Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 39

Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 39 Skipulagsslys í Hafnarfirði Sigurður Einarsson ENN einu sinni lítur út fyrir að meirihluti Alþýðuflokks og lið- hlaupa Sjálfstæðis- flokksins ætli að beita afismunar til að breyta skipulagi í þágu ein- staklinga gegn öllum skipulags- og fagur- fræðilegum rökum og til vansa fyrir íbúa bæjarins. Það þarf að vísu ekki að koma nein- um á óvart að þessir stjórnendur bæjarins vinni með þessum hætti, því þetta eru sömu aðilar og huns- uðu undirskiftir helm- ings atkvæðisbærra Hafnfirðinga gegn byggingu háhýsa í miðbænum. Þá var heildarýfirbragð miðbæjarins skemmt til að þjóna hagsmunum einstaklinga. Þeir eru ófáir viðmæl- Hvað þarf marga Hafn- fírðinga til að skrifa undir mótmæli svo tekið sé mark á þeim? Sigurður Einarsson gagnrýnir samþykkta skipulagsbreytingu í Setbergshverfi. endur mínir sem harma ásýnd mið- bæjarins eftir slysið. Skipulagsmistök endurtekin Sú skipulagsbreyting sem nú hef- ur verið samþykkt í bæjarstjórn, með sjö atkvæðum meirihlutans gegn §órum, er fjölgun íbúða og gjörbreytt ásýnd byggðar með byggingu fjögurra hæða fjölbýlis- húsa við Klettaberg í Setbergs- hverfi. Þegar umfjöllun var um málið í bæjarstjórn töluðu bæjarfull- trúar meirihlutans um að nú væri bæjarstjórn að senda skipulagið til íbúanna til kynningar. Kæmu fram athugasemdir „umfram" þær sem nú þegar eru komnar, yrði _að sjálf- sögðu tekið mark á þeim. í hversu alvarlegu ástandi þurfa skólamálin að vera til hiustað sé á foreldra? Hvað þarf marga Hafnfírðinga til að skrifa undir mótmæli svo tekið sé mark á þeim? í fyrrnefndu mið- bæjarmáli dugðu undirskriftir 5.500 bæjarbúa ekki til að koma vitinu fyrir meirihlutann. Undirritaður er fulltrúi í skipu- lagsnefnd Hafnarijarðar, en hefur vikið af fundi við umfjöllun málsins þar sem hann er annar skipulags- höfunda reitsins. Þegar málið var til umfjöllunar í skipulagsnefnd var hún send okkur höfundunum til umsagnar. Til að gera langa sögu stutta gáfum við breytingartillög- unni falleinkunn. í umsögn okkar, sem er mjög ítarleg, leggjum við áherslu á að tillagan sé í engu sam- ræmi við samþykkt deiliskipulag og gangi þvert á skipulagsskilmála og meginhugmynd deiliskipulagsins. I bókun minnihlutamanna í skipu- lagsnefnd eru tilteknir sjö liðir, m.a. úr umsögn okkar, sem gild rök gegn breytingunni. Þessi fjölgun íbúða þýðir a.m.k. heilan bekk í Setbergs- skóla sem nú þegar er sprunginn. Breytingin er samt samþykkt. Ibúar hverfísins ganga að ákveðnum fyrir- heitum þegar þeir íjárfesta í hús- næði á svæðinu. Þessi fyrirheit eru deiliskipulagið. í þessu tilfelli er ekkert sem réttlætir slík svik í garð íbuanna. Hverjum þjónar þessi breyting? Ekkert hefur komið fram sem réttlætir þessa breytingu. Allar for- sendur eru þær sömu og áður nema Set- bergsskóli er mun verr settur til að taka við þeirri íjölgun sem breytingin gerir ráð fyrir. Einsetinn Set- bergsskóli tekur um 400 nemendur. í dag eru rúmlega 700 nem- endur við skólann. Rökin fyrir breyting- unni hafa verið þau, að skipulagið sé ekki hag- kvæmt í byggingu og því eðlilegt að gera á því breytingar. I þeirri umræðu hefur algjör- lega gleymst að skipu- lagið er það fyrsta sinnar tegundar í bænum, þar sem verktaki fær heilan hverfishluta til að skipuleggja og hanna til hagræðingar fyrir framleiðslu sína. Íbúðirnar í fyrstu húsunum í þeirri húsaröð,, sem nú er verið að breyta, seldust á skömm- um tíma. Nýir verktakar komu að skipulaginu og fengu því breytt. Sala íbúða í þeim áfanga gekk illa. Nú getur næsti verktaki komið og umturnað öllu sem heitir heildaryfir- bragð og bætt við skólann einum til tveimur skólabekkjum, til þess að ná sínu fram. Eitt er öruggt, breytingin þjónar ekki hagsmunum íbúa hverfisins. Er ekki kominn tími til að við Hafn- firðingar fáum að lifa í friði án ótta við að skammsýn sjónarmið trufli ráðamenn í ríminu og þeir sam- þykki skipulagsbreytingar sem ganga freklega á hagsmuni íbú- anna? Sex fagmenn andsnúnir Þau tíðindi gerðust við afgreiðslu tillögunnar í skipulagsnefnd að Jó- hannes Kjarval arkitekt, skipulags- stjóri bæjarins, bókaði andstöðu við tillöguna. Tveir starfsmenn skipu- lagsdeildar Hafnarijarðar, sem einnig eru arkitektar, hafa lýst and- stöðu við tillöguna. Sigurður Gísla- son arkitekt, sem situr í skipulags- nefnd, bókaði gegn tillögunni. Og eins og fyrr segir erum við höfund- arnir harmi slegnir yfír klúðrinu. Sex fagmenn sem koma að málinu eru allir sammála um að þarna sé verið að breyta skipulaginu til hins verra. íbúasamtök Setbergshverfis ekki spurð álits Þegar nýtt aðalskipulag var kynnt snemma á þessu ári, varð íbúum Setbergshverfis bylt við, því þær teikningar sem ákveðið var að sýna í kynningunni, af vegamann- virkjum á Reykjanesbraut, báru þess merki að umhverfisleg sjónar- mið væru algjört aukaatriði saman- borið við tæknilausnina. íbúarnir risu að sjálfsögðu upp og mót- mæltu. Akveðnir bæjarfulltrúar sögðust mjög fegnir að fá þessi við- brögð, því það væri mjög gott að hafa þennan þrýsting þegar farið væri að ræða við vegagerðina um útfærslur á Reykjanesbrautinni. Það er furðulegt að bæjaryfírvöld noti þessa aðferð með þeim tíma og kostnaði fyrir bæjarbúa sem raunin varð. Eru ráðamenn ekki í stakk búnir að ræða við vegagerðina nema hafa bunka af fjölmiðlagreinum óánægðra íbúa sér til halds og trausts? Getum við treyst því að hagsmunir íbúanna fái forgang í þeim viðræðum? Á fjölmennum íbúafundi í Set- bergsskóla lofaði bæjarstjóri því að íbúamir yrðu hafðir með í ráðum við breytingar er vörðuðu hverfíð. Síðan hefur verið stofnað Hverfafé- lag Setbergs og Mosahlíðar, en í þessu tilfelli veit ég ekki til að það hafi verið með í ráðum. Reyndar hefur stjórn félagsins sent öllum bæjarfulltrúum bréf þar sem breyt- ingunni er mótmælt. Hvar er sam- starfið? Höfundur er arkitekt. ðgætu föndrarai, það er ókegpis hjá okhur. Sýnikennsla í málun á tréhluti að FaxafEni14 Laugardaginn 4. okt. kl. 12 • 14 • Itúir litir • Hgjar aflfErflir • llýjar áfBrflir íeið í brúðugerð að hefjast! Innritun í síma 5812121 og á stainum. r* . . (ZSBEÚDI BRllBUBERB ItlRRlU Faxateni 14 sími 5812121 Þessari tölvu fylgir góður prentari - ásamt mótaldi og 4ra mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun ' AMD 200 MHz MMX örgjörvi ' 32 MB ED0 minni ' 15" flatur lággeisla skjár ' ATI 3D booster 2 MB skjákort ' 2.6 GB harður diskur ’ 20 hraða geisladrif 1 Soundblaster 16 1 50w hátalarar ' 33.6 bás mótald m/faxi og simsvara 1 4ra mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun 1 Kynningarnámskeið um Internetið fylgir 1 Windows 95 CD, Win95 lyklaborð + mús ' Epson Stylus 400 prentari - 720 dpi • 6 íslenskir leikir fylgja með Kr. 139.900 MEST FYRI M NNST Tfilvur Grensásvegi 3 • Sími 588 5900 • Fax 588 5905

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.