Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 33
Morgunblaðið/Þorkell
tháa enn ekki hafa náð fullu frelsi,
ga við að ná því takmarki.
gekk í gildi 1992, er forsetinn valda-
mesti maður landsins; forsætisráð-
herraembættið er veigaminna.
Landsbergis hyggst í þessum kom-
andi kosningum gera aðra tilraun
til að komast í sæti þjóðarleiðtogans.
Tilbúinn í slaginn
Landsbergis var í reynd í hlut-
verki þjóðarleiðtoga á hinu storma-
sama tímabili 1990-1992, þegar
hann sem leiðtogi sjálfstæðissinna
gegndi embætti forseta þjóðþings
Litháa. Morgunblaðið fékk Lands-
bergis til að meta möguleika sína á
sign í komandi kosningum.
„Ég tel möguleika mína engu síðri
en keppinautanna. Brazauskas hef-
ur ekki enn gefið upp hvort hann
muni sækjast eftir endurkjöri. Annar
maður, sem tilheyrir sömu pólitísku
herbúðum og Brazauskas hefur hins
vegar lýst yfir framboði. Sá maður,
Paulauskas, er ungur og vill höfða
til yngri kjósenda, en faðir hans var
höfuðsmaður í KGB. Einnig hefur
framboð Bandaríkjamanns af lithá-
ískum ættum vakið athygli, en kjör-
stjórnin hefur ekki enn ákveðið hvort
framboð hans telst löglegt.“
___________ Aðspurður hvort Lands-
eta- bergis, sem áður fyrr var
naar í leiOtogi breiðfylkingar
sjálfstæðissinna, sem síð-
an hefur skipzt upp í
nokkra stjórnmálaflokka,
liti á sig sem frambjóðanda síns
flokks, Ihaldsflokksins, eða hvort
hann teldi framboð sitt óháð pólitísk-
um flokkadráttum sagði hann sig
afdráttarlaust ekki vilja vera álitinn
fulltrúa ákveðins flokks, en pólitísk-
ar rætur hvers frambjóðanda skiptu
samt að sjálfsögðu máli fyrir kjós-
endur.
„Framboð mitt nýtur yfirlýsts
stuðnings tveggja annarra flokka -
kristilegra demókrata og flokks
fyrrverandi pólitískra fanga Sovét-
tímans - auk fleiri aðila í litháísku
þjóðlífi,“ sagði Landsbergis.
Eitt er að minnsta kosti víst: Ef
Vytautas Landsbergis verður kjör-
inn forseti Litháens á ísland sér
hauk í horni fyrir botni Eystrasalts-
ins.
Siðræn sjónarmið í viðskiptalífínu rædd á ráðstefnu í Reykjavík nk. föstudag
Siðrænt bókhald
skerpir markmiðin
DANSKA stórfyrirtækið
Lego tilkynnti nýlega að
allir birgjar og sam-
starfsaðilar yrðu beðnir
um að undirskrifa nokkurs konar
hegðunarreglur, þar sem meðal ann-
ars kemur fram að viðkomandi
skuldbindi sig til að starfsmenn
megi vera í verkalýðsfélögum og
vinnuvikan sé ekki lengri en 48
klukkustundir. Danskur lífeyrissjóð-
ur hefur tilkynnt að hann ætli ekki
að fjárfesta í fyrirtækjum er fjár-
festi í Burma, þar sem mannréttindi
séu brotin.
Nánast daglega berast fréttir af
fyrirtækjum, sem á einhvern hátt
hafa siðræna og félagslega viðmið-
un í rekstri sínum og ekki aðeins
íjárhagslega. Einn af þeim, sem
hvað mest hafa stutt við slíkar hugs-
anir í Danmörku og víðar, er Peter
Pruzan prófessor við Verslunarhá-
skólann í Kaupmannahöfn. Rauði
þráðurinn í hugmyndum hans er að
verðmæti nái til fleiri atriða en pen-
inga og til þess að leggja skýrari
mælikvarða á þessi atriði í fyrir-
tækjarekstri hefur hann þróað hug-
myndir um siðrænt bókhald, „etisk
regnskab", sem fyrirtæki geta hald-
ið rétt eins og þau halda bókhald
yfir krónur og aura.
Stjórnun og
tilvistarfræði
Verslunarháskólinn er til húsa við
Blágárdsgade á Norðurbrú, þessu
fyrrum verkamannahverfi með
vafasaman orðstír. Nú hefur hverfið
á sér annan blæ með stællegum
kaffihúsum, en félagslegu vanda-
málin eru enn viðloðandi. Hópur
Grænlendinga er mættur árla til að
innbyrða morgunbjórinn í samein-
ingu, meðan aðrir íbúar hverfisins
hjóla markvisst af stað í vinnuna.
Sólbökuð skrifstofu Peter Pruzans
snýr að skemmtilegu opnu svæði,
sem er gott dæmi um hvernig þetta
fyrrum niðurnídda hverfi hefur verið
gert að notalegu og barnavænu
hverfi. Þarna hefur Pruzan þróað
hugmyndir sínar um siðfræðilega
ábyrgð fyrirtækja og um
siðferðisbókhald, sem fyrirtæki geti
haft hliðsjón af, auk þess að hafa
auga á hagnaðinum. En hvað er það
þá, sem hann á við, þegar hann
talar um siðferðisbókhald?
„Ég er ekki í vafa um að nú er
ekki aðeins áhugi á hlutverki fyrir-
tækja, heldur hvernig fyrirtæki
tengjast samfélaginu, hvernig þau
eigi að axla ábyrgð og hafa áhrif.
Það er einfalt að tala um þessi efni
og halda svo áfram eins og ekkert
hafi í skorist, svo spurningin er
fremur hvernig skapa megi rétta
umgjörð fyrir að þessum hugmynd-
um verði hrint í framkvæmd og það
er erfitt að gera án heppilegs verk-
færis og aðferða til að mæla árang-
urinn.
Takmarkið er tvenns konar.
Annars vegar að mæla hvernig
fyrirtæki uppfyllir tak-
mark sitt og það er
kannski ekki sérstaklega
spennandi ferli. Hins veg-
ar er það sem í raun er
spennandi og það er
hvernig þessar hugmyndir og
markmið verða til. Aðferðin felst í
að skoða, huga að möguleikum og
meta fleiri þætti í rekstrinum en
venjulega er gert. Hugmyndin er
byggð á umræðum, sem víða hafa
verið uppi um að það séu ekki að-
eins hagsmunir eigenda, sem eigi
að ráða, heldur hagsmunir allra
þeirra, sem koma við sögu í fyrir-
Stjórnendum getur verið léttir að hugsa um
fleira en hagnað í rekstri, en siðræn sjónar-
mið duga ekki til andlitslyftingar, segir Peter
Pruzan prófessor við Verslunarháskólann í
Kaupmannahöfn í viðtali við Sigrúnu Davíðs-
dóttur. Pruzan talar á málþingi Siðfræðistofn-
unar Háskóla íslands um siðareglur viðskipta-
lífsins nk. föstudag, 3. okt.
PETER Pruzan, prófessor við Verslunarháskólann í Kaupmanna-
höfn, hefur þróað hugmyndir um siðrænt bókhald.
Ekki eingöngu
tillittil hags-
muna eigenda
tækinu, svo sem starfsfólks, ná-
grennisins og svo viðskiptavina.
Um leið er gildismatið breikkað og
tekið tillit til fleiri atriða, ekki að-
eins hagsmuna eigenda.
Þetta hljómar kannski eins og það
sé horfið frá einföldum sjónarmiðum
um hagnað og afkomu til fleiri og
flókinna sjónarmiða og
það má kannski til sanns
vegar færa. Þess vegna
er hagkvæmt að hafa sið-
rænt bókhald til að styðj-
ast við, þar sem einstakir
þættir eru teknir fyrir á áþreifanleg-
an hátt rétt eins og í venjulegu bók-
haldi. En í þessu felst líka nýr skiln-
ingur á stjórnun, sem felur í sér
spurningar eins og hver við séum,
hvað við viljum og af hverju og það
í sjálfu sér álít ég að feli í sér auk-
ið frelsi til að fást við fleiri spurning-
ar og breiðara og meira fullnægj-
andi sjónarmið en ef aðeins er ein-
blínt á peningahagnað. Stjórnun og
tilvistarfræðilegar spurningar geta
farið saman.“
Úr spennitreyju
hagnaðarsjónarmiðanna
En af hveiju ætti það að vera
frelsi og léttir að taka tillit til fleiri
en færri atriða? Pruzan ----------
segir að það geti verið létt-
ir að fá að huga að fleiri
þáttum en ágóðanum ein-
um. „Sumum stjórnendum
finnst þeir vera eins og í
spennitreyju, þar sem aðeins megi
rýna á sum atriði og önnur ekki.
Þeir vita að siðræn sjónarmið skipta
máli, en hingað til hefur það varla
verið leyfilegt að taka tillit til þeirra.
Með siðrænu bókhaldi er sjóndeild-
arhringurinn víkkaður. Þetta er létt-
ir, því undir niðri vita flestir stjórn-
endur að hlutverk fýrirtækisins er í
raun meira en að græða peninga
fyrir eigendur, því hveijir eru eig-
endurnir? Þeir eru oft á tíðum at-
vinnufjárfestar, sem hafa enga
tryggð við fyrirtækið, heldur kaupa ^-
og selja hluta án tryggðar. Hins
vegar sýna bæði starfsfólkið, við-
skiptavinirnir, samstarfsaðilar og
nágrennið fyrirtækinu tryggð. Samt
er aðeins litið á þessa aðila sem
verkfæri til að vinna fyrir eigend-
urna og oft á tíðum verkfæri, sem
bara sé hægt að henda, þegar það
dugi ekki. Þessi afstaða er að breyt-
ast.
Kannski einhveijir taki upp sið-
ræna og félagslega ábyrgð sem yfir-
varp, af því þeir álíti það gagnast
ímynd fyrirtækisins, en það endist
varla. Siðræn andlitslyfting í fyrir-
tæki getur ekki annað en farið illa.
Tvískinnungurinn mun ekki leyna
sér, því hér er ekki aðeins verið að“"
taka tillit til tæknilegra atriða, held-
ur atriða, sem hafa með einstakling-
inn að gera og stjórnandi getur ekki
til lengdar haldið þessu aðskildu.
Siðrænar vangaveltur geta varla
annað en náð tökum á þeim, sem
stundar þær.“
Ný afstaða
til stjórnunar
Við Verslunarháskólann hefur
verið komið á námsleið í heimspeki
og stjórnun undir umsjón Pruzans,v
sem hann segir að sé líklega sú
fyrsta sinnar tegundar. Hugmyndin
sé einmitt að námið sé fjölþætt, taki
fyrir bæði sögu og heimspeki svo
væntanlegir stjómendur geti betur
gert sér grein fýrir samhengi og
ábyrgð. Meðal eldri stjórnenda gæt-
ir oft tortryggni í garð nýrra hug-
mynda, segir Pruzan, því þeir hafa
sjálfir byggt feril sinn á hugmynd
um afrakstur eingöngu og kannski
tekist vel. „Margir stjórnendur ann-
aðhvort hugsa ekki um þessar hug-
myndir eða neyðast til að taka tillit
til þeirra og gera það þá ekki af
sannfæringu, heldur bara til að
mæta kröfum, sem þeir eru kannski^
á móti. Enn aðrir fara að taka tillit^
til siðrænna og félagslegra krafna
af sannfæringu og nauðsyn af því
þeir trúa því að það skipti ekki að-
eins máli að græða, heldur hvernig
það sé gert.
Niðurstaða slíkra vangaveltna er
að framleiðslan sé stunduð til að
framleiða gæðavörur, að starfsfólkið
geti verið stolt, að viðskiptavinirnir
geti glaðst yfir góðum vörum, að
samfélagið í kring sé í sátt við fyrir-
tækið - og að eigendurnir fái sann-
gjarna ávöxtun. Venjulega eru þessi
atriði ekki tekin til athugunar í
stjórnun, en þau er holl, því þau
snerta mannlega þætti.“
Á málþinginu i Reykjavík murí'-
Pruzan fjalla um þegar gildismat
tekur til annars en peninga og um
gildisbundna stjórnun. En verða fyr-
irtæki ekki að stefna á hagnað? Að
sjálfsögðu, segir Pruzan, en pening-
ar eru ekki markmiðið, heldur að-
---------- ferðin. „Bæði stór og lítil
fyrirtæki verða að græða
fé, en féð er aðferð til að
þróa nýjar vörur, bæta
aðstöðu starfsfólks, hafa
áhrif á samfélagið og al-
mennt að gera gagn. Það er ekkert
rangt að stefna á hagnað, en það
kemur ekkert gott út úr að líta á
hagnaðinn sem eina takmarkið. Ég
get auðvitað ekki lesið hugsanir
þeirra stjórnenda, sem ég hitti og
sem tala um siðræn viðhorf í rekstri,
en það er hægt að fylgjast með og
athuga hvort að gerðir séu í sam-
ræmi við orðin.“
Peningar eru
ekki markmið
heldur aðferð