Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 4

Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Öryggismyndavélar í miðbænum Póstur og sími, lögregla og borgin í samstarf Tölvunefnd gerir ekki athugasemdir PÓSTUR og sími hf. hefur lýst sig reiðubúinn að eiga samstarf við lög- reglu og borgaryfirvöld um upp- setningu öryggismyndavéla í mið- bænum. Tölvunefnd hefur fjallað um málið og er niðurstaða nefndar- innar að það brjóti ekki gegn lögum að setja upp slíkan búnað. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur borgarstjóra á borg- arstjórnarfundi í gærkvöldi. Á fundinum lögðu borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokks fram tillögur til að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn í miðbæ Reykjavíkur að næturlagi um helgar. Tillagan Reyklaus árgang’ur í Hamraskóla „Reykingar brigðar“ ALLIR nemendur í 8. bekk Hamraskóla í Grafarvoginum, samtals fjörutíu unglingar á þrettánda og fjórtánda aldurs- ári, eru reyklausir. Þetta er jafnframt fyrsti árgangur ungl- ingadeildar Hamraskóla sem reynist reyklaus frá því skólinn var stofnaður fyrir um sex árum. I samtali við Morgun- blaðið segja þrír fulltrúar ár- gangsins að reykingar séu ógeðslegar, óheilbrigðar, þeim fylgi vond lykt og þær kosti ótrúlega mikla peninga. Helgi Grímsson, fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavík- ur, segir þetta mjög góðan árangur hjá krökkunum og að þetta hefði ekki tekist nema með samstilltu átaki kennara, foreldra og nemendanna sjálfra. Áróður rekinn frá 6. bekk Sigríður Wöhler og Soffía Guðnadóttir kenna bekkjunum tveim í reyklausa árganginum °g segjast þær hafa leynt og ljóst verið með áróður gegn reykingum frá því krakkarnir voru í 6. bekk. Þær segja auk er í þremur liðum; að hrundið verði í framkvæmd þeim tillögum sem framkvæmdanefnd um miðborgar- mál lagði til í skýrslu til borgar- stjóra 15. janúar 1996, m.a. um uppsetningu öryggismyndavéla, að þjónusta við vegfarendur í miðborg- inni verði bætt, t.a.m. með fjölgun útisalema, og að borgarstjórn beini þeim tilmælum til dómsmálaráðu- neytis að nú þegar verði lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um breyt- ingu á útgáfu veitinga- og vínveit- þess að árgangurinn sé að upp- lagi mjög góður hópur sem standi saman og þori að segja nei við reykingum. Vona að árgangurinn haldist reyklaus Aníta Dögg Aðalsteinsdóttir, nemandi í 8. SG, Elísabet Eyj- ólfsdóttir og Berglind Kaaber, nemendur í 8. KJ, vona að ár- gangurinn haldist reyklaus út skólaárið og segja reyndar að enginn nemendanna sé líklegur til að byija að reykja. Þær stöll- ur segja ennfremur margt hafa haft áhrif á það að árgangurinn sé reyklaus og nefna til dæmis það að fáir foreldrar þessara krakka reyki. „Krakkarnir hafa því til dæmis ekki eins mörg tækifæri til að stelast í ingaleyfa og opnunartíma veitinga- húsa. Ekkert að vanbúnaði Borgarstjóri sagði að margt af því sem í tillögunum fælist væri í góðum farvegi og sumt væri á döf- inni. Allmikið hefði verið unnið að uppsetningu öryggismyndavéla á vegum borgaryfirvalda og lögreglu. Dómsmálaráðuneyti hefði leitað álits Tölvunefndar á málinu og svar hefði þegar borist. Tölvunefnd telji sígarettupakkana, “ segir Berg- lind. Nennum ekki að húka úti og reykja Þá segja þær að krakkarnir nenni ekki að húka úti í leiðin- legu veðri og reykja, heldur vilji þeir vera heilbrigðir. „Nær allir í árganginum stunda ein- hveijar íþróttir,“ segja þær. Aðspurðar segja þær einnig að aðrir krakkar taki greinilega mark á því að þessi árgangur viiji vera reyklaus og því væri ekki verið að bjóða þeim sígar- ettur. „Það var aðeins verið að bjóða okkur sígarettur í fyrra, en ekki núna,“ segja þær. Helgi Grímsson, fræðslufull- trúi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, segir þetta mjög FJÓRIR þingmenn stjórnarand- stöðuflokkanna hafa Iagt fram frum- varp til breytinga á lögum þess efn- is að greiðslur úr almannatrygginga- kerfinu taki mið af breytingum á launum. Slík viðmiðun var í lögum fram til ársins 1995 en var þá af- numin með bráðabirgðaákvæði og ákveðið að hækkanir á þessum greiðslum kæmu fram í fjárlögum hvers árs. Þingmennirnir fjórir, Ágúst Ein- arsson, Steingrímur J. Sigfússon, Jón Baldvin Hannibalsson og Kristín Ástgeirsdóttir halda því fram að að það samræmist lögum og reglum að setja vélarnar upp og dómsmála- ráðuneytið hafi gefið borgaryfir- völdum þau svör að ekkert sé því til fyrirstöðu að hefjast handa. „Eftir að þessi svör bárust frá ráðuneytinu hefur verið rætt við Póst og síma um málið. Fyrirtækið er tilbúið til þess að koma að mál- inu ásamt lögreglu og borgaryfir- völdum, sem legðu sitt af mörkum til að fjármagna stofnkostnað í tækjum. Okkur er því ekkert að vanbúnaði að gera þessa tilraun í miðborginni,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. góðan árangur hjá krökkunum í Hamraskóla og að þeir fái sent viðurkenningarskjal frá Tóbaksvarnanefnd og Krabba- meinsfélaginu innan tíðar. Samningar um reykleysi Hann segir að nöfn þessara krakka verði sett í stóran pott ásamt nöfnum allra þeirra grunnskólanema í 8., 9. og 10. bekk sem ekki reykja og hafa gert samninga um reykleysi við foreldra sína. Slíkir samningar verða sendir til foreldra allra barna í efri bekkjum grunn- skólans á landinu um miðjan okbóber. Helgi segir að síðar verði 260 nöfn dregin úr pottin- um og að þeir heppnu hljóti armbandsúr í verðlaun. breytingin hafi gert eldri borgara varnarlausa fyrir geðþóttaákvörðun- um ríkisstjórnarinnar hveiju sinni. Til dæmis hafi greiðslur almanna- trygginga hækkað minna í vor eftir kjarasamninga en eðlilegt hefði ver- ið miðað við launahækkanir. Ekki hefði fengist leiðrétting á því fyrr en eftir mikla gagnrýni stjórnarand- stöðu og eldri borgara. Verði frumvarpið að lögum munu greiðslur almannatrygginga taka sömu breytingum og vikukaup í al- mennri verkamannavinnu, eins og var fyrir árið 1995. Bifreiðagjöld og þungaskattur 8.000 mannsí vanskilum UM átta þúsund manns hafa fengið senda aðvörun frá Toll- stjóranum í Reykjavík vegna vangoldinna bifreiðagjalda og þungaskatts. Gjaldatímabilinu er skipt í tvennt og er nú ver- ið að innheimta fyrir seinna tímabilið. Grétar Guðmundsson, yfir- maður bifreiðadeildar hjá Toll- stjóranum í Reykjavík, segir að heldur hafí dregið úr van- skilum vegna bifreiðagjalda og þungaskatts á síðustu árum. Það sé venja að senda út aðvör- un til þeirra sem eru í vanskil- um áður en gripið er til fjámá- msaðgerða og annarra aðgerða sem felast í því að klippt er af bílum skráningarnúmer. Hvert bréf sem sent er út vegna vanskila kostar emb- ættið 40 krónur. Þarna er því um að ræða um 320 þúsund króna kostnað fyrir embættið. Dagur í stað Dags-Tímans NAFN Dags-Tímans breytist frá og með deginum í dag og ber blaðið nú nafnið Dagur. I fréttatilkynningu kemur fram að hlutafé blaðsins hefur verið aukið um 73 milljónir króna og öflugir aðilar bæst í hlut- hafahópinn. í tilkynningunni segir að blaðið komi nú út með nýju útliti, efnismeira og í stækk- uðu formi. „Fréttaflutningur verður aukinn, boðið til líflegr- ar þjóðfélags- og samfélags- umræðu og lífið í landinu sett í öndvegi," segir í fréttatil- kynningunni. Þar kemur einn- ig fram að daglega lesi 26 þúsund manns blaðið að jafn- aði. Tálkni kannaður á mánudag Á MÁNUDAG munu Tálkn- firðingar gera út leiðangur í Tálkna til þess að kanna möguleika á að smala því fé sem þar hefur haldið til villt árum saman. Að sögn Bjöms Ola Hauks- sonar, sveitarstjóra á Tálkna- fírði, mun hann ásamt tveimur heimamönnum, manni frá Pat- reksfirði og náttúrufræðingi, fara í íjallið að undirbúa smöl- un. „Við ætlum að skoða svæð- ið og athuga hvað við sjáum margar rollur," sagði Björn Oli. Hann sagði að í framhaldi af þessum leiðangri yrði ákveðið hvort farið yrði að smala fjallið sem er erfítt yfír- ferðar. Hann sagðist mundu hafa samband við landbúnað- arráðuneytið um fyrirkomulag þeirra mála. Fengu djúp- sprengju í nótina SPRENGJUSÉRFRÆÐING- AR Landhelgisgæslunnar sprengdu í gær djúpsprengju sem Guðbjörg GK fékk í nótina um hádegisbilið. Sprengjan var sprengd á athafnasvæði íslenskra aðal- verktaka við Stapafell. Talið er líklegt að sprengjan sé frá því í seinni heimsstyijöld. Góða skemmtun í SKÓLANUM Morgunblaðið/RAX REYKLAUSI árgangurinn í Hamraskóla ásamt kennurum sínum. Frumvarp um almannatryggingar Greiðslur taki mið af launabreytingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.