Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
3-5% skólabarna
gætu veríð ofvirk
UM þriðjungur ofvirkra skóla-
barna á í verulegum félagslegum
og geðrænum erfiðleikum á ungl-
ings- og fullorðinsárum, að því er
fram kemur í viðtali við Óiaf Ó.
Guðmundsson, yfirlækni á barna-
og unglingageðdeild Landspítal-
ans í nýjasta hefti Lyfjatíðinda.
Hann segir að þessi hópur hætti
snemma í skóla, lendi snemma í
vímuefnum og afbrotum og jafnvel
ótímabærum slysum og dauða.
Ekki er vitað um algengi of-
virkni hér á landi, en bandarískar
rannsóknir benda til að 3-5%
skólabarna séu ofvirk, þannig að
í hveijum 20 barna skólabekk
gæti að jafnaði verið eitt ofvirkt
barn. Talið er að allt að helmingur
ofvirkra barna vaxi út úr ofvirkn-
inni.
Ólafur segir í viðtalinu að for-
eldrar taki oft eftir ofvirkni hjá
börnum mjög snemma ogjafnvel á
fyrstu 3-4 árunum. Ofvirknin verði
hins vegar fyrst til vandræða í leik-
skóla. Barnið eigi þá erfitt að að-
lagast hópnum vegna hvatvísi og
vegna þess að það er eirðarlaust.
Leikskólakennarinn tekur eftir
þessu og þá sé strax hægt að fara
að beita meðferðarúrræðum.
Skotvís hefur stofn-
að skotveiðiskóla
SKOTVEIÐIFÉLAG íslands, Skot-
vís, hefur stofnað skotveiðiskóla
og ráðið Steinar Einarsson skóla-
stjóra. Skólinn mun efna til lengri
og skemmri námskeiða um ýmis-
legt sem talið er koma íslenskum
skotveiðimönnum að gagni. Þar
má nefna námskeið í meðferð GPS
staðsetningartækja, íjúpnaveiði-
námskeið, námskeið í hleðslu
haglaskota og námskeið í mat-
reiðslu á villibráð.
Brýn þörf á fræðslu
Starf skólans hefst með tveimur
námskeiðum fyrir áramót, haldin
verða 5-6 námskeið á næsta ári
og stefnt að því að skólastarfið
komist á fullan skrið árið 1999.
Námskeiðin verða opin öllum skot-
veiðimönnum en félagar í Skotvís
munu njóta forgangs og greiða
lægri námskeiðsgjöld. Bæði verður
boðið upp á námskeið á höfuðborg-
arsvæðinu og úti á landi.
Forsvars-
menn Skotvíss
telja að stofnun
þessa skóla bæti
úr brýnni þörf
fyrir aukna
fræðslu um
skotveiðar í ís-
lenskri náttúru
og eins áukast
stöðugt þær
kröfur sem
gerðar eru til
veiðimanna. Fé-
lagsmönnum Skotvíss hefur fjölg-
að mjög undanfarið og eru nú um
tvö þúsund.
Steinar Einarsson skólastjóri
hefur mikla þekkingu á skotvopn-
um og langa reynslu af notkun
þeirra. Hann hefur setið í stjórn
Skotfélags Reykjavíkur og Skotfé-
lags Kópavogs og kennir nú á skot-
vopnanámskeiðum Lögreglunnar í
Reykjavík.
'
Pl- ífl • •_
ÍSLENSKA heilsugæslusveitin var í rúman mánuð við æfingar
í Catterick áður en haldið var til Bosníu-Hersegóvínu.
*
Islensk heilsu-
gæslusveit í Bosn-
íu-Hersegóvínu
ÍSLENSK heilsugæslusveit fór
síðastliðinn mánudag til Bosníu-
Herzegóvínu til að starfa þar í
friðargæslusveitum undir forystu
Atlantshafsbandalagsins. Sveitin
hefur verið í þjálfunarbúðum
breska hersins í Catterick frá þvi
25. ágúst síðastliðinn og kemur
hún til með að dvelja við störf á
bresku hersjúkrahúsi í borginni
Sipovo og í sjúkraskýlum á nær-
liggjandi svæðum.
Islenska heilsugæslusveitin er
skipuð læknunum Erlu Gerði
Sveinsdóttur og Sólveigu Dóru
Magnúsdóttur, og hjúkrunar-
fræðingunum Emilíu Petru Jó-
hannsdóttur og Þórunni Jónsdótt-
ur. Þær munu starfa undir verk-
stjórn breska hersins í Bosníu-
Hersegóvínu samkvæmt sam-
starfssamningi milli utanríkis-
ráðuneytisins og breskra sljórn-
valda.
ísland hefur tekið þátt í frið-
argæslustörfum í Bosníu-Her-
segóvínu síðan 1994. Fyrst í frið-
argæslusveitum Sameinuðu þjóð-
anna og síðan í friðargæslusveit-
um undir forystu Atlantshafs-
bandalagsins eftir að þær tóku
við af Sameinuðu þjóðunum.
Guðrún Zoega ekki í
prófkjöri vegna borg-
arstj órnarkosninga
Nóg komið
í bili
„ÉG hef starfað að borgarmálum frá
1986, þar af tvö síðustu kjörtímabilin
sem borgarfulltrúi og fínnst mér vera
nóg komið í bili,“ sagði Guðrún Zo-
éga, borgarfulltrúi Sjáifstæðisflokks-
ins, sem ekki gefur kost á sér í próf-
kjör vegna borgarstjórnarkosninga
sem haldið verður í lok mánaðarins.
Guðrún var fyrst varaborgarfull-
trúi árin 1986 til 1990 en hefur síð-
ustu tvö kjörtímabilin verið í borgar-
stjómarflokki sjálfstæðismanna.
Guðrún sagði önnur krefjandi verk-
efni hafa áhrif á þessa ákvörðun sína
en hún kvaðst áfram ætla að starfa
að stjórnmálum. „Ég er ekki að
kveðja flokkinn eða setjast í heigan
stein og mun starfa áfram fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn."
Umsögn Orkustofnunar um virkjanaleyfi til handa Hitaveitu Suðurnesja nánast tilbúin
Beðið lokaviðræðna
við Landsvirkjun
Ekkert samkomulag er um það að sérstakt tillit verði tekið til
Landsvirkjunar við þá endurskipulagningu orkumála sem framund-
an er og felur í sér samkeppni á því sviði, að því er fram kemur
hjá Áma R. Ámasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi, í umfjöllun Hjálmars Jónssonar.
UMSÖGN Orkustofnunar um um-
sókn Hitaveitu Suðurnesja um
virkjanaleyfi í Svartsengi vegna
byggingar orkuvers 5 er nánast til-
búin. Hins vegar hefur stofnunin
ákveðið að hinkra við um hríð með
að skila umsögn sinni til iðnaðar-
ráðherra og athuga hvort viðræður
Hitaveitunnar og Landsvirkjunar
leiða til einhverrar niðurstöðu. Sam-
kvæmt lögum um raforkuver eru
heimildir um virkjanaleyfi bundnar
því skilyrði að tryggt sé að um
hagkvæman heildarrekstur raf-
orkukerfisins sé að ræða. Árni R.
Árnason, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi,
segir að engin pólitísk sátt sé um
það að meina öðrum orkufyrirtækj-
um en Landsvirkjun að endumýja
orkuver sín með eðlilegum hætti
eða virkja þá kosti sem hagkvæm-
astir séu hverju sinni.
Hitavéita Suðurnesja hefur hafið
framkvæmdir við nýtt orkuver í
Svartsengi og er því ætlað að heíja
rafmagnsframleiðslu í september
1999. Leyfí hefur enn ekki fengist
frá iðnaðarráðuneytinu og hefur
iðnaðarráðherra óskað eftir umsögn
Orkustofnunar um virkjanaleyfið,
sem honum ber samkvæmt lögum.
I Morgunblaðinu í gær sagði hann
að ekki hafi verið gefin nein fyrir-
heit varðandi virkjanaieyfi í Svarts-
engi fyrir nýtt orkuver og séu fram-
kvæmdir við nýja virkjun þar hafn-
ar sé það algerlega á ábyrgð Hita-
veitu Suðumesja. Öll virkjanaleyfi
sem gefin verði hljóti að taka mið
af því hver þörf sé fyrir viðbótar-
orku inn á kerfið.
Hitaveitan hefur ítrekað óskað
eftir virkjunarleyfi síðastliðna tæpa
tvo áratugi, en ekki fengið að virkja
nema hluta af því sem óskað hefur
verið eftir. Nýja orkuverið á að
koma í staðinn fyrir eldra orkuver
og er gert ráð fyrir að auk heita
vatnsins framleiði verið 30 mega-
wött af raforku sem er 28 MW
aukning frá því sem nú er. Hitaveit-
an hefur virkjað samanlagt 16,5
MW og annar með þeirri orkufram-
leiðslu um 54-55% af almennings-
markaði fyrir forgangsorku á Suð-
urnesjum. Það sem á vantar er
keypt af Landsvirkjun og eru
greiddar 3 kr. fyrir kílówattstund-
ina af forgangsorku, en Júlíus Jóns-
son, forstjóri Hitaveitunnar, segir
að Hitaveitan sjálf geti framleitt
kílówattstundina fyrir innan við
eina krónu.
Nánast tilbúin
Þorkell Helgason, orkumála-
stjóri, sagði að umsögn stofnunar-
innar væri nánast tilbúin. Hins veg-
ar væri málum þannig háttað sam-
kvæmt iögum um raforkuver að
hugsanleg heimild til Hitaveitu Suð-
urnesja og annarra aðila um virkj-
anir sé háð því skilyrði að tryggt
sé að um hagkvæman heildarrekst-
ur raforkukerfisins sé að ræða.
Þess vegna sé það eitt þeirra atriða
sem Orkustofnun beri að gaumgæfa
hvernig slík virkjun falli inn í raf-
orkukerfið í heild. Það sé ekki enn
búið að taka upp það kerfi hér að
það ríki samkeppni á þessu sviði.
„Okkur er kunnugt um að Hita-
veita Suðurnesja og Landsvirkjun
eiga núna í viðræðum um það
hvernig þessi raforkuvinnsla geti
fallið inn í munstrið hjá Landsvirkj-
un og við viljum að minnsta kosti
doka við um hrið og sjá hvort samn-
ingar nást ekki í þessum efnum,“
sagði Þorkell.
Hann sagði að betra væri að
leysa þessi mál með samningum,
en að feila þyrfti úrskurði í þessum
efnum. Stofnunin væri búin að
vinna umsögn um hinn tæknilega
þátt virkjunarinnar, en eftir væri
að fjalla um það rekstrarlega atriði
hvernig virkjunin félli að raforku-
kerfi landsins. Ef niðurstaða í
samningaviðræðunum drægist von
úr viti þá yrði stofnunin að taka
afstöðu í því máli líka.
Ekki pólitísk sátt
Árni Ragnar Árnason, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi, segir að engin pólitísk
sátt sé um það að meina orkufyrir-
tækjum sem ekki eiga eignaraðild
að Landsvirkjun um eðlilega end-
urnýjun á úreltum virkjunum. Að
auki sé engin sátt um það að meina
öðrum orkufyrirtækjum en Lands-
virkjun að virkja það sem hægt sé
að virkja með hagkvæmari hætti
heldur en Landsvirkjun hafi verið
að gera.
Arni sagði að verkefnið væri að
koma á samkeppni milii orkufyrir-
tækja. Sér sýndust orð iðnaðarráð-
herra í Morgunblaðinu bera það
með sér að hann teldi að við þá
endurskipulagningu í orkumálum
sem framundan væri yrði tekið sér-
stakt tillit til Landsvirkjunar. Það
sé engin sátt um það og ástæðan
sé sú að Landsvirkjun sé ekki að
jöfnu í eigu allra landsmanna. Það
sé greinilegt á því sem ráðherrann
og stjórnendur Landsvirkjunar hafi
gert, að það sé þeirra ætlun að
halda öðrum en þeim sem séu í
svokölluðum eigendaklúbbi Lands-
virkjunar utan við stærri virkjanir.
„Það er engin sátt um þetta við
íbúa annars staðar á landinu eða
ég tala nú ekki um þingmenn
þeirra," sagði Árni.
Hann sagði aðspurður að það
væri algerlega óásættanlegt ef
Hitaveita Suðurnesja fengi ekki að
þróast eins og efni stæðu til. Það
væri fráleitt ef Hitaveitan fengi
ekki að nýta þennan hagkvæma
virkjunarkost og færi í bága við
bestu nýtingu jarðhitasvæðis af
þessu tagi. Það réðist af hitastigi
vatnsins og samsetningu svæðisins
að öðru leyti að ekki væri hægt að
nýta það með hagkvæmustum hætti
með því að taka eingöngu heitt
vatn til húshitunar. „Það hefur
margoft komið fram í málsgögnum
sem liggja frammi í iðnaðarráðu-
neytinu og sérfræðistofnun þess,
Orkustofnun," sagði Árni.
Hann sagði aðspurður það auð-
sætt að íbúar á Suðurnesjum ættu
að njóta þessarar virkjunar sinnar
í lægri orkukostnaði.