Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 25

Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 25 Múr- mansk- hérað ►Stærð: 145.000 ferkílómetrar. ►íbúar: 1.030.100. ►Höfuðstaður: Múrmansk, u.þ.b.420.000 íbúar. ►Aðalatvinnuvegir: Námu- vinnsla, fiskveiðar, vélafram- leiðsla, starfsemi tengd herstöðv- um. ►Múrmansk á Kólaskaga er sjálfsstjórnarhérað í Rússlandi og tilheyrir Barentssvæðinu svo- kallaða. Það á landamæri að Noregi og Finnlandi. ►Fyrstu íbúarnir voru Samar, sem komu til Kólaskagans fyrir um 10.000 árum. Nú eru um 5.000 Samar á svæðinu. A 15.-16. öld vaknaði áhugi Rússa á svæðinu og var bærinn Kóla mikilvæg hafnarborg. Heldur dró úr við- skiptunum á næstu öldum en á síðustu öld og í upphafi þessarar hófst uppbygging þar að nýju, enda náttúruauðlindir miklar. Árið 1916 var borgin Múrmansk stofnuð og hét hún í fyrstu Ro- manov. ► Sjálfsstjórnarhéraðið Múr- mansk á eigið þing og stjórn. Héraðssljórinn fer með forystu stjórnarinnar. Fyrstu lýðræðis- legu héraðsstjóra- og þingkosn- ingarnar fóru fram í desember sl. en þá var Júrí Jevdokimov kjörinn héraðsstjóri. Á þinginu eiga ekki aðeins fulltrúar stjórn- málaflokka sæti, því margir eru óháðir eða fulltrúar einstakra fag- og verkalýðsfélaga. ►Loftslag í Múrmansk er milt, sé tillit tekið til þess hversu norð- arlega það liggur. Meðalkuldi í janúar er -r8 til -rl5 gráður en á sumrin er hitinn að jafnaði 8-14 gráður en getur farið langt yfir það. Gróðursæld er allnokkur, fjöldi tijá-, beija- og mosateg- unda vex á svæðinu og þar eru ennfremur um 100.000 vötn. ►Árið 1994 voru mest viðskipti við Noreg, bæði í inn- og útflutn- ingi, um 15-18%. ► Atvinnuleysi er hvergi minna í Rússlandi en í Múrmansk, en þar er það 6,8%. ►Árið 1996 var samdráttur í öllum greinum nema raforku- framleiðslu. Iðnaðarframleiðsla dróst saman um 2,3%, samdrátt- ur í skógarhöggi var um 40%, fiskvinnslu um 21%. Þá dró úr fjárfestingum um 27% árið 1996, mest í fiskvinnslu og samgöngum á sjó. Félagslegar byggingafram- kvæmdir minnkuðu um helming. ► Verðbólga var 128% á síðasta ári. Símagjöld hækkuðu um 140% á einu ári, samgöngur um 120%, vatnsveitu- og sorpgjöld um 80%, rafmagn um 70% og kol um 130%. Fyrirtæki töpuðu fjórfalt meiru en árið á undan. Tap stór- fyrirtækja jókst, að jafnaði um 92%. ►Tekjur heimilanna drógust saman um 14% og fimmti hver íbúi telst undir fátæktarmörkum, sem eru rúmar 500.000 rúblur á mánuði. Meðallaun fyrir iðn- verkamann eru 2 milljónir rúblna á mánuði. ► Heilsufar fer batnandi, nema hvað berkla- og sýfilistilfellum fjölgar. ► Dregið hefur úr glæpum en um 60% þeirra eru þjófnaðir. Alvarlegum glæpum hefur hins vegar fjölgað og um 25% glæpa eru raktir til mafíunnar. Morgunblaðið/UG „VIÐ höfum ekki efni á því að flytja héðan þótt við vildum. Við erum aðkomufólk og hér er of kalt,“ segir Anna Pavlovna Ivano- vitsj, sem stendur við hlið eiginmannsins, Vasselíj. eru um 469.000 rúblur (um 5.200 ísl.kr). Vetrarskór, eins og börnin vilja, kosta sömu upphæð.“ Tajsja segist fátt sjá jákvætt við ástandið eins og það sé nú. „Kannski fyrir takmarkaðan hóp en ekki mig. Ég verð að vinna meira og meira til að hafa í mig og á, ég vinn á kvöldin og um helgar á kart- öfluakri. Ég reyni að gera mitt besta. í raun og veru sakna ég gömlu Sovétríkjanna að mörgu leyti, þá var að minnsta kosti hægt að skipuleggja líf sitt og legga fyr- ir.“ Almenningur heyrir um skelfi- legt ástandið í umhverfismálum og Tajsja segir þau vissulega skipta sig máli. En þegar efnahagsástand- ið er svo bágborið, hefur annað óhjákvæmilega forgang. Það sem henni finnst skipta einna mestu máli er að ungu fólki verði gert kleift að kaupa sér íbúðir. Framtíð dótturinnar er óviss, hún er enn í námi og framtíðardraumar Tajsju og eiginmannsins fyrir hennar hönd felast í því að senda dótturina í nám í hönnun. „Hún teiknar vel og ég myndi vilja hafa efni á því að gefa henni kost á námi því tengdu. En niðurstaðan verður lík- lega sú að hún fer i eitthvert iðn- nám. Það er eini raunhæfi kostur- inn.“ Eins og svo margir aðrir Rússar hefur Tajsja takmarkaða trú á stjórnvöldum. Og hún hefur heldur ekki mikla trú á því að ástandið breytist til hins betra á næstunni. „Ég veit ekki hvort að ég mun lifa það að sjá ástandið hér breytast til batnaðar en ég leyfi mér að vona að börnin mín geri það.“ ar pottaplöntur á útsölu allt að 50% afsláttur 3 Burknar Kr. 299,- Verð áður£98 Fíkus 100 sm Kr. 999,- Verð áður J098 Jukkur Verð áður 72U * Drekatré Kr. 439,- Verð áður Friðarlilja Kr. 499,- Verð áður 9#8 Stofuaskur Kr. 439,- Verð áður I I i ! I ! j í í j i i I ! I t I i t í í í i j i j t | I I \ í | í i . Heimild: Norðurlandaráð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.