Morgunblaðið - 03.10.1997, Síða 41

Morgunblaðið - 03.10.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 41 ’vr + Guðrún Ámundadóttir fæddist á Sandlæk í Gnúpverjahreppi 17. september 1913. Hún andaðist á Lartdspítalanum 25. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Ámundi Guðmunds- son, bóndi á Sand- læk, f. 6.5. 1886, d. 1918, og Halla Lo- vísa Loftsdóttir, húsfreyja og skáld- kona, f. 12.6. 1886 í Stóra Koliabæ í Fljótshlíð, d. 1975. Af sjö börnum þeirra komust fimm til fullorðinsára: Sigríður Lilja, bókavörður, f. 1912, d. 1986; tvíburabróðir Guðrúnar er Guðmundur bóndi í Ásum i Gnúpverjahreppi, kona hans er Stefanía Ágústs- dóttir; Loftur, eldsmiður, f. 1914, d. 1995, eftirlifandi kona hans er Ágústa Björnsdóttir; Hjálmar, f. 1917, d. 1942. - Ámundi faðir þeirra lést úr spönsku veikinni 1918. Bróðir Höliu Lovísu, Loftur, sem verið hafði við nám á Hvanneyri, tók þá við búsforáðum á Sandlæk með systur sinni, gerði henni kleift að halda búskap þar áfram og hafa öll börn sín hjá sér. Hinn 5. maí 1951 giftist Guð- rún Karli Jóhanni Guðmunds- syni, leikara, f. 28.8.1924. Hann er sonur Guðmundar S. Guð- mundssonar, f. 1895, d. 1942, og konu hans Láru Jóhannes- dóttur, f. 1899, d. 1968. Guð- mundur var frumkvöðull að stofnun Hampiðjunnar og for- stjóri hennar til dauðadags. Dætur Karls og Guðrúnar eru: 1) Soffía Lára, leiðbeinandi, f. 28.2. 1952. Hennar börn eru: Tristan Pétur Depenne, f. 19.12. 1976, dóttir hans er Svava Rósinkara, f. 18.6. 1996; Einn maídag 1951 gengu þau fyrir dómara í Ráðhúsi Kaup- mannahafnar og staðfestu þar hjónaband sitt. Eftir þá látlausu athöfn fór hópur vina og vensla- manna með þeim á kunnan veit- ingastað, Frascati, við Vesturbrú, pantaði buff tartar, danskt öl og tilheyrandi. Þetta vor bundust Guð- rún og Karl Guðmundsson og hafa síðan lifað saman í blíðu og stríðu, uns dagar hennar urðu allir að kvöldi 25. september. Þau voru í stuttri heimsókn í Höfn þessa vor- daga, hjá Jóni Stefánssyni málara og Ernu Stefánsson, konu hans. Guðrún og Sigríður systir hennar voru í miklu vinfengi við þau, enda Sigríður fjárhaldsmaður málarans hérlendis. Karl Guðmundsson var um þær mundir við nám í konung- lega leiklistarskólanum í London, RADA, átti ári ólokið. Þau Guðrún hófu búskap árið eftir á Sólvalla- götu 26 og hafa búið þar síðan. Afkoma ungs leikara var æði ótrygg þá sem nú. Karl var lengi framan af lausamaður í faginu. Það var því ærið verkefni fyrir húsfreyj- una að sjá um þarfir heimilisins, fæði og klæði. Það hlutverk hefur Guðrún rækt af miklum myndar- skap og dugnaði í 45 ár og heimili hennar jafnan verið veitandi langt umfram venjulega skyldu við börn og venslafólk. Það stóð jafnan opið vinum og kunningjum, og margir sóttu þeir þangað andlega og líkam- lega næringu um dagana. Þar gerðu sig einkum heimakomna menn sem lagt höfðu lag sitt við listir, skáld, leikarar, myndlistarmenn. Guðrún Ámundadóttir var glæsi- leg kona, grannvaxin, fríð, kvik í öllu fasi, sviphýr en gat verið snögg upp á lagið. Hún var greið í tilsvör- um, glettin og skemmtileg í sam- ræðum. Hún var ákaflega smekkvís í klæðaburði og bar höfuðið hátt. og Camille Marmié, f. 5.3. 1983. 2) Sig- ríður Helga, f. 14.10. 1953, búsett í Stokkhólmi, gift Garðari Hansen, hljóðtæknimanni. Þeirra börn eru: Birta Guðrún, f. 8.10. 1977, Arnar Freyr, f. 21.5. 1985, Karl Óskar, f. 4.5. 1987, og Margrét Hanna, f. 3.1. 1991. Dóttir, er Guðrún átti áður, og Karl gekk í föðurstað, er Steingerður Siguijónsdóttir, Ólafssonar myndhöggvara, f. 23.1.1947, enskukennari í Sala- manca á Spáni. Hennar maður er Luis González Martinez, rit- símatæknifræðingur. Dætur þeirra eru: Maribel, myndlistar- kona, f. 10.2. 1970, sambýlis- maður hennar er Héðinn Gunn- arsson, viðskiptafræðingur; og Nanna f. 1.9. 1977, jarðfræði- nemi við Háskólann í Sala- manca. Guðrún hlaut venjulega barnaskólafræðslu í sveit sinni. Hún fluttist til Reykjavíkur 1931 og tók að vinna fyrir sér við ýmis störf: Afgreiðslustörf, fiskvinnslu, framreiðslustörf og fleira. Seinast starfaði hún við ræstingar í Hamrahlíðar- skólanum. Hún aflaði sér nokk- urrar menntunar í kvöldskólum og auk þess stundaði hún tvo vetur nám í leiklistarskóla Ævars R. Kvaran. Þau Guðrún og Karl hófu búskap á Sólvalla- götu 26 árið eftir að þau gift- ust og þar hefur heimili þeirra staðið síðan. Þar voru einnig til heimilis til dauðadags Lára, móðir Karls og Jóhannes Bjarnason faðir hennar, er lést 1967, 95 ára að aldri. Útför Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún ólst upp á menningarheimili austur á Sandlæk. Móðir hennar, Halla Lovísa Loftsdóttir, var ein- stök kona, skáld, jafnréttissinni og aðhylltist félagshyggju. Guðrún missti föður sinn aðeins 5 ára göm- ul. En móður hennar tókst með dyggri hjálp Lofts bróður síns að halda áfram búskap á Sandlæk og hafa börnin sín fimm þar hjá sér. Til Reykjavíkur fluttist Guðrún sautján ára gömul. Eins og nærri má geta þurfti hún semma að taka til hendinni, inna af hendi þau störf sem til féllu við búskapinn og síðan að vinna fyrir sér, er hún stálpað- ist. Hún stundaði ýmis störf hér í Reykjavík, fiskvinnslu, afgreiðslu- störf, framreiðslustörf. Eftir að hún stofnaði heimili starfaði hún oftast nær eitthvað utan þess og það gerði hún raunar fram undir áttræðisald- ur. Hún var einstaklega rösk kona að hveiju sem hún gekk og verk- fær. Hún var flink hannyrðakona, tók að sér saumaskap fyrir fólk og skapaði auk þess muni, sem bera handbragði hennar og listfengi gott vitni. Hún erfði líka skáldgáfu móð- uri%innar, var fljúgandi hagmælt, þótt ekki gerði hún mikið úr - nema þá helst til gamans. Karl var fyrr á árum vinsæll skemmtikraftur. Þá kom iðulega til kasta Guðrúnar að semja fyrir hann texta. Karl tók einnig að sér leik- stjórn úti á landi, upplestra og fleira þesslegt og var iðulega langdvölum fjarri heimilinu, en á meðan gætti Guðrún bús og barna. Hún orti um þetta gamansamt ljóðabréf vorið 1956, stílað til vinar þeirra, Helga Hálfdanarsonar, sem þá var lyfsali á Húsavík. Þar er meðal annars þetta: Fyrst skal nú hermt af högum eiginmanns: Hann hélt sem vindurinn tii Austurlands og lést þar mundu leggja fyrir sig að lyfta menningunni á hærra stig. Þar rikir alltaf andleg veðursæld og áhuginn á listum niðrí dæld, og sæll í þeirri góðu trú hann gekk inn, að gæti hann puntað upp á bókasmekkinn og kennt að meta Hannes, Helga og Snorra, þær höfuðkempur ljóðsnillinga vorra, og setið skyldi fast í eldhúsylnum, uns einhver fyndi kristalinn í hylnum. Guðrún var vel lesin og minnug með afbrigðum. Það var nánast eins og að fletta bók að fara í smiðju til hennar, þegar skáldskapur var annars vegar. Hún kunni einnig mikið af gömlum þulum og hús- göngum, sem hún hafði drukkið í sig ung. - Henni hefði eflaust gagn- ast lengri skólaganga en hún naut um dagana, jafn skarpgreind og næm og hún var. Þær systur Guðrún og Sigríður byrjuðu ungar að stunda hvers kon- ar listviðburði í bænum. Þær sóttu tónleika, myndlistarsýningar og sáu allar leiksýningar í Iðnó. Guðrún kunni utanað alla leikbúninga Leik- félagsins á þeim árum, og vissi nákvæmlega hvernig þeim var breytt eða hvernig hlutar voru skeyttir saman. Þar kom til áhugi hannyrðakonunnar. Eflaust hafa þær systur fengið í arf frá móður sinni vænan skammt af fegurðar- þrá. - Eitt er víst: Þær voru verðug- ir fulltrúar þeirra kvenna, sem hald- ið hafa uppi menningarlífi í þessu landi og seint verður metið sem skyldi. Allt umhverfi Guðrúnar var líka einstaklega fallegt. Heima á veggj- unum voru myndir eftir marga af okkar fremstu málurum. Bækur voru í hávegum hafðar. Hún átti sína uppáhaldskafla. Dálæti hafði hún á Hallgrími Péturssyni þar sem hann reis hæst. Aldrei þreyttist hún heldur á Gerplu. En af ljóðskáldum seinni tíma stóð Snorri Hjartarson henni næst, enda var hann heimilis- vinur á Sólvallagötu 26. Hún lét sér annt um garðinn sinn. Hann var prýddur blómum, sem uxu að því er virtist villt framan við húsið. En allt hafði þó sinn stað og fór snyrtilega og var einstaklega lit- skrúðugt yfir að líta, þegar allt stóð i blóma. Á heimili Guðrúnar var alltaf gott að koma. Það var ævinlega notalegt að spjalla við þau hjón í norðurstofunni yfir kaffibolla og fylgdi gjarna staup, ef svo bar und- ir. Er ég var um tíma í húsnæðis- hraki á árum áður, þótti ekkert sjálfsagðara en að hýsa mig. Þetta samband hefur þróast í áranna rás og orðið að vináttu milli minnar fjölskyldu og þeirra hjóna og marga ánægjustund höfum við átt saman. Það eru minningar sem ylja og vert er að þakka. í fyrravor varð Guðrún fyrir áfalli, missti þá nánast málið og hreyfíng hennar skertist nokkuð. Hún tókst hins vegar á við þessar hömlur af miklu æðruleysi og kjarki. Hún varð að læra að tala að nýju og hafði náð dágóðum skír- leika í máli. Hún náði ennfremur þeirri færni í hreyfingu að venjuleg- um heimilisstörfum gat hún sinnt hindrunarlítið. - En batinn var skammvinnur. Áföllin urðu fleiri og ljóst var hina síðustu daga að kom- ið var að ævikvöldi. Með Guðrúnu Ámundadóttur er gengin gagnmerk kona. Hún sam- einaði á lífsferli sinum gildi gróinn- ar sveitamenningar og vakandi menningar- og listalífs borgarinnar og var vel heima á báðum sviðum. Hún hafði þá reisn og einurð sem holt er að minnast, þegar horft er fram á veginn. Eiginmanni hennar, Karli Guð- mundssyni, dætrunum þremur og skyldfólki öllu votta ég og mitt fólk dýpstu samúð. Veri hún kært kvödd. Jón Hjartarson. Oft hef ég heilsað og kvatt á Sólvallagötu 26 hjá vinum mínum, Guðrúnu og Karli, og sjaldnast þakkað fýrir mig svo sem verðugt hefði verið. Mála sannast að fæt- urnir tóku iðulega af mér ráðin og báru þangað þótt erindi virtust mun brýnni í aðra staði. Fáum óvanda- bundnum skulda ég og mitt fólk meira jiakklæti og virðingu en Guð- rúnu Ámundadóttur nú þegar kvatt skal í síðasta sinn. Árum saman hafði ég athvarf hjá henni, oft til alllangrar dvalar í Reykjavík, svo og böm okkar hjóna, hvert eftir annað, stundum fleiri en eitt í einu, á meðan þau stunduðu skólanám. Ævinlega guldum við í þeim gjaldmiðli einum sem okkur var handhægastur og hún gætti þess jafnan í viðskiptum að láta fremur halla á sig en þá sem hún þurfti að bera byrðar með enda hafði hún þrek undir miklu að standa. Hún var vinur vandaður og trúr, átti til að vera óvægin í aðfinnslum en umburðarlyndi h'ennar mátti einnig treysta hvenær sem þeir sem hún taldi til sinna þurftu á því að halda. Hún var kona fríð sýnum, svip- hrein og svipsterk, bar sig vel á velli, snör í viðvikum og kunnáttu- söm í öllum þeim greinum sem tal- ist geta kvenna prýði. Það átti jafnt við um verkkunnáttu sem skáld- skaparfróðleik og yfirsýn um pólitík eða heimsviðburði. í stórum sam- kvæmum naut hún sín best þar sem hún sjálf var húsmóðirin og hefði farið fallegast að hafa jafnan ekki færri en þijá tigu hjúa undir sinni húsmóðurhendi. Ég naut þó best samvista við hana í tveggja og þriggja manna tali þar sem hún gjarnan jós af óendanlegum kunn- áttubrunni sinum af vísum, kvæð- um og gamansögum eða breiddi yfir mann gullinn ljóma bernsku- og æskuminninga sinna austan frá Sandlæk þar sem meðal annars sagði frá Lofti frænda hennar og fóstra ásamt öðrum, sönnum, ís- lenskum karlmennum. Hugur minn og minna er á þess- um degi hjá henni, Karli vini okkar og þeirra börnum öllum, eins og reyndar endranær. Eyvindur Erlendsson. Ég er á Sólvallagötunni, snarast inn úr dyrunum og spyr Gunnu frænku mína hvort hún sé með heitt á könnunni. Gunna föðursystir min lítur á mig yfir gleraugun þar sem hún situr við saumaskap. „Ætli ég renni ekki á hana.“ Glettn- ^' in skín úr svipnum. „Þú verður nú að fá nýlagað þá sjaldan þú kemur, væni minn.“ Því næst heilsumst við og byijum að skrafa um gang lífíns í veröldinni. Að stundu liðinni er kaffíð nýtt og ilmandi komið í boll- ann. Gunna fær sér sígarettu. Við höldum áfram að skrafa. Þetta er fallegt teppi sem þú ert að sauma, Gunna. Hvar náðirðu í svona fínt efni? Þetta eru nú bara tuskuafgangar og úr gömlum flík- um sem ég sá ekki ástæðu til að fleygja. Gunna frænka bregður sér út úr borðstofunni og kemur aftur með fullbúið teppi sem hún hefur saumað og sýnir mér. Þetta á nú 4 að fara til hennar Siggu Helgu í Svíþjóð. Það er nú svona, það finnst kannski sumum nóg um hvað mað- ur geymir af þessum tuskum þó að hægt sé að þiggja það sem saumað er úr þeim. Þetta er eitt af mörgum minn- ingabrotum frá síðari árum sem ég á um Gunnu frænku mína á Sólvall- agötunni þegar ég fyrirvaralaust kom blaðskellandi inn úr dyrunum. Það er sunnudagur á sumri um 1960. Sigga Helga og Soffa eru í . parís úti á stétt. Ég fæ ekki að ' vera með. Það eru vinkonur með. Ég fer inn til Gunnu frænku og fæ kandís sem hún geymir í leirkrús með blámáluðu skrauti. Svo koma allir inn og fá ijúkandi súkkulaði og pönnukökur með ijóma. Þama rann upp fyrir mér á hveiju sú ör- yggiskennd byggist sem gott heim- ili veitir börnum. Það er nú svo. Ég er einn á gangi eftir Sólvalla- götunni. Það er haust. Sölnað lauf tijánna fýkur um götuna. Sumarið er liðið, farið og kemur ekki aftur. Ævisumarið hennar Gunnu frænku minnar er einnig liðið. Þetta var gott sumar og ég staðnæmist á þessum stað við minningar um það sem liðið er, góðar minningar sem ég geymi alla tíð. Ég sakna góðrar frænku minnar og trúnaðarvin- konu. Ámundi Hjálmar Loftsson. + Eiginkona mín, GUÐRÚN ÁMUNDADÓTTIR frá Sandlæk, Sólvallagötu 26, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 3. október, kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Karl Jóhann Guðmundsson. + Elskulegur eiginmaöur minn STEINÞÓR ÞÓRORMSSON, Hraunbraut 41, Kópavogi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 1. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barna- barna. Guðný Þóra Valdimarsdóttir + ERLENDUR GÍSLASON, frá Dalsmynni, Biskupstungum, sem lést þriðjudaginn 23. september, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00. Eyvindur Erlendsson, Örn Erlendsson, Sigrún Erlendsdóttir, Edda Erlendsdóttir, Sjöfn Halldórsdóttir, Gígja Friðgeirsdóttir, Einar Þorbjörnsson, Ágúst Jónsson. GUÐRÚN ÁMUNDADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.