Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
£g\//L Etxcl AÐSOfJUR.
AA/NN TAk.1 þ'ATTÍHÖP-
FtárniHLAUPi e/A/sos
,þAU&SO /PA6
' HUN HBLDURÁÐÉ6 HLAUPt\
(AteÐ HÖNSU/U NÓP/ /
01996 Tribune Media Servíces, Inc/
All Rights Reserved.
Ljóska
Þú hræddir mig ekki hið Fuglar geta ekki sagt:
minnsta... „Bú!“
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Er lettan vinna að
sinna skólabörnum en
starfa við ræstingar
Frá Ermi M. Sveinbjarnardóttur: ar félagsdómur hefur lokið störfum
ÞÆR rangfærslur sem koma fram
í grein leigubílstjórans Kristins
Snælands í Morgunblaðinu 25.9.
sl. um störf skólaliða eru með ólík-
indum. Þeim getur varla verið
ósvarað þó ómerkar séu, einkan-
lega þar sem hann tekur Langholts-
skóla sem dæmi og störf skólaliða
sem þar starfar.
Kristinn setur nýtt skipulag á
störfum starfsfólks í þremur skól-
um borgarinnar í pólitískt sam-
hengi, það er óþolandi. Ákvörðun
mín, þegar ég sótti um að fá að
taka þátt í þessu tilraunaverkefni,
var byggð á þeirri reynslu sem ég
hef af þessu fyrirkomulagi. Þegar
ég hóf störf sem skólastjóri hjá
Reykjavíkurborg undraðist ég það
form sem var á ræstingum grunn-
skóla borgarinnar enda vön öðru
frá mínum fyrri skóla. Þar höfðu
verið blönduð störf, þ.e. umsjón
með nemendum og dagræsting, um
áraraðir, fyrirmyndin að því var
fengin úr Kópavogi. Bæði þar og
víða annars staðar, s.s. á Akureyri
og í Keflavík hefur það form verið
á lengi.
Hún Erla Sigurðardóttir, skóla-
liði í Langholtsskóla, er góður
starfskraftur sem vill skólanum
sínum vel. Það eru hinir skólalið-
amir líka. Að „gernýta“ fólk er í
engu samhengi við þá hugmynd
sem er að baki þessari breytingu,
Þó svo að hún Erla færi örugglega
létt með að sinna öllum þeim störf-
um, sem Kristinn lýsir í grein sinni,
þá er hún ekki eini skólaliðinn í
Langholtsskóla. Það er ekki verið
að fækka starfsfólki, síður en svo.
Einnig vita skólaliðar vel hvaða
verk bíða þeirra að morgni. Að
sjálfsögðu eru störf þeirra skipu-
lögð og verða það ennþá betur þeg-
smum.
Aðalatriðið er að með þessari
breytingu er verið að stórauka
þjónustu við nemendur. Aukin
gæsla er á skólalóð og á göngum
í frítímum, baðvörslu er hægt að
sinna betur, skólaliðar fylgja
yngstu nemendum í sundtíma,
sinna neyðarhjálp og ótalmörgu
fleira.
Það er fáránlegt að setja umfjöll-
un um þetta verkefni fram á þann
hátt sem Kristinn gerir. Hann hefði
átt að kynna sér það betur áður
en hann tjáði sig um það á opinber-
um vettvangi til dæmis með því
að tala við hana Erlu, skólaliða í
Langholtsskóla. Það er ekki
ánægjulegt að lesa svona lítilsvirð-
andi umfjöllun um sig og störf sín
í blöðunum. Það hefðu verið mann-
asiðir að láta hana vita fyrirfram
á hveiju hún ætti von.
Það ætti að vera hægt að skipu-
leggja störf í grunnskólum borgar-
innar, til hagsbóta fyrir nemendur,
án þess að fá yfir sig pólitískt skít-
kast. Eg allavega kæri mig ekki
um það þegar ég er að koma á
þeim breytingum við minn skóla
sem ég veit að eru til bóta fyrir
alla aðila.
Að lokum, sá hroki sem er í grein
Kristins er ótrúlegur. Ég tæki ekki
nærri mér að þvo gólf í þeim skóla
sem ég starfa í, ég hef reyndar
gert það. Og að maðurinn skuli
fullyrða að það sé léttara verk að
sinna börnunum í grunnskólunum
en að ræsta þá. Ég trúi því ekki
að hann eigi marga skoðanabræð-
ur.
Ég vona í öllu falli að við fáum
að þróa þessa tilraun í friði.
ERNA M. SVEINBJARNARDÓTTIR,
skólastjóri Langholtsskóla.
Vetrarstarf
Hvítasunnukirkjunnar
Frá Verði L. Traustasyni:
VETRARSTARF Hvítasunnukirkj-
unnar Fíladelfíu hefst 1. október.
Margt er í boði fyrir fólk á öllum
aldri: Á miðvikudögum kl. 18.30
er samverustund með léttri máltíð
(súpa og brauð) sem seld verður
vægu verði. Samverustund þessi er
fyrir alla aldurshópa. Kl. 19.30
hefst kennsla og verður henni skipt
niður. Börnin í krakkaklúbbnum
(3ja til 12 ára) fá efni við sitt hæfi,
unglingafræðsla fyrir 13-14 ára,
sérstök fræðsla fyrir byijendur
(undirstöðuatriði trúarlífsins). Fyrir
enskumælandi verður kennsla á
ensku og síðast en ekki síst verður
biblíulestur eða og fijálsir vitnis:
burðir fyrir þá sem þess óska. í
upphafi samverunnar munum við
öll syngja saman og lofa Drottin.
Um kl. 20.30 lýkur svo samver-
unni. Allir eru velkomnir.
Á föstudögum kl. 20.30 er sam-
koma fyrir unga fólkið. Hver mán-
uður mun hafa sitt þema og munu
ýmsir koma og tala um efni mánað-
arins. Allt ungt fólk er velkomið.
Fyrsta þriðjudag í hveijum mán-
uði kl. 15.00 eru sérstakar sam-
verustundir fyrir eldri borgara. Þeir
sem eiga erfitt með að komast,
geta hringt á safnaðarskrifstofuna
og óskað eftir að verða sóttir.
Systrakvöld eru síðasta þriðjudag í
hveijum mánuði kl. 20.00. Konur á
öllum aldri hittast yfir kaffibollum
og hlýða á hugleiðingu og söng.
Einnig er beðið fyrir þörfum hver
annarrar og beiðnum um bænir sem
berast sinnt.
Á sunnudögum eru svo almennar
samkomur kl. 16.30. Þar verður
mikill almennur söngur og prédikun
Guðs orðs. Á samkomum okkar
færðu að vita að þú ert skapaður
í Guðs mynd og elskaður af Guði.
Á safnaðarskrifstofunni getur þú
fengið að vita meira um söfnuðinn
og starf hans. Sími 552-111.
VÖRÐUR L. TRAUSTASON.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.