Morgunblaðið - 12.10.1997, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.10.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 11 HUGMYNDIR U M SAMRUNA BANKA Landsbanki/íslandsbanki: Samruni gæti skilað mikilli hagræðingu en möguleikinn er lítið ræddur m Landsbanki/Búnaðarbanki: Mikill áhugi Landsbankamegin, en aðrir óttast að slíkur risabanki muni raska samkeppnisstöðunni Íslandsbanki/Búnaðarbanki: íslandsbankamenn sækja fast á um sameiningu, en andstaða er við hugmyndina í Búnaðarbanka Sparisjóðir/Búnaðarbanki: Sparisjóðir hafa viðrað hugmyndir um kaup á Bún- aðarbanka, en bent er á að sjóðirnir þurfi að breyta fyrst eignarhaldi sínu áður en málið komist á dagskrá Bankar og sparisjóöir: Nokkar lykiltölur Lands- banki íslands- banki Búnaðar- banki Sparisj.- banki Sparisj. samtals Hreinar rekstrartekjur 6.203,1 4.362,2 3.569,1 347,9 4.172,9 Alm.rekstrark. samtals 4.120,8 2.693,6 2.453,0 152,3 1.276,0 Víkjandi skuldir 1.994,7 1.185,0 0 0 279,9 Eigið fé samtals 6.593,9 5.387,4 4.184,4 1.062,6 6.928,7 Hversu stórir yrðu sameinaðir bankar? Hreinar rekstrartekjur Alm. rekstr.kostn. samtals Víkjandi skuldir Eigið <é samtals Afsieíósliisíaðir jniiJánssíflfiiana Viðskiptabankar Landsbanki íslands l,andsb. & Islandsb. Landsb. & Búnaðarb. íslandsb. & Búnaðarb. Sparisj.& Sparisj.b.& Búnaðarb. 10.565,3 9.772,2 7.931,3 8.089,9 6.814,4 6.573,8 5.146,6 3.881,3 3.179,7 1.994,7 1.185,0 279,9 11.981,3 10.778,3 9.571,8 12.175,7 SíarfsinannafjöJtii viöskijita- öanka ðs sparisjöða í árslok 1996 62 Búnaðarbanki íslands 35 íslandsbanki 33 Sparisjóðabanki íslands 1 Sparisjóðir 51 Póstgíróstofa 1 Afgreiðslustaðir samtals 183 '85 '86 '87 '88 '94 '95 um þessa hugmynd á aðalfundi bankans skömmu síðar í marsmán- uði 1996 og lýsti þeirri skoðun sinni að slík sameining ríkisbankanna tveggja raskaði samkeppnisstöð- unni. Þá yrði erfitt fyrir ríkið að selja hinn sameinaða ríkisbanka. Hins vegar væru fleiri kostir til og auðveldlega mætti sýna fram á að rekstrarleg sameining íslands- banka og Búnaðarbanka skilaði mikilli hagræðingu. „Því eigum við að leita leiða til að það geti gerst. Eg tel því að Islandsbanki eigi að lýsa sig fusan til að kaupa Búnað- arbankann ásamt fleiri áhugasöm- um aðilum. Það geti gerst með beinum greiðslum, svo og með hlutafé sem ríkið getur selt þegar því þykir henta. Ekki verður fram hjá því litið að við höfum mikla reynslu af sameiningu banka. Loks myndi sameining Búnaðarbanka og Islandsbanka skapa mun jafnari samkeppni því sameinaðir væru þeir svipaðir að stærð og Lands- bankinn." Sparisjóðimir létu ekki sitt eftir liggja og á aðalfundi SPRON árið 1996 lýsti Baldvin Tryggvason, sem þá var að láta af starfi sparis- sjóðsstjóra, því yfir að staðan væri einfaldlega sú að ef einhverjar innlánsstofnanir í landinu hefðu raunverulega ráð á að kaupa Bún- aðarbankann, þá yrði það spari- sjóðafjölskyldan. Svo vildi til að útibúanet Búnaðarbankans félli vel að sparisjóðakerfinu og raun- hæf og skjótvirk hagræðing gæti átt sér stað með samhæfingu sparisjóðanna og Búnaðarbank- ans. Pólitískan vilja þarf til Forráðamenn íslandsbanka hafa ekki látið af fyrmefndri skoðun sinni um að sameina beri íslands- banka og Búnaðarbanka. Kristján Ragnarsson segir að málið hafi færst nær því að hægt sé að takast á við það eftir stofnun hlutafélag- anna um ríkisbankana. „Það þarf fyrst og fremst pólitískan vilja til að takast á við þetta mál. Að mínu mati væri það mjög óskynsamlegt að seija Búnaðarbankann einan og sér og viðhalda þar með þessum þremur bönkum. Fremur ætti að leita leiða til að auka arðsemi þessa kerfis og stuðla að eðlilegri og betri samkeppni. Islandsbanki gæti annaðhvort sótt sjálfur hluta- fé til að geta keypt bankann eða ríkið fengi markaðshæf bréf út úr sameiginlegum banka í sammna sem það gæti selt strax og gert sér fjármuni úr verðmætum í Búnað- arbankanum. Það þarf pólitíska ákvörðun og vilja til að stuðla að þessu. Það tel ég að hafi verið gert þegar bankamir fjórir voru sam- einaðir í íslandsbanka. Ég held að allir hafi séð að það hafi verið skynsamleg niðurstaða og það hafi verið einn áfangi til bætts banka- kerfis.“ Allir horfa á alla Stöðu mála um þessar mundir * virðist svipa á vissan hátt til I stemmningar á sveitaböllum hér á áram árum, þar sem karlmenn sátu á bekk öðram megin í salnum og konur hinum megin. I banka- heiminum horfi allir á alla, en enn sem komið er hafi engum verið boðið upp í dans. Forráðamenn íslandsbanka hafa leitað fast eftir því við einstaka I ráðherra að hefja umræðu um , sameiningu Islandsbanka og Bún- aðarbankans. Engar viðræður era þó í gangi um þessar mundir en þeir Islandsbankamenn era taldir njóta ákveðins stuðnings við hug- mynd sína. Með samrana Islands- banka og Búnaðarbanka yrði til töluvert stærri eining en Lands- bankinn. Því er haldið fram að kröftug samkeppni myndi án efa skapast milli hins sameinaða banka og Landsbankans. Ekkert þykir útilokað í þessum efnum og er alveg eins rætt um að hagkvæmt geti verið að sameina ríkisbankana eða jafnvel Lands- bankann og Islandsbanka. Sa- meining ríkisviðskiptabankanna yrði hraðvirkasta uppstokkunin sem völ er á og hún er sögð lækka rekstrarkostnað um 1 milljarð strax á fyrsta ári. Ahugi Lands- bankamanna fyrir þessari hug- mynd hefur greinilega ekkert dvínað. Bent er á að þetta sé einnig mjög spennandi kostur fyrir ríkið því sameinaður banki yrði mun verðmætari en bankarnir hvor í sínu lagi. Aðrir benda á að heilbrigðara sé af samkeppnisá- stæðum að hafa tvær svipaðar stofnanir á markaðnum, heldur en eina gríðarstóra. Minna er i-ætt um möguleika á samrana Islands- banka og Landsbanka, en hann á þó ekkert síður að geta skilað mik- illi hagræðingu. Landsbankinn hefur reyndar nóg á sinni könnu því bankinn mun á næstu áram eignast smám sam- an helmings hlut í VIS ásamt því að þróa samstarf við tryggingafé- lagið. í því samstarfi felast mörg sóknarfæri fyrir báða aðila. Von er á nýjungum þar sem fjármálaþjón- usta verður tengd tryggingum frá VÍS. Bankinn gæti einnig notið góðs af sterkri stöðu VIS varðandi ýmiss konar fjármögnun og sölu- tryggingar útboða auk þess sem samnýta mætti einstaka rekstrar- þætti. Bæði einstaklings- og fyrir- tækjaþjónusta þessarar sam- steypu gæti þannig orðið miklu beittari en hjá Landsbankanum einum og sér. Lítill eða enginn áhugi virðist vera fyrir hendi í Búnaðarbankan- um á samrana við íslandsbanka heldur virðast menn þar á bæ þvert á móti mjög andsnúnir öllum slíkum hugmyndum. Fyrirtækja- bragurinn í þessum tveimur bönk- um þykir einfaldlega svo ólíkur að álíka erfitt yrði að renna þeim saman eins og blanda saman olíu og vatni. Á það er hins vegar bent, að Búnaðarbankinn þurfi að marka sér einhverja sérstöðu til að eiga sér lífsvon. Mögulega gæti bank- inn breyst í eins konar fyrirtækja- banka og annast eingöngu við- skipti við stærri viðskiptavini. Fjárfestingarbankinn ber víurnar í menn Fjárfestingarbanki atvinnulífs- ins hefur blandast mjög inn í þá umræðu sem fram fer um framtíð bankakerfisins. Flest bendir til að forráðamenn Fjárfestingarbank- ans hafi í undirbúningi að bjóða mun víðtækari fyrirtækjaþjónustu en fjárfestingarlánasjóðirnir hafa gert til þessa. Bankinn mun að öll- um líkindum hefja beina sam- keppni við bankana á sviði skamm- tímalána til fyrirtækja, viðskipta með gjaldeyri, verðbréfaútgáfu o.fl. Til þess era allar heimildir fyr- ir hendi og bankinn gæti jafnvel sóst eftir lagaheimild frá alþingi sem gerði honum kleift að taka á móti innlánum frá fyrirtækjum. Viðskiptabankamir era þegar byrjaðir að finna fyrir samkeppn- inni um hæfustu starfsmennina því fullyrt er að Bjarni Armannsson, forstjóri, sé þegar byrjaður að bera víurnar í einstaka starfsmenn þeirra. Reyndar eru vonir bundnar við að vegna stærðar sinnar muni Fjárfestingarbankinn m.a. beina kröftum sínum að mjög sérhæfðri fjármögnun á borð við verkefna- fjármögnun. Þar gæti verið um að ræða verkefni í líkingu við fjár- mögnun Hvalfjarðargangna, ál- vers Columbia Ventures, orku- framkvæmda o.s.frv., en slík fjár- mögnun krefst mikillar sérþekk- ingar. Fyi-irmyndir að Fjárfestingar- bankanum era upphaflega annars vegar sóttar til danska iðnlána- sjóðsins, FIH, og hollenska fjár- festingarbankans, NIB. Þessar stofnanir vora upphaflega ríkis- reknar langtímalánastofnanir en breytingar hafa orðið á eignaraðild og viðskiptabankar eiga orðið stór- an hlut. Danskir viðskiptabankar eiga nokkum hlut í danska sjóðn- um á móti Seðlabankanum og ENG-bankinn á hlut í hollenska bankanum á móti opinberam aðil- um þar í landi. í báðum tilvikum hafa þessar stofnanir haldið áfram sinni sérgreindu fjárfestingarþjón- ustu. Það þykir líklegt að einhverjir viðskiptabankanna og sparisjóðim- ir muni sjá sér hag í því að gerast kjölfestufjárfestar í Fjárfestingar- bankanum. Má rifja upp að bank- amir gerðu stjórnvöldum tilboð í eignir fjárfestingarlánasjóðanna á sínum tíma. I þessum efnum bein- ast augu manna sérstaklega að Búnaðarbankanum. Landsbankinn hefur í nógu að snúast eftir kaupin á helmings hlut í VIS, sparisjóðirn- ir eiga aftur á móti Kaupþing sem þeir hafa breytt í fjárfestingar- banka og Islandsbanki starfrækir sinn eigin lánasjóð, Verslunarlána- sjóð. Búnaðarbankinn gæti hins vegar sérhæft sig í þjónustu við fyrirtæki, eins og áður er getið, samhliða því að eiga stóran hlut í Fjárfestingarbankanum. Sparisjóðamenn á fund ráðherra Ekki er hægt að útiloka spari- sjóðina frá þessari umræðu. Þeir hafa fylgst grannt með þróuninni og ætla sér hlut í þeim breytingum sem munu eiga sér stað. Er fullyrt að forráðamenn sparisjóðafjöl- skyldunnar hafi þegar viðrað hug- myndir sínar við einstaka ráðhema og kynnt þeim áhuga sparisjóð- anna á því að taka þátt í fjárfest- ingum í tengslum við einkavæðing- una. Sparisjóðirnir hafa verið að koma sér betur fyrir á fjármagns- markaðnum og þétta þjónustunet sitt undanfarin ár. Þannig hafa þeir eignast alfarið Kaupþing, Al- þjóða líftryggingafélagið og stofn- að SP-Fjármögnun. Þeir hafa auk- ið markaðshlutdeild sína á kostnað bankanna og eru komnir upp fyrir bæði Búnaðarbanka og Islands- banka. Þar að auki hafa þeir hagn- ast meira en aðrir, sem hefur skil- að sér í því að samanlagt eigið fé þeirra er orðið nokkuð meira en Landsbankans, eins og sést á með- fylgjandi töflu. Sparisjóðirnir telja sig því hafa meiri burði til að fjár- festa heldur en aðrir aðilar á markaðnum. Engin ákveðin mark- mið hafa þó verið sett um fjárfest- ingar heldur hyggjast menn þar á bæ bíða átekta þar til ljóst verður hvemig samspilið verði milli Bún- aðarbanka og Fjárfestingarbanka. Ennfremur er horft til þess hvern- ig tryggingafélög eiga eftir að koma inn í þessa mynd. Við fyrstu sýn þykir Fjárfestingarbankinn koma til greina sem fjárfestingar- kostur, þar sem hann félli vel að núverandi starfsemi sparisjóð- anna. Sparisjóðir í einskis manns eigu Sparisjóðirair virðast hins vegar litnir hornauga í bankakerfinu og því haldið fram að ekki komi til greina að þeir fái að kaupa Búnað- arbankann fyrr en ljóst sé hverjir séu í raun og vera eigendur sjóð- anna. Eins og sakir standa séu þeir í einskis manns eigu. „Það á að breyta sparisjóðunum í hlutafélög þannig að hægt sé að tala um eig- endur en ekki einhverja eigenda- klíku. Það era einn eða tveir menn sem ráða öllu í stóra sparisjóðun- um. Þeir verða að koma sínu rekstrarformi fram í nútímann," sagði ónefndur viðmælandi blaðs- ins. Annar bætti við að ef spari- sjóðunum yrði breytt í hlutafélög væri komið upp mjög öflugt fyrir- tæki. Sparisjóðamenn hafa ekki látið slíka gagnrýni á sig fá heldur svar- að því til að sparisjóðirnir séu sjálfseignarstofnanir. Það eignar- form sé alþekkt um alla Evrópu. Hins vegar era sparisjóðimir með það til skoðunar að gefa út stofn- fjárskírteini í B-deild sem gætu gengið kaupum og sölum á verð- bréfamai’kaði. Þar með kæmu til skjalanna nýir hluthafar sem gætu haft áhrif á ákvarðanir á aðalfund- um. Sala bréfa dregur úr áhrifum ríkisins Línur hljóta að skýrast í þessum málum um mitt næsta ár þegar hefjast á handa við að selja nýtt hlutafé í bönkunum og tæplega helmings hlut ríkisins í Fjárfest- ingarbankanum. Gert er ráð fyrir að selja ný hlutabréf í Landsbank- anum og Búnaðarbankanum í dreifðri sölu í fyrsta áfanga til að fjölga hluthöfum og uppfylla þar með skilyrði fyrir skráningu á Verðbréfaþingi. Á þennan hátt er ætlunin að láta bankana verða að sjálfstæðum hlutafélögum á mark- aði sem lúti almennum lögmálum. Það muni aftur draga úr áhrifum ríkisins á þessar stofnanir. Hvað Fjárfestingarbankann áhrærir er gert ráð fyrir að hluti bréfanna verði settur í dreifða sölu og ákveð- inn hlutur boðinn upp meðal stærri fjárfesta. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þessu efni. Á heildina litið má segja að vera- leg andstaða sé við aðferð stjórn- valda við hlutafjárvæðingu ríkis- bankanna og sölu hlutafjár. í því sambandi er sérstaklega bent á að pólitísk stefnumörkun ríkisstjórn- arinnar sé að selja ekki hlutabréf í ríkisbönkunum næstu fjögur árin. Þótt boðið verði út nýtt hlutafé sé það málamyndagerningur sem í reynd hafi engar breytingar í fór með sér. Þetta tækifæri sem hægt hefði verið að nýta til uppstokkun- ar á bankakerfinu hafi ekki verið nýtt. „Ég er hræddur um að hið ís- lenska bankakerfi muni einfaldlega þorna upp ef þar verða ekki breyt- ingar. Mér finnst skorta róttæka uppstokkun í þessu kerfi og held að það hefði verið skynsamlegast að losa ríkið út úr þessum fjármála- stofnunum. Jafnframt hefði þurft að tryggja dreifða eignaraðild með erlendri þátttöku,“ sagði einn við- mælandi blaðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.