Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 51

Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSIIMS FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 51 Rekið eftir svari Dulmálið í Biblíunni Viðbótarpistill til Finns Ingólfs- sonar viðskipta- ráðherra Frá Benedikt Brynjólfssyni: SVO mikið á ég eftir af sjálfsvirð- ingu að spyrji ég einhvers kann ég því illa ef mér er ekki svarað. Ég beindi til þín spurningum í opnu bréfi 18. september sl., þar sem ég spurði þig um afstöðu þína til þeirra ákvæða nýrra slysabótalaga að afskrifa fólk eins og lausafé, þannig að trygg- ingafélögum sé heimilt að draga frá bótum sí- hækkandi pró- sentu eftir því sem fórnarlamb slyss er eldra, eftir stöðlum sem áætla, í mínu tilfelli, hve hugsanlega væri hægt að nota fimmtíu og sex ára gamlan mann lengi enn. Ég sagði þér í bréfínu frá tilboði til mín um lúkningu málsins frá Sjóvá- Almennum. Þar er í E-lið frádrátt- ur vegna aldurs skv. 9. gr. 40% af slysabótum. Tekið er eitthvert útreiknað meðaltal og miðað við að hægt sé að nota mig til 65 ára aldurs. Þá er ég semsé orðinn verð- laus. Og þá vaknaði spurningin um hvað gerst hefði ef ég hefði verið 9 árum eldri? Hefði mér þá verið boðið upp á 80% frádrátt frá ör- orkubótum vegna aldurs; ég væri hvort eð er ónýtur, orðinn 65 ára gamall? Eða hefði tryggingafélagið einfaldlega losnað að fullu við að greiða fullnýttum sjómanni bætur? Spurningarnar sem ég síðan beindi til þín, Finnur, voru þessar: Finnst þér það vera sæmandi fyrir fiskveiðiþjóðina ísland að sjómenn hennar - og raunar aðrir þegnar líka - skuli vera metnir og afskrif- aðir á sama hátt og bílar, eða skrif- stofuáhöld eða hvaða annað lausafé sem er? Ætlar þú að una svona lögum? Eða ætlar þú, í anda þess manngildismats sem flokkurinn þinn segist setja í öndvegi, að beita þér fyrir því að þarna verði gerð leiðrétting á? þannig að andi laga um slysabætur verði sá að þau séu í raun ætluð til hagsbóta fyrir þá sem lenda í þeim hremmingum að slasast en ekki til að firra þau tryggingafélög greiðsluskyldu sem með glöðu geði hafa tekið á móti Benedikt Brynjólfsson Umferðarlög eru ónýtt plagg Frá Þórði E. Halldórssyni: Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins mið- vikudaginn 3. september 1997 var fjögurra dálka fregn um hraðamæl- ingar á umferðinni um Bæjarbraut í Garðabæ. Niðurstöður mæling- anna voru þessar: af 2.860 bílum á austurleið á Bæjarbraut framhjá Hofstaðaskóla óku 88% ökumanna yfir leyfilegum hámarkshraða sem er 50 km á klukkustund. í fréttinni segir að mælingin hafi staðið yfir í 27 klukkutíma, eða rúman sólarhring. 124 bifreiðaróku hraðar en 90 km á klst., 22 voru á bilinu 100-110 km hraða, 5 á bilinu 110-120, 4 á bilinu 120-130 og tveir á bilinu 130-140 km hraða. Ofsaaksturinn var aðallega á tíma- bilinu milli hádegis og kvölds, þ.e. á miðjum degi. Þannig segist frá í Morgunblaðsgreininni. Þessar nið- urstöður mælinganna eru nokkurn- veginn þær sömu og fengjust við mælingu á sjálfum Hafnarfjarðar- veginum. Á þeim vegi yrði útkoman síst betri. Þar eru hraðamerki 70 km en hver fer eftir þeim? Hver eða hveijar eru orsakimar fyrir þessum lagabrotum sem daglega eru við- höfð á mörgum af vegum landsins? Fyrst og fremst orsakanna er aga- leysi. Það byijar i lægstu bekkjum barnaskólanna og heldur uppeftir öllu menntakerfinu. Fyrirmyndina sniðu menn eftir sænska mennta- kerfinu. Svíar hafa bremsað þetta kennslufyrirkomulag af, en íslend- ingar aftur á móti haldið því við. Allt frá 22. október 1944 þegar kommúnistar voru upphaflega leiddir inn í íslenska ríkisstjórn voru menntamálin fyrsta ráðuneytið sem þeir báðu um. Alltaf síðan, þegar kommúnistar hafa komist í vinstri stjórn hafa þeir fyrst af öllu beðið um menntamálin. Þeir töldu sér ekkert liggja á og létu tímann vinna með sér. Þessi turn þeirra hrundi samt eins og aðrar byggingar sem reynast þegar fram líða stundir hafa verið reistar á sandi... Hvað segir ykkur afstaða Svav- ars Gestssonar til ráðninga hjá Rík- isútvarpinu? Auðvitað kom það við illa gróið sár hjá honum að sótt væri að höfuðvígi kommúnismans á íslandi, aðal vöggunni, Ríkisút- varpinu. Ástandið í umferðarmálum hér á landi er með ummerkjum þeirra sem lítið þekkja til umferðarmála annað en böðlast áfram á frekjunni. Mér er það vel ljóst að lögregla hér á Frá Skúla Einarssyni: HVAÐ er að heyra? Er ísland svona í dag? Að það þurfí að setja lög til verndar gamlingjum svo að börn þeirra gangi ekki alveg frá þeim? Eftir að hafa stritað fyrir þeim eftir langt ævistarf, er það þá út af því að þau hafi skrifað upp á víxla og kannski símareikninga og jafnvel hirt af þeim mannorðið líka. Þá er nú lítið eftir! Kannski örfáar skrautfjaðrir til að fá stjörnur út á og verða þau þá stjörnum prýdd þegar þau koma hinum megin. Ég vona bara að það verði ekki stjörnuhrap. Getur það verið að aldraðir fái ekki frið á elli- og hjúkrunarheimilum fyrir ættingj- um sem vilja fá þá til að skrifa upp á fyrir sig og slá þá um pen- ingalán? Nú er tíðin önnur þegar foreldrar vildu gera allt fyrir börn- in sín, þeir eru nú aldir upp af börnunum með góðu eða illu. En hlýða skulu þeir því alltaf virðast börnin vita betur. Þó svo að þau skari ekki fram úr í lífinu á nokk- „Martröð aldraðra“ urn hátt, nema síður sé. Sum börn virðast alltaf þurfa að vera í sviðs- ljósinu. Til eru þó margar undan- tekningar. Guði sé lof! Ég hef heyrt fullorðna konu (kerlingu afsakið!) segja: „Nú vil ég fá þennan hlut. Ég er búin að bíða svo lengi eftir honum. Þið kunnið ekkert að meta hann og svo eruð þið hvort eð er að geispa gol- unni. Get ég annars fengið þetta skriflegt?“ Sem betur fer hefur þetta ekki hent mig. En mér dettur í hug orðatiltækið. „Sjaldan launar kálfur ofeldið"! Ps. Ung kona sem auðsjáanlega á við sálrænan vanda að stríða sagði eitt sinn við móður sína. „Mikið eigið þið gott að vera svona göm- ul, nú þurfið þið ekkert að vinna tryggingaiðgjaldi hinna slösuðu? Þér fínnst kannski að svona spurningum sé ekki svarandi; best sé að leiða hjá sér nöldur meða- ljónsins og þegja það í hel. En ég er hins vegar á þeirri skoðun að þar sem þú ert nú einu sinni á laun- um hjá mér og hinum skattgreið- endunum þá hafir þú ekki leyfi til að hunsa okkur þegar við leitum til þín. Þar fyrir utan eru slysabótamál- in komin í farveg sem varla verður við unað. Manni finnst merkilegast að að það skuli hafa verið vel menntað og upplýst fólk sem setti þennan óskapnað saman. Og ennþá merkilegra að hann skyldi sam- þykktur sem lög frá Alþingi. Ekki laust við að manni fmnist einhver keimur af þrýstingi frá trygginga- félögunum í þeirri afgreiðslu. Það blátt áfram hlýtur hver hugsandi maður að sjá fáránleikann í ákvæð- um sem bera í sér afskriftir af lif- andi fólki sem lendir í því að slas- ast við vinnu sína. Að lokum beini ég til þín sömu bón og ég gerði í fyrra bréfinu: Svaraðu mér nú á skiljanlegu máli Finnur, án málalenginga þannig að allir geti skilið. BENEDIKT BRYNJÓLFSSON, Hátúni 6, Reykjavík. landi er alltof fámenn. Hún hefur ekki mannskap til að líta vel eftir umferðinni og þar af kemur að jafn- vel stór atriði í umferðarlögum eru margbrotin daglega án þess að við- komandi þurfi nokkra ábyrgð að bera. Það er í þessu eins og öðru að hver dregur dám af sínum sessu- naut. Er það ekki alvarlegt mál að þurfa að sniðganga lög, sem búið er að staðfesta af hinu háa Al- þingi. Ég vil sérstaklega nefna notkun og misnotkun stefnuljósa. Séu þau misnotuð eins og sjá má hér daglega án þess að lögreglan hafi mannskap eða tíma til að líta á það sem lagabrot, er eðlilegast að slík lög séu afnumin. Þeir fáu sem eru að reyna að nota stefnuljós setja þau á um leið og þeir koma í beygjuna í stað þess að gera það 10 metrum fyrr. Af þessu stafar hætta. Að nota ekki eða misnota stefnuljós tefur í mörgum tilfellum umferðina og skapar hættu. Það er erfitt að láta sér detta í hug að hér sé starfræktur ökuskóli auk heils dálks í símaskrá yfir sjálf- stæða ökukennara en sjá ekki betri árangur í umferðinni en blasir við. Viðurlög hér á landi við umferðar- brotum eru alltof lág. Mennirnir sem óku framhjá Hofsstaðaskóla á 130-140 km hraða hefðu unnið sér inn erlendis a.m.k. 10 ára ökuleyfis- missi auk hárra sekta. Hneykslist þeir sem hafa efni á. ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, fv. lögregluþjónn, Sólheimum 23, Reykjavík. og fáið allt upp í hendurnar, getið sofið fram eftir á hveijum morgni en ég þarf að vinna 5 daga vikunn- ar.“ (Hún er í mjög léttri vinnu. Frekar vildu margir hafa góða vinnu en að vera í megrun heima á vegum Tryggingastofnunar ríkis- ins). Ég held að nú sé sá tími kominn að aldraðir og öryrkjar geta látið til sín taka því nú fara flokkarnir að smala í réttirnar fyrir kosningar ef að líkum lætur. Hugsið ykkur nú vel um og látið ekki fagurgalann hafa áhrif á ykkur því þetta eru flest svikahrappar, og þá ber að varast. En til eru menn sem vilja vel, það er bara að finna þá og það er hægt. Vítin eru jú til að varast þau, ekki satt? Kannski verður maður fjallkóngur. Hver veit. „Lögmál Drottins er lýtalaust, hressir sálina, vitnisburður Drottins er áreiðanlegur, gerir hinn fávísa vitran.“ SKÚLI EINARSSON Tunguseli 4, Reykjavík. Frá Rúnari Kristjánssyni: ÉG VIL leyfa mér að segja frá mjög merkilegri bók sem nýlega var gefin út og segir frá því að uppgötvað hefur verið dulmál í texta Biblíunnar. Margir hafa trúað því að slíkt dulmál væri falið í hinni helgu bók og leitaði Sir Isaac New- ton til dæmis lengi að því. En nú er komið á daginn að ekki var unnt að finna þetta dulmál nema með tölvu. Það var því tímalás tækniþróunar á dulmálinu. Á káp- usíðu bókarinnar, sem heitir ein- faldlega „The Bible Code“, er að finna eftirfarandi kynningarorð: „í 3000 ár hefur dulinn texti verið til staðar í Biblíunni. Nú hef- ur hann verið afhjúpaður með tölvu - og hann segir okkur hugsanlega frá því sem framtíðin ber í skauti sér. Dulmálið var leyst af ísraelsk- um stærðfræðingi sem kynnti niðurstöður sínar í þekktu vísinda- riti. Þær hafa síðan verið staðfestar af kunnum stærðfræðingum víða um heim. Bandaríski rannsóknarblaða- maðurinn Michael Drosnin, sem skrifaði metsölubókina „Gitizen Hughes“, hefur rannsakað þetta Biblíu-dulmál undanfarin fimm ár. í upphafi var hann mjög efagjarn á gildi þess, enda tekur hann það skýrt fram að ekkert hafi verið tekið gilt á trúarlegum forsendum, hann hafi eingöngu verið að leita sannleikans. En nú er hann búinn að senda frá sér þessa bók, The Bible Code, og segir hann að hún sé nokkurs konar upphafsskýrsla um þetta stórmerkilega mál. Hið 3000 ára gamla dulmál í Biblíunni segir frá atburðum sem gerst hafa þúsundum ára eftir að Bókin var rituð. Það segir frá morðum Kennedy-bræðranna, sprengjutilræðinu í Oklahoma, kjöri Bill Clintons, - öllu frá síð- ari heimsstyijöld til Watergate, frá helförinni til Hiroshima, frá lend- ingunni á tunglinu og til áreksturs halastjörnunnar við Júpiter. í ein- stökum, dramatískum tilfellum voru spásagnir í smáatriðum fundnar fyrirfram og síðan gerðist allt nákvæmlega eins og sagt var fyrir í Biblíu-dulmálinu. Dagsetn- ing árekstursins á Júpíter fannst mánuðum fyrir hvellinn. Michael Drosnin fann sjálfur fyrirsögn um morð Ytzhaks Rabin í dulmálinu, rúmu ári áður en morðið var fram- ið. Hann kom aðvörun á framfæri til forsætisráðherrans, en það breytti engu. Eftir morð Rabins, sem átti sér stað nákvæmlega eins og sagt var fyrir um, átti Drosnin viðræður við Peres forsætisráð- herra og yfirmann Mossads um málið. Drosnin átti líka viðtöl við sérfræðinga í Bandaríkjunum og víðar og eyddi mörgum vikum í rannsóknir með hinum heims- kunna stærðfræðingi Dr. Eliahu Rips sem fyrstur uppgötvaði dul- málið. Hann hitti líka fræga stærð- fræðinga við Harvard og Yale skólana og Hebreska háskólann. Hann ræddi ennfremur við hátt- settan dulmálssérfræðing hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkj- anna, sem staðfesti að það væri dulmál í Biblíunni sem segði fyrir um framtíðina. Enginn veit enn hvort Biblíu-dul- málið segir okkur nákvæmlega hvað á eftir að gerast. En dulmálið gæti verið viðvörun til þessa heims, um einstæða hættu. EF til vill hin raunverulegu ragnarök - kjarn- orku-heimsstyijöld. Hvernig sem annars er á það litið, knýr Biblíu- dulmálið okkur til að meðtaka það sem Biblían sjálf getur aðeins beð- ið okkur um að trúa - að við séum ekki ein. Og þá vaknar sú spurning í hugum okkar, lýsir Biblíu-dulmál- ið óhjákvæmilegri framtíð eða fleiri mögulegum valkostum framtíðar sem ráðast eftir því hvernig við höldum á málum?“ Þannig eru kynningarorð þessar- ar bókar. Ef til vill segir þetta mál fólki í dag gamlan sannleik með nýjum hætti, að Biblían er ekki úrelt bók og úr takt við það sem er að gerast í dag. Hún getur talað til hvaða tíma sem er, ef menn vilja gæta að því sem hún segir og ígrunda það. Hugsanlega býr hún yfir skilaboðum sem núverandi þekking manna fær ekki oginberað en sem bíða síns tíma. Ég hvet alla sem vilja fræðast og kynna sér hlutina til að lesa þessa bók - The Bible Code - og hugleiða hana, því hún er vissulega þess virði. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Kvlkmyndaskóli k m I S L A N D S Zja inánaða námskeið í kvihmyndagerð ► Námið byggist á öllum helstu grunnþáttum kvikmyndagerðar, þ.e. leikstjórn, kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu, leikmynd, förðun og framleiðslu. Leiðbeinendur og fyrirlesarar eru 19 talsins, þar af margir af helstu kvikmyndagerðarmönnum landsins. Námskeiðið stendur yfir frá 13. október tíf 6. desember 1997. i Athugið að hægt er að velja um dag- eða kvöldhóp. Þetta er einstakt tækifæri fyrir verðandi kvikmyndagerðarfólk eða þá sem vilja öðlast þekkingu í gerð kvikmyndí Yr' Nokkur sæti enn Umsóknarfrestur rennur út 8. óktóber, Upplýsingar og skráning í síma'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.