Morgunblaðið - 31.08.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.08.1997, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson HUGSANLEGT er að nýrri álbræðslu verði valinn staður á eyðibýlinu Eyri við sunnanverðan Reyðar- fjörð. Myndin er tekin suður yfir fjörðinn, Eyri er undir Qallinu hinum megin. JARÐGONG STÆKKA VINNUSVÆÐIÐ Hugmjmdimar á bak við álver Hydro Aluminium eru í grundvall- aratriðum frábrugðnar því sem áð- ur hefur þekkst í uppbyggingu stór- iðju hér á landi, eins og fram kemur annars staðar í þessari umfjöllun. Viðskiptahugmyndin felst ekki í því að erlenda fyrirtækið byggi og reki álver og íslenska ríkið virki og selji orkuna, heldur er rætt um að koma á fót verkefnafjármögnuðu orkufyr- irtæki með blandaðri eignaraðild og að álbræðslan verði í meirihlutaeigu Hydro Aluminium og íslenskra fjár- festa. Áætla má að heildarfjárfest- ing í orkuveri og álbræðslu verði á bilinu 100-110 milljarðar kr. Álver tekur 6-10% af orkunni Lengi hefur verið rætt um fall- vötnin og jarðhitann sem eina helstu náttúruauðlind íslendinga. Þó mikið hafi verið virkjað síðustu ára- tugina er það aðeins brot af möguleikun- um. Að því er fram kemur í skýrslu iðnað- arráðuneytisins um innlendar orkulindir til vinnslu raforku hefur verið talið tæknilega mögulegt að nýta vatnsafl til að framleiða um 64.000 gígawattstundir á ári. Þegar tekið hefur ver- ið tillit til samkeppnisstöðu gagn- vart öðrum orkugjöfum er áætlað að nýtanleg vatnsorka til raforku- vinnslu sé um eða yfir 40.000 GWst á ári. Þá hefur ekki verið tekið tillit til takmarkana vegna umhverfis- vemdar. Giskað hefur verið á að þegar tekið hafi verið tillit til sjón- armiða umhverfisvemdar og hag- kvæmni megi virkja um helming þeirrar vatnsorku sem talin er tæknilega nýtanleg, eða liðlega 30.000 GWst. Tæknilega vinnanlegur jarð- varmi til raforkuframleiðslu hefur verið áætlaður 19 milljónir gígawattstundir. Hagkvæmasti hluti hans er talinn svara til raf- orkuvinnslu 20.000 GWst á ári, miðað við að hann verði fullnýttur á 100 ámm. Líklegt þykir að raf- orkuvinnsla vegna jarðvarma skerðist einnig vemlega þegar tek- ið hefur verið tillit til umhverfis- sjónarmiða. Samkvæmt þessu er talið mögu- legt að nýta vatnsafl og jarðgufu til að framleiða um 50.000 gígawatt- stundir af rafmagni á ári og hefur þá verið tekið tillit til skerðingar á nýtingu fallvatna vegna umhverfis- sjónarmiða. Að loknum þeim virkj- anaverkefnum sem þegar hafa ver- ið ákveðin verður aðeins búið að nýta 15% af þessum orkulindum, það er að segja um 6.500 GWst af vatnsorku sem er liðlega 20% af nýtanlegu vatnsafli og 1.000 GWst af jarðvarma sem er um 5% af nýt- anlegri jarðgufu. Eitt meðalstórt eða stórt álver þarf 3.000-5.000 GWst af raforku, eða 6-10% af vinnanlegri raforku í landinu. Það er nokkuð hátt hlut- fall en þrátt fyrir það ætti að vera svigrúm fyrir fleiri en eitt slíkt fyr- irtæki, það er að segja ef upplýs- ingar um vinnanlega raforku standast. Um- hverfismálin vega sí- fellt þyngra á vogar- skálinni á móti efna- hagsmálunum þegar verið er að undirbúa virkjanir. Því má búast við enn meiri skerð- ingu á virkjanamögu- leikum en gert hefur verið ráð fyrir. Því er ákafiega mik- ilvægt að sem fyrst verði mörkuð stefna um nýtingu hálendisins til orku- framleiðslu og annarra nota, helst áður en kemur að næstu ákvörðun- um um virkjanir. 30 milljarða hálendislína Þótt miklar ónýttar orkulindir séu á íslandi er ekki einfalt að velja nýju álveri stað. Á sínum tíma gerðu íslensk stjómvöld og Atlant- sál miklar rannsóknir á Keilisnesi og var það talinn kjörinn staður fyrir nýtt álver. Þá voru engin vandræði með að afla raforku fyrir stórt álver á þeim stað. Síðan hefur ýmislegt breyst. Búið er að gera þrjá stóriðjusamninga, eins og fyrr er getið, og sífeUt gengur á virkjun- ar- og miðlunarkosti á besta virkj- anasvæði landsins, Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Nú er svo komið að ef taka á frá virkjanakosti fyrir stækkun þeirra þriggja stóriðjufyr- irtækja sem eru á suðvesturhorni landsins og vegna aukningar á al- EF ákveðið verður að reisa ál- bræðslu Islendinga og Norð- manna í Reyðarfirði, sem enn er auðvitað of snemmt að fullyrða um, myndi verkefnið ýta mjög á samgöngubætur. Austfirðingar gætu farið að láta sig dreyma um jarðgöng, en vafasamt er að allir yrðu sáttir við röðina. Viðræðumar við Hydro AIu- minium era ekki komnar svo langt að farið sé að ræða staðar- val í alvöru. Hins vegar hefur Eyri í Reyðarfirði verið nefnd. Eyri er eyðibýli, um 15 km út með firðinum að sunnanverðu. Svæðið er fulllítið til að taka við mörg hundruð manna vinnu- stað, hvað þá uppbyggingu virkj- ana og iðjuvers. Ef miðað er við klukkutúna ferð út á jaðrana búa um 4.500 manns á vinnusvæðinu og er þar miðað við Neskaupstað, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðs- Qörð og Egilsstaði ásamt sveit- um. Innan þessa svæðis eru ekki öruggar samgöngur, Norðfirð- ingar þurfa að fara um göng sem standa hátt í Oddsskarði, Fá- skrúðfirðingar þurfa að fara um hættulegar skriður og Héraðsbú- ar um Fagradal. Ijóst er að flytja þyrfti að fólk til að vinna við virkjanir og bygg- ingu álbræðslu og einnig sérhæft starfsfólk við reksturinn. Fram- kvæmdirnar myndu því hafa gríðarleg áhrif á svæðinu, sumir tala um röskun. Göng í Norðfjörð og Fáskrúðs- fjörð Forsvarsmenn Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar hafa rætt um sameinigu þessara þriggja sveitarfélaga. Hugsan- legt er að sameiningin verði lögð fyrir atkvæðagreiðslu íbúanna um miðjan nóvember. Við undir- búning sameiningarinnar er lögð mikil áhersla á að boruð verði göng í 100-200 metra hæð milli Norðfjarðar og Eskifjarðar til þess að öruggar heilsárssam- göngur verði innan nýja sveitar- félagsins. Einnig að gerð verði göng milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. Ljóst er að hvor framkvæmdin fyrir sig myndi kosta nokkuð á annað milljarð kr. Þessar gangahugmyndir falla vel að hugmyndum um stóriðju í Reyðarfirði. Samgöngur yrðu mun greiðari og svæðið myndi stækka með þv/ að Stöövarfjörð- ur og Breiðdalsvík kæmust inn á vinnusvæði álversins. Hins vegar falla þessi áform illa að hagsmun- um Seyðfirðinga sem yrðu útund- an, að minnsta kosti í bili. Þeir hafa barist fyrir göngum sem tengja Seyðisfjörð og Neskaup- stað við Hérað með þrennum göngum til og frá Loðmundar- firði. Það er hins vegar mun dýr- ari framkvæmd en tenging Mið- fjarðanna. Iðnaðarráðherra tekur vel / þessar hugmyndir. „Það færu tugir milljarða / hálendisl/nu. Væri hluta af þeim peningum ekki betur varið til að flýta jarð- göngum á Austurlandi," segir Fiimur Ingólfsson. K/silmálmverksmiðja enn á dag- skrá ísak J. Ólafsson, sveitarstjóri á Reyðarfirði, segir að bygging ál- bræðslu hafi ekki mikið verið rædd þar eystra, menn hafi verið að hugsa um smærri verkefni sem henti svæðinu. í þeim til- gangi hafi nýlega verið gert sam- komulag við Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar um að dusta rykið af gömlum áformum um k/silmálm- verksmiðju á Reyðarfirði. Hann tekur þó fram að menn myndu skoða alla kosti. Raforkuframleiðsla 1930 - 2000 Aflstöðvar Landsvirkjunar Afl MW Upphaf rekstrar Vatnsorkuver 1017 Ljósafoss 15 1937 Laxá I 5 1939 írafoss 48 1953 Laxá II 9 1953 Steingrímsstöð 26 1959 Búrfeíl 270 1969/1998 Laxá III 14 1973 Sigalda 150 1977 Hrauneyjafoss 210 1981 Blanda 150 1991 Sultartangi 120 1999/2000 Varmastöðvar 105 Staumsvík 35 1969 Bjarnarflag 3 1969 Krafla 60 1978/1998 Akureyri 7 1975 Alls uppsett afl 1122 f <o C3 Vatnsafl -8.000 GWh/ár 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 .. .............1 yofö ^9 j9S^ ^9%° ^9%^ Þá má ekki gieyma mögu- leikum á stækkun þeirra þriggja stóru iðjuvera sem hér eru fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.