Morgunblaðið - 03.10.1997, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.10.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐÍÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 4&r ÁGÚSTA FRIÐRIKA GÍSLADÓTTIR + Ágústa Frið- ■ rika Gísladóttir húsmóðir var fædd á Gjögri í Stranda- sýslu 15. ágúst 1915. Hún lést 28. september síðast- liðinn á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð. Ágústa ólst upp á Gjögri í Strandasýslu og fluttist til Drangs- ness um tvítugt og átti þar heima í um tuttugu ár. Hún fluttist til Reykja- víkur 1954 og síðan í Kópavog 1965 og hefur búið þar síðan. Foreldrar hennar voru Gísli Guðmundsson, f. 26.10. 1876, d. 1960, farkennari á Gjögri, og kona hans Steinunn Olafs- dóttir. Ágústa átti sex systkini og er ein systir hennar á lífi, Vigdís, f. 27.8. 1924, húsmóðir í Sandgerði. Ágústa giftist 20.5. 1945 Halldóri Jónssyni, f. 14.7.1913, smið. Foreldrar hans: Jón Kjartansson, bóndi í Asparvík í Strandasýslu, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Börn Ágústu og Halldórs: 1) Guð- munda Sigurborg, f. 19.9. 1934, hús- móðir í Reykjavik, maður hennar var Ingimundur G. Jör- undsson, f. 26.2. 1922, d. 16.10.1979, og eignuðust þau tvö börn, núverandi sambýlismaður Guðmundu Sigurborgar er Samúel Richter. 2) Ólöf Svava, f. 8.2.1941, húsmóðir í Hvammi í_ Skorradal, maður hennar er Ágúst Árnason, börn þeirra eru fjögur. 3) Gísli, f. 29.4. 1945, kaujpmaður í Kópavogi, kvæntur Ásu M. Ásgeirsdóttur, börn þeirra eru tvö. Ágústa eignaðist 15 langömmubörn. Útför Ágústu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku arama, þú kvaddir okkur í faðmi fjölskyldunar sem var þér svo kær. Minningarnar um þig eru margar og ljúfar enda varstu besta amma sem hvert barn gat hugsað sér. Við systur vorum mikið inni á heimili ykkar afa sem var eins og okkar annað heimili, alltaf höfðuð þið tíma til að sinna okkur, þú gast setið með okkur tímunum saman við að spila, segjandi okkur sögur og farið með vísur sem þú áttir svo mikið af enda var minni þitt ein- stakt. Þú kenndir okkur svo margt og auðgaðir líf með kærleika og trú. Þínar bestu stundir voru þegar öll fjölskyldan var saman komin og var þá oft glatt á hjalia. Okkur er minnisstæð helgin er við áttum saman í Hvammi á fimmtíu ára brúðkaupsafmæli ykkar afa. Elsku afi, missir þinn er mestur, megi Guð gefa þér huggun og styrk. Elsku amma okkar, við þökkum þér alla þá umhyggju sem þú sýndir okkur og allan þann tíma er þú gafst okkur og kveðjum við þig með þeirri vísu sem þú söngst fyrir okkur þegar við vorum litlar. Amma hún er mamma hennar mömmu, mamma er það besta sem ég á, gaman væri að gleðja hana ömmu gleðibros á vanga hennar sjá. Er rökkva tekur hún segir mér oft sögur og svæfir mig er dimma tekur nótt, syngur við mig ljóð og kvæði fógur, þá sofna ég svo sætt og vært og rótt. Guð geymi þig, elsku amma. Ágústa og Guðrún. í dag kveð ég hinsta sinni ást- kæra móðursystur mína og minn- ingarnar streyma óhjákvæmilega fram. Upp í hugann koma fagrar minningar um einstaka konu sem var mér ekki aðeins móðursystir, heldur einnig stoð og stytta á lífs- ins gönguför sem ætíð var hægt að leita til jafnt í gleði sem sorg. Konan sem réð heilt, konan sem var mér líkust móður. Á þessari stundu finnst mér sem ég sé að missa aðra móður mína í lífinu. Minningar frá lífsins blóma í Bræðraborg á Drangsnesi þar sem ung stúlka leitar á náðir stóru frænku sem ræður heilt, bros, hlát- MINNINGAR ur og hlýr móðurfaðmur. Hress í bragði og spyr frétta af ættingjum, jákvæðog sá fremur jákvæðar hlið- ar lífsins en þær neikvæðu, þrátt fyrir að ekki væri lífið dans á rósum í litlu sjávarþorpi norður við enda- mörk hins byggilega heims. Kátína og gleði réð ríkjum í hennar ríki, vandamálin voru ekki til staðar, ræki þau á hennar fjörur voru þau til að leysa og helst strax. Húsmóðirin góða, sem unni fjöl- skyldu sinni og heimili og var áfram um velferð sinna nánustu. Ég átti því einstaka láni að fagna að hún tók mig í hóp sinna barna og elsta dóttir mín kallaði hana aldrei annað en ömmu vegna þess hversu hlýjar móttökur hún fékk. Hún tók þátt í gleði og sorg af heilum hug. Ætíð tilbúin að leggja hönd á plóg hvert sem verkefnið var, bóngóð og greiðvikin. „Van- hagar þig um eitthvað, mín kæra.“ Skrefin ekki talin eftir við útrétt- ingar í höfuðstaðnum fyrir frænku sem ekki var komin suður. Síðar í Njörvasundi en lengst af í Hlégerði í Kópavogi. Alltaf boðin og búin og eins áður fyrr á Strönd- um norður. Þeim mun fleiri gestir, fleiri skyldmenni, þeim mun betra. Húsmóðir fram í fingurgóma sem lagði metnað sinn í hlýlegt heimili sem öllum stóð opið, hvenær sem er. Húsmóðir sem aldrei féll verk úr hendi. Fróðleiksfús og visku- brunnur þjóðlegs fróðleiks og ljóða. Þrátt fyrir að hún byggi hér fyr- ir sunnan rúmlega helming ævi sinnar þá fór aldrei á milli mála hvar ræturnar lágu. Þær voru á Gjögri í Árneshreppi, einni af harð- býlustu sveitum landsins. Þar var hún fædd og alin upp, þar voru henni innrætt gildin sem sem líf hennar tók mið af. Veraldlegur auður af skornum skammti, en þeim mun meira til af mannlegum auð, hjartahlýju, góðum siðum og tryggð við náungann. Sveitin stóð henni nærri alla tíð og þeir sem hana byggðu, ætíð var spurt frétta „að norðan.“ Slík gæðakona var lánsöm í einkalífi sínu. Hún og Halldór voru sem eitt í öllum verkum og aldrei bar skugga á einstakt samband þeirra sem stóð í rúma sex ára- tugi. Það var lykillinn að hamingju minnar kæru frænku sem í dag er borin til grafar. Samheldni þeirra og virðing hvors fyrir öðru er hveij- um fyrirmynd. Elsku Dóri, algóður guð styrki þig, böm þín, tengdabörn, barna- böm og bamabarnabörn í sorginni. ÞORÐUR JÓSEPSSON konu sinni, Tove Jósepsson. Þau eignuðust þrjár dætur, þær eru Guðbjörg, f. 14. júní 1960, gift Jens Ringstad, Anna, f. 22. september 1961, gift Steinþóri Agn- arssyni, Edith, f. 5. janúar 1967, er í sambúð með Auð- bergi Magnússyni. Barnabörnin eru fimm, eitt barna- barna hans er látið. Útför Þórðar fer fram í Ála- sundi í Noregi í dag. -4- Þórður Jóseps- ■ son fæddist á Patreksfirði 2. des. 1918. Hann lést 26. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jósep Guðjónsson, f. 12. desember 1893, d. 12. ágúst 1976. Og Guðbjörg Þórðar- dóttir, f. 22. desem- ber 1888, d. 21. júní. 1976. Systkini hans eru Kristinn, Halldór, Reynir, Guðríður og Guðrún. Árið 1959 giftist hann eftirlifandi eigin- Mig langar að minnast tengda- föður míns í nokkrum orðum, en hann lést 26. september síðastliðinn, eftir eins árs baráttu við krabba- mein. Þegar litið er til baka er margs að minnast. Þegar ég kynnt- ist Þórði fyrir 12 áram, tókst strax með okkur góður vinskapur. Þórður var rólegur, traustur og þægilegur í viðmóti og leið mér strax vel í návist hans. Við áttum mörg skemmtileg samtölin saman. Það sem mér þótti gott við Þórð var að hann virti skoðanir annarra þó að hann væri þeim ekki alltaf sam- mála. Þótt við byggjum hvor í sínu landinu höfðum við mikið og gott samband. Við ferðuðumst mikið saman, bæði hér á landi og i Nor- egi. í siðustu ferðinni sem við fórum öll í saman í fyrrasumar, en þá fór- um við vestur á heimaslóðir hans, fann ég hversu vænt honum þótti um æskustöðvamar sínar. Fljótlega eftir að Þórður flutti til Noregs keypti hann sér lítinn eikarbát og fór ég nokkrum sinnum með honum á sjóinn en Þórður hafði verið til sjós stóran hluta ævi sinnar og naut hann þess að stússa við bátinn. Þórður bar mikla umhyggju fyr- ir fjölskyldu sinni sem saknar hans sárt. Sérstaklega bamabörnin sem voru svo hænd að afa sínum og skilja nú mismikið. Sindri horfir upp í himininn í þeirri von að sjá afa. Með þessum orðum kveð ég kæran tengdaföður sem reyndist okkur öllum svo vel. Steinþór. Nú er hann Þórður afi minn í Noregi dáinn. Þó að hann ætti heima í Noregi og ég hér á ís- landi, vorum við mikið saman. Það var gaman þegar ég kom til ykkar ömmu í fyrrasumar og var einn hjá ykkur í heilan mánuð. Þá rædd- um við afi málin og fórum í göngu- ferðir a meðan amma var í vinn- unni. Á hvetjum sunnudagsmorgni fórum við keyrandi niður að höfn, til að skoða bátana og skemmti- ferðaskipin, stundum voru íslensk skip í höfninni þar. Afi sagði mér líka margar sögur frá Patreks- firði, þar ólst hann upp og átti heima þar til hann flutti til Nor- egs. í fyrra fórum við í ferðalag vestur, það fannst okkur afa mjög skemmtilegt. Síðan afi veiktist hefur hann lítið getað farið út að labba, en ég veit að honum líður vel núna. Þegar ég var 5 ára kenndi afi mér að flagga, og í dag ætla ég að flagga fyrir þig, elsku afi minn. Þinn Þórður. Ég þakka ástkærri frænku fyrir allt og hið sama gerir eiginmaður minn og börn. Innilegustu sam- úðarkveðjur og þakkir flyt ég frá Sjöfn, dóttur minni, sem búsett er í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Hugur okkar er hjá ykkur. Blessuð sé minning Ágústu F. Gísladóttur. Jóhanna Sigrún Thorarensen. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Mig langar til að minnast með fáeinum kveðjuorðum ástkærrar systur minnar Ágústu Gísladóttir, sem lést si. sunnudag, eftir erfíð veikindi. Þótt ég vissi að hveiju stefndi, er kveðjustundin sár. Ág- ústa fæddist á Gjögri í Stranda- sýslu og ólst þar upp. Hún giftist Halldóri Jónssyni frá Asparvík árið 1945 og þau eignuðust þijú börn. Gústa og Dóri voru höfðingjar heim að sækja, hvort sem það var, þegar þau bjuggu á Drangsnesi, í Reykja- vík eða Kópavogi, enda ævinlega mjög gestkvæmt hjá þeim og glatt á hjalla, því að systir mín var lífs- glöð kona og tók á móti manni með fallegu brosi og hlaðborði af kræsingum. Þegar við áttum báðar heima á Drangsnesi vorum við ná- grannar og mikil samskipti á milli heimila okkar, og þegar við fluttum suður, hvor á sinn staðinn, var sím- inn óspart notaður. Síðan var ég oft næturgestur hjá þeim hjónum, þegar ég átti erindi til Reykjavík- ur, eða var bara í heimsókn. Það voru svo sannarlega miklar gleði- stundir þegar við systur vöktum fram á nótt við að rifja upp gamlar minningar af Ströndum, skoða myndir, já eða bara hlæja saman. Systir mín átti orðið stóran hóp afkomenda sem henni þótti afar vænt um, og fylgdist hún vel með hverjum þeirra fram að síðustu stundu. Við vorum óvenju nánar systur alla tíð. og vil ég þakka henni allar ljúfu stundirnar bæði í gleði og sorg. Blessuð sé minning Agústu F. Gísladóttur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæri Halldór, Munda, Svava, Gísli og fjölskyldur ykkar, algóður guð styrki ykkur og blessi. Vigdís Gísladóttir. Elsku amma. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Þú gafst okkur gott veganesti og á margan hátt gerðir þú okkur öll að betri manneskjum. Þú kenndir okkur hvað fjölskyldan og tengslin við hana eru mikilvæg. Ást, umhyggja og hlýja voru þitt^ daglega brauð. Það var gott að fá að alast upp með ykkur afa og búa lengst af í sama húsi. Þegar við vorum lítil fengum við oft að vera hjá ykkur afa, heyra allar sögurnar þínar og vísurnar sem þú kunni svo margar. Við munum hvað það var gott að koma inn úr kuldanum á veturna og fá litlar hendur og fætur nudduð með þínum hlýju, mjúku höndum og fá besta kakó í heimi á eftir. Á skólaáram okkar, eftir að mamma og pabbi fluttu í sveitina,^ var hjálp ykkar afa ómetanleg. Það ’ var gott að hafa fast athvarf, þar sem á okkur var hlustað og skilyrð- islaus stuðningur var veittur, sama á hveiju gekk. Við komum aldrei að auðu húsi hjá ykkur afa. Þegar við urðum fullorðin sjálf og fjöl- skyldufólk voruð þig afi enn okkar bestu vinir. Mörg góð ráð gafstu okkur, elsku amma, sem gott hefur verið að fara eftir. Þú varst alltaf glaðlynd og kát, skiptir aldrei skapi og fékkst okkur til að líta á björtu hliðarnar. Elsku amma, þú helgaðir líf þitt fjölskyldunni og sáðir óteljandi fal- legum fræjum sem munu lifa áfram sem hluti af þér í okkur, öllum þín-«fc um barnabörnum og langömmu- börnunum sem voru þér svo kær. Elsku afi, ást og kærleikur ykk- ar ömmu hvors til annars eiga sér fáar hliðstæður. Þið hafið ávallt staðið saman í blíðu og stríðu þar sem þið, með ást og samheldni, hafíð sigrast á öllu. Missir þinn er því mestur. Við biðjum almáttugan guð um að styrkja þig í þinni miklu sorg. Ingi, Dóra, Björk, Edda Lind og fjölskyldur. C- Elsku langamma, takk fyrir alla þá góðvild sem þú sýndir okkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ejsku langafi, Guð veri með þér. Ása Margrét, Jónína Björg og Jón Gísli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.