Morgunblaðið - 12.10.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.10.1997, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sprenging hefur orðið í fjarkennslu hér á landi ÍSLENSKIR skólar fóru nokkuð snemma að fóta sig áfram við fjar- nám á flestum skólastigum. Grunn- skólastigið er ekki undanskilið því að með styrk frá menntamálaráðuneyt- inu var gerð tilraun með fjarnám nemenda á Bakkafirði við 10. bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri vetur- inn 1995 til 1996. Sigríður Kristín Bjarnadóttir, kennari, segir að reynslan hafi verið svo góð að kenn- ararnir hafi ákveðið að halda áfram að sinna þörfinni fyrir fjarnám innan skólans. Kennaramir hafi ekki látið það stöðva sig að aðeins ein tölva í skólanum væri tengd við netið og margir hafi drifið í að koma upp tölvukosti heima. „Núna erum við með um tug nem- enda frá barnaskólastigi upp í ung- lingastigið í fjamámi og stunda flest- ir nám í stærðfræði og íslensku. Börnin hafa farið til lengri eða skemmri dvalar með foreldmm sín- um erlendis, t.d. í Þýskalandi og Bretlandi. Fjamámið er sérstakiega eftirsóknarvert ef bömin dveljast lengi erlendis því að þó töluð sé ís- lenska inn á heimilinu er hætt við að orðaforði týnist niður. Bömunum getur því reynst erfitt að koma aftur á viðkvæmum aldri inn í íslenskan skóla,“ segir Sigríður Rristín og fram kemur að til standi að íslenskur nem- endi taki samræmt próf á skólaárinu í Danmörku. Forskot VMA á framhalds- skólastiginu Fjamámið er einna lengst komið á framhaldsskólastiginu. Sú þróun er fyrst og fremst að þakka starfsliði Verkmenntaskólans á Akureyri. Haukur Ágústsson, kennslustjóri fjarkennslu og fullorðinsfræðslu, seg- ist ekki hafa verið ýkja hrifinn af tölvunum til að byrja með. Smám saman hafi hins vegar þróast með honum löngun til að reyna að nota tölvur til fjarkennslu. „Eiginlega bárum við Adam Óskarssson tæknimaður hugmyndina um að nota tölvur við kennslu undir skólameistara í hálfgerðu bríaríi. Eftir að hann hafði gefið grænt ljós fóru hjólin hins vegar að snúast mjög hratt áfram. Tölvubúnaðurinn var fremur fábrotinn til að byrja með. Verkefnin voru unnin á eina tölvu og diskettan borin í aðra til að senda út. í AFSKEKKTRI sveit á eyju lengst norð- ur í hafí hefur húsfreyjan á bænum lokið við verkin og skipt um ham. Með aðstoð einkatölvu er hún orðin nemandi í bekk með samnemendum út um víða veröld. Að- eins sameifflnlegt markmið 1 endalausri jjekkingarleit sameinar hópinn - og þó - tölva og mótald til að útmá fiarlægðina. Anna G. Ólafsdóttir kemst að því að sífellt fleiri bætast í hópinn og eðli samskiptanna ræður því að erfítt er ao slá á fiölda fiar- * námsnemenda í heiminum öllum. Oháðir tíma og rúmi nálgast nemendur fræðara, stunda nám og ljúka námi við tölvuna. Fjárveitingar voru löngu frágengnar og því unnum við kauplaust fyrstu önnina. Nemendur voru 15 og aðeins voru tveir enskuáfangar í boði,“ segir hann. Á fáum árum hefur orðið spreng- ing í vexti fjarnámsins. Kennurum þurfti að fjölga um 16 í 40 í haust. Nemendur eru orðnir 260 og 75-80 áfangar í yfir 30 greinum eru í boði í fjarnáminu. Aðeins vantar lokaáfang- ann í stærðfræði til að boðið sé upp á alla skylduáfanga á öllum brautum dagskólans. „Hér er að verða stórstíg þróun. Við höfum verið að fikra okk- ur áfram í starfstengda náminu. Næstu skref verða stigin á því sviði og er áhersla lögð á að þróa náms- göng sem falla að fjarkennslunni. Hugmyndin er að komið verði upp námskeiðum þegar við á í verklegu greinum," segir hann. Fjarkennslan byggist upp á því að valda nemendum eins lítilli röskun í persónulegu umhverfi og hægt er og er námið ekki aðeins stundað af landi, hérlendis og erlendis, því hluti skipsáhafnar kom sér upp búnaði til að stunda námið um borð á síðustu önn. „Oftast er áföngum skipt niður í 12 pakka. Hver pakki á að vera viku vinna og eru pakkarnir alltaf sendir til nemenda sama vikudag. Nemand- inn leysir verkefnin, sendir kennar- anum úrlausnina og fær hana leið- rétta til baka innan sólarhrings. Hann hefur því leiðrétta úrlausnina til hliðsjónar við næsta verkefni. Tölvupósturinn gegnir mikilvægu hlutverki en stundum höfum við sent svokallaðar fylgjur með. Fylgjumar hafa hins vegar á stundum valdið vanda og eru því notaðar eins lítið og hægt er. Vefurinn er notaður meir og meir og ekki síst til að leggja fyrir gagnvirkar æfingar. Nemendurnir gera æfingarnar og tölvan fer yfir úr- lausnirnar, greinir frá því hvað þurfi að gera betur og tilkynnir kennaran- um að lokum að æfingin hafi verið unnin að fullu. Gagnvirku æfingamar þykja hafa komið mjög vel út kennslufræðilega. Ef nemandinn lendir í vanda hefur hann samband við kennarann með tölvupósti. Próf era send í pósti eða föxuð til ábyrgð- araðila, oftast skóla, á hverjum stað. Við stöndum því í þakkarskuld við marga, hér heima og erlendis, vegna námsins." Forskot Verkmenntaskólans vekur upp spurninguna um hvort eðlilegt sé að fleiri framhaldsskólar bjóði upp á fjarnám eða fjarkennslu á framhalds- skólastigi sé stýrt frá einum skóla. Stefna menntamálai-áðuneytisins er að í fámennu landi verði skólarnir að hafa með sér ákveðna verkaskiptingu til að ná eftirsóknarverðri sérhæf- ingu og sérþekkingu. Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra segir að einn skóli eigi að geta sinnt öllum nemendum í fjarnámi í dag. „Ef til vill er betra að fáir skólar þrói fjarkennsluna en fleiri komi til skjalanna þegar meiri reynsla er komin á. Með því að fá sérstakan stuðning ráðuneytisins er einnig tryggt að VMA geti sinnt þessu verk- efiii betur en ella. Sjálfsagt er að aðr- ir skólar reyni fyrir sér með fjar- kennslu til að þeir geti boðið nem- endum upp á þau sérhæfðu námskeið sem þeir hafa verið að þróa í tengsl- um við verkaskiptingu skólanna," segir Bjöm. Hann segir að ekki megi gleyma því að hvorki kennarar né nemendur séu bundnir við ákveðinn stað í fjar- kennslu. Skóli, sem bjóði upp á kennslu, sæki því fanga víða að og dreifi efninu víða um heim allan. „Menntamálaráðuneytið lítur þannig á, að enn sé um tilraunastarf innan VMA að ræða og verður dreginn lær- dómur af þessari tilraun áður en frekari ákvarðanir um fjárveitingar í þessu skyni eru teknar.“ Vaxandi áhugi á kennara- og leikskólakennaranámi Tveir sérskólar, Fósturskólinn og Kennaraháskólinn, bjóða upp á heil- steypt fjamám. Fósturskólinn tók af skarið með því að bjóða upp á al- mennt leikskólakennaranám í fjar- námi í gegnum síma og með bréfa- sendingum árið 1991. Námið naut vaxandi vinsælda og tímamót urðu við tengingu við íslenska menntanet- ið í ágústmánuði árið 1994. „Nú fer kennslan að miklu leyti fram með tölvusamskiptum. Við gefum út kennsluáætlanir og nemendur skila verkefnunum oft í tölvupósti. Vef- verkefni hafa verið notuð og opnar ráðstefnur hafa færst í aukana. Hér við sjálfan skólann stunda nemend- urnir fjögurra vikna stíft nám í janú- SJÁ BLS 20>
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.