Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 10
í i YGÖÍ HaaOTXO .8 HUOAaUT8ör’í
10 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
GlGA.iaWUOvIOM
MORGUNBLAÐIÐ
HVALFJARÐARGÖNG
Berglög
Jf Lókufjall S
í I
L J
1.000 m
'; náma
Holabrú
Hvalfjarðarvegur
7
Hnausar
Verður hluti hringvegar
Akrafjallsvegur
7
Norðan fjarðar
við Hólabrú
Sunnan fjarðar
við Saurbæ
50 m
sjávarmál
-50 m
-100
-150
8,1% halli, svipaður halli og
upp Bankastrætið i Reykjavík
Hallmn upp að sunnanverðu er heldur
minni en hallinn upp Kambana I Hetlisheiði
-200
o 70 m long vatnsþro \ 3
JARÐGONGIN verða um 5.484 m löng og liggja dýpst 165 m undir yfirborði sjávar. Þrjár akreinar verða á veginum í göngunum að norðanverðu, en tvær að sunnanverðu.
Einstætt verk sem
markar tímamót í
samgöngumálum
í dag verður sprengt í gegn í Hvalfj arðargöngnm. í tilefni
af þessum merku tímamótum er litið til baka og gerð grein
fyrír stöðu þessa einstæða verks. Margt hefur veríð rætt
og rítað um þessa framkvæmd segir Biöm A. Harðarson
og ekki allt sannleikanum samkvæmt þar sem margvíslegur
misskilningur hefur veríð uppi um tilurð og framkvæmd
verksins sem rétt þykir að leiðrétta.
FYRIR réttum 30 árum var
stjómskipuð nefnd sett á
laggimar sem fékk það
hlutverk „að annast alhliða
rannsókn á því, hvernig
hagkvæmast muni að
leysa samgönguþörfina
milli þéttbýlisins í og við
Reykjavík annars vegar og
Akraness, Borgarijarðar og til Vestur- og Norð-
urlands hins vegar“. Skýrsla nefndarinnar kom
út í september 1972 og þar var fjallað um
ýmsa möguleika á bættum samgöngum um
Hvalfjörð og m.a. var þar í fyrsta skiptið flallað
um jarðgöng í utanverðum Hvalfirði. Niðurstaða
nefndarinnar var hins vegar sú að hagkvæmast
væri „að leggja fullkominn veg fyrir Hvalfjörð".
Næsta athugun á þverun HvalQarðar var
gerð af Vegagerðinni og niðurstöður kynntar í
skýrslu nefndar um jarðgangaáætlun sem kom
út í mars 1987. Megin niðurstaðan varð sú að
gerð jarðganga í bergi væri þjóðhagslega hag-
kvæm. í framhaldi af þessu gerði Vegagerðin
margþætta rannsóknaráætlun til nokkurra ára.
Þar var ekki miðað við ákveðna lausn eða stað-
setningu heldur var um að velja jarðgöng í
bergi, botngöng eða brú við utanverðan Hval-
fjörð. í vegaáætlun 1988 var fýrst veitt nokkru
fé í þessar rannsóknir og síðan aftur 1989 0g
1990. Margvíslegar rannsóknir fóru fram á
þessum árum og var þeim stjómað af sérfræð-
ingum Vegagerðarinnar. Þar má nefna jarð-
fræðirannsóknir og mælingar á sjó (dýptarmæl-
ingar og hljóðhraðamælingar). Einnig vora
gerðar umferðartalningar, umferðarspár og ít-
arlegar greiningar á umferð m.a. viðhorfskann-
anir hjá vegfarendum. Niðurstöður allra þessara
athugana vora almennt jákvæðar og allt benti
til að gerð jarðganga í bergi væri hagkvæm-
asta lausnin sbr. skýrslu Vegagerðarinnar sem
út var gefín í október 1990. Hins vegar var
jafnljóst að framkvæmdin og fjárveitingar til
verksins vora ekki á dagskrá hjá hinu opinbera
næstu árin. Margar ástæður vora fyrir annarri
niðurstöðu árið 1990 en 1972 en þær veiga-
mestu voru mikil aukning umferðar og tækni-
þróun og aukin reynsla í jarðgangagerð.
Ýmsir aðilar við Hvalfjörð og í nágrenni hans
sýndu þessum hugmyndum mikinn áhuga og
hinn 21. janúar 1991 var hlutafélagið Spölur
stofnað. Markmið félagsins var að halda rann-
sóknum áfram og í framhaldi af því að ráðast
í framkvæmdir ef niðurstöður væra jákvæðar.
Stærstu hluthafar Spalar era_ Sementsverk-
smiðjan, Grandartangahöfn, íslenska jám-
blendifélagið, Akraneskaupstaður, Skilmanna-
hreppur og Vegagerðin. Framlag Vegagerðar-
innar til félagsins voru niðurstöður rannsókna
sem þá lágu fyrir. Fljótlega eftir stofnun gerði
Spölur samning við Samgönguráðuneytið um
einkaleyfi í sjö ár til þess að halda áfram rann-
sóknum og undirbúningi verksins og hefjast
handa um framkvæmdir og sjá um rekstur
ganganna í ákveðinn tíma. Þessum samningi
var breytt síðar þannig að Spölur mætti reka
göngin þar til ákveðinni ávöxtun væri náð á
hlutafé og lánum í stað þess að hafa fastan
rekstrartíma.
Spölur hófst þegar handa á árinu 1991 með
framhald rannókna og lét m.a. framkvæma ítar-
lega jarðfræðikortlagningu á strandsvæðum og
yfirgripsmiklar hljóðhraðamælingar af sjó sem
gefa upplýsingar um gerð jarðlaga undir firðin-
um. Einnig vora boraðar tvær rannsóknarholur
á suðurströnd fjarðarins við Hjarðames. Um
var að ræða kjamaborholur þar sem tekið er
samfellt sýni af berglögum, samtals um 400
m. Ennfremur lét Spölur gera mun ítarlegri
umferðar- og tekjuspá en gerð hafði verið fram
til _þessa.
I samningi Spalar og íslenska ríkisins er
m.a. ákvæði þess efnis að göngin skulu byggð
samkvæmt norskum stöðlum og reglum norsku
Vegagerðarinnar en Norðmenn era fremstir í
heiminum í gerð sambærilegra ganga. Spölur
fékk því m.a til liðs við sig virt ráðgjafarfyrir-
tæki á þessu sviði í Noregi til aðstoðar við for-
hönnun og margvíslegan tæknilegan undirbún-
ing. Á árinu 1992 var m.a. gerð athugun á
þjóðhagslegri hagkvæmni framkvæmdanna og
ýmsar aðrar fjárhagslegar athuganir.
Allar þessar athuganir vora jákvæðar og
bentu til þess að jarðgöng á svokallaðri Hnausa-
skersleið væri hagkvæmasti kosturinn. Enn
nákvæmari rannsóknir voru framkvæmdar á
árinu 1993, m.a. mælingar á berglögum og
dýpt á kiöpp á ofangreindri leið. Auk þess var
boruð 270 m djúp kjamaborhola á ská út und-
ir ströndina að sunnan. Ennfremur vora gerðar
mjög vandaðar landmælingar á svæðinu af þar
til hæfustu sérfræðingum.
í öllum undirbúningi hefur Spölur haft náið
samráð við hlutaðeigandi aðila, einkum Vega-
gerðina og aðra eftirlitsaðila samkvæmt gild-
andi lögum og reglugerðum.
Útboð og samningar
Unnið var að gerð útboðsgagna fyrri hluta
árs 1994 á grundvelli alútboðs, alþjóðlegra
samningsskilmála (FIDIC) og norskra staðla
og var hinni tæknilegu verklýsingu að fullu lok-
ið um vorið. Margir komu að því verki og m.a.
var haft samband við líklega verktaka í Skandin-
avíu og kannað hvort möguleiki væri á að til-
boð og samningar byggðust á föstu verði fyrir
allt verkið. Niðurstaða þessa varð jákvæð.
Fjórar norrænar verktakasamsteypur lýstu
áhuga sínum á að taka þátt í forvali vegna
útboðs en ein samsteypan heltist úr lestinni og
sendi ekki inn tilboð. Tilboð í verkið vora opnuð
í lok ágúst 1994. Eftir ítarlega skoðun tilboða
og viðræður við verktaka ákvað Spölur sem
verkkaupi að ganga til samninga við verktaka-
samsteypuna Fossvirki sf. sem að standa Istak
hf sem er í forsvari, Skanska AB í Svíþjóð og
E. Pihl & Sön AS í Danmörku.
Þrátt fyrir að hin tæknilega hlið verksamn-
ings væri að mestu frágengin í júlí 1995 þá
vora fjármögnunarsamningar mjög flóknir og
viðamiklir. Að þeim komu mörg fjármála- og
lögfræðifyrirtæki og að lokum, hinn 22. febrúar
1996 var skrifað undir alla samninga, alls 39
að tölu. í þessum samningum var gert ráð fyr-
ir að heildarkostnaður við mannvirkið yrði 4.600
milljónir króna að öllum fjármagnskostnaði
meðtöldum (verðlag í febrúar 1996).
í stuttu máli sagt þá gera samningamir ráð
fyrir að fjármálalegir bakhjarlar Fossvirkis fjár-
magni framkvæmdina á verktímanum og þegar
verktakinn hefur afhent verkið fullbúið og í
rekstri til Spalar, þá fyrst greiðir Spölur fyrir
verkið í heild. Verktakinn ber alla tæknilega
ábyrgð á verkinu á verktíma og einnig í fimm
ár frá afhendingu. Spölur fær síðan allan fram-
kvæmdakostnaðinn að láni, stærsta hlutann frá
erlendu flármálafyrirtæki en einnig frá íslensk-
um bönkum og lífeyrissjóðum. Samningar þess-
ir um fjármögnun verksins era hinir fyrstu
sinnar tegundar á Norðurlöndum. Sýna þeir
best það traust sem bankar, tryggingafélög og
lánastofnanir höfðu á undirbúningi og skipulagi
verksins af hendi Spalar og á þeim verktaka
sem framkvæmir verkið, ekki síst í ljósi þess
að hér er um að ræða fyrstu neðansjávarveg-
göng í heiminum í ungu gosbergi.
Sá leiði misskilningur þess efnis, að fé til
jarðgangagerðarinnar renni úr ríkiskassanum
er enn uppi. Það skal hér með endanlega leið-
rétt að svo er ekki. Ríkið borgar ekki krónu
beint til framkvæmda við jarðgöngin og veitir
engar ábyrgðir á lánum Spalar en hins vegar
greiðir ríkið kostnað við vegtengingar báðum
megin fjarðar. Einnig lánaði ríkið fé til Spalar
til að standa straum af rannsóknum á undirbún-
ingsstigi. Hins vegar fær ríkið stórar fjárhæðir
til sín úr veltu framkvæmdanna í formi margvís-
legra gjalda, tolla og skatta af vinnu, vélum
og efnum.
Spölur mun sjá um rekstur ganganna og
greiða upp lán sín með þeim tekjum sem inn-
heimtast í formi veggjalds sem umferðin þarf
að greiða fyrir að aka um göngin. í dag er
reiknað með að öll lán Spalar greiðist upp á
20 áram. Þegar Spölur hefur endurgreitt öll lán
og fengið til baka kostnað sinn þá afhendir
Spölur ríkinu jarðgöngin til eignar endurgjalds-
laust!
Í tæknilegum undirbúningi sínum og meðan
á framkvæmdinni stendur hefur stjóm Spalar
þann háttinn á að kaupa tímabundna þjónustu
þar til hæfra ráðgjafa með mikla reynslu, hver
á sínu sviði. Spölur hefur ekki verið með neina
fasta starfsmenn á sínum snærum. Yfírumsjón
með verkinu og framkvæmdaeftirlit á vegum
Spalar er í höndum íslenskra ráðgjafarverkfræð-
inga.
Aðstæður í ljósi undirbúningsrannsókna
Út frá niðurstöðum jarðfræðirannsókna sem
lágu fyrir við undirskrift samninga var gert ráð
fyrir eftirfarandi aðstæðum á gangaleiðinni;
Gerð bergsins: Reiknað var með að á allri
gangaleiðinni væri syrpa af 2-10 m þykkum
basalthraunlögum sem halla 5-10° niður til
suðausturs. Aldur bergsins er um 3 milljónir
ára. Hraunlögin era gerð úr mishörðu blágrýti
oftast með gjallkarga á efra og neðra borði.
Sums staðar milli hraunlaga eru tiltölulega
þunn setlög úr silt- og sandsteini (flest minna
en 1 m á þykkt). Á norðurhluta ganganna var
búist við þykkari og harðari hraunlögum en á
suðurhlutanum. Hvalfjörðurinn er mótaður af
jöklum ísaldar í fyrram hásléttu og vegna jarð-
lagahallans era sömu jarðlög á gangaleiðinni
og Akrafjall er gert úr. Vegna nálægðar við
löngu útdauðar eldstöðvar þá er mikið um berg-
ganga (storknuð kvikuinnskot) sem skera
hraunlagasyrpuna, sérstaklega á suðurhluta
ganganna. Ennfremur var reiknað með allmörg-
um brotabeltum (misgengjum) sem lægju flest
þvert á göngin. Gengið var út frá því að berglög-
in væru tiltölulega hagstæð til gangagerðar en
stærsti óvissuþátturinn var hvernig brotabeltin
reyndust í vinnslu. Varhugaverðustu brotabeltin
vora talin vera á því svæði þar sem göngin liggja
dýpst.
Um þriðjungur gangaleiðarinnar er undir
landi og tveir þriðju era undir sjó. Gangalínan
sem er samtals um 5,5 km löng, var lögð þann-
ig að lágmarksþykkt af hörðu bergi yfir göngum