Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 25

Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LBSTIR FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 25 Gagnlegar leiðbeiningar BOKMENNTIR Tcxtaran nsókn LYKILBÓK að fjórum skáldsögum eftir Halldór Laxness eftir Guðrúnu Ingólfsdóttur og Margréti Guðmundsdóttur. 152 bls. Útg-. Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1997. VERKSTJÓRI minn - ég var þá í vegavinnu norður í landi, ungling- urinn - sagði mér eitt sinn að Lax- ness, sem verið hafði á ferð þar um slóðir skömmu áður, hefði komið að máli við gamlan bónda og land- póst og spurt gamla manninn hvort hann gæti ekki sagt sér frá einhverjum fágætum orðum eða orðtökum. Jú, gamli maðurinn tók vel í það. Til dæmis minntist hann þess að ferðamaður nokkur hefði fyrir margt löngu beðið sig að antvistast hesta sína, það er að sjá svo um að þeir rynnu ekki á tvist og bast. Ekki var að sök- um að spyija, orðið skilaði sér strax í næstu bók skáldsins! Og í Lykil- bók þeirra, Guðrúnar og Margrétar, er það enn og aftur að fínna, út- skýrt: annast, bjástra við. Vera má að Laxness hafi þekkt orð þetta áður, engum getum skal að því leitt. Aðeins er drepið á þetta hér og nú til að minna á hversu mjög Laxness gerði sér far um að nema orð af alþýðu vörum; allt eins orð sem voru orðin fágæt þegar hann ritaði sögur sínar - hvað þá nú! Sá var einn þátturinn í hans faglegu vinnu- brögðum. En Laxness kom víðar við. Af bókum og bréfum nam hann lærðra manna mál fyrri alda sem oftar en ekki var kryddað með dönskuslett- um og spakmælum úr latínu eins og gerst má lesa í íslandsklukk- unni. Og í Brekkukotsannái líkir hann eftir tali lærðra og leikra í Reykjavík um aldamótin síðustu. Lykill þessi gengur að fjórum skáldverkum Laxness: Sölku Völku og Vefaranum mikla frá Kasmír auk hinna tveggja sem fyrr voru nefnd. Framtak þeirra, Guðrúnar og Margrét- ar, er bæði lofsvert og tímabært. Sum orðin, sem þær taka til út- skýringar, virðast að vísu hversdagslegri en svo að þau þarfnist skýringa við. En vafa- laust geta þær betur um það dæmt en sá er þetta ritar. Málið breytist. Og með breyttum lífsháttum eru orð og hugtök svo fljót að gleymast að furðu sætir. Skáldverk- in fjögur ritaði Laxness fyrir mörgum áratug- um meðan sveitasam- félagið gamla var í raun undirstaða hvers konar bókmenningar. Auk orðaskýringanna ritar Mar- grét fróðlegan pistil um stafsetn- ingu Laxness sem var hluti af stíl hans en einnig herbragð skáldsins í menningarpólitíkinni. { formála Lykiibókar upplýsa höfundarnir að ætlunin sé að orða- taka með sama hætti fleiri skáld- verk eftir Laxness. Vonandi fylgja aðrir höfundar á eftir. Erlendur Jónsson Haildór Laxness HEFURÐU PRÓFAÐ PINO? .Ué.: PINO Ertu að fá kvef? Ertumeðgigt? Ertu spennt(ur)? Ertu bólgin(n)? Vandamál með blóðrennsli? Heilsubaðoliurnar koma beint úr náttúrunni! PINO heilsubaðolíurnar eru með verðmætu plöntuþykkni, s.s. Baldrlan (róandl), Eukaliptus (öndunartæri), Furunálar (glgt), llmreyr (liðamót), Kamilla/Baldursbrá (bólgur), Melissa (taugaspenna), Rósmarln (blóðrás), Thymian/Blóðberg (kvet). PINO fyrir iþróttafólk: Bólgueyðandf krem, kælispray, hitakrem og -olía. PINO Kamillu húðvörur. „Heilsubaðoliurnar eru mjög kærkomin viðbót við óhefðbundnar lækningar. Ég mæli hikiaust með PIN0“. Selma Júllusdóttlr, llmolíulræðlngur. Kynning í Lyfju, Lágmúia 5, í dag og á morgun kl. 13 ■ 18. 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR. ÍSLENSKAINNFLUTNINGSFÉLAGIÐ EHF SÍMI588 5508 V____________________________________________/ mr mer vrir UnCJ * dmum vvv V'V: um nr) verm rirkilekt en érj íét ri/drei uerdn njj hví. &ÁI/f orr)ir) er érj jf trin nr)lirrfjn mrirrjt sent niér /iej)()i jiétt /it í hött nörjern hér nöur fjnrr, ti/ dremis rjreti érj hurjsnð mér nr) btjrjrjjn kn/nhiís jjfjf'/r s/n/jjn miiq'. Olga Sverrisdóttir, ritari Góð afkoma lífeyrissjóðanna - góðar fréttir fyrir þá sem ætla að lifa vel og lengi! Fjárhagsstaða almennu lífeyrissjóðanna er góð og eignirnar aukast stöðugt. Ávöxtun sjóðanna hefur batnað ár frá ári og stenst fyllilega samanburð við ávöxtun í séreignarsjóðum. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er einnig mun lægri en hjá séreignarsjóðum og sameining lífeyrissjóða hefur aukið hagkvæmni lífeyriskerfisins í heild. Cóð ávöxtun lífeyrissjóðanna skilar sér til þín í auknum réttindum. Séreignarsjóðir Fjöldi Eignir Hrein sjóðfélaga (milíjarðar) ávöxtun 4.076 11,7 8,1% 103.836 241,4 8,1% LÍFEYRISSJÓÐIRNIR lifðu vel og lengi Heimild: Bankaeftirlit Seðlabanka fslands 1997. Creiðandi sjóðfélagar, eignir og ávöxtun 1996.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.