Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hjálma- dagur AKUREYRSK börn flykktust í miðbæinn síðdegis í gær til að taka þar þátt í táknrænni at- höfn, að setja upp hjálm, en í gær tóku gildi lög sem kveða á um að allir 14 ára og yngri skuli bera hjálm við hjólreiðar. Það voru hjólreiðamenn og Kiwanisklúbburinn Kaldbakur í samvinnu við land- og héraðs- lækni, umferðarráð og lögreglu sem stóðu að hjálmadeginum á Akureyri en með því var verið að minna á mikilvægi hjálms sem öryggistækis. Efnt var til happdrættis, Sjóvá-Almennar og VÍS gáfu endurskinsmerki og þá var sælgæti dreift á svæð- inu. Morgunblaðið/Kristján Þijú af stærstu fyrirtækjunum auglýsa eftir fólki í yfir hundrað störf Misjafnlega hefur gengið að fá verkafólk til vinnu ÞRJÚ af stærstu fyrirtækjunum á Akureyri, Samheiji, hf., Útgerðar- félag Akureyringa hf. og Slippstöð- in hf., hafa öll auglýsa eftir verka- fólki til vinnu að undanförnu. Um er að ræða samtals yfir 100 störf og hefur fyrirtækjunum gengið misjafnlega að fá fólk til starfa. í lok september var 281 á at- vinnuleysisskrá á Akureyri 205 konur og 76 karlar og hafði fækkað um tæplega 50 frá ágúst. Hjá landvinnslu Samheija var auglýst eftir verkafólki fyrir skömmu og stóð til að ráða 70 manns til Strýtu og 15-20 manns til Söltunarfélags Dalvíkur. Aðal- steinn Helgason, framkvæmdastjóri landvinnslunnar, sagði að búið væri að ráða um 65 manns til starfa hjá Strýtu og um 10 manns hjá Söltun- arfélagi Dalvíkur. Starfsmenn í landi um 330 „Við náðum ekki að manna tvær vaktir á Dalvík og erum því með eina og hálfa vakt í gangi þar. Við erum að ná tölunni hér á Akureyri og í Strýtu vinna nú um 180 manns og á Dalvík starfa 30 manns,“ sagði Aðalsteinn. Verkefnastaðan hjá Iandvinnslu Samheija er góð og hjá Strýtu er unnið í öllum deildum 16-24 tíma sólarhring. Það hefur löngum verið talað um að Samheiji sé fyrst og fremst frystitogarafyrir- tæki. Varla er hægt að tala um slíkt lengur, því starfsmenn fyrir- tækisins í landi eru samtals um 330 talsins og þar af um 270 í Eyja- firði. Einnig er Samheiji með land- vinnslu á Eskifírði og í Grindavík. Leitað að vönu fólki Útgerðarfélag Akureyringa aug- lýsti um helgina eftir vönu fólki í fískvinnslu félagsins á Akureyri og einnig eftir gæðastjóra landvinnslu ÚA á Akureyri, Grenivík og Seyðis- firði. Magnús Magnússon, forstöðu- maður framleiðslu- og markaðs- sviðs ÚA, segir að nokkrar umsókn- ir hafi borist um starf gæðastjóra og einnig þó nokkrar umsóknir um starf í fiskvinnslu félagsins. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hversu margir starfs- menn verða ráðnir. Við auglýstum eftir vönu fiskvinnslufólki og viss- um að það myndi takmarka fjöld- ann. Með því ætluðum við að sjá hvað væri mikið af vönu starfsfólki á lausu og þá til hvaða ráða við þyrftum að grípa varðandi hráefnis- öflun til að tryggja þá vinnu sem við þyrftum," sagði Magnús. Komnir yfir barnasjúkdóma Miklar breytingar voru gerðar á landvinnslu félagsins í ágúst sl. og segir Magnús að vinnslan hafi gengið samkvæmt áætiun. Hann segir menn komna yfir þá barna- sjúkdóma sem oft fylgja þegar ver- ið sé að taka inn nýja tækni og ný tæki. Hráefnisöflun hefur gengið vel en auk þess sem togarar ÚA leggja upp hjá félaginu er keyptur fiskur til vinnslu á markaði. „Við bæði kaupum og seljum fisk á markaði. Hér sérhæfum við okkur og vinnum fjórar fisktegundir og setjum aðrar tegundir á markað," sagði Magnús. Útgerðarfélag Akureyringa er einnig með fiskvinnslu á Grenivík og tímabundna vinnslu í kringum loðnufrystingu á Seyðisfirði. Þá á félagið 60% hlut í Laugafiski í Reykjadal. Á Akureyri eru starfs- menn ÚA í landi tæplega 200, á Grenivík 28 og hjá Laugafiski starfa um 25 manns. Lúðvík Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Laugafisks segir að þar vanti fimm manns til starfa og auglýsingar eftir starfsfólki hafi ekki borið árangur. „Það er nokkuð um að fólk hafi haft samband, bæði frá Akureyri og Húsavík en þetta strandar frekast á húsnæðis- málum. En ástandið er einnig oft erfitt kringum sláturtíðina," sagði Lúðvík. Ingi Bjömsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, segir að fáir hafi leitað eftir vinnu hjá fyrir- tækinu og því sé aðeins búið að bæta við þremur mönnum. „Við hefðum verið tilbúnir að ráða allt að 10 manns tímabundið en þessi viðbrögð koma ekki á óvart miðað við hvernig ástandið er. Það hefur verið mikið að gera víða og verka- fólk því ekki gengið atvinnulaust að undanförnu," sagði Ingi. Hann segir miklar sveiflur í Slippstöðinni en að undanförnu hafi fyrirtækið verið með óvenju mikið af málningar- og þvottaverkefnum. „Við vitum ekki hvert framhaldið verður og þetta er því ekki endilega varanlegur skortur á vinnuafli." Nýr kjarasamningur Ingi segir verkefnastöðuna hjá Slippstöðinni góða sem stendur og ljóst að næg verkefni em fyrirliggj- andi í október. „Mér sýnist verk- efnastaðan verða í lagi fram að áramótum. En það em engin stór- verkefni undir en hugsanlega í far- vatninu." Slippstöðin skrifaði í síðustu viku undir nýjan kjarasamning við stétt- arfélög starfsmanna og gildir hann til ársins 2000. Ingi segir að samn- ingurinn sé á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. Hópferð safnara SAMTÖK búvélasafnara við Eyja- Qörð hafa ákveðið að opna samtökin öllum söfnumm, ekki bara þeim sem safna búvélum. Stjórn samtakanna hefur nú ákveðið að samtökin nefn- ist Samtök safnara við Eyjafjörð. Samtökin eru með hús á leigu í Fornhaga í Hörgárdal og þar geta félagar komið gömlum vélum og tækjum í geymslu gegn vægu gjaldi. Efnt verður til hópferðar á vegum samtakanna til að skoða safngripi í S-Þingeyjarsýslu á laugardag, 4. október. Staðnæmst verður á þremur bæjum og skoðað safn gamalla bú- véla og bíla. Safnahúsið á Húsavík verður heimsótt og einnig einkasafn Aðalgeirs á Mánárbakka. Lagt verður af stað frá Umferðar- miðstöðinni á Akureyri kl. 10 og komið til baka um kl. 17. Ferðin kostar 2.000 kr. Bjarni Guðleifsson á Möðruvöllum veitir upplýsingar. -----♦ ♦ ♦----- Guðlax á sjávarrétta hlaðborði Bautans GUÐLAX, sem eigendur veita- staðarins Bautans/Smiðjunnar komust yfir, verður á boðstólum á sjávarréttarhlaðborði Bautans á föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Guðlaxinn er um 40 kíló og veiddist hann úti fyrir Reykjanesi en Hallgrímur Arason einn eig- enda veitingastaðarins sagði að afar erfitt væri að fá þennan fisk. „Við fengum þijú stykki fyrir um 15 árum af Akureyrartogurum og buðum upp á hann og reyndist hann vinsæll, fólk hefur gaman af að prófa nýjar fisktegundir," sagði Hallgrímur en Bautamenn reyndu mikið að útvega sér þenn- an fisk til að hafa á sjávarrétta- hlaðborði sínu. I fiskabókinni kemur fram að guðlaxinn sé auðþekktur á vaxt- arlagi sínu; bolurinn mjög hár en þó allþykkur, munnurinn lítill, tannlaus og framskjótanlegur. Hreistrið er smátt og mjög laust, en guðlax er náskyldur vogamær og rauðserk. Guðlaxinn er um 1,5 til 1,8 metra að lengd og getur orðið allt að 100 kiló að þyngd. Fram kemur í bókinni að hann sé ekki sjaldséður hér við land en aðallega verði hans vart á sumrin og haustin. Á myndinni er Þormóður Guð- bjartsson, matreiðslumaður á Bautanum, með guðlaxinn, en hann verður matreiddur á ýmsa vegu. REYMAVIK MAKE UP FOR EVER 97 NÁNARIUPPLÝSINGAR OG SKRÁHIING: REYKJAVÍK: SkólavörOustíg 2. sími 551 1080 og hjá umboðsaðila Grensásvegi 13, simi: 588 7575 AKUREYRI: Hafnarstrati 91, (kaoz), simi 461 3399 Barbie TlMI: LAUGARD. 4. OKT. KL 15.00 STAÐUR: KAFFI REYKJAVlK ÞTMA: BARBIE MAKE UP FOR EVER raorissioNAi Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.