Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 11

Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 11 HVALFJARÐARGÖNG irgarnes /' SkOrfa^ Stóarðshelði ( . • Akranes-^A Akranes hreppur V Kjalarrteíy eshreppur ^Mosfellsheiði Seltjamarnes Hafnarfjörður \ ( .A ^'vAvalfjarðarstranc/ar/,^^ Skilmannahreppuri l' Vkn.fjall vr'AAAAA, xo /\ 5Í) 'W-,Ó^'%S ' ' \ '\ :p Stækkað svæði 10 km Jarðgöng í íslenska vegakerfinu 30 m Arnardalshamar, 1948 (miiii ísafjarðar og súðavíkur) M—I 800 rn Strákagöng, 1967 (milli Fljóta og Siglufjarðar) 640 rn Oddsskarð, 1977 (milli Eskifjarðar og Norðfjarðar) 3.400m Ólafsfjarðarmúli, 1990-91 (milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar) I 9.120 m- Breiðadals- og Botnsheiði, 1995-96 (milli ísafjarðar, Suður- eýrar og Flateyrar) 5.484 m Hvalfjarðargöng, 1998 (undir Hvaifjörð) (^~ ORYGGISÞÆTTIR I HVALFJARÐARGONGUM Gerðar eru ströngustu öryggiskröfur í samræmi við norska og breska staðla, svo sem . Öflugar viftur hreinsa mengun frá bílum út úr göngunum. Neyðarsímar verða með 500 m millibili. Slökkvitækjum verður komið fyrir með 500 m millibili. 500 m verða á milli útskota þar sem hægt verður að snúa við bílum. Öryggisvakt verður í gjaldskýli við norður- enda gangnanna ] ^ allan sólarhringinn. Neyðarljós lýsa alltaf þótt rafmagn fari af svæðinu. Öflugar dælur losa 4 jafnóðum allt jarðvatn úr göngunum. Á botni gangnanna er þró sem getur tekið við sólar- hringsleka þótt dælur bili eða ragmagn fari af. FRAMKVÆMDIR VIÐ HVALFJARÐARGONG n 19 9 6 19 9 7 19 9 8 1999 Undirskrift samninga □ I I Síðasta SDrenaina 3. okt. 19971 I I Innh-iflon fmml/i/'nmrlnnonll11r. 1 Vinnusvæði undirbúið I I 9 < i uppiiauoy n ai i invcci i luaacui nr ■IUII | Göngin sprengd Téfi ■ "r -- Styrking bergs ii Lokafrágangur r~~ ' □ Reynslutími !....■ Göngin tilbúin B [ FMAMJ JÁSOND JFMAMJJÁSOND JFMAMJJÁSOND J F M A væri 50 m. Þykk setlög frá ísöld eru síðan ofan á berginu (allt að 80 m þykk) og þar fyrir ofan er hafið. Lægsti hluti ganganna er 165 m und- ir sjávarmáli. Sjávardýpi yfír göngunum er að- eins um 40 m þannig að þykkt bergs og set- laga yfír göngunum undir sjó er frá 50 m við ströndina og upp í 125 m þar sem þau liggja dýpst. Vatnsleki: Vegna nálægðar fyrmefndra eld- stöðva hefur bergið á gangasvæðinu orðið fyrir umtalsverðri hitaummyndun sem veldur því að flestar glufur og sprungur em fylltar kristölluð- um útfellingum og bergið þ.a.l orðið vel vatns- þétt. Segja má að bergið sé „harðsoðið“ af völd- um jarðhita. Vegna þessa var reiknað með frem- ur litlum vatnsleka úr basalthraunlögunum sjálf- um. Hins vegar vom mestar líkur á einhveijum vatnsleka við bergganga og í brotabeltum. Aætlað var að þétta þyrfti um 30% ganganna með sementsefju. Mjög litlar líkur vom taldar á að fá hreinan sjó inn í göngin vegna setlag- anna sem em í botni fjarðarins, heldur gert ráð fyrir venjulegu jarðvatni og e.t.v. einhverri seltu- blöndun. Hins vegar var talið líklegt að einhver jarðhiti yrði í göngunum að sunnanverðu, jafn- vel 40-50°C. Reiknað var með að bergið yrði styrkt í göngunum með hefðbundinni bergboltun og sprautusteypu. Með ofangreindar upplýsingar í höndunum taldi Spölur að ekki væri þörf frek- ari rannsókna áður en gengið væri til samninga við verktaka. Hins vegar var verktakanum skylt að bæta við og halda rannsóknum áfram meðan á framkvæmdum stæði eftir því sem hann teldi þörf á. Framkvæmdin Fossvirki hóf undirbúningsframkvæmdir vor- ið 1996 og lét bora sex gmnnar kjarnaborholur á munnasvæðinu að sunnan og eina 260 m djúpa holu á norðurströnd fjarðarins. Þessi djúpa hola staðfesti fyrra álit um gott berg og lítinn vatns- leka að norðan en að sunnan kom í ljós að dýpi á klöpp á munnasvæði reyndist meira en gert var ráð fyrir. Laus gröftur á syðra munna- svæði varð því meiri og áætluð lengd vegskála jókst umtalsvert en göng í bergi styttust að sama skapi. Fyrstu gangasprengingar voru 30. maí 1996 að norðan og 18. júní að sunnan. Gangagerðin fór vel af stað og í stuttu máli sagt hefur hún gengið einstaklega vel allan verktím- ann. Verktakinn hefur verið með tvær útgerðir sitt hvorum megin ijarðar frá upphafi og sprengt göng- in úr báðum áttum og nú í dag, um 16 mánuðum og 1.100 sprengingum síðar, er komið gat undir fjörðinn. Sunnanmenn sprengdu 3.104 m og norðan- menn 2.380 m samtals 5.484 m. Auk þessa sprengdu norðanmenn 70 m langa vatnssöfn- unarþró í lægsta punkti sem liggur þvert út og niður frá veggöngunum. Unnið hefur verið á vöktum nánast allan sólarhringinn alla daga alveg frá upphafi og einungis gert hlé um jól, páska og verslunarmannahelgi. Vikulegur framgangur hefur oftast verið um 50-70 m að sunnan og 40-50 m að norðan. Skýringin á styttri lengd að norðan er sú að þversniðið þar er mun stærra en að sunnan (þijár akrein- ar að norðan í stað tveggja að sunnan). Verktakinn hefur innanborðs mjög hæfa gangamenn sem margir hveijir komu með mikla reynslu beint úr Vestfjarðagöngunum. Að jafn- aði hafa starfað milli 70 og 80 manns við verk- ið og yfír sumartímann hafa þeir verið um 100 talsins. Flestir eru íslenskir en einnig hafa um 12 Skandinavar unnið að verkinu, allt þaulvan- ir gangamenn. Starfsmenn hafa haft yfír að ráða ágætum tækjabúnaði og viðhald og eftir- lit þeirra verið með þeim hætti að tafír vegna tækjabilana hafa verið fátíðar. Öll verkhönnun ganganna er í höndum verk- takans og ráðgjafa hans, bæði hvað varðar endanlegar bergstyrkingar og innréttingar og frágang. Öll hönnun verktakans er hins vegar háð samþykki fram- kvæmdaeftirlits Spalar og sumir þættir að auki háðir samþykki Vegagerðarinnar og tækniráð- gjafa lánastofnana. Stærsti munur á greftri neðan- sjávarganga og annarra jarðganga er sá að bergið framundan vinnu- stafni er alltaf kannað með rann- sóknarborunum áður en borað er og sprengt. Margvíslegra upplýs- inga er aflað úr þessum borunum um gerð bergsins, vatnsinn- streymi, þrýsting, hita og efnainni- hald. Sérstök tæknideild verktak- ans vinnur úr þessum upplýsingum og gerir viðeigandi ráðstafanir ef þurfa þykir og styrkingar eru hannaðar jafnóðum og göngin eru Björn A. Harðarson Fyrstu ganga- tillögur í skýrslu frá 1972 sprengd. Öryggi manna og mannvirkis eru ætíð ófrávíkjanlega höfð í fyrirrúmi. í upphafí verks útbjó Fossvirki verklagsreglur um hvern einasta verkþátt í gangagerðinni. Þessar verklagsreglur voru vandlega yfírfamar og að lokum samþykktar af eftirliti Spalar og erlendum ráðgjöfum helstu lánastofnana. Verk- lagsreglurnar voru endurskoðaðar eftir þörfum í Ijósi reynslunnar meðan á framkvæmdum stóð. Verklag Fossvirkis og skipulagning verksins hefur verið til sóma og úrvinnsla gagna og fram- setning þeirra með miklum ágætum. Önnur megin ástæðan fyrir góðum fram- gangi verksins er hins vegar gott berg að jafn- aði og lítið innrennsii vatns. Jarðfræðilegar aðstæður hafa verið þær sömu og gert var ráð fyrir og ekkert óvænt komið upp á. Bergið hefur reynst vel til ganga- gerðar og er styrkt með hefðbund- inni bergboltun og sprautusteypu. Brotabeltin voru flest tiltölulega mjó og auðveld viðfangs en einna versta misgengið kom undir lok graftar nálægt dýpsta kaflanum eins og vænst var. Síðustu 50 m gangaleiðarinnar voru kjarnabor- aðir til öryggis áður en þeir voru sprengdir. Vatnsleki hefur verið töluvert minni en reikn- að var með í verksamningi og hefur einungis þurft að þétta um 13% gangalengdar. Vatnslek- inn hefur að mestu einskorðast við bergganga og brotabelti eins og gert var ráð fyrir. Það litla vatn sem er í göngunum er venjulegt grunn- vatn, örlítið seltublandað á köflum. Enginn sjór hefur dropað inn í göngin. Hiti bergsins fór upp í 50-60°C á afmörkuðum kafla í suðurhluta ganganna en annars var hitinn frá 10° við munna til 30°C á dýpsta hlutanum. Almennt voru jarðfræðilegar aðstæður í göngunum að öllu leyti eins og spáð hafði ver- ið við upphaf framkvæmda. Sýnir það, svo ekki verði um villst, að undirbúningsrannsóknir hafa verið skipulagðar, framkvæmdar og túlkaðar á þann hátt sem best verður á kosið. Umferðaröryggi Öryggi vegfarenda ber oft á góma þegar rætt er um Hvalfjarðargöngin og er það vel því almennt umferðaröryggi verður margfalt meira við að aka göngin heldur en fyrir fjörðinn. Hver kannast ekki við að aka hlykkjóttan og hæðóttan Hvalfjörðinn í myrkri, roki og/eða hálku? Þessu verður ekki til að dreifa í göngunum þar sem akbraut verður þurr og göng- in að sjálfsögðu upplýst og vel loft- ræst. Auk þess má ekki gleyma að leiðin frá suðvesturhominu og út á land vestur um styttist um 42 km og til Akraness um 60 km. Styttingin ein eykur umferðarör- yggið veralega. Stjóm Spalar hefur frá upphafí tekið öryggismáiin sérstaklega föstum tökum. Hæfustu ráðgjafar hafa gert úttektir á margvíslegum þáttum er varða öryggi s.s. áhættumat vegna jarðskjálfta, reglur um fiutning hættulegra efna, brunavamir og mengunar- mál. Speli er skylt að uppfylla all- ar reglugerðir sem í gildi eru í Noregi um örygg- ismál í jarðgöngum af þessari gerð. Því til við- bótar hafa tæknifulltrúar lánveitenda gert enn strangari kröfur um ýmis atriði t.d. styrk steypu í göngunum. Of langt mál yrði upp að telja allan þann öryggisbúnað sem í göngunum verð- ur en fullyrt skal að Vegagerðin, Spölur, verk- takinn og lánveitendur hafa öryggi vegfarenda í fyrirrúmi. Eitt atriði öryggismála þykir rétt að ítreka. Þrátt fyrir gott berg verða styrkingar í þessum göngum mun meiri en í öðram veggöngum hér á landi þ.e. þykkari sprautusteypufóðring í öllum göngunum og mun meira af stálboltum til styrktar berginu. Astæðan er tvíþætt. Annars vegar vegna þess að umferð verður mun meiri í þessum göngum en í hinum fyrri og einnig era styrkingamar hannað- ar með tilliti til þess að standast áhrif stórra jarðskjálfta. Reyndar er allur búnaður ganganna hannaður með tilliti til jarðskjálftaálags. Hins vegar er staðreyndin sú, að reynsla erlendis undanfarna áratugi sýnir glöggt, að jarðgöng standast jarðskjálftaálag mun betur en byggingar á yfirborði. Allir þekkja frétta- myndir af eyðileggingu mannvirkja á yfírborði í jarðskjálftum t.d. frá Japan nýverið. Hins veg- ar verða mannvirki neðanjarðar á sömu stöðum t.d. lesta- og bílajarðgöng oftast ekki fyrir neinu umtalsverðu tjóni. Það getur verið betra að byggja í bergi en á yfírborði! Einnig má benda á að þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu er mun nær virkum jarðskjálftasvæðum en jarðgöngin í Hvalfírði. Minnsta þykkt set- og berglaga yfir göngum 50m Gagnrýnisraddir þagnaðar? Mörgum er enn í fersku minni sú harkalega gagnrýni sem kom fram á undirbúningstíman- um og í byijun verks. Ruddust þar fram á fundum og í fjölmiðlum margir illa upplýstir aðilar og sjálfskipaðir „sérfræðingar" með órökstuddar og beinlínis rangar fullyrðingar og hrakspár sem voru oft með ólíkindum. Gripu þessir menn til ótrúlegustu ráða til að gera framkvæmdina tortryggilega í alla staði. Þess- ar endemis vitleysur verða ekki tíundaðar hér en svo rammt kvað að þessum niðurrifsöflum að sumir væntanlegir lánveitendur hikuðu um stundarsakir. Málefnaleg og rökstudd gagrýni er af hinu góða en gera verður þá lágmarkskr- öfu að menn kynni sér málin til hlítar áður en þeir kveðja sér hljóðs frammi fyrir alþjóð. Verkefnin framundan Óvissuþáttum framkvæmdarinnar er lokið og framundan er brautin bein. Segja má að mannvirkið sé nú „fokhelt" og múrverk, lagnir og allar innréttingar eru eftir. Eftir helgina verður þegar hafíst handa við endanlega sprautusteypufóðran ganganna og að því loknu hefst vinna við lagnir og uppsetningu alls bún- aðar í göngin. Of langt mál yrði upp að telja alla þá verkþætti sem eftir eru en það er afar umfangsmikið og flókið verk og mun taka um það bil 10 mánuði. Reiknað er með að göngin verði opnuð fyrir umferð síðla næsta sumars. Þá breytist landakort íslands og áhrifín á at- vinnu- og mannlíf verða ótrúlega víðtæk. Lokaorð Allur undirbúningur og framkvæmd þessa verks hefur verið til fyrirmyndar. Framganga verkkaupans og verktakans hefur verið vönduð og traust í alla staði. Samstarf Vegagerðarinn- ar, stjórnar Spalar, Fossvirkis, fjármögnuna- raðila og framkvæmdaeftirlits hefur verið með miklum ágætum og kostnaðarlega er fram: kvæmdin nú samkvæmt áætlun verkkaupa. í dag er ástæða til að óska öllum þeim sem að verkinu hafa komið hjartanlega til hamingju með þennan merka áfanga. Sérstök ástæða er til að þakka öllum starfsmönnum verksins fyrir mjög góða frammistöðu. Verkefnisfjármögnun og samningsform sem ________ hér um ræðir mun vafalaust verða öðram til fyrirmyndar er fram líða stundir. Fréttir heyrast reyndar nú þegar að frændur vorir Færeyingar séu að skoða hvort sams konar að- ferð geti hentað við framhald jarð- —....... gangagerðar þar. Nú er lag til frekari afreka í samgöngumál- um landsmanna á þessu sviði þar sem þraut- þjálfað lið starfsmanna og öflugur tækjabún- aður er til reiðu. Jarðgöng geta víða bætt sam- göngur veralega í hinum dreifðu byggðum landsins en bættar og öruggar samgöngur stuðla að sameinuðum og sterkari sveitarfélög- um, eflingu atvinnu- og félagslífs og þar með betra mannlífí almennt. Höfundur er jarðverkfræðingur og hefur unnið viðjarðgangagerðsíðastliðin lOár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.