Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kaffi- húsasögnr Á SÓLON íslandus verður opnuð sýning í kvöld, fimmtudag kl. 20, undir yfirskriftinni Kaffihúsasög- ur. Þar koma saman fulltiúar úr ólíkum greinum hönnunar og lista, s.s. myndlist, arkitektúr, ljósmynd- un, grafískri hönnun, skáldskap o.fl. Þátttakendur eru 20 talsins og fær hver þeirra til umráða einn stand úr plexigleri, samskonar þeim sem gjarnan eru notaðir fyrir matseðla og önnur tilboð á veit- ingahúsum. Þessum stöndum verð- ur dreift á Sólon, einum á hvert borð. Listamennirnir hafa einn ramma til umráða og mega gera hvað sem þeim sýnist, svo framar- lega sem það er gert með þema sýningarinnar í huga, segir í kynn- ingu. EINN listamanna októbermánaðar í Jóni Indíafara. Málverk frá Indó- nesíu LISTAMENN októbermánaðar í Jóni Indíafara í Kringlunni eru að þessu sinni fjórir málar- ar frá Indónesíu. Allir eru listamennirnir vel þekktir í heimalandi sínu en hafa auk þess sýnt verk sín víða um heim, segir í kynningu frá Jóni Indíafara. Einnig eru til sýnis tréverk úr íbenholti frá Austur-Asíu sem áður hafa verið sýnd með- al annars hér á landi fyrir u.þ.b. 30 árum og þar áður í Danmörku. BÍLAR Sunnudaginn 12. október í hinni árlegu sérútgáfu Bílum verður fjallað vítt og breitt um bíla, bæði nýja og notaða. Að vanda verða kynntir fólksbílar, jeppar og pallbflar ársins '98 frá öllum bíiaumboðum landsins í máli og myndum. Auk þess verður ýmis umfjöllun tengd bílum og bílaeign. Meðal efnis: O Væntanlegir bílar hingað © Heilræði um bílakaup ® Tryggingar @ Spjall við bílstjóra/bíleigendur @ Heilræði um akstur ® Hljómtæki ® Nýjar rekstrarvörur/bílavörur @ Forvitnilegir bílar hérlendis ® O.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 6. október. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1111. AUGLYSINGADEILD x-r Sími 569 1111 • Símbréf 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is l s í O Norræna húsið Glerlist, leik- sýning o g kvikmynd SÆNSKI glerlistamaðurinn Jan Johansson heldur fyrirlestur um glerlist og verk sín í fundarsal Norræna hússins sunnudaginn 5. október kl. 16. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröðinni Orkanens oje. Jan Johansson er einn fremsti glerlistamaður Svía. Hann er staddur hér á landi í boði Sænska sendiráðsins og fleiri aðila og verður sýning á verkum hans opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 3. október. Jan Johansson hefur starfað við Orrefors glerverkið í tæpa þijá áratugi og hefur verið leið- andi kraftur í hönnun og fram- leiðslu fyrirtækisins þann tíma. Hann lagði stund á silfursmíði og iðnhönnun, áður en hann sneri sér alfarið að glerlistinni. Hreinleiki og einfaldleiki eru einkennandi fyrir Jan Johansson. Þetta kemur vel fram í glerlistaverkinu „Valla“, sem hann gerði í tilefni af 600 ára afmæli Kalmarsam- bandsins. Verkið var gjöf Kalmar- bæjar til forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og var það afhent við hátíðlega athöfn í Kalmar í júní sl. og verður það til sýnis á sýningunni í Ráðhúsinu. Jan Johansson hefur haldið sýningar víða um heim, m.a. í Japan, Ástralíu, Ameríku, Kanada og í mörgum löndum Evrópu. Verk hans eru í eigu margra þekktra safna. Leiksýning fyrir börn Det lille Tuméteater frá Dan- mörku sýnir ævintýrið um Odys- seif í nýstárlegri gerð í fundarsal Norræna hússins á morgun, laugardag, kl. 14. Leikgerðin er eftir Kim Norrevig og er hann einnig leikstjóri. Sögumaður er leikarinn Peter Holst og leikur hann allar persón- ur leiksins en tónlistarmaðurinn Christian Glahn samdi tónlistina og leikur undir á bassa. Þeir félagar hafa sýnt á öllum Norðurlöndum og hlotið mjög góða dóma. í leiksýningunni leiða þeir áhorfendur með sér 3.000 ár aftur í tímann. Áhorf- endur fylgjast með Oddysseifi konungi og taka þátt í lífi hans í gleði. Peter Holst útskrifaðist úr Ríkisleiklistarskólanum í Dan- mörku 1985. Hann stofnaði Det lille Turnéteater 1990 með það markmið að færa upp leiksýning- ar ætlaðar börnum þar sem sagð- ar eru þekktar sögur og ævin- týri. Leikmunir eru fáir og ein- faldir og leiksviðið þarf ekki að vera stórt. Þess má geta að Pet- er Holst fékk Menningarverðlaun barnabókavarða 1995. Danska sendiráðið, danska menningarmálaráðuneytið og Norræna húsið standa að heim- sókninni og leikferðin er styrkt af Teater og Dans i Norden. Det Lille Turnéteater verður einnig með sýningu í Möguleik- húsinu sunnudaginn 5. október kl. 15. Þá verða sýningar í skól- um í Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Kópavogi og Hafnarfirði. Kvikmyndasýning fyrir börn Kvikmyndin Herremannsbrud- en, sem byggð er á samnefndu ævintýri Asbjornsen og Moe, verður sýnd sunnudaginn 5. októ- ber kl. 14. Kvikmyndin er með norsku tali og tekur 18 mínútur í sýningu. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.