Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 48

Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 48
. 48 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur íslenskulekt- ora erlendis TUTTUGASTI og þriðji fundur sendikennara í íslensku erlendis verður haldinn í Norræna húsinu dagana 15. og 16. ágúst nk. Stofn- un Sigurðar Nordals, sem annast sendikennslu í íslensku af hálfu íslenskra stjómvalda, hefur séð um undirbúning fundarins að þessu sinni. Á fundinum verður rætt um ís- lenskukennslu fyrir útlendinga, al- þjóðasamskipti á sviðum tungu- málakennslu og menningar og lekt- oramir gera grein fyrir íslensku- kennslu í þeim löndum sem þeir starfa. 14 æíslenskulektorar starfa við erlenda háskóla, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi og á Bretlandi. HVALASKOÐUNARSKIPIÐ Andrea Hnúfu- bakaslóðir kannaðar HNÚFUBAKAR hafa lónað skammt út frá Reykja- nesi síðustu daga. Mikið líf hefur verið á þessum slóðum og eru þeir þar í samneyti við höfrunga. Nú um helgina mun hvalaskoðunar- og sjó- stangaveiðibáturinn Andrea fara tvær ferðir þar sem dýrin verða leituð uppi. Ferðirnar verða farn- ar á laugardag og sunnudag kl. 12 frá Keflavíkur- höfn og er þeim sem hafa áhuga á að koma með bent á að skrá sig þjá Daða Péturssyni í Hafnar- firði. Námskeið í kántrý- dönsum NÝTT námskeið í kántrý-línudöns- um hefst í Dansmiðju Hermanns Ragnars, Skipholti 25, fimmtudag- inn 14. ágúst. Boðið verður upp á námskeið fyrir byijendur kl. 20 og lengra kpmna kl. 21. Kennari er Jóhann Öm Ólafsson. Nú eru liðin tvö ár síðan Jóhann var með fyrsta námskeiðið í kántrýdönsum, síðan þá hafa ná- lægt tvö þúsund íslendingar lært fyrstu sporin hjá Jóhanni, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðið nú í ágúst er næstu þijá fímmtudaga og endar með balli um mánaðamótin. Óþarft er að skrá sig á námskeiðið, nóg er að mæta á staðinn. Verð fyrir nám- skeiðið er 2.000 kr. sem greiðist á staðnum. BLAÐAUKI \ AÐLÆRA MEIRA Frambod á námi og tómstundaidju af ýmsu tagi er margvíslegt og fer vaxandi og sífellt íleiri sjá naudsyn þess að auka menntun sína bœði til gagns og gamans. í blaðaukanum Ad læra meira verður m.a. hugað að íjölbreyttum möguleikum þeirra sem vilja bœta mennt- un sína, strmda starfstengt nám eða læra eitthvað alveg nýtt og eignast nýja kvrnn- ingja mn leið. Fyrrverandi nemendur skýra frá reynslu sinni og kexmarar og ráðgjafar segja frá því sem í boði er. Meðal efiiis: • Gildi sí- og endurmenntunar • Tungumálanám • Stjómun, samskipti og fjármál • Tölvunám • Matur og vínmenning • Listir og bókmenntir • fþróttir og dans • Afþreying • Viðtöl o.fl. Sunnudaginn 24. ágúst Skilafrestur augtýsingapantana er til ld. 12.00 mánudaginn 18. ágúst. Allar nánaxi upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í sima 569 1111 eða í bréfasíma 569 1110. - kjami málsins! Ljósmyndamaraþon Kodak og Canon UÓSMYNDAMARAÞON Kodak og Canon verður haldið í tengslum við Menningamótt í Reykjavík 16. ágúst nk. Maraþonið hefst kl. 10 og stend- ur í 12 klst. Skráning fer fram í verslunum Hans Petersen hf. í Kringlunni og Bankastræti og lýkur kl. 16 föstudaginn 15. ágúst. Þátt- tökugjald er það sama og síðasta ár þ.e. 700 kr. fyrir hvert lið og greiðist við skráningu. Hámarks- fjöldi verður 100 lið en fjöldi liðs- manna er fijáls. Keppendur fá afhenta 12 mynda filmu sem þeir skulu mynda 12 verk- efni á. Einungis má taka eina mynd fyrir hvert verkefni og skulu mynd- irnar teknar í sömu röð og verkefna- númerin segja til um. Keppendur fá þijú verkefni afhent í einu og skulu mæta á tilteknum stöðum á ákveðn- um tíma til þess að fá verkefnin. Verðlaun fyrir bestu filmu keppn- innar er Canon Ixus Z-90 myndavél að verðmæti 42.100 kr. Fyrir bestu mynd keppninnar er Canon Ixus myndavél að verðmæti 29.900 kr. Viðurkenningar fyrir bestu mynd hvers verkefnis eru Kodak bakpok- ar. Sjúkrahús Suðurnesja Allar stöður fullmannaðar MORGUNBLAÐINU heur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sjúkra- húsi Suðumesja og Heilsugæslu- stöð Suðurnesja: „Stjórnendur Sjúkrahúss Suður- nesja og Heilsugæslustöðvar Suður- nesja lýsa undrun sinni á frétta- flutningi Ríkissjónvarpsins þann 10. ágúst sl. þar sem haft er viðtal við fyrrverandi yfirlækni sjúkrahússins og látið að því liggja að vegna dug- leysis stjórnar stofnananna sé fiótti lækna frá þeim. Fyrir þessu eru engin rök enda allar stöður lækna við heilsugæslustofnun fullmannað- ar og hjá sjúkrahúsinu em umsókn- ir um lausar læknastöður í meðferð hjá stjórninni. Þá verður nú á dög- um kynnt nýtt starfsskipulag fyrir stofnanirnar sem mun leggja traustari gmnn að þeirri þjónustu sem fyrir er í dag og jafnvel auka hana. Að lokum vill stjórnin lýsa undrun sinni yfir að ekki skuli á þeim degi er viðtalið er tekið við fyrrverandi yfirlækni jafnframt rætt við stjórnendur stofnananna." Götumarkaður í Kringlunni GÖTUMARKAÐUR er í Kringlunni fimmtudag, föstudag og laugardag. Hann er haldinn í tilefni af því að útsölum er að ljúka hjá verslunum í Kringlunni og munu yfír fimmtíu verslanir slá sameiginlega botninn í útsölutímabilið með götumarkaði. „Á útsölulokum í Kringlunni ríkir ósvikin götumarkaðsstemmning. Vörurnar eru á borðum úti á götu og verðið fært niður úr öllu valdi. Viðskiptavinir geta rótað í vörustöfl- um þar sem margt er á ótrúlega lágu verði, sölufólk kallandi og jafn- vel hægt að prútta,“ segir í frétt frá Kringlunni. I Ævintýra-Kringlunni á þriðju hæð í Kringlunni er barnagæsla opin virka daga frá kl. 14 til 18.30 og laugardaga kl. 10-16. Te&kaffi flytur FYRIRTÆKIÐ Te & Kaffi sem stofnað var árið 1984 rekur kaffí- brennslu og tvær verslanir. Verslunin á Laugavegi 24 sem hefur verið í bakhúsi til margra ára hefur nú flutt sig að Laugavegi 27 eftir miklar endurbætur á því hús- næði og verður opnuð í dag, fimmtudag, eftir hádegi. ■ BERTIL Ekström heldur kynn- ingarfyrirlestur um Heimsmynd- ina eilífu fimmtudaginn 14. ágúst í húsnæði Sjálfeflis Nýbýlavegi 30 (gengið inn Dalbrekkumegin). Fyrirlesturinn fer fram á dönsku og hefst kl. 20. Hann mun einnig halda annan fyrirlestur miðviku- daginn 27. ágúst á sama stað kl. 20. Efni: Hver er Guð? Bertil Ekström hefur verið viðriðinn Mart- inus Institut í Kaupmannahöfn í 40 ár og hefur haldið fyrirlestra og leshópa. Þetta er í fimmta skipti sem hann kemur hingað til lands. Aðgangseyrir 300 kr. ■ MÁLFUNDAFÉLAG alþjóða- sinna sem starfar í tengslum við vikublaðið Militant og Ungir sós- íalistar standa að málfundi föstu- daginn 15. ágúst kl. 18 að Klappar- stíg 26, 2. hæð. Titill fundarins er: Að loknum heræfingum NATO. LEIÐRÉTT Aurar en ekki krónur VERÐ á hreinsiefni í bensínlítran- um er á bilinu 25 til 35 aurar á lítrann en ekki krónur eins og stóð í frétt blaðsins í gær um hreinsiefni í bensíni og er beðist velvirðingar á misrituninni. Dró umsóknina til baka í FRÉTT um nýjan aðstoðarprest Grafarvogssóknar í blaðinu í gær var ranghermt að Bára Friðriks- dóttir hefði verið meðal umsækj- enda. Bára hafði dregið umsókn sína til baka og er byijuð störf á öðrum vettvangi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.