Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 15 FRÉTTIR LANDIÐ BRÁÐABIRGÐAMATSAL hefur verið komið fyrir í kjallaranum, SKÓLAHÚSIÐ og ldðin í kring fullbúin. lögðum hugmyndir af mismunandi klæðningu á mjög mismunandi verði fyrir framkvæmdanefhdina og niðurstaðan varð sú að ákveðið var að klæða allt húsið með galvan- iseruðu járni. Efnið er sterkt, þarf lítið viðhald og er endingargott," segir Einar og Þorsteinn grípur inn í að fulltrúum skólans hafi strax lit- ist vel á hugmyndina. „Klæðningin er skemmtileg og mismunandi birta hefur þau áhrif að liturinn er sífellt að breytast. Annar kostur klæðn- ingarinnar felst í því að nánast ómögulegt er að nota GSM-síma í byggingunni.“ Tíu ára verkefni Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að kostnaður við hina nýju skóla- byggingu næmi um 670 milljónum króna. Nú þykir hins vegar ljóst að heildarkostnaðurinn muni fara upp í rúmar 700 milljónir króna. Kostn- aður er þegar orðinn 376 milljónir við rúmlega 3.000 fm. Samningur ríkis, Garðabæjar og Bessastaða- hrepps gerir ráð fyrir að ríki greiði 60%, Garðabær 35% og Bessastaða- hreppur 5% fjárins. Fyrsta skóflustungan að nýju byggingunni var tekin í september- mánuði árið 1994. Framkvæmdaá- ætlun gerði ráð fyrir að flutt yrði í húsið um ára- mót. Framkvæmdir hafa hins vegar verið á undan áætlun og hófst kennsla í fyrri hluta fyrsta áfanga hússins í haust. Fyrsti hlutinn felur í sér skrifstofur skól- ans, 21 kennslustofu og bókasafn í miðju byggingarinnar. Á fyrstu hæð hefur verið komið upp bráða- birgðaaðstöðu fyrir nemendur. Seinni hluti fyrsta áfanga felur í sér að gengið sé frá fleiri kennslu- stofum og aðstöðu fyrir kennara á þriðju hæð ásamt því að gengið verður frá hluta rýmis á 1. hæð þ.á m. fyrirlestrarsal. Verkinu verður væntanlega lokið næsta sumar. Framkvæmdir í öðrum áfanga fela m.a. í sér stóra viðbyggingu með eldhúsi, mötuneyti og sal sem hægt er stækka út í mötuneytið og Tölvukosturinn sá besti í skóia á öilu landinu rúmar hann þá 600 manns. Gert er ráð fyrir að verkinu Ijúki árið 2001. Breytir gríðarlega miklu Þorsteinn segir að nýja bygging- in breyti gríðarlega miklu fyrir skólastarfíð. „Ég get byrjað á því að nefna að umgengni hefur batnað verulega. Nú fara allir úr skónum í inniskó hér frammi. Nemendur borða í matsalnum og ekki annars staðar og ákveðið hefur verið að banna reykingar. Reykingar eru ekki aðeins bannaðar í byggingunni heldur á allri lóðinni. Ekki gengur alveg þrautalaust að framfylgja banninu. En við erum svona smám saman að þrengja að reykingafólk- inu og ætlum fljótlega að bjóða upp á ódýr námskeið í að hætta að reykja," segir hann. Hann tekur fram að ekki megi gleyma því að gerð hafi verið sér- stök forsögn fyrir stofnbúnað skól- ans. Nú þegar hafi 80 afar full- komnar tölvur verið keyptar til skólans. „Með því skrefi leyfi ég mér að segja að tölvukostur skólans sé sá besti í skóla á landinu öllu. Að sama skapi er allur búnaður f raunastofum mjög góður.“ Þorsteinn tekur fram að ákveðið hafi verið að nota tækifærið og —--------kynna sérstaka skóla- stefnu í nýju skólahúsi. „Skólastefnan felur í sér skilgreiningu á verksviði hvers og eins og almenna stefnu skóláns. Sjálfur hef ■ ég lagt áherslu á að skól- inn sé samfélagsskóli (Community School) og bæjarfélagið taki þátt í starfi skólans af krafti. Nýja húsið gefur okkur aukna möguleika í því sambandi og til að vera með hvers kyns uppákomur og námskeið inn- an veggja skólans.“ Að vígslu byggingarinnar lokinni koma núverandi og fyrrverandi nemendur skólans fram í sérstakri skemmtidagskrá. Opið hús verður í skólanum fram til kl. 22, á laugar- daginn milli kl. 10 og 17 og sunnu- daginn milli kl. 13 og 17. Ibúar Garðabæjar og Bessastaðahrepps eru sérstaklega velkomnir. Morgunblaðið/Sig. Fannar. FULLTRUAR Selfossbæjar ásamt Arnari Þór vefara og fulltrúum atvinnu- og ferðamálanefndar Selfoss. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson BÓNDABÆRINN Reykjaríjörður sem er að fara í eyði. Ný heimasíða Selfossbæjar Selfossi - Atvinnu- og ferðamála- nefnd Selfoss hefur í samvinnu við Tölvu- og rafeindaþjónustu Suður- lands unnið að gerð heimasíðu sem m.a. er ætlað að kynna stjórnkerfi bæjarins. Arnar Þór Oskarsson hjá Vef, internetþjónustu, og Magnús Már Magnússon hafa haft yfirum- sjón með verkefninu. Heimasíðan hefur ekki bara þann tilgang að kynna stjórnkerfið, held- ur einnig atvinnulífið á Selfossi. Að sögn Bergsteins Einarssonar, for- manns atvinnu- og ferðamálanefnd- ar, er framtíðin sú að á vefnum verði hægt að nálgast öll þau fyrir- tæki sem eru nettengd. Einnig verða á vefnum upplýsingar um hvað er á döfinni í bænum. Slóðin inn á Selfossvefinn er www.selfoss.is. og miðað við þá um- ferð sem nú þegar hefur farið í gegnum vefinn er verkefnið þarft og hvað útlit og gæði varðar stenst Selfossvefurinn fyllilega samanburð við það besta sem er á vefnum í dag. Enn einn Árneshreppi - Enn fækkar í Árnes- hreppi nú þegar Reykjarfjörður fer í eyði nú í haust. Guðfinna Guðmundsdóttir og Kristín Herdís Magnúsdóttir hafa búið tvær einar í allmörg ár með u.þ.b. 60 fjár. Að sögn Guðfinnu er hún búin bær í eyði að búa um 43 ár í Reykjarfirði og nú sé hún hætt búskap enda séu þær Dísa orðnar fullorðnar. Hún sagði þær búnar að fá hús á Hólmavík og þangað myndu þær flytja þegar búið væri að fella fé og ganga frá. VERomoDA BESTSELLER Kringlunni, Sími 568 6244. Laugavegi 95—97, sími 5521444.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.