Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 29

Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 29 LISTIR Samtímalist í Snæfellsbæ OPNUÐ verður sýning á samtíma- list laugardaginn 16. ágúst kl. 17 í Hótel Höfða í Ólafsvík. Verk á sýningunni eiga: Alda Sigurðardóttir, Brynhildur Þor- geirsdóttir, Daníel Þorkell Magnússon, Einar Unnsteinssra, Guðjón Bjarnason, Halldór Ás- geirsson, Karl Jóhann Jónsson, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Magnús Sigurðarson og Sigríður Gísladótt- ir. í kynningu segir m.a.: „Að sýna ólíka miðla, tækni og efnistök er markmið þessarar sýningar. Sýning- in er tækifæri fyrir alla til að kynn- ast fijórri sköpun og broti af þeirri vinnu sem myndlistarmenn leggja gjarnan á sig til að túlka þætti í sjálfum sér og umhverfí sínu.“ Tímarit Karlakórinn Stefnir hljómaði vel í kirkjunni KARLAKÓRINN Stefnir hélt tvenna tónleika í Vínarborg ný- lega, þar sem á efnisskrá var sálumessa Franz Liszts, en hana frumflutti kórinn hérlendis fyrr í sumar. Fyrri tónleikarnir fóru fram í Hadersdorf am Kamp og seinni tónleikarnir í Waisenhaus- kirkjunni í Vínarborg. Með í för voru Hólmfríður Jóhannesdóttir og Enikö Butkai, ungversk sópr- ansöngkona. í sálumessu Liszts sungu þeir Garðar Þór Cortes og Gísli Magnússon tenórar, Eiríkur Hreinn Helgason baríton og Stefnisfélaginn Stefán Jónsson, bassi. Stjórnandi var Lárus Sveinsson. Kórinn flutti efnisskrá sína fyrir fullu húsi á báðum tónleik- unum og bauð áheyrendum bæði upp á erlend og íslensk lög og voru undirtektir góðar meðal áheyrenda. í einni umsögninni um tónleika Stefnis segir, að kórinn hafi hljómað einkar vel í kirkjunni og sé án efa með ailra beztu karla- kórum í heimi. • ÚT er komið aukahefti Tímarits Máls og menningar. Tilefnið er að Mál og menning er sextíu ára á þessu ári. Halldór Guð- mundsson, út- gáfustjóri Máls og menningar, ritar ágrip af sögu útgáfunnar í 60 ár og Björn Th. Björnsson rithöfundur riij- ar upp stofnun Máls og menn- ingar eins og hún sneri við honum, þá ungum dreng í sveit. Þá er í þessu aukahefti að finna ítarlega efnisskrá TMM frá 1987 til 1996, skrá yfir þá höfunda sem skrifað hafa í tímaritið á þessu tímabili og þá sem skrifað hefur verið um, alls um 550 höfunda hérlenda og er- lenda. í aukaheftinu er ennfremur bókaskrá Máls og menningar, Heimskringlu og Forlagsins á árun- um 1987 til 1996, alls um 1500 titlar. Aukahefti TMM1997 er 131 bls., unnið íPrentsmiðjunni Odda h.f. Kápuna prýðir ljósmynd af opnun Bókabúðar Máls ogmenningar haustið 1961. Ritstjóri TMM er Friðrik Rafnsson. Friðrik Rafnsson Nýjar bækur • HEILYNDI er nýútkomin ljóðabók eftir Erling Sigurðarson frá Grænavatni. Bókin geymir frumort ljóð og þýðingar höfund- ar á nokkrum perlum þýskrar ljóðlistar. „Við- fangsefni höf- undar eru marg- vísleg, en virðing fyrir náttúrunni einkennir ljóð hans og oft má sjá þar manninn í styrk sínum og veikleika", segir í kynningu. Erlingur Sigurðareon er fæddur á Grænavatni í Mývatnssveit. Hann hefur búið og starfað á Akureyri undanfarin tuttugu ár, lengst af sem íslenskukennari, bæði við Mennta- skólann á Akureyri og síðastliðin ár við Háskólann á Akureyri. Hann samdi leiksviðsverk upp úr ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi í ársbyijun 1995 undir heitinu Á svörtum íjöðrum. Hann átti þijú ljóð í Blánótt, ljóðum Listahátíðar 1996, og vann bæði til fyrstu og annarra verðlauna með ljóðum sínum í ljóða- samkeppni Dags-Tímans s.l. vor. Útgefandi er Mál og menning. Heilyndi er 81 bls., unnin í Prent- smiðjunni Grafík h.f. Kápan ereftir Sigurborgu Stefánsdóttur. Verð: 1680 kr. • ÉG hef augu mín til íjallanna er samantekt Sigurbjörns Þorkels- sonar, framkvæmdastjóra Gíde- onfélagsins á Is- landi. Bókin er 80 bls., skipt niður í sjö kafla. Fyrsti kaflinn er um- fangsmestur en honum er skipt niður í 32 mis- langa undir- kafla. Nefnist sá kafli: Hvaðan kemur mér hjálp? „í því sambandi er vitnað til á annað hundrað texta úr Biblíunni sem átt geta við og komið sér vel í margsnúnum að- stæðum mannlegs lífs,“ eins og segir í kynningu. Ég hef augu mín til fjallanna er þriðja bók Sigurbjörns Þorkelsson- ar. Ég hef augu mín til f/allanna er innbundin bók. Höfundurgaf út og tók sjálfur mynd á kápu. Myndin er af Skarðsheiðinni, tekin úr Vatnaskógi. Um umbrot, filmu- vinnslu og prentun sá Offsetþjón- ustan ehf. Grettluþing STOFNUN Sigurðar Nordal og heimamenn á Sauðárkróki gangast fyrir ráðstefnu um Grettis sögu í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki dagana 23. og 24. ágúst nk. Hefst þingið kl. 13 fyrri daginn. Erindi flytja Guðvarður Már Gunnlaugsson, Helga Kress, Júrg Glauser, Kristján Eiríksson, Viðar Hreinsson, Ögmundur Helgason og Örnólfur Thorsson. Gunnar Stefáns- son og Svanhildur Óskarsdóttir lesa upp. Síðari dag ráðstefnunnar gefs þátttakendum kostur á að fara : söguslóðir í Skagafirði og út Drangey ef veður leyfir. •SÆNSKI barnabókahöfundur- inn Astrid Lindgren slasaðist fyr- ir nokkrum dögum á heimili sínu í Stokkhólmi. Lindgren, sem verð- ur níræð eftir þrjá mánuði, er þó á batavegi og sagði vinkona lienn- ar, Margareta Strömstedt, að Lindgren gæfist aldrei upp. Er annars að vænta af konunni sem skapaði Línu langsokk? FESTINGAJÁRN ■ ■ OG KAMBSAUMUR Þýsk gæöa\/arei — traustari festing HVERGI MEIRA URVAL Árrnúla 29 108 Roykjavik - simar 553 8640 og 568 6100 Hettupeysur Buxur Leikfimifatnaöur Regnfatnaöur O.m.fi. rcf'rstir- £oma fyrztir' jj-d. / AHt fyrir útivistarfó/kið HREYSTI Brussell Æ^CJoiumbia . ATHLETIC Sportswear CompiUiyK [ g i l d a m a r x ] VERSLANIR Laugavegi 51 - Skeifunni 19 - Fosshálsi 1 S. 551-7717 - 568-1717-577-5858

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.