Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 45

Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 45 FRÉTTIR Laugar- dagsskóli á Hjálpræð- ishemum HJÁLPRÆÐISHERINN, Kirkjustræti 2, verður með laugardagsskóla í vetur. Skólinn er fyrst og fremst ætlaður krökkum á leikskóla- aldri og þeim sem eru í fyrstu bekkjum grunnskóla, en einnig er fijálst fyrir eldri krakka að mæta. Verður kennsla úr Bibl- íunni, tónlistarkennsla, föndur og söguhorn m.m. Skólinn hefst kl. 13 á laugardögum og lýkur kl. 14.30. Opinn fundur um fóstur- og nýburafræði ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands mun laugardaginn 4. október kl. 9-12.30 standa fyrir opnum fundi fyrir félaga í Ljós- mæðrafélagi Íslands, Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúk- dómalækna og Félagi íslenskra barnalækna. Erindi flytja Arnar Hauksson dr. med., Ásgeir Haraldsson dr. med., Elínborg Jónsdóttir ljósmóðir, Hild- ur Harðardóttir læknir og Sveinn Kjartansson dr. med. Fjallað verður um: lífeðlisfræði bijóstagjafar, ónæmisfræði og nær- ingargildi bijóstamjólkur. Hvemig á að láta bijóstagjöfina takast? Leið- beiningar um greiningu og meðferð sýkinga í meðgöngu og notkun sýklalyfja í forvamarskyni. Flutn- ingur verðandi mæðra og veikra nýbura og samvinna sjúkrahúsa. Fundurinn er hluti af námskeið- inu „Veika fóstrið og veiki nýbur- inn“ sem hófst í gær, 2. október, og lýkur með þessum opna fundi á morgun, laugardag. Umsjónarmenn em þeir Atli Dagbjartsson dr. med. og Reynir T. Geirsson dr. med., en auk þeirra halda fyrirlestra Nils Svenningsen dr. med., prófessor í Lundi í Sví- þjóð, læknarnir Guðjón Vilbergsson dr. med., Hildur Harðardóttir, MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Þórhildi Líndal, umboðsmanni barna: „Vegna fréttar í fréttatíma Sjón- varps hinn 29. september og um- ræðna, sem fylgt hafa I kjölfarið, um tillögur mínar til breytinga á lögum til að styrkja stöðu barna í kynferðisbrotamálum, óska ég að eftirfarandi verði birt í Morgunblað- inu: Ein af mörgum tillögum mínum til dómsmálaráðherra til úrbóta í þessum málaflokki er, að samræði eða önnur kynferðisleg mök við böm og ungmenni yngri en 16 ára aldri verði almennt lýst refsiverð. Þessa tillögu mína byggi ég m.a. á fordæmi úr norskum refsilögum. Markmiðið er fyrst og fremst að auka vernd unglinga á aldrinum 14-16 ára fýrir kynferðislegu of- beldi. Af sjálfsögðu er þessi tillaga, ekki frekar en aðrar, útfærðar af minni hálfu í einstökum smáatrið- um. í norska refsilagaákvæðinu, sem áður er nefnt, er m.a. að finna svo- fellt ákvæði: Fella má refsingu sam- kvæmt þessu ákvæði niður ef í hlut Hörður Bergsteinsson, Þórður Þor- kelsson og_ Gestur Pálsson, Vil- hjálmur Árnason siðfræðingur, Reynir Arngrímsson, sérfræðingur í erfðasjúkdómum, sr. Ingileif Malmberg og Guðrún Eggertsdóttir yfirljósmóðir. Námskeiðið og fundurinn er í húsi Læknafélags íslands í Hlíða- smára 8, Kópavogi. Nánari upplýs- ingar eru veittar á skrifstofu Endur- menntunarstofnunar Háskóla ís- lands. UM HELGINA verða seld merki og pennar um allt land til styrktar starfi Krabbameinsfélagsins. Auk merkja eru að þessu sinni seldir pennar og pennasett. Selt verður við verslanir og gengið í hús, þar sem því verður við komið. Allur ágóði rennur til aðildarfélaga Krabbameinsfélags Islands, en það eru 24 svæðisbundin krabbameins- félög og fimm stuðningshópar. „Nokkur svæðisbundnu félag- anna hafa að miklu eða öllu leyti eiga einstaklingar á svipuðum aldri og þroskastigi. Ég hef að sjálfsögðu gengið út frá því að ákvæði þessu líkt verði tekið upp í íslensk refíslög nái umrædd tillaga mín fram að ganga. Það sem ég hef haft að leiðar- Ijósi við gerð tillagna minna til úr- bóta á sviði kynferðisbrotamála gegn börnum og ungmennum er eingöngu það að koma þeim um- bjóðendum mínum til hjálpar, sem hjálpar eru þurfí, en alls ekki að setja skorður við eðlilegum sam- skiptum unglinga. Þannig tel ég óeðlilegt að refsa unglingum á aldr- inum 14-16 ára fyrir að hafa kynmök sín á milli ef þau eru á svipuðu reki. Hins vegar verður aldrei lögð nægileg áhersla á nauð- syn þess að vernda þau börn og unglinga, sem ekki hafa náð nægi- legum þroska, gagnvart kynferðis- legu ofbeldi af hálfu þeirra, sem eldri og þroskaðri eru. Að lokum vil ég minna á að til grundvallar tillögum mínum liggur viðamikil skýrsla um kynferðisbrot gegn bömum og ungmennum, sem m.a. hefur verið send fjölmiðlum til kynningar." Einleikstón- leikar í Digra- neskirkju NÝRÁÐINN organisti Digranes- kirkju, Kjartan Sigurjónsson, heldur einleikstónleika nk. sunnudag í kirkjunni og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk eft- ir A. Gabrieli, Zipoli, Buxtehude, Bach, Þorkel Sigurbjörnsson, Clerambault og Cesar Franck. Kjartan Siguijónsson hefur verið starfandi organisti víða meira og minna síðan 1957. Hann hefur haldið tónleika víða hér- lendis og erlendis. Á tónleikunum loknum verða veitingar í safnarðarsal Digra- neskirkju en ágóði af tónleikun- um rennur til safnaðarstarfsins. tekið við fræðslu- og forvarnastarfi í sinni heimabyggð og gengið vel. Mikill áhugi ríkir hjá fleiri félögum að takast á við sams konar verk- efni sem fyrst. Stuðningshóparnir vinna marg- víslegt og óeigingjarnt starf í þágu sjúklinga og aðstandenda og hefur það ómetanlega þýðingu. Merkjasalan á að styðja þessa starfsemi og væntir Krabbameins- félagið þess að landsmenn taki sölu- fólki vel og noti þetta tækifæri til að sýna hug sinn og efla starf fé- lagsins í baráttunni við krabba- mein,“ segir í frétt frá félaginu. Starfsemi Krabbameinsfélags ís- lands felst meðal annars í leit að krabbameini í leghálsi og bijóstum kvenna, krabbameinsrannsóknum, fræðslu um krabbameinsvarnir og stuðning við sjúklinga. Félagið var stofnað árið 1951. ♦ ♦ ♦------ Viðstaddur biskupsvígslu í Svíþjóð CHRISTINA Odenberg verður fyrst sænskra kvenna vígð til biskups sunnudaginn 5. október nk. Er hún eftirmaður KG Hammar sem tók við embætti erkibiskups sænsku kirkjunnar í febrúar í ár. En erkibis- kupinn hafði fyrr verið biskup í Lundar þar sem Christina Odenberg tekur við biskupsþjónustu. Vígslan fer fram í dómkirkjunni í Uppsala og hefur verið lögð áhersla á það af hendi sænska erki- biskupsins að aðrir höfuðbiskupar Norðurlanda verði viðstaddir. Ólaf- ur Skúlason biskup tekur þátt í vígslunni ásamt fleiri biskupum, m.a. frá ensku biskupakirkjunni. Athugasemd Arleg merkjasala Krabbameinsfélagsins Fagna aðgerðum til hagræðingar MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá stjórn Félags íslenskra sjúkraþjálfara vegna samkomu- lags milli heilbrigðisráherra, fjár- málaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík um uppstokkun og til- færslur á deildum og starfsemi á sjúkrahúsunum í Reykjavík, þar sem segir m.a.: „Stjórn Félags íslenskra sjúkra- þjálfara (FÍSÞ) fagnar öllum þeim aðgerðum sem geta orðið til hag- ræðingar og betri þjónustu við sjúklinga. Stjómin harmar þó þau vinnubrögð sem virðast hafa verið viðhöfð við gerð skýrslu um mál- efni sjúkrahúsanna í Reykjavík og síðar samkomulags milli ofan- greindra aðila um uppstokkun og tilfærslur á deildum innan þeirra. Litlar sem engar viðræður hafa farið fram við fagaðila um málið og hefur samkomulagið komið flestum starfsmönnum í opna skjöldu. í mörgum tilfellum virðist lítið fara fyrir faglegum sjónarmiðum og hag- kvæmnissjónarmið byggjast ekki alltaf á réttum forsendum. Stjórnin hvetur því til þess að samkomulag um ofantaldar breyt- ingar verði endurskoðað, mörkuð verði stefna í endurhæfingarþjón- ustu og þjónusta við geðsjúklinga, að fagleg úttekt verði gerð á hag- kvæmni breytinganna, bæði hvað varðar þjónustu og kostnað og að samráð verði haft við fagaðila áður en ákvörðun verður tekin um jafn viðamiklar breytingar og hér er um að ræða.“ Bubbi á Vestfjörðum BUBBI Morthens er á tónleika- ferðalagi hringinn í kringum landið og leikur hann í næstu viku á Vest- fjörðum. Bubbi leikur á föstudagskvöld á Úlfaldanum, Ármúla 40, en ekki sunnudagskvöld eins og rangt var farið með í Mbl. í gær. Á mánudag- inn leikur hann í Skjaldborgarbíói, Patreksfirði, kl. 21, Tálknafírði, Dunhaga, kl. 21 þriðjudaginn 7. okt., Bíldudal, Félagsheimilinu, mið- vikudaginn 8. okt. kl. 21, Þingeyri, Félagsheimilinu, kl. 21 fimmtudag- inn 9. okt., Flateyri, Vagninum, kl. 21 föstudaginn 10. okt., ísafírði, Bíóinu, kl. 21 laugardaginn 11. okt., Suðureyri, Félagsheimilinu, kl. 21 sunnudaginn 12. okt., Súðavík, Fé- lagsheimilinu, kl. 21 mánudaginn 13. okt. og Hólmavík, Félagsheimil- inu, þriðjudaginn 14. okt. Fuglaskoðunardagar ALÞJÓÐLEGIR fuglaskoðunar- dagar 1997 eru 4. og 5. október. Viðburðurinn er skipulagur af BirdLife International sem eru alþjóðleg félagasamtök sem vinna að fuglavernd, verndun búsvæða og verndun líffræði- legrar fjölbreytni. Fuglaverndarfélag íslands tekur þátt í og skipuleggur dag- skrá á íslandi en yfir 200 félög frá tæplega 100 löndum taka þátt í alþjóðlegum fuglaskoðun- ardögum 1997. Fuglaskoðun verður við Graf- arvogsleirinn í Reykjavík 4. október frá kl. 13-16. Þar má sjá margar tegundir fugla, vað- fugla, máfa og endur. Fólki er bent á að koma með sjónauka en reyndir fuglaskoðarar verða fyrir neðan hús Pósts og síma og verða þeir með sterka sjón- auka og leiðbeina fólki við að greina fuglana. Alþjóðlegir fuglaskoðunar- dagar hafa verið haldnir tvisvar sinnum áður, fyrst árið 1993 og svo 1995. Markmiðið 1997 er að beina athygli fólks að þeim fjöl- mörgu fuglategundum sem eru í útrýmingarhættu en það eru nær 11% af öllum tegundum sem til eru. Umferðaröryggi rætt á fundi SSH SAMTÖK sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, SSH, halda sinn 21. aðalfund á morgun, laugardag, í Hafnarborg í Hafnarfírði. Aðalumræðuefni fundarins verða umferðaröryggismál sveitarfélaga og yfirtaka málefna fatlaðra. Framsögumenn um málefni fatl- aðra eru Páll Pétursson, félags- málaráðherra; Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og Jóhann Amfínnsson. Um umferðaröryggismál ræða þeir Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs, og Eiríkur Bjama- son, bæjarverkfræðingur í Garðabæ. Þá verður veitt sérstök viður- kenning fyrir „Merkt framlag til umhverfis-, útivistar- og skipulags- rnála".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.