Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 1

Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 1
92 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 224. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Móðir Teresa Dýrlingur á hefðbund- inn hátt JÓHANNES Páll páfí sagði í gær að móðir Teresa yrði tekin í dýrlinga- tölu með hefðbundnum hætti en ekki væru forsendur fyrir að flýta því. Háttsettur kardínáli í Vatíkaninu gaf í skyn í síðasta mánuði að Teresa yrði gerð að dýrlingi fyrr en venja er. Samkvæmt reglum Vatíkansins tekur langan tíma að verða dýrlingur og samkvæmt hefð skulu líða fímm ár frá andláti áður en til greina kem- ur að taka hinn látna í dýrlingatölu. Liðið geta áratugir, jafnvel aldir, áð- ur en hann telst til dýrlinga. Páfi hóf í gær fjögurra daga heim- sókn til Brasilíu. --------------- Jeltsín úti- lokar ekki framboð Nízhní Novgorod. Reuter. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti neitaði í gær að útiloka að hann myndi sækjast eftir endurkjöri í næstu forsetakosningum, árið 2000. Sagði hann ráðgjafa hafa lagt að sér að gefa ekki upp afstöðu sína. Jeltsín sagðist fyrir aðeins nokkrum vikum ekki mundu sækj- ast eftir kjöri í þriðja sinn og kvaðst myndu draga sig í hlé er kjörtíma- bilinu lyki árið 2000. Stjórnarskráin takmarkar setu hans á forsetastóli við tvö tímabil en heimildir herma að nú þegar sé farið að leggja á ráð- in um það innan valdakerfisins í Kreml að fínna leiðir fyrir Jeltsín til að sækjast enn eftir endurkjöri. Reuter Fagnaðarfundir ÞAÐ urðu fagnaðarfundir er Yasser Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, hitti Ahmed Yassin, stofnanda og andlegan ieiðtoga Hamas-sam- takanna í Amman í Jórdaniu í gær. Yassin var látinn laus úr fangelsi í Israel aðfaranótt mið- vikudags og fluttur til Amman þar sem hann er nú undir lækn- ishendi. Arafat fagnaði lausn Yassins, en var ósáttur við að hann skyldi fluttur til Jórdaníu, en ekki til Gazasvæðisins, þar sem Yassin á heima. Hússein Jórdaníukonungur fylgdi Arafat á sjúkrahúsið þar sem Yassin dvelur. Deilur um landnám ísraela á Vesturbakkanum Ummæli Albright skapa óvissu Washington. Reuter. MADELEINE Albright, utanrík- isráðheiTa Bandaríkjanna, olli nokkurri óvissu er hún sagði að landnám ísraela væri löglegt en talsmaður hennar sagði síðar að ráðherrann hefði ekki með þessum orðum verið að lýsa breyttri stefnu Bandaríkjanna sem hafa haft tví- ræða afstöðu til þess hvort land- námið væri í samræmi við alþjóða- lög. Albright sagði í sjónvarpsviðtali á mánudagskvöld er hún var spurð um framkvæmdir í landnámi gyð- inga: „Það er löglegt." Bandaríkin hafa um árabil forðast að gefa út yfirlýsingar um stöðu landnámsins með tilliti til alþjóðalaga og James Rubin, talsmaður Albright, tjáði fréttastofu Reuters að svarið hefði verið gefíð í tilteknu samhengi. Ráðherrann hefði átt við að Óslóar- samkomulag Israela og Palestínu- manna kvæði ekki sérstaklega á um að landnám skyldi stöðvað. „Hér er átt við íbúðabyggð í Efrat (á Vesturbakkanum), ekki nýtt landnám," sagði Rubin. „Stefna okkar er skýr. Landnáms- framkvæmdir gei-a málin flóknari og við höfum nokkrum sinnum sagt tvímælalaust að þær bæti ekki grundvöllinn fyrir samningum." Fá málefni eru jafneldfim í ded- unni fyrir botni Miðjarðarhafs og áætlanir Israela um útbreiðslu byggðar gyðinga á svæðum sem þeir hertóku á Vesturbakkanum í sexdagastríðinu í júní 1967. Rúm- lega ein milljón Palestínumanna býr á þessum svæðum. Ekkert hef- ur þokast í friðarumleitunum und- anfarið hálft ár vegna þessa máls og sprengjutilræða herskárra múslíma sem hafa kostað fjölda manns lífið í ísrael. Þó samþykktu deiluaðilar, eftir fund með Albright í New York á mánudag, að taka upp viðræður í næstu viku. Israelar hafa sagt að eðliíeg fólksfjölgun geri að verkum að landnám sé réttlætanlegt. Fulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að Bandaríkin hefðu aldrei samþykkt þau rök. Palestínumenn brugðust ókvæða við orðum Al- bright. Landnámið væri ólöglegt, með tilliti til samkomulags ísraela og Palestínumanna, fjórða Genfar- sáttmálans og allra alþjóðalaga er giltu á stríðstímum. Þetta ætti Al- bright að vita. ■ Óvissa/20 Viðbrögð við fregnum um meint fyrra samstarf forseta Litháensþings við KGB Asakanirnar uppspuni Reuter Amsterdam-sáttmálinn undirritaður UTANRÍKISRÁÐHERRAR hinna 15 aðildarríkja Evrópusambands- ins, ESB, undirrituðu í Amster- dam í gær endurskoðaðan grund- vallarsáttmála sambandsins. Sáttmálinn er niðurstaða rfkja- ráðstefnu ESB, sem lauk 17. júní síðastliðinn, og kemur í stað Maastricht-sáttmálans frá 1992. Hann mun þó ekki ganga í gildi fyrr en hann hefur verið stað- festur Iögformlega í öllum aðild- arlöndunum sem gæti tekið á annað ár. Hér sést hollenzki ut- anríkisráðherrann, Hans van Mierlo, vanda sig við að selja nafn sitt undir hinn viðamikla texta sáttmálans. Fyrir utan höllina, þar sem undirritunin fór fram, lenti lög- reglu saman við nokkur hundruð stjóndeysingja sem notuðu tæki- færið til að vekja athygli á mál- stað sínum. Þeir sögðust vilja mótmæla hvers konar sljórn- valdi. Fjöldi stiórnleysingja var handtekinn, en ekki bárust fregnir af meiðslum í átökunum. VYTAUTAS Landsbergis, forseti litháíska þingsins sem lauk fjög- urra daga opinberri heimsókn sinni til íslands í gær, vísaði í samtali við Morgunblaðið alfarið á bug ásök- unum þess efnis, að hann hefði á árum áður gerzt samvinnuþýður við sovézku leyniþjónustuna, KGB. Litháísku blöðin Lietuvas rytas og Respublika greindu frá því í fyrradag, að fyrrverandi starfs- menn KGB hefðu borið á fundi rannsóknarnefndar litháíska þings- ins, sem hefur það hlutverk með höndum að kanna hugsanleg tengsl þingmanna við erlendar leyniþjón- ustur, að þeir væru reiðubúnir að sverja fyrir rétti að Landsbergis hefði rekið erindi KGB á sjötta áratugnum. Lúaleg atlaga í yfirlýsingu sem Landsbergis sendi frá sér frá Islandi strax og þessar fregnir bárust segir að „önnur elzta starfsgrein mann- kynsins á eftir vændi“ sé að bera ljúgvitni. „Ég átti aldrei neitt samstarf við KGB,“ sagði Landsbergis aðspurð- ur í gær. „Það sem þessir ónafn- greindu starfsmenn KGB halda fram er hreinn uppspuni. Það kann að vera að þeir geri þetta fyrir pen- inga, að þeir hafi verið ráðnir til þess til að reyna að hafa áhrif á kosningabaráttuna.“ I desember næstkomandi fara fram forseta- kosningar í Litháen, og Lands- bergis gefur kost á sér í þeim. „Kosningabaráttan er hafin. Þetta er mjög lúaleg tilraun til að kasta rýrð á mig sem frambjóð- anda. Ég trúi því að þessi atlaga, „KGB gegn Landsbergis“, muni ekki skaða mig heldur snúast gegn þeim sjálfum," sagði Landsbergis. Aðspurður hvern hann teldi standa að baki þessari atlögu gegn orðstír sínum sagði Landsbergis hiklaust að ábyrgðarmannsins væri að leita í hópi aðstoðarmanna eins mótframbjóðanda síns, fyrrverandi varnarmálaráðherra sem fyrir nokkrum mánuðum hefði flækzt í mútuhneykslí. „Hann er núna að reyna að bera út óhróður um mig í tvíþættu augnamiði, annars vegar til að beina athyglinni frá eigin ill- gi'esisgarði og hins vegar til að reyna að spilla möguleikum mínum í kosningabaráttunni." Þess má geta að einn frambjóð- andinn í komandi forsetakosning- um er sonur fyrrverandi höfuðs- manns í KGB. I öllum fyiTverandi lýðveldum Sovétríkjanna er al- gengt að í aðdraganda kosninga sé reynt að bendla pólitíska andstæð- inga við samstarf við KGB. Engin gögii Formaður ofangreindrar rann- sóknarnefndar litháíska þingsins sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna þessa máls. I henni harmar hann hvemig tilteknir þingmenn hafi reynt að misnota aðstöðu sína til að breiða út óstaðfestar sögu- sagnir. Nefndin vinni aðeins með staðreyndir, ekki tilbúning, og eng- in gögn hafi komið fram sem renna kynnu stoðum undir meint sam- starf forseta þingsins við KGB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.