Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997________________________
FRÉTTIR
aicj/wjaí^jojit
MORGUNBLAÐIÐ
Frumvarp um húsaleigubætur f undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu
Greiddar af öllu húsnæði
alls staðar á landinu
Bankaráð
Seðlabankans
Réttur
maka til
dagpeninga
afnuminn
FRUMVARP um húsaleigubætur
er í undirbúningi í félagsmálaráðu-
neytinu og verður væntanlega lagt
íram á Alþingi á næstu vikum. Gert
er ráð fyrir að þær breytingar verði
m.a. gerðar á núverandi húsaleigu-
bótakerfi að bætur verði greiddar af
öllu leiguhúsnæði alls staðar á land-
inu, en nú er það í valdi hvers sveit-
arfélags fyrir sig að ákveða hvort
húsaleigubætur eru greiddar, auk
þess sem þær eru ekki greiddar
vegna húsnæðis í opinberri eigu.
Nefnd á vegum félagsmálaráðu-
neytisins vinnur að undirbúningi
frumvarpsins. Samkomulag er um
flest atriði. Þó er enn ekki komin
niðurstaða varðandi skattlagningu
húsaleigubóta, en þær eru skatt-
skyldar nú. Páll Pétursson félags-
málaráðhérra segist vonast eftir því
að samkomulag náist í þeim efnum
innan fárra daga.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði í Morgunblaðinu
í gær að breyta þyrfti lögum sem
kveða á um að ekki séu greiddar
húsaleigubætur vegna leigu á hús-
næði í eigu hins opinbera. Einnig
sagði borgarstjóri brýnt að afnema
skattlagningu húsaleigubóta og
benti á í því sambandi að vaxtabæt-
ur, sem greiddar eru vegna öflunar
eigin húsnæðis, séu undanþegnar
skatti.
Rök bæði með og á móti _
Félagsmálaráðherra sagði að það
væru bæði rök með og á móti því að
skattleggja húsaleigubætur. Fjár-
málaráðuneytið legði áherslu á að
flækja ekki skattkerfið og fjölga
undanþágum, en á hinn bóginn væri
samanburðurinn við vaxtabætum-
ar. Hann teldi aðalatriðið fyrir
sveitarfélögin vera að þær húsa-
leigubætur sem þau greiddu gengju
til þess að aðstoða leigjendur en
yrðu ekki tekjupóstur íyrir ríkis-
valdið. Málið sneri að fjármálaleg-
um samskiptum ríkis og sveitarfé-
laga og unnið væri að lausn. Þá væri
einnig á það að líta að stór hópur
þeirra, sem nytu húsaleigubóta,
væri undir skattleysismörkum.
Breyting í þá veru að undanþiggja
þær skatti myndi ekki verða til þess
að bæta hlut þess hóps.
„Meginatriðið finnst mér vera að
húsaleigubætur séu greiddar um
land allt og af öllu leiguhúsnæði.
Skattaleg meðferð er svo sérmál
sem við verðum að leysa,“ sagði
Páll.
VR-félagar á at-
vinnuleysisskrá
Vilja frek-
ar vera í
VR en fá
hærri bætur
TÆPLEGA þúsund félagar í
Verslunarmannafélagi Reykja-
víkur, sem voru á atvinnuleys-
isskrá, vildu greiða áfram 1%
félagsgjald en atvinnulausum
er gefinn kostur á að hætta
þeirri greiðslu og fá hærri
bætur sem því nemur. Aðeins
sex völdu hina leiðina en frá
þessu segir í nýjasta tölublaði
VR-blaðsins.
Með nýjum lögum um at-
vinnuleysistryggingar frá 1.
júlí sl. verða vinnumiðlanir að
fá skriflega yfirlýsingu hjá
þeim sem eru atvinnulausir um
það hvort þeir vilja áfram
greiða 1% félagsgjald til stétt-
arfélags síns eða hætta aðild
og fá frekar 1% hærri bætur.
Af tæplega 1.000 VR-félögum
á atvinnuleysisskrá voru að-
eins 6 sem ekki vildu njóta
áfram réttinda sem þeir höfðu
áunnið sér sem félagar í VR.
Segir í VR-blaðinu að þetta
bendi til þess að VR hafi já-
kvæða ímynd í hugum félags-
manna og þeim séu vel ljós þau
mikilvægu réttindi sem félags-
aðild fylgi. í blaðinu er getið
um þessi réttindi, en þau eru
m.a. greiðslur sjúkradagpen-
inga úr sjúkrasjóði verði félagi
veikur meðan hann er atvinnu-
laus, dvöl í orlofshúsum VR,
námsstyrkir og ókeypis lög-
fræðiaðstoð vegna kjaramála,
svo sem innheimtu laima.
Eldur í bílskúr
\ >
ELDUR kom upp í bflskúr á
Langholtsvegi í gær. Ungur mað-
ur sem var við skúrinn var fluttur
á slysadeild þar sem líkur voru
taldar á að hann hefði fengið
reykeitrun.
Mikill eldur logaði í Iofti og
veggjum bflskúrsins þegar
slökkvilið bar að. Inni í skúrnum
var ýmislegt dót, þar á meðal
stórt vélhjól sem skemmdist mik-
ið. Rjúfa þurfti þak hússins til að
komast að eldinum og gekk þá
greiðlega að slökkva hann. Engin
hætta var á því að eldurinn bærist
í nærliggjandi hús þar sem hann
stendur sér á lóð. Eldsupptök eru
ókunn.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
BANKARÁÐ Seðlabankans hefur
ákveðið að afnema þá reglu að
bankinn greiði ferðakostnað fyrir
maka bankastjóra bankans þegar
þeir eru á ferðalögum erlendis.
Þröstur Ólafsson, formaður banka-
ráðs Seðlabankans, segir að þetta
hafi verið gert nýlega vegna þess að
búið sé að taka ákvörðun um að
breyta ríkisviðskiptabönkunum í
hlutafélög og því eigi samanburður
á kjörum banakastjóra Seðlabank-
ans við bankastjóra rildsviðskipta-
bankanna ekki lengur við.
Um áramótin 1993 og 1994 var
réttur maka bankastjóra Seðla-
bankans til dagpeninga afnuminn.
Þröstur sagði að þetta hefði verið
gert m.a. vegna yfirlýsinga þáver-
andi viðskiptaráðherra um að réttur
maka bankastjóra Landsbanka og
Búnaðarbanka til dagpeninga yrði
afnuminn. Það hefði hins vegar
aldrei verið gert. Bankaráðið hefði
því tekið þá ákvörðun árið 1996 að
setja þetta inn aftur. Jafnframt
hefðu laun bankastjóra Seðlabank-
ans verið hækkuð. Ástæðan hefði
verið sú að laun þeirra voru miklu
lægri en laun bankastjóra Lands-
banka og Búnaðarbanka og raunar
hefði launamunurinn verið svo mik-
ill að Seðlabankastjórar hefðu varla
verið hálfdrættingar á við suma að-
stoðarbankastjóra ríkisviðskipta-
bankanna.
Samanburður á ekki lengur við
Þröstur sagði að eftir að ákvörð-
un hefði verið tekin um að breyta
Landsbanka og Búnaðarbanka í
hlutafélög ætti þessi samanburður
ekki lengur við og þess vegna hefði
verið tekin ákvörðun um að afnema
rétt maka bankastjóra Seðlabank-
ans til ferðadagpeninga. Seðlabank-
inn væri núna eini ríkisbankinn og
stjómendur hans tækju hér eftir
sjálfstæðar ákvarðanir um launa-
kjör og án samanburðar við aðra
banka.
Konu leitað á Mjóafjarðarheiði í fyrrinótt
Kom fram eftir níu
klukkustunda hrakninga
HVAÐ HEITIR STRAKURINN?
KONA um fertugt, Bylgja Magnús-
dóttir, lenti í miklum hrakningum á
Mjóafjarðarheiði í fyrrinótt eftir að
bíll sem hún ók lenti út af veginum.
Eftir að 40 manns úr björgunarsveitr
um víða úr fjórðungnum höfðu leitað
hennar kom hún fram á bænum
Hesteyri í Mjóafirði. Hún háfði villst,
í dimmviðri og þoku og var um það
bil 9 tíma að komast um 20 km leið.
Hún var köld, hrakin og hrufluð og lá
í gær á sjúkrahúsinu við Neskaup-
stað en var óðum að jafna sig, að
sögn læknis. Hundur Bylgju sem
hvarf eftir umferðaróhappið, var hins
vegar ekki kominn fram í gær.
Leitaði hundsins
Bylgja var á leið frá Neskaupstað í
heimsókn til Önnu M. Guðmunds-
dóttur, bónda á Hesteyri. Á heiðinni
lenti bfllinn út af veginum. Bylgja
lagði af stað gangandi að sækja að-
stoð, _ og ekki síður í leit að hundin-
um sínum sem varð hræddur við
útafaksturinn og lét sig. hverfa í
myrkrið.
Anna á Hesteyri, sem átti von á
gestinum, sagðist hafa farið að
undrast um Bylgju. Þegar ekkert
hafði heyrst til hennar um miðnætti
var kominn beygur í Önnu.
Hundurinn hvarf í
myrkrið
Hún hringdi þá í granna sinn, Sig-
fús Vilhjálmsson í Brekku. Sigfús
fór akandi til leitar, fann bflinn og
farþega Bylgju sem þar beið. Bylgju
fann hann hins vegar ekki þrátt fyr-
h’ að aka margsinnis frá bflnum og
niður í Mjóafjörð en þangað hafði
hún gengið þegar hundurinn svaraði
ekki kalli.
Þegar Bylgja kom ekki fram voru
björgunarsveitir kallaðar til leitar
og fóru 40 menn með hunda frá
Eskifirði, Egilsstöðum, Neskaup-
stað og Reyðarfirði. Bylgja birtist
hjá Önnu um kl. 8 í gærmorgun.
Eftir að hafa yljað sér þar var hún
flutt á sjúkrahúsið á Egilsstöðum og
síðan á Neskaupstað.
Hvasst og vottaði fyrir sleipu
Anna á Hesteyri segir að veður
hafi verið slæmt og skilyrði erfið
þessa nótt. „Það var hvasst og vott-
aði fyrir sleipu,“ sagði hún. Bylgja
hafði villst út fyrir veg á leið sinni og
fallið niður skriður, rotast um stund
og meitt sig. „Þarna er kröpp vinkil-
beygja og þar datt hún niður. Hún
var að þreifa íyrir sér hvar vegurinn
lægi en þá allt í einu tekur tómið við
henni. Það var niðamyrkur. Tunglið
er að verða búið. Það var rigning og
kannski vottur af þoku; alveg blý-
svart,“ segir Anna M. Guðmunds-
dóttir, sem í fyrrinótt sá ekki einu
sinni ljósin á heiðinni.
Þreytt, köld og rennandi blaut
Bylgja er vel staðkunnug í Mjóa-
firði en lenti í svo miklum villum að
hún þurfti að vaða yfir á til að kom-
ast leiðar sinnar. Hún var því gegn-
drepa þegar hún kom heim að Hest-
eyri. „Hún var þreytt, köld og renn-
andi blaut,“ segir Ánna. Bylgja hafði
verið hlýlega klædd, m.a. í þykkri
peysu og góðum leðurjakka.
Fyrir hönd Bylgju bað Anna M-
Guðmundsdóttir Morgunblaðið að
lýsa eftir seppanum sem hvarf >
myrkrið við slysstaðinn. Þetta er
svartur kjölturakki, gráskeggjaður,
1 árs og fælist ókunnuga.
Anna á Hesteyri segir að sér detti
í hug þessi gamla vísa þegar hún
hugsar til seppans á heiðinni:
Mikil ósköp eru að sjá
angann vafinn dyggðum.
Litlumfótumlabbará
langt frá mannabyggðum.