Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
URVERINU
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Dröfn rannsakar ástand innfjarðarrækju
Minna veiðist af
innfjarðarrækju
ÁSTAND innfjarðarrækju er almennt
verra en á sama tíma í fyrra og er
magn rækju minna en þá, samkvæmt
upplýsingum frá Stefáni Brynjólfs-
syni, líffræðingi og leiðangursstjóra á
rannsóknaskipinu Dröfn, sem nú er
í árlegum haustleiðangri við að rann-
saka ástand innfjarðarrækju í Húna-
flóa, Skagafirði, Skjálfandaflóa og
Öxarfirði. Gert er ráð fyrir að Dröfn
ljúki þeim rannsóknum um helgina
og haldi til innfjarðarrækjurannsókna
í Breiðafírði, Amarfirði og ísafjarðar-
djúpi í næstu viku. Leiðangur Drafnar
hófst 18. september sl.
Mikil þorskgengd er
inni á rækjuslóðinni
í Húnaflóa og Skagafirði reyndist
útkoman heldur lakari nú en í fyrra.
Afli reyndist heldur minni auk þess
sem töluvert magn af þorski var á
veiðislóðinni, sérstaklega á ytri hluta
hennar, sem getur haft áhrif á dreif-
ingu og stofnstærð rækjunnar.
Sömuleiðis varð vart meiri þorskseiða
á þessum slóðum nú en í fyrra, sem
kemur í sjálfu sér ekki mikið á óvart
enda gáfu seiðaleiðangrarnir í haust
og í fyrra það til kynna að talsvert
væri um seiði úti fyrir Norðurlandi.
Seiðin héldu sig inni á grunnslóðinni
á þessum tíma. Seiðamagnið væri
samt sem áður minna nú en var
haustið 1995. Að sögn Stefáns virð-
ist sem ástandið sé öllu lakara í
Húnaflóa en Skagafírði. í Skjálf-
andaflóa er þónokkuð mikið um
þorsk inni á rækjuslóðinni allri og
rækjumagn mun minna en í haust-
leiðangrinum í fyrra. { gær var Dröfn
við rannsóknir í Öxarfírði og því of
snemmt að segja til um ástand og
horfur þar.
Ekki ástæða til að mála
skrattann á vegginn
„Það er ljóst að rækjumagnið er
minna en í fyrra þótt það sé nú
kannski ekki nein ástæða til þess að
vera að vera svartsýnn og mála
skrattann á vegginn. Það hefur
stundum gerst að fískurinn hefur
gengið út af slóðinni og þá hefur
rækjan þétt sig og veiðin glæðst.
Samt sem áður eru líkur á því að
þorskur hafí gert einhvern skurk í
innfjarðarrækjunni og magnið
minnkað af þeim sökum,“ sagði Stef-
án í samtali við Verið í gær. Skýring-
in á þeirri miklu fiskgengd, sem vart
hefur orðið á rækjuslóðinni, er sú
að sterkur árgangur þorskseiða kom
haustið 1995. Þessi seiði hafí verið
að vaxa þama upp og ekkert gengið
út að ráði ennþá. Sérstaklega ætti
þetta við um Húnaflóann.
Ljóst er að stofninn
hefur minnkað
Uthlutað hefur verið byijunar-
kvóta í innfjarðarrækjunni sem end-
urskoðaður verður svo með hliðsjón
af niðurstöðum haustleiðangursins,
sem nú stendur yfír. „Erfitt er að
segja til um það á þessari stundu
hvort lögð verði til minnkun á inn-
fjarðarrækjukvótanum fyrr en búið
er að fara yfír gögn, en á þessum
svæðum, sem við höfum nú farið
yfir, er Ijóst að stofninn hefur minnk-
að eitthvað. Ekki er opnað fyrir veið-
ar á innfjarðarrækju fyrr en að
afloknum rannsóknum. Fyrst og
fremst er um vetrarveiðar að ræða
sem standa gjarnan frá október og
fram í apríl. Kvóta er úthlutað til
báta á hveiju veiðisvæði og mismun-
andi er frá ári til árs hve margir
bátar hafa stundað veiðarnar.
Tillögur um hámarksafla
kynntar eftir haustleiðangur
í ástandsskýrslu Hafrannsókna-
stofnunar fyrir fískveiðiárið
1997/1998 segir að ef fram fari sem
horfí, megi búast við mjög misjöfnu
gengi við rækjuveiðar á grunnslóð á
næstu vertíð. Mikið hafi verið af
tveggja ára þorski í ísafjarðardjúpi
og Húnaflóa og hafí stofnstærð rækj-
unnar á þessum svæðum þegar látið
talsvert á sjá, en á öðrum svæðum
sé gott útlit. Tillögur um hámarks-
afla á vertíðinni allri verða kynntar
að loknum hefðbundnum haustkönn-
unum.
Útgerðir dæmdar fyrir brot á kjarasamningi
Sj ómannadagnnnn er
lögboðinn frídagur
FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt tvær
útgerðir, Þormóð ramma-Sæberg hf.
og Hraunsvík ehf., til greiðslu á
rúmlega 265 þúsund króna sektum
hvora um sig vegna brota á kjara-
samningi Sjómannasambands ís-
lands og Landssambands íslenskra
útvegsmanna. Upphæðirnar skuli
renna í félagssjóði Sjómannafélags
Ólafsfjarðar og Sjómannafélags
Hafnarfjarðar. Auk þess var útgerð-
unum gert að greiða, hvorri um sig,
100 þúsund króna málskostnað.
Utgerðunum var stefnt af hálfu
Alþýðusambands íslands fyrir hönd
undirmanna á Hvannabergi ÓF ann-
ars vegar og hins vegar undirmanna
á Hrannari HF sem þótti á sér brot-
ið með því að vera á sjó á sjómanna-
degi, hinn 1. júní sl., lögboðnum frí-
degi sjómanna. Hvannabergið ÓF
var þá á rækjuveiðum á Flæmingja-
grunni og að sögn stefnanda hafði
veiðiferðin verið afráðin af útgerð
skipsins án nokkurs samráðs við
áhöfnina. Hrannar HF, sem er án
kvóta í fískveiðilögsögunni, var á
tilraunaveiðum með línu utan 200
mílna lögsögunnar á sjómannadag-
inn og segir í dómnum að engar
undanþáguheimildir hafi verið fyrir
hendi í máli því sem hér um ræðir.
72 tíma samfellt frí
í dómsniðurstöðu segir að út-
gerðirnar tvær hafi brotið gegn
grein 1.14 í kjarasamningnum þar
sem segir að öll fiskiskip skuli liggja
í. höfn um sjómannadag og hafa
komið tii hafnar eigi síðar en kl.
12 á hádegi á laugardegi fyrir sjó-
mannadag og láta ekki úr höfn fyrr
en kl. 12 á hádegi á mánudag. Sam-
fellt frí í tengslum við sjómannadag
skuli þó vera 72 klukkustundir og
telst það til innunninna fría, skv.
samningnum. Skipveijar skulu ekki
vera skyldir til vinnu á framan-
greindu tímabili nema öryggi skips-
ins sé í hættu. Að öðru leyti fer um
frí á sjómannadaginn eftir því sem
segir í lögum nr. 20/1987. í þriðju
málsgrein kjarasamningsins segir
svo: „Ákvæði um frí um sjómanna-
dagshelgina og um jól og áramót
eru frávíkjanleg ef um er að ræða
skip, sem ætlað er að sigla með
afla sinn á erlendan markað, enda
sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan
áður en veiðiferð hefst.“ í kjara-
samningi eru ekki frekari undan-
þágur frá meginleglu 1. mgr. um
frí á sjómannadaginn. í 3. mgr. og
5. gr. laga nr. 20/1987 um sjó-
mannadag er ennfremur veitt und-
anþága frá meginreglunni „ef mik-
ilvægir hagsmunir eru í húfi og
samkomulag tekst þar um milli út-
gerðar og skipshafnar."
Býður karla-
veldinu í Guate-
mala birginn
Guatemala-borg. Reutcr.
ÞAÐ hefur aldrei gerst í Guatemala „Ég ætla ekki að láta nokkurn
að höfðað hafí verið mál vegna kyn-
ferðislegrar áreitni. Þar í landi eru
ekki einu sinni tii lög, sem banna
kynferðislega áreitni. En nú er búið
að bjóða karlaveldinu þar birginn.
Floridalma de la Paz heldur því fram
að yfirmaður hennar í Félagsmála-
stofnun Perú hafí káfað á henni og
hefur höfðað mál.
„Hún hefur ákveðið að ráðast
gegn kerfinu," sagði Carolina de
Peralta, sem starfar hjá kvenrétt-
indaskrifstofu ríkisins. „Hennar hug-
rekki gæti orðið öðrum konum for-
dæmi til að leita réttar síns.“
Áreitni yfirmanns
De la Paz er einstæð móðir, sem
býr hjá móður sinni. Þegar yfirmaður
hennar fór að senda henni dónalegar
orðsendingar og fyrirspumir með
milligöngu samstarfsmanns fyrir ári
leiddi hún það hjá sér.
„Ég tók því sem eðlilegum hlut
vegna þess að ég veit hvernig menn
eru í þessu landi," sagði de la Paz í
samtali við Reuter. Þögn hennar virt-
ist hins vegar verða til þess að yfir-
maðurinn færðist í aukana og kvöld
eitt þegar hún var að fara heim úr
vinnunni króaði hann hana af á
dimmum gangi. Hann ýtti henni upp
að vegg, kyssti hana og káfaði á
henni.
Henni tókst að losa sig við hann
og sagði engum frá árásinni vegna
þess að hann hótaði að láta vini sína
í stjórninni reka hana. En þegar hún
komst að því að hann hugðist engu
að síður refsa henni fyrir að hafna
sér með stöðulækkun ákvað hún að
svara fyrir sig.
mann í þessu þjóðfélagi komast upp
með að halda að hann geti farið með
konur eins og hann vill aðeins af því
þær eru konur," sagði de la Paz.
Andstaða í kerfinu
Hún komst hins vegar að því að
ekki er auðvelt að leita réttar síns í
Guatemala. Hún leitaði á náðir kven-
réttindastofnunar ríkisins, sem skip-
aði félagsmálastofnuninni að leyfa
henni að halda vinnunni. Næst kvart-
aði hún formlega við vinnumálaráðu-
neytið, en þegar fulltrúar þess hugð-
ust rannsaka málið fengu þeir ekki
afhent gögn.
Málið var þá sent til dómara og
farið fram á að yfirmaðurinn yrði
sektaður. Dómarinn aðhafðist ekk-
ert. Næsta skref var að leita á náðir
saksóknara, sem neitaði að taka
málið að sér á þeirri forsendu að
ekki væru til lög í Guatemala, sem
gerðu kynferðislega áreitni að glæp-
samlegu athæfí.
Neyðarúrræði de la Paz var að fá
sér lögfræðing og fara fram á það
að maðurinn, sem leitaði á hana,
yrði víttur og honum gert að greiða
skaðabætur. Lögfræðingurinn notaði
þau rök að réttindi hennar hefðu
verið brotin samkvæmt alþjóðasátt-
málanum um réttindi kvenna, sem
stjórn Guatemala er aðili að.
De la Paz kveðst vona að mál þetta
verði til þess að þingmenn setji lög
gegn kynferðislegri áreitni, en hún
viðurkennir að fæstar konur í Guate-
mala styðji sig. „Þær telja að það,
sem kom fyrir, hafí verið grimmilegt
athæfí," segir hún og bætir við:
„Gagnvart vamarlausum manni."
Reuter
11 manns létust í rútuslysi
ELLEFU Marokkómenn biðu bana
og 27 slösuðust, nokkrir illa, er
rúta, sem þeir voru ferðalangar í,
steyptist fram af brú við Coudoux
skammt frá Aix-en-Provence í suð-
urhluta Frakklands í gærmorgun.
í rútunni voru 43 ferðamenn frá
Marokkó á leið frá Casablanca í
heimalandinu til Ítalíu. Ræðismað-
ur Marokkó í Marseille sagði að
likur bentu til að hvellsprenging
hjólbarða hefði leitt til slyssins.
Bjóðum einstakt tilboð á
myndatökum til 15. október
sími 588-7644
BARNA ^FJÖLSKYLDU
LJÓSMYNDIR
Ármúla 38 Sími 588 7644
Gunnar Leifur Jónasson