Morgunblaðið - 02.10.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 02.10.1997, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kaffi- húsasögnr Á SÓLON íslandus verður opnuð sýning í kvöld, fimmtudag kl. 20, undir yfirskriftinni Kaffihúsasög- ur. Þar koma saman fulltiúar úr ólíkum greinum hönnunar og lista, s.s. myndlist, arkitektúr, ljósmynd- un, grafískri hönnun, skáldskap o.fl. Þátttakendur eru 20 talsins og fær hver þeirra til umráða einn stand úr plexigleri, samskonar þeim sem gjarnan eru notaðir fyrir matseðla og önnur tilboð á veit- ingahúsum. Þessum stöndum verð- ur dreift á Sólon, einum á hvert borð. Listamennirnir hafa einn ramma til umráða og mega gera hvað sem þeim sýnist, svo framar- lega sem það er gert með þema sýningarinnar í huga, segir í kynn- ingu. EINN listamanna októbermánaðar í Jóni Indíafara. Málverk frá Indó- nesíu LISTAMENN októbermánaðar í Jóni Indíafara í Kringlunni eru að þessu sinni fjórir málar- ar frá Indónesíu. Allir eru listamennirnir vel þekktir í heimalandi sínu en hafa auk þess sýnt verk sín víða um heim, segir í kynningu frá Jóni Indíafara. Einnig eru til sýnis tréverk úr íbenholti frá Austur-Asíu sem áður hafa verið sýnd með- al annars hér á landi fyrir u.þ.b. 30 árum og þar áður í Danmörku. BÍLAR Sunnudaginn 12. október í hinni árlegu sérútgáfu Bílum verður fjallað vítt og breitt um bíla, bæði nýja og notaða. Að vanda verða kynntir fólksbílar, jeppar og pallbflar ársins '98 frá öllum bíiaumboðum landsins í máli og myndum. Auk þess verður ýmis umfjöllun tengd bílum og bílaeign. Meðal efnis: O Væntanlegir bílar hingað © Heilræði um bílakaup ® Tryggingar @ Spjall við bílstjóra/bíleigendur @ Heilræði um akstur ® Hljómtæki ® Nýjar rekstrarvörur/bílavörur @ Forvitnilegir bílar hérlendis ® O.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 6. október. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1111. AUGLYSINGADEILD x-r Sími 569 1111 • Símbréf 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is l s í O Norræna húsið Glerlist, leik- sýning o g kvikmynd SÆNSKI glerlistamaðurinn Jan Johansson heldur fyrirlestur um glerlist og verk sín í fundarsal Norræna hússins sunnudaginn 5. október kl. 16. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröðinni Orkanens oje. Jan Johansson er einn fremsti glerlistamaður Svía. Hann er staddur hér á landi í boði Sænska sendiráðsins og fleiri aðila og verður sýning á verkum hans opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 3. október. Jan Johansson hefur starfað við Orrefors glerverkið í tæpa þijá áratugi og hefur verið leið- andi kraftur í hönnun og fram- leiðslu fyrirtækisins þann tíma. Hann lagði stund á silfursmíði og iðnhönnun, áður en hann sneri sér alfarið að glerlistinni. Hreinleiki og einfaldleiki eru einkennandi fyrir Jan Johansson. Þetta kemur vel fram í glerlistaverkinu „Valla“, sem hann gerði í tilefni af 600 ára afmæli Kalmarsam- bandsins. Verkið var gjöf Kalmar- bæjar til forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og var það afhent við hátíðlega athöfn í Kalmar í júní sl. og verður það til sýnis á sýningunni í Ráðhúsinu. Jan Johansson hefur haldið sýningar víða um heim, m.a. í Japan, Ástralíu, Ameríku, Kanada og í mörgum löndum Evrópu. Verk hans eru í eigu margra þekktra safna. Leiksýning fyrir börn Det lille Tuméteater frá Dan- mörku sýnir ævintýrið um Odys- seif í nýstárlegri gerð í fundarsal Norræna hússins á morgun, laugardag, kl. 14. Leikgerðin er eftir Kim Norrevig og er hann einnig leikstjóri. Sögumaður er leikarinn Peter Holst og leikur hann allar persón- ur leiksins en tónlistarmaðurinn Christian Glahn samdi tónlistina og leikur undir á bassa. Þeir félagar hafa sýnt á öllum Norðurlöndum og hlotið mjög góða dóma. í leiksýningunni leiða þeir áhorfendur með sér 3.000 ár aftur í tímann. Áhorf- endur fylgjast með Oddysseifi konungi og taka þátt í lífi hans í gleði. Peter Holst útskrifaðist úr Ríkisleiklistarskólanum í Dan- mörku 1985. Hann stofnaði Det lille Turnéteater 1990 með það markmið að færa upp leiksýning- ar ætlaðar börnum þar sem sagð- ar eru þekktar sögur og ævin- týri. Leikmunir eru fáir og ein- faldir og leiksviðið þarf ekki að vera stórt. Þess má geta að Pet- er Holst fékk Menningarverðlaun barnabókavarða 1995. Danska sendiráðið, danska menningarmálaráðuneytið og Norræna húsið standa að heim- sókninni og leikferðin er styrkt af Teater og Dans i Norden. Det Lille Turnéteater verður einnig með sýningu í Möguleik- húsinu sunnudaginn 5. október kl. 15. Þá verða sýningar í skól- um í Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Kópavogi og Hafnarfirði. Kvikmyndasýning fyrir börn Kvikmyndin Herremannsbrud- en, sem byggð er á samnefndu ævintýri Asbjornsen og Moe, verður sýnd sunnudaginn 5. októ- ber kl. 14. Kvikmyndin er með norsku tali og tekur 18 mínútur í sýningu. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.