Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 19
ÚR VERINU
Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir
MIKIL skipaumferð hefur verið í Siglufjarðarhöfn undanfarna daga og ekki hefur hafst undan að vinna alla þá rækju sem
borist hefur þar að landi.
Góð rækjuveiði hefur verið norður af Langanesi
Löndunarbið á Siglufirði
MJÖG góð rækjuveiði hefur
undanfarið verið norður af
Langanesi og löndunarbiðar gætt
á Siglufirði í rækjunni nú í vik-
unni þó að menn eigi miklu frem-
ur að venjast slíku í loðnu og síld.
Að sögn Kristjáns Rögnvaldsson-
ar, hafnarvarðar á Siglufirði,
lönduðu fjórir togarar og fjórir
bátar um 380 tonnum af rækju
í síðustu viku sem er metafli á
einni viku. Þar af voru 280 tonn
unnin á Siglufírði, en ekið var
með um 100 tonn suður til Kefla-
víkur og Grindavíkur til vinnslu.
Fjórir togarar stunda rækju-
veiðar á vegum Þormóðs ramma-
Sæbergs. Það eru Stálvík, Siglu-
vík, Múlaberg og Sólberg og hafa
forsvarsmenn fyrirtækisins grip-
ið til þess ráðs að kalla skipin inn
eftir 50 tonna veiði þar sem að
rækjuverksmiðja fyrirtækisins
afkastar vart meiru. Sigla, skip
Siglfirðings, sér rækjuverksmiðju
Pólar, sem einnig er á Siglufirði,
fyrir hráefni.
Þormóður rammi-Sæberg hef-
ur nýlega samið við verslunar-
keðju Marks og Speneer um tölu-
vert magn af rækju í neytenda-
pakkningum sem fara munu beint
í stórmarkaðina. Að sögn Stein-
ars Svavarssonar, gæðastjóra hjá
Þormóði ramma-Sæbergi, hófst
þessi starfsemi af einhverri al-
vöru um miðjan september, en
að hans sögn eru í bígerð fleiri
samningar af þessu tagi. í verk-
smiðjunni á Siglufírði er ein-
göngu pakkað eftir pöntunum.
Gert er ráð fyrir að um það bil
sex til sjö starfsmenn vinni við
þessa framleiðslu til að byrja með
en til greina kemur að setja á
vaktafyrirkomulag síðar.
Eins og fram hefur komið í
fréttum lagði Þormóður rammi
niður alla bolfiskvinnslu fyrir-
tækisins í landi í sumar og hefur
AUÐUR Sigurgeirsdóttir, verkstjóri í pökkunarsal Þormóðs ramma-
Sæbergs, heldur á tilboðspakkningu fyrir Marks og Spencer.
síðan verið að byggja upp full- rækju þar sem nú fer fram ýmiss
komna pökkunarverksmiðju fyrir konar tilraunavinnsla.
Loðnan
lætur bíða
eftir sér
ENGIN loðna hefur fundist
ennþá en þrjú skip, Beitir NK,
Hólmaborg SU og Víkingur
AK, hafa verið við leit á vest-
ursvæðinu og suður með
Grænlandssundi. Hefur engin
breyting átt sér stað á þessu
svæði frá því að leitað var þar
fyrir rúmum hálfum mánuði
og þar er miklu minna líf en
á sama tíma í fyrra, hvorki
hvalur né fugl.
Skipin höfðu fengið ágætis
veður til leitar en í gærkvöldi
var þó búist við nokkrum
kalda úti af Vestfjörðum.
Leituðu skipin á nokkuð stóru
svæði eða þar sem veiðin byij-
aði í fyrra. Var ekkert að
finna en Beitir og Hólmaborg-
in leituðu norðvestur með
landhelgislínunni milli Græn-
lands og íslands og höfðu 10
sjómílna fjarlægð á milli skip-
anna. í gær og í nótt ætluðu
skipin að leita austureftir.
Víkingur hafði verið á svipuð-
um slóðum en í gær var hann
á siglingu suður Grænlands-
sund á leið heim.
Hvorki hvalur né fugl
Á þessum tíma í fyrra var
loðnan farin að veiðast norður
af Horni og komið hefur fyr-
ir, að hún hafi verið farin að
fást um þetta leyti austur af
Kolbeinsey. Nú er hins vegar
lítið líf að sjá, hvorki hval né
fugl, og hefur epgin breyting
orðið á síðan Guðmundur VE
og Víkingur voru þar við leit
í vikutíma fyrir rúmum hálf-
um mánuði. Menn eru þó að
vona, að það sé aðeins spurn-
ing um nokkra daga þar til
loðnan fer að láta sjá sig.
SÝNIN G ARBÍLLINN fer í
hringferð um landið.
Kynntur á
Islandi
SÝNINGARBÍLL frá James Walker-
verksmiðjunum í Bretlandi er nú
staddur á íslandi og verður til sýnis
fram til 13. október. James Walker
er einhver stærsti framleiðandi
pakkningarefnis og pakkninga í
heiminum og hefur G.J. Fossberg
vélaverslun, Skúlagötu 63, boðið
þessar vörur beint frá framleiðanda
í rúm 60 ár.
Fyrri vikuna verður sérfræðingur
frá James Walker í för með bílnum
og verða þá höfuðborgarsvæðið og
nágrannabyggðir heimsóttar. Seinni
vikuna fer bíllinn í hringferð um
landið. í dag verður bíllinn til sýnis
í Keflavík og Grindavík og á morgun
á Akranesi. Mánudaginn 6. október
verður hann á Höfn, þriðjudaginn
7. október á Fáskrúðsfírði og Eski-
firði, miðvikudaginn 8. október á
Neskaupstað, fímmtudaginn 9. októ-
ber á Húsavík og Akureyri, föstu-
daginn 10. október á Sauðárkróki
og mánudaginn 13. október í
Reykjavík. Þeim, sem koma í sýning-
arbílinn og panta JW-vörur, er boðið
upp á 20% afslátt af þeim.
Þessari tölvu fylgir
góður prentari
- ásamt mótaldi og 4ra mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun
• AMD 200 MHz MMX örgjörvi
' 32 MB EDO minni
' 15" flatur lággeisla skjár
' ATI 3D booster 2 MB skjákort
' 2.6 GB harður diskur
' 20 hraða geisladrif
> Soundblaster 16
' 50w hátalarar
• 33.6 bás mótald m/faxi og símsvara
■ 4ra mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun
• Kynningamámskeið um Intemetið fylgir
• Windows 95 CD, Win95 lyklaborð + mús
Kr. 139.900
MEST FYRIR MINNST
400 prentari - 720 dpi .
dr fylgja með
Tðlvúr
Grensásvegi 3 • Simi 588 5900 • Fax 588 5905