Morgunblaðið - 12.10.1997, Page 20
20 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FJÆR
OG
NÆR
ar og ágúst ár hvert. Okkur þykir
eðlilegt að fá nemenduma inn öðru
hvoru og reynslan hefur sýnt að
sjálfum þykir nemendunum nauðsyn-
legt að koma hingað," segir Kristín
Hildur Ólafsdóttir, umsjónarmaður
fjarnáms í Pósturskólanum.
Eins og áður segir hefur áhuginn á
fjamáminu vaxið og jafnvel enn meir
en áhuginn á dagskólanáminu. Um
leið verður að hafa í huga að nemend-
ur em aðeins teknir inn í fjamámið
annað hvert ár. Námið tekur fjögur
ár í stað þriggja. Fyrsta árið vom
umsóknir um 100 og í haust vom um-
sóknirnar komnar upp í 150. Fóstur-
skólinn hefur hins vegar ekki séð sér
fært að taka á móti fleíri en um 40
nemendum í hvert sinn.
„Við höfum því miður ekki haft
tækifæri til að taka á móti fleiram og
er ástæðan fyrst og fremst húsnæðis-
skortur. Húsnæðiserfiðleikarnar hafa
jafnvel orðið svo miklir að þurft hefur
að leigja húsnæði til að hægt sé að
taka á móti fjarkennslunemendunum
í janúar,“ segir Kristín Hildur og
minnir á að töluverður skortur sé á
leikskólakennuram úti á landsbyggð-
inni.
Fjarnámi var ýtt úr vör með stór-
um tilraunahópi í almennu kennara-
námi við Kennaraháskóla íslands á
vormisseri 1993. Alls útskrifuðust 54
af 90 manna hópi haustið 1996. Þrjá-
tíu nemenda hópar hafa verið teknir
inn í námið í ágúst 1995, júní 1996 og
júní 1997 og tekur námið sjö annir
miðað við sex í dagskólanum. „Nem-
endur byrja árið á því að koma hing-
að í nokkuð stranga námstörn í eina
til tvær vikur í janúar. Að því búnu
heldur hver til síns heima og fjar-
námið tekur við fram í maí. Við not-
um hefðbundnar námsbækur og
póstsendingar til að senda námsgögn
til nemenda.
Tölvunotkun hefur smám saman
verið að færast í aukana og er tölvu-
pósturinn mikið notaður í styttri
verkefni. Ásamt vefnum hafa mynd-
og hljóðbönd verið notuð eins og við
á. Skrifleg próf era yfirleitt tekin í
skóla eða á skólaskrifstofu í nágrenni
nemandans í byrjun maí. Nemandinn
fær svokölluð heimapróf til sín á net-
inu. Hann fær allt frá nokkram
klukkutímum upp í nokkra daga til
að leysa verkefnin og skila úrlausn-
um á tölvunni. Við af vorönninni tek-
ur þriggja til fjögurra vikna ströng
vinnutöm við skólann og í framhaldi
af því tekur við frí fram í ágúst og
jólaprófin era í desember," segir
Karl Jeppesen, verkefnastjóri fjar-
náms í Kennaraháskólanum.
Yfirgnæfandi
meiríhluti konur
Kynjahlutfall nemenda við VMA er
nokkuð jafnt. Konur era hins vegar í
yfirgnæfandi meirihluta fjar-
námsnemenda við hina skólana tvo.
Eðlilegt er að álykta að sú staðreynd
skýrist af því að konur hafa hingað til
sýnt svokölluðum uppeldisgreinum
meiri áhuga en karlar. Hópurinn á
annað sameiginlegt því eldri konur,
oft með uppkomin böm, era í áber-
andi meirihluta. Flestar stunda kon-
umar vinnu með náminu og er ekki
mælt með meiri vinnu en 50%. Al-
gengt er að nemendur í Fósturskólan-
um séu leiðbeinendur í leikskólum og
nemendur í Kennaraháskólanum hafi
reynslu af kennslu í grunnskólum.
Viðmælendur blaðamanns era
sammála um að fjamámið hafi skilað
sér án efa vel til viðkomandi leikskóla
og skóla. „Skólastjórar hafa sagt mér
að nemendunum fylgi ferskur blær
inn í skólana. Nemendumir ýta oft á
faglega umræðu í skólanum svo ekki
sé minnst á tölvuvæðinguna því að
þeim er eiginlegt að nota tölvur,“
segir Karl Jeppesen.
Ymsir áhugaverðir þættir í tengsl-
um við fjamámið era ókannaðir.
Einn af þeim era áhrif fjamámsins á
hlutfall leikskólakennara og réttinda-
kennara úti á landsbyggðinni. Af
íjölda nemenda er hins vegar eðlilegt
að líta svo á að fjarnámið hafi haft af-
ar jákvæð áhrif. Þrátt fyrir að ætíð
sé erfiðleikum bundið að meta gæði
náms segja þeir sem til þekkja að
námið sé algjörlega sambærilegt
hefðbundnu námi og nemendurnir
standi að minnsta kosti jafnfætis
nemendum í hefðbundnu námi.
Ekkert hefðbundið
fjarnám í HI
Þrátt fyrir vaxandi áhuga á fjar-
kennslu hefur aðeins verið gerð ein
tilraun til hefðbundinnar fjarkennslu
við HI. Tilraunin var gerð innan upp-
eldis- og kennslufræði og lauk einn
hópur kennsluréttindum í fjarnámi í
febrúarmánuði árið 1996. Ekki hefur
verið hægt að bjóða upp á fjarnámið
aftur vegna fjárskorts. Innan uppeld-
is- og kennslufræðinnar hefur hins
vegar vérið hleypt af stokkunum sér-
stöku námskeiði undir yfirskriftinni
„Nýjar leiðir í námi og kennslu".
Guðrún Geirsdóttir, sem kennir nám-
skeiðið, segir að ekki sé aðeins fjallað
um hefðbundna fjarkennslu.
Litið sé á hvemig hægt sé að nýta
hugmyndina inn á sjálfu háskóla-
svæðinu, t.d. með því að bjóða ýmis
gögn á netinu. Reyndar hafa nokkrir
kennarar í háskólanum verið að feta
sig áfram í sömu átt og boðið nem-
endum að fá svör við fyrirspurn,
nálgast fyrirlestra og glærur inn á
netinu. Nokkrir kennarar hafa nýtt
sér fjarkennsluformið til að sækja
fyrirlestra við erlenda háskóla. End-
urmenntunarstofnun hefur gert til-
raun með fjarkennslu í hluta af
nokkrum námskeiðum og unnið er að
því að koma í fjarkennsluform eins
og hálfs árs námi í rekstrar- og við-
skiptafræði.
Helsti vaxtarbroddurinn á sviði
fjarkennslu felst hins vegar í sam-
skiptaverkefni HÍ og HA. Póstur og
sími hefur samkvæmt samningi við
háskólana skuldbundið sig til að lána
hvoram skóla fyrir sig myndsendi-
búnað. Tæknin gerir nemendum og
kennurum kleift að sækja fræðslu og
stunda bein samskipti á milli skóla.
Verkefnið er til tveggja ára og verð-
ur fyrra árið einkum notað til að
kanna hvar samstarfsmöguleikarnir
séu mestir.
Raunhæft að semja við er-
lenda háskóla
Fjarkennslan gefur ekki aðeins
möguleika á samstarfi íslensku há-
skólanna. Sú spuming vaknar hvort
HÍ gæti samið við erienda háskóla
um að kenna nemendum í fjarkennslu
ákveðin sérhæfð og fámenn námskeið
eða jafnvel námsgreinar. Mennta-
málaráðherra telur hugmyndina mjög
raunhæfa. „Lítið mál ætti að vera fyr-
ir skólann að hefja slíkt samstarf við
erlenda háskóla. Nokkur dæmi eru
um að íslendingar stundi fjamám frá
eriendum háskólum og búi áfram hér
á landi. Þetta felur það í sér að ís-
lenskir skólar era að hefja mun harð-
ari samkeppni við erlenda háskóla um
nemendur og þeir verða að bregðast
við honum til að standa sig í alþjóð-
legu umhverfi," segir hann.
Stefna menntamálaráðuneytisins í
fjarnámi og fjarkennslu er reifuð í
ritinu „í krafti upplýsinga" frá árinu
1996. Þar kemur fram að fjarkennsla
með rafrænum samskiptum sé góð
leið til að jafna aðstöðu til náms hvar
svo sem menn hafi búsetu. Stefna
beri að því að gera þessa nýju náms-
möguleika sem aðgengilegasta og
raunhæfasta jafnt með íslensku og
erlendu námsframboði. Jafnframt
verði æ nauðsynlegra að til verði
matskerfi til þess að meta það nám
og þá hæfni sem aflað sé með fjar-
námi hér á landi og eriendis frá.
Leiðir að markmiðum felast m.a. í
því að stofnanir sem sýnt hafi fram-
kvæði í fjarkennslu taki þátt í skipu-
lögðum tilraunum og áframhaldandi
þróun á sviði fjarkennslu. Komið
verði upp samræmdum gagnabanka,
sem geymi hugbúnað og námsefni
sem sérstaklega henti til fjarkennslu
og opinn verður öllum. Þar verði
einnig ýmis gögn og upplýsingar um
hvaðeina sem viðkemur fjarkennslu,
rafrænum samskiptum og notkun
þeirra í kennslu. Bent er á að
byggja verði upp tryggt og fullkomið
samskiptakerfi innanlands sem þró-
ist í takt við tæknilegar framfarir og í
náinni samvinnu við einkafyrirtæki
og stofnanir sem þegar starfi á þessu
sviði. Tryggt verði að rafrænar boð-
leiðir til landsins séu ætíð svo öflugar
að þær fullnægi öllum þörfum not-
enda. Þá þarf að gæta þess að verð-
lagning þjónustu verði ekki dragbít-
ur á þróun samskipta.
Gísli Jónsson stundaði fjarnám í atvinnuljósmyndun
Kristín Lilja stundar fjarnám í Kennaraháskólanum
Geysi-
lega gef-
andi nám
„ÉG HAFÐI lengi haft áhuga á ljósmyndun og
rakst á auglýsingu um fjarnám í atvinnuljósmynd-
un í amerísku ljósmyndatímariti. Eftir að hafa
fengið frekari upplýsingar ákvað ég að slá til og
skrá mig í námið. Innritunargjaldið var aðeins 650
dollarar (46.000 fsl. kr.) og var innifalið töluvert af
grundvallargögnum í tengslum við námið,“ segir
Gísli Jónsson fyrrverandi prófessor í verkfræði við
HÍ. Gísli hefur lokið þriggja ára fjarnámi í at-
vinnuljósmyndun frá New York Institute of Pho-
tography (NYI).
Gísli segir að náminu hafi verið skipt niður í sex
verkefni. „Hvert verkefni fól í sér að lesa og taka í
framhaldi af því nokkrar ljósmyndir í tengslum við
lesefnið. Verkefnin voru af ýmsu tagi og myndefn-
in gátu verið jafn ólík og börn, fréttamynd eða
bygging. Með ljósmyndunum voru sendar til skól-
ans upplýsingar um hvernig ljósmyndirnar voru
teknar og svokölluð ferilsskrá. Kennarinn sendi
svo aftur til baka spjall um hveija mynd á hljóð-
snældu og færði einkunn a,b eða c inn á feril-
skrána. Skólinn sendi gögn fyrir næsta verkefni og
svona hélt námið áfram þar til öllum verkefnunum
var lokið,“ segir Gísli.
Auglýsti eftir fyrirsætu í nektarmyndatöku
Hann segir að eitt verkefnið hafi verið að taka
nektarmynd. „Ég auglýsti einfaldlega eftir fyrir-
sætu í verkefnið upp í skóla. Nokkrar stúlkur gáfu
sig fram og gerðu við mig skriflegan samning um
myndirnar. Samningurinn fól í sér að ég hefði ekki
heimild til að birta nektar- eða hálfnektarmyndar
án sérstaks samþykkis fyrir hveija mynd. Mér
fannst útkoman bara ágæt og var sérstaklega
ánægður með eina hálfnektarmyndina. Skólinn
hafði áhuga á að birta myndina í skólablaðinu.
Hins vegar varð ekkert úr því af því að stúlkan
leyfði aðeins notkun myndarinnar sem verkefni í
Krefst
mikils
sjálfs-
aga
„ÉG HAFÐI verið leiðbeinandi
lengi og hafði einfaldlega áhuga á
að afla mér meiri þekkingar á
starfinu og betri alhliða menntun-
ar. Ekki spillti heldur að með því
að afla mér réttinda þyrfti ég ekki
iengur að óttast að þurfa að víkja
fyrir réttindakennara," segir
Kristín Lilja Kjartansdóttir leið-
beinandi við grunnskóla Súðavík-
ur. Kristín Lilja stundar fjarnám
til almennra kennararéttinda við
Kennaraháskóla íslands.
Kristín Lilja hóf námið haustið
1995. „Ég kynntist fjarnáminu í
gegnum mágkonu mína og sam-
kennara. Hún var í fyrsta fjar-
námshópnum og er ásamt annarri
útskrifuð. Núna erum við þijú í
grunnskólanum í fjarnáminu. Skól-
inn hefur örugglega hagnast á
óvenju háu hlutfalli núverandi og
fyrrverandi fjarnámsnemenda við
Kennaraháskólann. Okkur er eig-
inlegt að nota tölvur og nemend-
urnir fá góða tölvukennslu. Börnin
eru fljót að átta sig á því hvað tölv-
urnar geta opnað stóran heim,“
segir Kristín Lilja.
í senn íjarlægt og persónulegt
Kristfn Lilja segir að námið
krefiist mikils sjáifsaga. „Maður er
stundum svoiltið einn, sérstaklega
til að byija með, og töluvert átak
þarf til að halda sínu striki. Ekki
er heldur auðvelt fyrir konur með
skólanum en ekki almenna birtingu," segir hann.
Hann segir að námið hafi gefið sér geysilega
mikið. „Ég lærði mikið enda voru kennararnir
rnjög gagnrýnir á myndirnar. Reglurnar voru ein-
faldar og mestu skipti að myndefni drægi athygl-
ina strax að sér,“ sagði hann og tók fram að eftir
að hann lauk grunnnáminu hefði skólinn farið að
bjóða upp á framhaldsnám. „Vinnuferlið er svipað
nema hvað nemandinn velur sér ákveðið þema. Ég
valdi mér mannamyndir (portrett) og er að vinna
að verkefni númer tvö. Núna er ég alltaf með sama
kennarann en ég hef aðeins séð hann á mynd og
fengið lýsingu á starfsferli hans. í sjálfan skólann
hef ég aldrei komið."
Morgunblaðið/Axel Sölvason
GÍSLI með myndavélina við Sólfarið.
smábörn að finna tíma til að
stunda námið. Þessar konur, sem
kenna með náminu, eru sannkall-
aðar hetjur í mfnum augum enda
veit ég hvað álagið getur verið
mikið og alveg sérstaklega í próf-
unum enda eru oft samhliða próf í
Kennaraháskólanum og grunn-
skólanum," segir hún og tekur
fram að fjamámsnemendurnir á
svæðinu hafi stutt við bakið hver á
öðmm. „Ef uppgjafartónn hefur
verið kominn í eina höfum við hin-
ar reynt að hvelja hana áfram og
bjóða alla okkar hjálp. Á tímabili
hittist hópurinn hérna í kring.“
Kristfn Lilja segir að á undarleg-
an hátt sé námið i senn fjarlægt og
persónulegt. „Um leið og samband-
ið er perónulegt em kennarinn og
samnemendumir fjarlægir. Þess
vegna er svo bráðnauðsynlegt að
koma til Reykjavíkur og hitta allan
hópinn. Námslega er dvöiin ipjög
gagnleg og ótrúlegt hvað maður
tekur mikið inn á skömmum tíma.“
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
KRISTÍN Lilja leiðbeinir nemendum sínum í Grunnskóla Súðavíkur.