnu í aðeins 2-3 köstum. Voru þeir bjartsýnir á að veiði héldist góð, a.m.k. út þennan mánuð. Veiðin hefst nú litlu vestar en á síðustu vertíð en þá var veiði mjög góð allan júlímánuð en lítið fékkst eftir það. Fjögur norsk skip tilkynnt afla Fjögur norsk skip höfðu tilkynnt sig með afla út úr landhelginni í gærkvöldi, samtals um 4.100 tonn. Samkvæmt nýju reglunum eiga norsku skipin að tilkynna afla á milli 10-12 á morgnana og þegar þau sigla í gegnum athugunarpunkt á leið úr landhelginni. Þar er varðskip Landhelgis- gæslunnar og fylgist með ferðum og afia skip- anna. Varðskipsmenn fóru um borð í eitt þeirra fjögurra skipa sem sigldu með afla til Noregs í gær og var þar allt í stakasta lagi samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Veiði var enn mjög góð í gærkvöldi og því má búast við að fleiri norsk loðnusMp hafi fyllt sig í gærkvöldi og nótt. Fjögur norsk loðnuskip „komu inn á“ fyrir þau sem sigldu með aflann í gær og því eru 30 norsk skip að veiðum samkvæmt settum reglum. ■ Mjög góð/C4 Morgunblaðið/Helgi Ólafsson ODDEYRIN EA landaði fyrsta loðnufarmi vertíðarinnar í gær, á Raufarhöfn, um 720 tonnum. Giftusamleg bj örgun þegar Öðufellið fórst ÞRIGGJA manna áhöfn skelfisk- bátsins Öðufells fi-á Þórshöfn var giftusamlega bjargað um borð í Kristínu HF 165 í nótt um M. 01.23 eftir að Öðufell fórst um 5,4 sjómílur undan Skálum á Langanesi. TF LÍF björgunarþyrla Landhelgis- gæslunnar var send í loftið laust fyrir M. eitt í nótt, en henni var snú- ið við eftir að ljóst varð að áhöfn bátsins hafði verið bjargað. Friðrik Friðriksson hjá Björgun- arstjórnstöð Slysavarnafélagsins, sem stýrði björgunaraðgerðum, sagði í samtali við Morgunblaðið laust fyrir M. 02 í nótt að fyrsta neyðarsending hefði borist tvær mínútur eftir miðnætti og eftir það hefðu nokkur skeyti borist. Þegar var farið að huga að því hvaða skip væru nærstödd og á dag- inn kom að Kristín HF 165 var um 2 sjómflur frá þeirri staðsetningu þar sem talið var að Öðufellið hefði farist. Frá Bakkafirði fengust þær upp- lýsingar að til Öðufellsins hefði sést þaðan, alveg fram til M. 21 í gærkveldi. Kristín var þegar beðin að halda á staðinn, en auk þess var haft sam- band við Hákon, Hvannaberg og írafoss, sem voru nærstödd. írafoss var kominn á svæðið um M. 01 í nótt. Til að byrja með ^sagði Friðrik að hvorki Kristín né írafoss hefðu orðið nokkurs áskynja, en kl. 01.16 sáu þeir um borð í Kristínu rautt neyðarblys skammt frá sér og kl. 01.23 kom Krisín að gúmbjörgunar- bát og náði að bjarga um borð þriggja manna áhöfn Öðufells. Skip- verjar voru þá kaldir og blautir, en heilir á húfi. Kristín sigldi með sMpverjana inn tfl Bakkafjarðar, í skjóli írafoss, þar sem Björgunarsveit Slysavamafé- lagsins á Bakkafirði tók á móti þeim. Bilasalan jókst um fímmtung / • / / íjum SALA á nýjum fólksbílum jókst um tæp 22% í síðasta mánuði miðað við sama mán- uð í fyrra. AIls seldust 1.140 bílar í mánuðinum en 935 í fyrra. Fyrstu sex mánuði árs- ins hefur bflasalan auMst um tæp 20%. Alls hafa selst 5.166 bflar en 4.312 bílar seldust yf- ir sama tímabil í fyrra. Þegar gluggað er í tölur yf- ir einstakar tegundir kemui- í ljós að mesta markaðshlut- deild, 11,93%, hefur Subaru, en skammt undan eru Nissan, 11,67%, og Toyota, 11,40%. Opel, Volkswagen og Mitsu- bishi hafa rúmlega 8% mark- aðarins. Það sem af er árinu hefur Toyota hins vegar mestu markaðshlutdeiM, 15,2% eða 786 seMa bíla, en Subaru 11,5%, 593 seMa bíla, og Volkswagen 10%, 520 selda bíla. Samtals voru fluttir inn 124 notaðir fólksbílar til landsins í júní. Bílstjórum Norður- leiðar sagt upp Bifreiðastjórafélagið Sleipnir óskar skýringa á uppsögnunum ÖLLUM bílstjóram Norðurleiðar, tíu að tölu, var sagt upp í gær en alls eru starfsmenn fyrirtækisins 14. Hluti bílstjóranna verður end- urráðinn. Norðurleið annast sér- leyfisferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar svo og hópferðaakstur. í uppsagnarbréfi segir að rekstrarstaða fyrirtækisins geri nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana. Óskar Stefánsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Sleipnis sem einnig er einn af bíl- stjórum Norðurleiðar, segist hafa óskað skýringa forráðamanna fyrirtækisins en þeir eru staddir erlendis og verða það næstu daga. Oskar Stefánsson segir það ekki góð vinnubrögð að segja upp bílstjórahópnum án þess að til- kynna jafnframt hversu margir og hverjir verði endurráðnir. Hann segir elstu bílstjórana vera með nærri 40 ára starfsaldur og marga með um og yfir 20 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.