Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Gunnlaugur
Scheving í Lista
safni Islands
Lífið heldur
áfram
Listprjón í
Galleríi
Sævars Karls
FJÓLA. Hilmarsdóttir, fata- ogtísku-
hönnuður, opnar sína fyrstu sýningu
á listprjóni í Galleríi Sævars Karls á
morgun, föstudag kl. 16.
Fjóla útskrifaðist frá Norfolk Inst-
itute of Art and Design í Englandi
árið 1989. Þar nam hún hönnun um
tveggja ára skeið og var verðlaunuð
bæði árin fyrir verk sín.
í kynningu segir: „Þeir sem unna
fallegri og listrænni hönnun fá hér
einstakt tækifæri, því flíkur sem
þessar hafa aldrei sést á sýningum
hér áður. Fjóla var tæpa þrjá mán-
uði að teikna og pijóna hveija þeirra.
Sannkallað listpijón, allt að 100 litir,
eru í hverri kápu og mótívin eru
fuglar, landslag og íslensk munstur."
Sýningunni lýkur 22. október.
♦ ♦ ♦
Fyrirlestur
um íslensk
kirkjuklæði
ELSA E. Guðjónsdóttir, fyrrverandi
deildarstjóri Textíl- og búningadeild-
ar Þjóðminjasafnsins, heldur fyrir-
lestur í anddyri íjóðminjasafns ís-
lands í dag, fimmtudag, kl. 17. Fyrir-
lesturinn nefnir hún Islensk kirkju-
klæði á miðöldum.
Erindið er annað í röð fyrirlestra
sem efnt er til í tengslum við norsk-
íslensku kirkjusýninguna Kirkja og
kirkjuskrúð sem stendur yfir í Þjóð-
minjasafninu. Elsa fjallar um ís-
lensku miðaldaklæðin sem talin eru
einstök í sinni röð. „Elsa er manna
fróðust um þessi efni og hefur helg-
að rannsóknir sínar þeim um ára-
tugaskeið," segir í kynningu.
Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð,
Miðaldakirkjan í Noregi og á ís-
landi, Samstæður og andstæður mun
standa til 18. október nk. og því
fara að verða síðustu forvöð að skoða
úrval þjóðargersema beggja þjóð-
anna. Sýningin verður að því búnu
flutt til Noregs þar sem hún verður
fyrst sett upp í Norsk Folkemuseum
í Ósló.
BJÖRN Bjamason menntamála-
ráðherra opnar sýninguna Gunn-
laugur Scheving - Ur smiðju lista-
mannsins föstudaginn 3. október
kl. 20. Sýningin er byggð á úrvali
úr dánargjöf Gunnlaugs en þegar
hann lést 1972 arfleiddi hann lista-
safnið að öllum verkum sínum, alls
um 1.800 verkum. Gjöfin er mjög
margbreytileg; meðal annars 12
olíumálverk, 306 vatnslitamyndir,
fjöldi túsk- og vatnslitaskissna,
teikningar, grafíkmyndir og 50
teiknibækur og nokkrar dagbæk-
ur.
Á sýningunni verður úrval olíu-
málverka og skissur og undirbún-
ingsmyndir sem tengjast þeim.
Með því gefst tækifæri til að fylgj-
ast með ferli myndanna, allt frá
fyrstu frumdráttum og síðan stig
af stigi er myndhugsunin tekur
margvíslegum umbreytingum.
Gunnlaugur Scheving er einn
af fremstu og rismestu listamönn-
um íslands. Hann fæddist í Reykja-
Ljósmynda-
sýning í
Gerðubergi
framlengd
í MENNINGARMIÐSTÖÐ-
INNI Gerðubergi stendur yfir
ljósmyndasýning af listsköpun
barna frá Norðurlöndum. Boð-
ið er upp á leiðsögn um sýning-
una með Sigrúnu Guðmunds-
dóttur, lektor KHÍ, og Kristínu
Ólafsdóttur leikskólakennara
miðvikudaginn 8. október frá
kl. 10-12 og 13-15.
Sýningunni hefur verið
framlengt til 12. október nk.
vík en fluttist snemma til Seyðis-
fjarðar. Hann Iagði stund á mynd-
list við Konunglegu akademíuna í
Kaupmannahöfn en fluttist til Is-
lands að námi loknu. Gunnlaugur
tilheyrir þeirri kynslóð listamanna
sem fram komu í lok fjórða áratug-
arins. í verkum Gunnlaugs er mað-
urinn alltaf í öndvegi, bæði í sjáv-
ar- og sveitalífsmyndum hans.
í fyrirlestrasal verður sýnd sjón-
varpsmynd um Gunnlaug Scheving
frá 1992.
Um Gunnlaug hafa verið skrif-
aðar tvær bækur; eftir Matthías
Johannessen: Gunnlaugur Schev-
ing og eftir Grete Link: Árin okk-
ar Gunnlaugs. I tengslum við sýn-
inguna verður gefið út veglegt rit
með greinum eftir listfræðingana
Halldór B. Runólfsson og Júlíönu
Gottskálksdóttur.
Fyrirlestrar og Ieiðsögn um sýn-
inguna verða auglýstir siðar.
Sýningin stendur til 21. desem-
ber.
KVIKMYNPIR
Háskólabíó
FUNI
„Fever Pitch“ ★ ★ ★
Leikstjóri: David Evans. Handrit:
Nick Homby byggt á samnefndri
skáldsögu hans. Kvikmyndatöku-
stjóri: Chris Seager. Tónlist: Neal
MacColl og Doo Hewerdine. Aðal-
hlutverk: Colin Firth, Ruth Gemm-
ell. Film Four. 1996.
MÁLFRÆÐINGURINN Noam
Chomsky, sem er ekkert mannlegt
óviðkomandi, sagði einhvern tíma að
fólk notaði íþróttirnar sem hentuga
leið til þess að forðast að takast á
við raunveruleg vandamál er þarfn-
ast umræðu og úrlausna. íþróttir
notaði fólk til þess að flýja raunveru-
leikann og forðast að taka ábyrga
afstöðu. Urslit í íþróttakappleikjum,
sem í raun skipta engu máli, verða
því mikilvægari en t.d. úrslit kosn-
inga af því íþróttakappleikjum fylgir
engin ábyrgð heldur þvert á móti
leikur. Hvaða máli skiptir það raun-
verulega að ÍBV varð íslandsmeist-
ari í knattspyrnu? spyr Chomsky og
auðvitað miklu fleiri í hópi svokall-
aðra antísportista. Hann ætti að sjá
bresku gamanmyndina Funa eða
„Fever Pitch“. Hann gæti lært sitt-
hvað af henni um fólk og íþróttir og
þetta að halda með sínum mönnum
- og hata þá ...
Myndin er byggð á samnefndri
sögu eftir Nick Homby, sem einnig
skrifar handrit hennar, og segir af
forföllnum áhanganda breska knatt-
spyrnuliðsins Arsenal. Umgjörðin er
keppnin um Englandsmeistarabikar-
inn árið 1989 þegar Arsenal hafði
talsverða möguleika á að hreppa
KVIKMYNPIR
Iláskólabíó
SJÁLFSTÆÐAR STELPUR
„Career Girls“ ★ ★ ★
Leikstjóm og handrit: Mike Leigh.
Kvikmyndataka: Dick Pope. Aðal-
hlutverk: Katrín Cartlidge, Lynda
Stedman, Kate Byers, og Mark Ben-
ton. 87 mín. Bresk. Thin Man
Productions/ Matris Film &
Television Partnership/ Channel
Four Films. 1997.
í SJÁLFSTÆÐUM stelpum held-
ur Mike Leigh áfram að skoða
hvunndaginn og sérkennileg hegð-
unarmynstur með aðstoð leikara
sinna. Myndin er lausari í böndun-
um en verðlaunamyndin Leyndar-
mál og lygar, sem var reyndar
óvenju strúktúreruð af Leigh-mynd
að vera. Tvær vinkonur, Hannah
(Katrin Cartlidge) og Annie (Lynda
Stedman), sem leigðu saman á há-
skólaárunum, hittast eftir sex ára
aðskilnað og eyða helgi saman.
Ekkert yfirmáta dramatískt gerist.
Þær borða og drekka, og skoða
íbúðir, og hitta fyrir röð tilviljana
nokkrar manneskjur sem snertu líf
þeirra þegar þær leigðu saman.
Endurfundurinn vekur upp minn-
ingar og myndin flakkar á milli
nútímans og fortíðarinnar. Brotin
púslast saman hægt og rólega en
myndin verður þó aldrei heil eða
fulllokið. Sjálfstæðar stelpur veitir
innsýn í líf Hannah og Annie en
skilar engum lokalausnum.
Þegar Annie og Hannah kynnast
er sálfræðineminn Annie svo feimin
að hún getur ekki horfst í augu við
fólk, og svo taugaveikluð að hún
er með útbrot vegna taugaspennu,
auk þess að vera með astma.
Hannah felur hins vegar sitt óör-
yggi með því að vera hvöss, árásar-
hann í fyrsta skipti í 18 ár. Colin
Firth leikur Arsenaláhangandann
fima skemmtilega en er annars ekki
þekktur fyrir gamanleik (D’Arcy í
sjónvarpsþáttunum Hroka og hleypi-
dómum). Hann er kennari sem lifir
nákvæmlega eftir Chomskyreglunni;
hann tekur ekki afstöðu í neinu nema
það snerti Arsenalliðið. Ef því vegnar
illa líður honum illa. Ef því vegnar
vel líður honum vel. Hann gerir áætl-
anir í lífi sínu byggðar á leikjaskrá
liðsins. Hann varðar lítið um sitt eig-
ið líf og líf annarra. Þegar honum
er boðið betur launað starf sér hann
ekki tilganginn. Þegar hann fer að
búa með kvenmanni, sem Ruth Gem-
mell leikur, og barnar hana kemur
það við hann en Arsenal skiptir meira
máli.
Kennarinn ætti að vera bijóstum-
kennanlegur og er það í augum sam-
býliskonunnar; maðurinn losnar ekki
úr barndómi og er fastur í einhverri
æskuhrifningu sem brýst út á hverj-
um laugardegi þegar leikið er í enska
boltanum og hefur mótað alit hans
líf. En Firth og rithöfundurinn
Hornby vita betur og leggja áherslu
á að gera hann miklu fremur skiljan-
legan en hlægilegan. Fótboltinn er
lífið sjálft, hann er taugin í æsku-
minningarnar, sem allir trega, hann
tryggir samastað í tilveru sem veitir
annars ekki mikið skjól og hann ger-
ir þig að einum af „þeim“, hvort sem
er í sigri eða tapi.
Þessar tilfinningar eru inntakið í
Funa og þær eru settar fram oft á
spaugilegan hátt þótt undir niðri
kraumi alvaran. Þetta er ekki aðeins
mynd fyrir fótboltafríkin heldur alla
þá sem vilja komast að því hvað
þetta eiginlega er að halda með lið-
inu sínu.
Arnaldur Indriðason
gjöm, og hæðin. Hún er óþolandi
enskunemi sem þarf sífellt að sýna
hvað hún er klár með orðaleikjum.
í upphafi á maður erfitt með að
ímynda sér að þær nái saman og
verði vinkonur. Galdurinn hjá Leigh
og leikkonunum er að það er ná-
kvæmlega það sem gerist, og virð-
ist fullkomlega eðlilegt vegna þess
að þær bæta hvor aðra upp.
Áldurinn og lífið slípar báðar til.
Þegar þær hittast aftur hefur
Hannah meiri stjórn á skapi sínu,
á meðan Annie getur horft í augun
á fólki og útbrotin era horfin þó
að enn hafi hún astma. Báðar era
búnar að leggja svörtu „Cure“-fötin
til hliðar og komnar í pen „buis-
ness“-kvennaföt. Hannah hefur náð
lengra í lífsgæðakapphlaupinu,
starfar í London og er að hugsa
um að kaupa sér íbúð, en Annie
býr með mömmu sinni í gamla
heimabænum sínum og er ekki eins
ánægð með starf sitt.
Tregatilfinning einkennir endur-
lit vinkvennanna. Háskólaárin era
grá, kuldaleg og tilfinningalega hrá
en tilveran býr samt yfir krafti sem
vantar í hlýjum pastellitum núsins.
Áhersla er lögð á að sýna hvað
ungt fólk sem er að mótast getur
verið grimmt og óvægið. Ekki ein-
göngu í samskiptum vinkvennanna
sín á milli heldur einnig við sam-
leigjandann Claire, og háskólanem-
ana Ricky (Mark Benton) og Adrian
(Joe Tucker).
Sjálfstæðar stelpur er brota-
kennd mynd sem hefur að geyma
mörg skörp andartök. Hversdagslíf
Hannah og Annie býr bæði yfir
húmor og depurð sem Cartlidge og
Stedman koma til skila á kraftmik-
inn og fínlegan hátt. Þessi sjötta
kvikmynd Leighs er ekki stórmynd
en hún býr yfir meira afli en mörg
dramatískari verk.
Anna Sveinbjarnardóttir
Fyrirlest-
ur um
„tarGET“
FULLTRÚAR verkefnisins tar-
GET halda fyrirlestur í Nýlista-
safninu, Vatnsstíg 3b, á morg-
un, föstudag, kl. 20.30.
tarGET er nafn á listviðburði
sem sjö ungir listamenn frá
íslandi, Svíþjóð, Noregi og
Danmörku eru að undirbúa um
þessar mundir. Listamennirnir
dvelja af þessu tilefni í gesta-
vinnustofunni í Straumi í Hafn-
arfirði. Afrakstur dvalarinnar í
Straumi mun verða sýndur í
Norræna húsinu í Reykjavík í
október, í Stenersenmuseet í
Ósló janúar, i Tröndelag
Kunstnersenter í mars og síð-
ast í Stokkhólmi í maí í nýju
safni sem heitir Fárgfabriken.
Listamennirnir, John Oivind
Eggesbo, Torbjorn Skárild,
Brynhild Bye, Magnea Ás-
mundsdóttir, Sólveig Birna
Stefánsdóttir, Maria Friberg og
Birgitta Silfverhielm eiga það
sameiginlegt að hafa öll verið
skiptinemar á íslandi og í Nor-
egi. Vinna þeirra er byggð á
þessum útgangspunkti, eða
kynnum þeirra hér á landi og
er í senn tilraun til að vinna
saman að settu listrænu
markmiði og jafnframt að
vinna með þær félagslegu að-
stæður sem skapast við það að
búa saman í liðlega tvo mánuði
fjarri vinnustofum og heima-
högum.
Fyrirlesturinn er öllum opinn
og aðgangur er ókeypis.
Morgunblaðið/Ásdís
SÝNINGIN undirbúin í Listasafni íslands.
Afram Arsenal!