Morgunblaðið - 14.08.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 14.08.1997, Qupperneq 60
~*80 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYIMPBÖMP Lítil og glettin Svindlið mikla (The Big Squeeze)___________ Gamanmynd ★ ★ Framleiðandi: Zeta Entertainment. Leikstjóri og handritshöfundur: Marcun de Leon. Kvikmyndataka: Jacques Haitkin. Tónlist: Mark Methenshaugh. Aðalhlutverk: Lara Flynn Boyle, Danny Nucci og Peter Dobson. 89 mín. Bandaríkin. First Look Pictures/Stjörnubíó 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. LARA Flynn Boyle leikur Tönyu Mulhill sem gift er fyrrum horna- boltakappa sem slasaðist fyrir þremur árum. Síðan þá hefur Tanya þurft að vinna fyrir heim- ilinu með bar- starfi. Dag einn kemst hún að því að eiginmaður- inn á í pokahorn- inu mikla tryggingapeninga sem hann vill ekki deila með henni. Hún fær til liðs við sig glaumgosa nokkurn og svindlara til að ná sínum helmingi fjárins. Svindlið mikla er lítil og glettin mynd sem kemur á óvart. Þótt leikararnir séu flestir reyndir, hefur fram- leiðsla myndarinnar greinilega ekki kostað mikla peninga. Það skiptir ekki máli, því hér er það sagan sem gildir svo hægt sé að hafa gaman af. Hún byggist á ráðabrugginu mikla og hvemig því reiðir af, auk skemmtilegrar hliðar- sögu í kirkjulegri kantinum. Yfim- áttúmlegir hlutir eiga þó eftir að gerast og má þá spyija hvort Guð sé með í ráðum eður ei. Leikararn- ir standa sig vel og eru manngerð- irnar ansi skemmtilegar, en þær era aulinn, svindlarinn og sæti strákurinn sem beijast um hylli Tönyu sem Lara hin fagra leikur. Skrítin og skondin saga sem mætti hafa gaman af. Hildur Loftsdóttir Hryðjuverkamaður í New York MIMI Leder ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún hefur ný- lokið tökum á sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, „The Peacemaker", sem er hasarmynd með Nicole Kidman og George Clooney sem gerist bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Framleið- endur myndar Leder eru engin smá- peð í Hollywood heldur Steven Spiel- berg og félagar hjá DreamWorks. Hvemig fór Leder að því að næla sér í þetta verkefni? Hún er enginn nýliði á bak við myndavéiina. Hún lærði kvikmyndatöku m.a. hjá Amer- ican Film Institute og hefur stjómað upptökum á sjónvarpsþáttum eins og Bráðavaktinni og „China Beach“. Fyrir framlag sitt til Bráðavaktarinn- ar hefur Leder fengið tvö Emmy-verð- laun. í viðtali við Premiere segir Leder stolt frá því að hún hafi haldið sig innan kostnaðaráætlunar þrátt fyrir stífa upptökuáætlun í Slóvakíu, Makedóníu og New York, og þakkar þjálfuninni við sjónvarpsvinnu spar- semina. Þegar hún er innt eftir því hvort hún hafi ekki verið undir álagi við gerð myndarinnar, svarar hún því til að hún hafi forðast að hugsa um umfang myndarinnar. „Það kom fyrir að ég hugsaði „Hvað er ég að gera?“ Ef ég hefði einblínt á það að ég væri að leikstýra fyrstu kvikmynd Dream- Works-fyrirtækisins þá hefði ég lam- ast og ekki komið neinu í verk.“ „The Peacemaker" er um hryðju- verkamann frá Bosníu sem kemst yfir kjamorkuvopn og ógnar íbúum New York. Myndinni lýkur með æst- um eltingarleik um stræti borgarinn- ar, og segir Leder að þau atriði hafi verið erfiðast að taka upp. „New York-búar öskruðu á okkur og létu alla vita að þeir kynnu ekki að meta það þegar við lokuðum götum fyrir upptökur og trufluðum umferð. Sem betur fer hefur vinnan við sjónvarps- þættina kennt mér að vinna hratt og einfaldlega segja söguna eins og ég vildi koma henni frá mér.“ MIMI Leder stýrði Nicole Kid- man og George Clooney í „The Peacemaker". MYNDBÖIMD SÍÐUSTU VIKU Gullbrá og birnirnir þrír (Goldilocks and the Three Bears) ★ >/2 Þruma (Blow Out) ★ ★ ★ Vi Tortímandinn (Terminator)k ★ Smokkaleit (BootyCail)k'h Leiðin á toppinn (That Thing You Do)k ★ ★ Feigðarengillinn (Dark Angei)k'h Afdrifaríkt framhjáhald (Her Costly Affair)k Evita (Evita)k ★ 'h Huldublómið (FIorDe Mi Secreto)k ★ 'h íslenskar stuttmyndi ★ ★ ★ Dagsljós (Daylight)k ★ 'h Sporhundar 2 (Bloodhounds 2)k ★ 'h Ærsladraugar (The Frighteners)k ★ ★ 'h Paris Isic og Go25 korthafar greiða 22.100 24.900 19.900 23.000 25.000 Hamborg Dusseldorf Munchen 2551 afsláttur fyrir 12 - 21 árs Kaupmannahöfn trá n/9 21.030 nnifalið: Flugfar báöar leiðir og flugvallarskattar E Farðu að heiman - en komdu við á Ferðaskrifstofu stúdenta. PAÐ DUGAR EKKI AÐ SITJA HEIMA OG LESA! sliii: 561 5656 fax: 551 9113 heimasIða: http://www.centrum.is/studtravel Ný leik- tæki frá Disney DISNEYVELDIÐ ætlar að heija á nýja markaði. Michael Eisner, yfirmaður Disney, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er frá því að fyrirtækið ætli að byggja upp 20-30 leiktækjasali víðsvegar um heiminn á næstu tíu árum. Leiktækjasalirnir verða engin smásmíði af lýsingum að dæma, heldur verða þeir hálfgert pínu-Disneyland með tölvuvædd- um leiktækjum. Sýndarveruleiki verður hátt- skrifaður á nýju skemmtistöðun- um, sem bera yfirskriftina DisneyQuest. Til dæmis eiga gest- ir að geta barist við helstu ill- menni Disney-teiknimyndanna í sýndarveruleikaleik sem nefnist „Ride the Comix“, og einnig verð- ur boðið upp á sýndarveruleika- bátsferð íjgegnum fornsögulegt landslag. I „CyberSpace Mounta- in“ fá gestir að hanna sína eigin rússibanaferð áður en þeir setjast niður í hermi og halda af stað. Ef einhver hefur matarlist eftir slíka ferð verður að sjálfsögðu hægt að velja um fleiri en einn matstað á svæðinu. DisneyQuest er önnur fram- kvæmd Disney Regional Ent- ertainment deildarinnar sem var stofnuð fyrir ári. Fyrsta hugar- fóstur starfsmanna deildarinnar var Club Disney, leiksvæði fyrir minnstu börnin. DisneyQuest á að höfða til eldri krakka og foreldra þeirra. Fyrsta DisneyQuest svæðið verður opnað í Orlando í Flórída næsta sumar og stefnt er að því að opna svæði númer tvö í Chicago 1999. Disney er ekki eina Hollywood- fyrirtækið sem er að opna leik- tækjasali og -svæði víða um Bandaríkin. DreamWorks og Uni- versal Studios hafa í samvinnu við Sega Enterprises komið á fót GameWorks leiktækjasölum í þremur borgum og fleiri eru í undirbúningi. Sony-veldið er einnig að herja á sömu mið. Það er að byggja fjögurra hæða leik- tækja- og skemmtistað í San Francisco og hefur í hyggju að byggja upp svipaða aðstöðu í fleiri borgum. GESTIR í DisneyQuest geta barist við Jafar í „Ride the Comix“. 1 Nr. var ; Lag Flytjandi 1. (4) ! Catch 22 Quarashi & Botnleðja 2. (2) ; Karma Police Radiohead 3. (1) ; Útlenska lagið Quarashi Feat. dj. Tvíhöfði 4. (5) ; Been Around the World Puff Daddy 5. (24): In My Mind Antiloop 6. (3) ; Bittersweet Symphony Verve 7. (7) ; Freed From Desire Gala 8. (23); Something Going On Todd Terry 9. (8) ; Smack My Bitch Up Prodigy 10. (22); D' You Know What 1 Mean Oasis 11. (10); 1 Have Peace Strike 12. (9) ; Free Ultro Noté 13. (19)1 Húnogþær Vínill 14. (20) 1 Paradisiaque Ms Solaar 15. (11)! Filmstar Suede 16. (12)! D‘S(0 Súrefni 17. (13)! Fulton Street Lesqea 18. (16)! OneWay D. J. Rompoge Mr. Bix Feol. Subleraneon 19. (17); Kúrekabúgí P P Pönk 20. (18); Sykurpabbi Talúla 21. (30); Poppin That Fly Oran Juicy Jones 22. (21)! El Ritmo Housebuilders 23. (-) J Du Hast Rammstein 24. (26)! Samba de Janero Bellini 25. (27)! Closer Than Close Rosie Goines 26. H i Föl Somo 27. (15)! BigBadMama Foxy Brown 28. (-) ! Electric Barbarella Duran Duran 29. (14); CasualSub ETA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.