Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 37

Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 37 AÐSENDAR GREINAR Miðhálendið - sam- eign þjóðarinnar FYRIR nokkru skil- aði samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhá- lendisins áliti sínu. Mikill meirihluti nefnd- arinnar var skipaður fulltrúum úr hverri héraðsnefnd (sýslu) sem land á að miðhá- lendinu, en þar er um 40 sveitarfélög að ræða. í greinargerð samvinnunefndar- innar er gert ráð fyr- ir því að stjórnsýslan á svæðinu eigi að vera í höndum sveit- arfélaganna sem að því liggja. Sama stefna kemur fram í frumvarpi til laga sem félagsmálaráðherra lagði fram í vor um breytingu á sveitarstjórn- arlögunum en hefur ekki enn hlotið afgreiðslu á þingi. Þar segir að gengið skuli „út frá því að staðarmörk sveitar- félaga sem liggja að miðhálendi íslands verði framlengd inn til landsins. Sama gildir um staðar- mörk sveitarfélaga á jöklum." Vafasöm stefna Kjarni þessara ráðagerða er sá að allt miðhálendið, sem nú er að mestu almenningur og einskis manns land, skuli hvað alla stjórn- sýslu snertir falla undir nokkur af sveitarfélögum landsins. Hér er þeirri spurningu varpað fram hvort þetta sé skynsamleg stefna. Miðhálendið er geysilega víð- feðmt, nær yfir rúmlega 40% af flat- armáli landsins eins og það er venjulega skil- greint. Þær náttúruger- semar og einstöku óbyggðir sem þar er að finná eru ein af mestu auðlindum landsins, þær eigindir sem gera Island svo einstakt í augum hins erlenda ferðamanns jafnt sem okkar íslendinga. Mikill hluti miðhálendisins er hvorki í eigu ríkisins, sveitarfélaga né ein- stakra bænda, svo sem allmargir hæstaréttar- dómar hafa staðfest á undanförnum árum. Hér væri hin rétta stefna sú að lýsa því yfír í löggjöf að miðhálendið væri sameign þjóðarinnar allrar og þar með þær dýrmætu náttúruperlur sem þar er að fínna. Samhliða ætti að gera meirihluta þess að þjóðgarði sem tryggði að þar sæti í framtíðinni í öndvegi sjónarmið náttúruvemdar og almannaréttar. Vanbúin stjórnvöld Af þessum ástæðum felst mikið óréttlæti í þeirri fýrirætlan að úti- loka mikinn meirihluta þjóðarinnar frá öllum ákvörðunum um landnýt- ingu og stjórnsýslu á miðhálendinu. Það er gert með núverandi tillögum því þar munu engan hlut eiga að máli allir þeir sem búa á suðvestur- horni landsins, auk Vestfirðinga. Auk þess má mjög draga í efa að þau 40 sveitarfélög sem ætlað eru öll völd á miðhálendinu séu í stakk búin til þess að fara með þá stjóm- sýslu. Þar er ekki síst um að ræða ákvarðanir um skipulagsmál, bygg- ingarmál og heilbrigðismál. Mörg þessara sveitarfélaga eru fámenn og hafa, þrátt fyrir góðan vilja, ekki yfir þeirri sérþekkingu á þess- um sviðum að ráða sem nauðsynleg er og hér getur skipt sköpum. Auk þess býður þessi skipting 40% landsins greinilega upp á ágreining og deilur milli sveitarfélaganna inn- Mestu skiptir, segir Gunnar G. Schram, að settar verði skyn- samlegar reglur um landnýtingu á miðhá- lendinu og verndun auð- linda þess. byrðis um staðar- og valdmörk á miðhálendinu sem líklegar eru til að æra óstöðugan og standa allri starfsemi þar fyrir þrifum svo dæm- in hafa raunar þegar sannað. Hér yrði með öðrum orðum ein helsta íþrótt íslendinga, landamerkjadeil- urnar, hafin í æðra veldi. Hætt er við að skynsamleg landnýtingar- sjónarmið og náttúruvernd lyti þar í lægra haldi. Þjóðlendur og ein yfirstjórn En hvað er þá til ráða um fram- tíðarskipan miðhálendisins sem ger- Gunnar G. Schram ir ísland öðru fremur að einstæðu landi meðal þjóða heims? Svo þarf að skipa málum að mið- hálendið allt lúti einni stjórn hvað öll stjórnsýslumálefni snertir svo tryggt sé að hægri höndin viti hvað sú vinstri gerir og heildarhagsmun- ir allra landsmanna séu í heiðri hafðir í allri framtíðarnýtingu þess. Er hér ekki síst átt við samræmi það sem ná þarf milli náttúruvernd- arsjónarmiða og beislun vatnsfall- anna í þágu stóriðju í framtíðinni. Þar er hvert spor vandstigið og rangar ákvarðanir gætu valdið óbætanlegu tjóni um aldir. Svo vel vill til að lausnin á fram- tíðarskipan þessara mála hefur þeg- ar séð dagsins ljós. Á síðasta Al- þingi lagði ríkisstjórnin fram frum- varp til laga um þjóðlendur. Kjami þess er að þar er íslenska ríkið lýst eigandi lands og hvers konar lands- réttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Þjóðlenda er í frumvarpinu skil- greind sem landsvæði utan eignar- landa þó að einstaklingar eða lögað- ilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Með frumvarpinu fellur því eign- arréttur að miðhálendinu til ríkisins nema aðrir eigi þar sannanlega rétt og því fylgir að megin stjórnsýslu- hafinn verður aðeins einn, þ.e. for- sætisráðuneytið. En jafnframt er þar gert ráð fyrir því að sveitarfé- lögin komi einnig inn í myndina og þurfi bráðabirgðaleyfi þeirra til nýt- ingar lands og landsréttinda innan þjóðlendanna. I greinargerð frumvarpsins er þetta nánar skýrt svo að til er lagt að forræði á ráðstöfun lands og landsgæða innan þjóðlendna verði skipt milli forsætisráðherra og sveitarfélaganna... Hér er fylgt þeirri stefnu að ekki sé ástæða til þess að forsætisráðherra þurfi að koma að veitingu leyfa til skammtímaráðstöfunar á landi, svo sem eitt sumar, heldur eigi að vera nægjanlegt að fá í því tilviki leyfi viðkomandi sveitar- stjórnar enda gert ráð fyrir því að forsætisráðherra setji á grund- velli 2. mgr. 4. gr. almennar regl- ur um veitingu slíkra leyfa.“ Auk þessa er gert ráð fyrir að þjóðlendurnar verði undir eftirliti byggingar- og skipulagsyfirvalda sem taka til landsins alls. Verndun og skynsamleg landnýting Ekki þarf að fara í grafgötur um það að hér er komin miklu ásættan- legri lausn framtíðarmála miðhá- lendisins en sú að fá alla stjóm- sýslu þess í hendur nokkrum sveit- arfélögum. Segja má að hér sé um mjög skynsamlega málamiðlun að ræða milli sjónarmiðanna tveggja: Forsætisráðuneytið fer með alla yfirstjórn og setur reglur um nýt- ingu og verndun auðlinda miðhá- lendisins en jafnframt fá hin stað- bundnu yfirvöld, sveitarfélögin, heimild til skammtímaráðstöfunar lands í samræmi við hinar almennu reglur. Með þessu fyrirkomulagi ætti að vera tryggt að þeir þrír íjórðu hlutar þjóðarinnar sem ekki búa í „hálendissveitarfélögunum" njóti þar jafns réttar og heimamenn. En mestu máli skiptir vitanlega að sem fyrst verði settar skynsam- ' legar reglur um landnýtingu á miðhálendinu og verndun auðlinda þess, m.a. gegn ágangi búfjár. Þess vegna ættu allir þeir sem náttúruvernd láta sig varða að skila athugasemdum við tillögur samvinnunefndarinnar um miðhá- lendið til Skipulags ríkisins áður en fresturinn rennur út 10. október í haust. Höfundur er prófessor í umhverfisrétti við lagadeild Háskóla íslands. TREK 800 SPORT Miúkur hnakkui Krómólý/stólstell mt ævilangri óbyrgð Breið gróf- mynstruðdekk "emsur Vandaði búnaður eins árs ábyrgð Tilboðið stendur aðeins í nokkra daga á örfáum hjálum af árgerð 7 997 TAR ’SLATTURl értilboð á ..EESTYLE hjólum 'REK Subvert 1.0 á (áður 30.410) FISHER Pure Bender Spin á (áður 29.129) I. ____ Dæmi: TREK 800, (21 gíra Shímano Altus, E-Z Fire Shimano skiptir, krómólí stell í mörgum stærðum, 26" álgjarðir og átaksbremsur) á kr. 23.620 (áður kr. 31.494) jíra Shimano Alivio, ;tell í mörgum átaksbremsur), á kr. 27.564 (áður kr. 36.752) ULTRA WHEELS USA, LÍNUSKAUTAR, hlífar og fylgihlutir með 25% afslætti. Mikið úrval. Línuskautar frá kr. 4.432 (áður kr. 5.909) Ath.: Nokkrar gerðir barnahjálma á sértilboði á kr. 990. ALLVEG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST KJÖRGRIP A TOMBOLUVERÐI SÉRTILBOD Á BELL HJÁLMUM Reiðhjólavers/unin , I ÖRNINN Kr. 19.609,- (aður kr. 26.145,-) m RAÐGREIÐSLUR OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-16 SKEIFUNNI T T VERSLUN SÍMI 588-9890 VERKSTÆÐI SÍMI 588-9891 M Tilboðið á hjólunum gildir einnig í Sportveri, Akureyri og Hjólabæ, Selfossi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.