Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grafísk vinnustöð á háum gæðaflokki! drgjörvi: Intel PentiumPro 200 Mhz Minni: 32 Mb EDO ECC DIMMy mest 1 Gb Skyndiminni: 256 Kb L2, mest 512 Kb Diskur: 2,1 Gb IBM Ultra Wide SCSI-3 Skf ákort: Matrox MGA Millennium 4 Mb Hugbúnnður: NetFinity, CoSession, QAPIus/Pro, IBM AntiVirus, Lotus SmartSuite leyfi, Hummingbird 'Try ana Buy', Windows NT Workstation Þessi er klár x faókhaldið því vandaður bókhaldshugfaúnaður fylgir með! Örgfarvi: Pentium 166 MHz Minni: 16 Mb EDO Skyndiminni: 256 Kb SkiáhraAall: Fullkominn 64 bita Diakur: 1,6 Gb Skfár: 1 5" XVGA litaskjár Tangi: 1 ISA, 1 PCI, 1 PCI/ISA og 1 USB Hugbánaður: Windows 95, Ráð Viöskiptamanna-, lager- og sölukerfi, fjárhagsbókhald og launakerfi! kyRÁÐKERFItM \ Canon Vandaður geislaprentari Gerð: A4 geislaprentari Minni: 3 Mb, stækkanlegt í 19 Mb Upplaua ■ : 600 x 600 dpi Hraði: 12 bls/mín Pappiramaðiarð: 350 blöð í bökkum UMAX Umax TV II Plus VGA > TV breyti: Með þessum breyti getur þú fært upplýsingarnar á tölvuskjánum yfir á sjónvarpið þitt Fjarstýring - Margar stillingar NÝHERJI - Verslun - Skaltahlíð 24 - Siini 5S9 7700 http://www.nyharji.is 41 # • • ” • • • sœtir sófar* HÚSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 » LISTIR Kynning á GIVENCHY haust- og vetrarlínunni 1997-1998 Bára Björnsdóttir, snyrtifræðingur, kynnir og leiðbeinir 20% afsláttur eða spennandi kaupauki við kaup á þremur hlutum. í dag kl. 14-18 LAUGAVEGS APÓTEK Laugavegi 16, sími 552 4047 LJÓS OG LÍFMIÐJA MYNPLIST Norræna húsið MÁLVERK/BLÖNDUÐ TÆKNI VILHJÁLMUR BERGSSON Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Til 5. október. Aðgangur 200 krónur. MÁLARINN Vilhjálmur Bergsson hefur um áratugaskeið verið upptek- inn af ljósinu og óravíddum himin- geimsins í verkum sínum. Á því hefur ekki orðin nein breyting, þrátt fyrir að hann hafi um árabil verið búsettur í hringiðu listarinnar í Norðurrín-Vestfalíu, nánar tiltekið Diisseldorf. Einhvetjir munu sjálf- sagt telja hann fastan í farinu og ekki í tengslum við hið nýjasta á þessum slóðum, en Köln með öll sín nafnkenndu listhús og hræringar í núlistum, er í næsta nágrenni. En það tel ég ekki, eins og ég hefi áður haldið fram, því list Vilhjálms er í stöðugri geijun, ekki síður en það sem gerist í himinhvelfingunni í kringum okkur. Minni á staðfestuna í svo mörgum frumheijum númál- verksins, og þótt þeir eins og gleym- ist reglulega í róti viðhorfahvarfa koma aftur og aftur, lýsa eins og himintunglin. Fersk list er alltaf ný, eins og hvert spor fram er nýr áfangi í lífi sérhvers manns og þarf engra fræðikenninga við. Þá eigum við íslendingar að geta verið hljóðlátir gefendur í útlandinu, en ekki ein- ungis opinmynntir þiggjendur. Þessi sýning hefur einnig meiri þensluvíddir, þannig að formrænt séð kemur pentskúfurinn víðar við en á síðastu sýningu listamannsins á sama stað fyrir þrem árum, sem einkenndist af meiri glímu við stóra blakka fleti og var afar heildstæð. Nú er sem allt sé á ferð og flugi, þreifingar til margra átta, jafnvel á eldri mið um leið og svartur tíg- ull og hvöss sjónarhorn þrengja sér fram á sviðið, eru utar á fletinum eins og til að marka meiri víddir, næstum utan á sem skapar visst sjónrænt áreiti, og tekur tíma að venjast. Menn þurfa að lesa þessar myndir með skynfærunum, eins og í skýin, himnahvelin, stjörnurnar, ljósbrigðin, nánd og firð ljóssins. An þess að reyna að vera gáfaðir, einungis móttaka skilaboðin um fjölbreytileika, duldir og kraftbirt- ing sköpunarverksins. Hugnast mér einkum að nefna olíumálverk eins og „Fjölþættir heimar“ (2), „Strók- ar“ (11), „Mökkur" (12), „Miðstöð" (19), Leiftrunarból“ (26), „Hringrás - splundrun" (30), og „Hljóðlátt atvik“ (7) sem er í í blandaðri tækni. Ljósið á íslandi er öðruvísi en ann- ars staðar, sem kom berlega fram á myndum frá Discovery á dögun- um, tærara og hreinna, gerði geim- farana undrandi. Og skyldi þá ekki myrkrið vera það líka eins og lista- maðurinn heldur fram, í öllu falli er heimskautsnóttin óvægari og ber í sér meiri firð, norðurljós og titring í lofthjúpnum, hinu mettaða mjúka djúpa belgmyrkri suðursins, geymir að auki aðra vætti, önnur dular- mögn. Bragi Ásgeirsson Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði GOÐA, Kirkjusandi v/Laugamesveg, færðu slátur, nýtt kjöt og innmat á góðu verði. Einnig tilbúið slátur í kössum. Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudaga kl. 10-18. Síminn er 568 1370.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.