Morgunblaðið - 03.10.1997, Síða 60
60 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HASKOLABIO
HASKOLABIO
Hver verður
^^fyrstur til að
r'Æ fara?
■k-kic 'kmi
kkk ov
Gdntact
Álfnlmkkn 0, «*irní S87 0900 oí| 507 0905
Tommy Lee Jones
Hardt(oé(
“Heitasta mynd ársins er komín! Tommy Lee
Jones einn gegn eldfjalli í miðborg Los
Angeles. Stærsta stórslysamyndin á þessu
ári, ekki missa af henni!“
Leikstjóri: Mick Jackson.
Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones (The
Fugitive) & Anne Heche.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.05 un
★ ★#£2
★ ★★mw
breakd<
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
B.i 14.
Sýnd kl 5. bho.
nmr Sýnd kl. 7.15. aii2
nm
<fj Sýnd kl. 5.
með fsl. tali
www. sa mf i I m.ís
Skýrslur FBI um Lennon gerðar opinberar
Baráttan heldur áfram
EFTIR 16 ára bið hefur Alríkislög-
regla Bandaríkjanna, FBI, gert öll
leyniskjöl um Bítilinn John Lennon
opinber nema tíu. FBI hafði barist
fyrir því að fá að halda þeim leyni-
legum á grundvelli þjóðaröryggis
síðan Jonathan M. Wiener, pró-
fesser við Háskóla Kaliforníu,
óskaði eftir þeim fyrir 16 árum.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu sagði einn af lög-
fræðingum Wieners að greinilegt
væri á skjölunum að alríkislögregl-
an hefði ekkert betra við tímann að
gera en að hlera rausið í páfagauk
og slúður um rokkstjömur sem
vildi svo til að tækju pólitíska af-
stöðu.
„FBI á að eltast við glæpamenn,
ekki hindra fólk í að gagnrýna for-
setann,“ sagði hann ennfremur.
Ekkert í skjölunum bendir til þess
að Lennon hafí gerst brotlegur við
lögin. í einu skjali er niðurníddri
Dömu- & herrapeysui
I á Löngum lau.
20% afsl.
r verðáður 6.790 kr.
I á Löngum íau
L 4.490 kr.
SENDUM I
PÓSTKRÖFU
JOHN Lennon var
Bandaríkjastjórn óþægur ljár í
þúfu á hippaárunum.
íbúð vinstrisinna í New York lýst
og greint frá því að hann hafi þjálf-
að páfagaukinn sinn til að segja:
„Það var lóðið,“ í hvert skipti sem
umræður urðu líflegar. Einnig að
hann hafí ítrekað reynt að kenna
honum að segja: „Éttu skít“.
I öðrum skjölum kemur fram að
lögreglan í New York og alríkislög-
reglan höfðu báðar leitast við að
handtaka Lennon fyrir eiturlyfja-
misferli, en án árangurs. Einnig að
FBI, undir stjórn J. Edgars
BROT af þeim
leyniskjölum um
Lennon sem gerð
hafa verið opinber.
Hoover, hefði haft
samband við fulltrúa
dómsmálaráðuneyt-
isins og starfs-
mannastjóra
Nixons Bandaríkja-
forseta, til að ráða
úr því hvemig taka
ætti á Lennon.
FBI hefur
bragðist skjótt við
þeirri gagnrýni
sem stofnunin
hefur fengið á sig
eftir að skjölin
vora gerð opin-
ber. Hún hefur
haldið því fram
að ástæðan fyrir
eftirlitinu með Lennon hafi
verið sú að tíðarandinn hafi verið
annar. „FBI hefði ekki sett svona
rannókn af stað undir núgildandi
lögum og reglum," sagði talsmaður
stofnunarinnar.
Strikað hafði verið yfir hluta af
skýrslunum þegar FBI lét þau af
hendi og dómsmálaráðuneytið neit-
ar að afhenda tíu skýrslur. Banda-
ríkjastjórn hefur haldið því fram að
ekki sé hægt að gera þær opinber-
ar vegna þess að það brjóti í bága
við samkomulag við annað ríki, sem
hafi veitt upplýsingar um Lennon.
Líklegt er talið að það sé Bretland
eða Kanada sem um ræðir.
Að sögn Wieners verður farið í
mál við FBI til að reyna að fá að-
gang að síðustu tíu skjölunum í
skýrslunni um Lennon. „Þeir
sögðu að möguleiki væri á því að
erlend ríki svöruðu í sömu mynt,
en þar sem þau eru sennilega
Kanada eða Bretland tel ég það af-
ar ósennilegt," sagði hann. „Það er
fáránlegt að halda því fram um 25
ára gömul skjöl sem fjalla um frið-
arbaráttu látinnar rokkstjörnu."
Aðspurður um hvort Yoko Ono,
ekkja Lennons, fylgdi honum að
máli sagðist hann ekki hafa rætt
við hana nýlega. „En mér skilst að
hún vilji frekar einbeita sér að
framtíðinni en fortíðinni,“ sagði
hann.