Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 19 HÖGNI með Weenó vini sínum í Namibíu Tillaga til þingsályktunar Fjarkennsla jafni aðstöðu til náms LÖGÐ hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um fjarkennslu til að' jafna aðstöðu til náms. Fyrsti ílutnings- maður tillögunnar er Svanfríður Jónas- dóttir. Tillagan felur í sér að menntamála- ráðherra skipi nefnd til að gera tillögu um hvernig nýta megi fjarkennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og há- skólastigi til að jafna aðstöðu til náms. Nefndin taki mið af þeirri reynslu sem fengist hefur af fjarkennslu hérlendis og þeirri þekkingu . sem fyrir liggur í öðrum löndum í fjarnámi og móti tillög- ur sínar m.a. á þeim grundveili. í greinargerð með tillögunni segir m.a.:“Hvert viljum við stefna með fjar- kennsluna? Mikill áhugi er fyrir því meðal landsbyggðarfólks, ekki síst á þeim stöðum þar sem ekki er boðið upp á framhaldsnám, að fjarkennsla verði nýtt skipulega til að nemendur geti ver- ið lengur í foreldrahúsum og skipulag skólamála valdi ekki röskun á högum fjölskyldunnar. Jafnframt væri brýn nauðsyn að skoða með hvaða hætti fjar- kennslan getur komið að gagni þar sem ekki er talið unnt að starfrækja efstu bekki grunnskóla sakir nemendafæðar og/eða skorts á sérhæfðum kennurum." Högni býr í Namibíu og stundar nám í V erkmenntaskólanum á Akureyri Ekkert síðra en venjulegur skóli „ÉG DATT niður á grein um bréfaskóla á flakki mínu um netið. Eftir nánari eftirgrennslan komst ég í samband við Hauk Agústsson á Islandi. Hann sendi mér upplýs- ingar og í framhaldi af því ákvað ég að slá til og skrá mig í fjarnám- ið. Núna er dálítið mikið að gera hjá mér því bækurnar komu seint og enn er ég að vinna upp frá því í haust,“ segir Högni Brekason, 18 ára íbúi f Walvis Bay í Namibíu og nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Högni segist hafa flutt með Breka Karlssyni, föður sínum, til Namibíu fyrir þremur mánuðum. „Pabbi er að kenna í sjómannaskóla í litlu sjávarþorpi hérna. Ég ákvað að skella mér með og reyna að fá mér einhverja vinnu hérna. Þegar í ljós kom að ég gæti ekki fengið at- vinnuleyfi til að starfa hjá namibískum atvinnuveitanda ákvað ég að reyna að fá pláss á íslensku fískiskipi en vegna reglna um að 80% áhafnar yrði að vera namibísk varð ekkert úr því,“ segist Högni. Hann segist hafa farið í fram- haldsskóla eftir grunnskólapróf á íslandi. Árangurinn hafí hins veg- ar látið standa á sér enda hafí hann verið latur og lítið mætt í skólann. Núna hafi hann ákveðið að taka sig á og læra. „Fyrst var dálítið erfitt að drífa sig í tölvuna enda er ég einn heima allan dag- inn. Smám saman hef ég hins veg- ar verið að koma mér upp mynstri og vakna til að vera í tölvunni frá um kl. 8 á morgnana til kl. 13. Lesturinn fer mikið fram á kvöld- in,“ segir hann. Högni leggur stund á stærð- fræði, ensku, félagsfræði, sögu og ísiensku. „Ég fæ verkefnaskammt, þ.e. verkefni og fyrirmæli um les- efni, í hverri viku. Tölvupósturinn kemur að góðu gagni til að senda spurningar til kennarans og oft berst svarið samdægurs. Ef maður leggur sig fram er fjarnám ekkert síðra en venjulegur skóli. Eins og alltaf er hins vegar hægt að slá slöku við. Árangurinn kemur ein- faldlega í Ijós í prófinu að lokum,“ segir hann. Hann segir að ekki borgi sig að setja markið of hátt. Hann stefni að því að taka próf í áföngunum fimm undir umsjón íslensks að- stoðarskólastjóra sjómannaskólans um áramót. Aframhaldið verði ein- faldlega að koma í ljós. Högni seg- ir ágætt að búa í Namibíu, nokkrar íslenskar fjölskyldur haldi saman í Walvis Bay, og fljótlega sé von á móður hans og tveimur yngri bræðrum. EUROCARD/MAESTRO korthafar! Vegna breytinga í tölvukerfi má búast við truflunum við notkun debet- og kreditkorta milli klukkan 8.00 og 12.00, sunnudaginn 12. október. Sjálfsafgreiðslutæki svo sem hraðbankar og bensínsjálfsalar verða lokuð meðan á þessari breytingu stendur. Við vonum að viðskiptavinir okkar sýni skilning og þolinmæði. EUROPAY Í s l a n d KREDITKORT HF. ÁRMÚLI 28-30 • 108 REYKJAVÍK Sími: 550 1500 • Fax: 550 1515

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.