Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 13

Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ KIMATTSPYRIMA SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 13 18ára liðið til Finnlands Guðni Kjartansson, þjálfari piltalandsliðsins, U-18 ára, hefur valið 17 leikmenn fyrirleikina í Evrópukeppninni sem fram fara í Finnlandi um næstu helgi. ísland er í riðli með Finnlandi, Austurríki og Litháen. Efsta liðið eftir riðla- keppnina fer áfram í úrslitakeppn- ina. Eftirtaldir leikmenn voru valdir: Markverðir: Stefán L. Magnússon, Bayern Ómar Jóhannsson, Keflavik Aðrir leikmenn: Árni Ingi Pjetursson, Fram, Arnar Hrafn Jóhannsson, Val Freyr Karlsson, Fram Haukur Hauksson, Fram Stefán Gíslason, KVA Kristján H. Jóhannsson, Reyni Bjarni Guðjónsson, Newcastle Reynir Leósson, ÍA Sæmundur Friðjónsson, Stjörnunni Guðmundur Steinarsson, Keflavík Tryggvi Björnsson, Víkingi Björgvin Vilhjálmsson, KR Hálfdán Gíslason, Bolungarvík Jóhann Hreiðarsson, Val. Liðið heldur til Finnlands á þriðjudag. Patrekur kominn á fulia ferð PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður i liandknatt- leik, lék í fyrsta sinn með liði sínu Essen sl. fimmtudag eftir sex vikna hvíld vegna hné- meiðsla. Essen lék þá við lið úr 3. deild í bikarkeppninni og vann með 14 marka mun. Patrekur gerði 7 mörk í leikn- um og lék aðeins með í 30 mínútur. „Ég er allur að koma til,“ sagði Patrekur. „Ég hef æft með liðinu í fimm daga og fínn ekkert til og er bjart- sýnn. Við spilum á morgun [í dag] við Rheinhausen í deild- inni og ég reikna með að spila allan þann leik.“ Triplett sendur heim TODD Triplett, bandariski körfuknattleiksmaðurinn sem var þjá Val, hefur verið send- ur heim. Svali Björgvinsson, þjálfari Vals, sagði að Trip- lett hefði verið meiddur og eins hefði hann ekki verið nægilega góður. „ Við erum ekki að halda leikmönnum hér á launum ef ekki er hægt að nota þá. Við erum að vinna í því að fá annan bandariskan leikmann enda veitir okkur ekki af,“ sagði Svali. garðpíöntustöMn VÍB veg 8nr 3741 Hvammur' í Ölfusi GarSyrkjiifólk. ! Sterkar vtöiplöntur ipottum j'yrir haustgróöursetningar. Hagstætt verö. Símí 403 4840 Sepp Blatter, framkvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusambandsins „Skriðtæklingar11 á að Sepp Blatter, framkvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusam- bandsins (FIFA), sagði við þýsku fréttastofuna SID fyrir helgi að forystumenn knattspyrnumála í heiminum vildu banna „skriðtækl- ingar“ til að gera leikinn áhuga- verðari og vernda hæfileikaríka leikmenn fyrir hugsanlegum meiðslum, sem gætu haft áhrif á ferilinn. „í framtíðinni verðum við að banna allar „tæklingar" og koma algerlega í veg fyrir ruddaskap," sagði Blatter. „Ekki er hægt að réttlæta að leikmenn eins og Marco van Basten, Rudi Völler eða Ron- aldo séu sparkaðir niður því áhorf- endur mæta á leiki til að sjá svona menn.“ Blatter sagði að FIFA hefði þeg- ar kvatt alþjóðanefndina, sem starf- ar sjálfstætt á vegum FIFA og hef- ur með knattspyrnulögin að gera, til að gera umræddar breytingar á reglunum en í næstu viku verður dagskrá fundar nefndarinnar í mars á næsta ári ákveðin. Hann sagði ennfremur að umræddum breyting- um hefði almennt verið hafnað þeg- ar málið hefði verið fyrst til um- ræðu. Síðan hefði það verið tekið fyrir á ný og yrði á dagskrá í mars. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, gerði lítið úr þessum hugmyndum, en hann þótti harður í hom að taka í bakvarðarstöðunni á sínum tíma. „Einn á móti einum er hluti af knattspyrnunni og hvorki ég né Júrgen Kohler höfum endað banna feril miðherja." Samkvæmt knatt- spyrnureglum má leikmaður skalla boltann til eigin markvarðar en Blatter sagði að áhugi væri fyrir því að banna slíkar sendingar. Breytingar á reglum gætu verið ákveðnar fljótt og jafnvel yrðu breyttar reglur á HM í Frakklandi næsta sumar. „Bannað verður að skalla til eigin markvarðar í fram- tíðinni, jafnvel þegar á heimsmeist- arakeppninni í Frakklandi," sagði Blatter. Nýjasta meistaraverk völkswagen er Verð er frá kr. 1.032.129.- án vsk. Volkswagen Transporter er mest seldi sendiblll á Islandi árið 1996. Verð er frá kr. 1.361.446.- án vsk. Nýi LTsendiblllinn er sá stærsti i stórri fjölskyldu atvinnutækja frá Volkswagen. Verð á lágþekju erfrá kr. 2.369.478.- án vsk. Einn vinsælasti fólksbill allra tlma, WJ Golf, nýtur sífellt vaxandi hylli sem sendisveinn. Verð er frá kr. 951.807.- án vsk. Pær eru margar góðar sturídimar sem fólk hefur átt í Caravelle hópferðabilnum. Verð erfrá kr. 2.420.000,- með vsk. Transporter Double Cab eru ódrepandi vinnuþjarkar sem aldrei gefast upp. Verð er frá kr. 1.582.329.- án vsk. Allar gerðir Transporter fást fjórhjóladrifnar. Verð er frá kr. 1.775.100.- án vsk. Votkswagen Polo er snöggur og lipur bill sem kemurslfellt á óvart. Verð er frá kr. 793.574,- án vsk. Volkswagen Öruggur á alla vegu! Transporter háþekjanhentar þeim sem þurfa meira rými fyrir vörur. Verð er frá kr. 1.734.137.- án vsk. HEKLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.