Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER1997 MORGUNBLAÐIÐ RÖSK tíu ár eru nú liðin síðan Jónas Kristinsson settist að á Ítalíu ásamt konu sinni, Pieru Mascio, en þau hjón höfðu verið búsett í Bandaríkjunum frá því þau giftu sig árið 1966. Jón- as fæddist í litlu húsi við Laugaveg- inn, hann missti snemma föður sinn og ólst upp ásamt tveimur bræðrum sínu hjá móður sinni og ömmu í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1942 og fór síðan til Ann Arbor í Michigan í Bandaríkjunum, þar sem hann lærði verkfræði. Hann vann ýmis störf meðan hann var við há- skólanám en sneri heim til íslands eftir að námi lauk og starfaði um tíma hjá bandaríska hernum á Kefla- víkurflugvelli. Hann flutti til Los Angeles árið 1955, þar sem hann bjó í mörg ár. Verkfræðistörf hans hafa beint honum víða um heim, svo sem til Arabíu og Víetnams þar sem hann stjórnaði framkvæmdum fyrir- tækis síns við sjúkrahúsbyggingar fyrir bandarísk stjómvöld. „Konan mín óttaðist mjög um mig meðan ég var í Víetnam en þegar ég hafði ákveðið að hætta störfum í Víetnam eftir fáeina mánuði þar árið 1968 sagði ég henni að biða í Napolí hjá föður sínum og þangað myndi ég koma þegar starfi mínu lyki og kom þá í fyrsta skipti til dvalar á Ítalíu,“ segir Jónas er blaða- maður ræddi við hann á heimili bræðra hans í Eskihlíð í Reykjavík þar sem hann var staddur fyrir skömmu. „Mér líkaði alltaf vel að koma til Italíu og sagði konu minni að ef hún vildi gætum við sest þar að eftir starfslok í Bandaríkjunum. Við fluttum svo til Ítalíu fyrir tíu árum, ég var þá hættur verkfræði- störfum og við höfðum selt skóla sem konan mín rak og byggði á uppeldis- kenningum Mariu Montessori. Við settumst að í Perugia, sem er ákaflega skemmtilegur bær sem ber enn sterkt svipmót miðalda. Þetta er háskólabær og þar er með- al annars háskóli fyrir erlenda nem- endur sem fá afbragðs kennslu í ít- ölsku og ítölskum bókmenntum. Þar hafa stundað nám ýmsir íslending- ar. Við völdum þennan bæ af því að við áttum þar vini, m.a. konu sem vann sem fóstra fyrir söngvarann Mario Lanza. Ég kynntist hvorki Mario né konu hans, en ég þekkti foreldra hans og bömin hans. Þau voru ekki tónlistarfólk en höfðu gaman af klassískri tónlist, mamma Marios átti mikið af hljómplötum með Caruso og Mario hafði þann sið að syngja með Caruso þegar plöturn- ar voru spilaðar. Stundum sagðist mamma hans varla hafa vitað hvor var að syngja, Caruso eða sonurinn. Ég átti góðan vin sem kynntist Mario Lanza þegar flugherinn bandaríski gerði kvikmynd sem var kölluð „Winged Victory". Kunningi minn sem var leikari kynntist þá Mario sem var í kómum í þessari mynd. Hann var hrifinn af Mario bæði sem söngvara og persónu og bauð honum til Los Angeles þar sem hann hitti systur hans og þau gift- ust síðar. Þetta fólk átti þátt í að við hjónin fluttum til Perugia og við vorum bæði ánægð með það val okkar. Stofnar verslun með írana Þegar við höfðum búið í Perugia í tvö ár kynntist ég ungum manni sem vann í verslun þar sem við versl- uðum venjulega. Þetta var duglegur og vinnusamur maður frá íran, hann var mjög kurteis og kom vel fyrir. Eitt sinn barði þessi ungi maður að dymm heima hjá okkur. Ekki veit ég hvernig hann hafði upp á heimilis- fangi mínu. Hann sagði mér sögu sína, hann hafði komið til Ítalíu til að læra læknisfræði en þegar Kho- meini komst til valda fékk hann ekki lengur neinn styrk að heiman til námsins svo hann hætti í skóla og fór að vinna. Hann veitti forstöðu ávaxtadeild umræddrar verslunar og nú vildi hann fá peninga hjá mér að láni til að stofna sína eigin versl- un. Hann þurfti að fá 40 milljón lír- ur og taldi að verslunin myndi fljót- lega geta borið sig. Ég hló að þessu Leiðir landans liggja víða. Hvers vegna sum- ir menn hafa meiri útþrá en aðrir er ekki gott að svara, en svo mikið er víst að þann- ig virðist það vera. Jónas Kristinsson verk- fræðingur hefur alið mestallan sinn aldur á erlendri grund og nú býr hann á Ítalíu, kvæntur þarlendri konu. Guðrún Guðlaugs- dóttir ræddi við Jónas um Ítalíuár hans, m.a. um kynni hans af viðskiptalífí þar og búsetu á fomu ættarsetri. fór á bak við mig og ég stóð frekar illa að vígi af því að ég er ekki sterk- ur í ítölskunni. í ljós kom einnig að alls kyns ríkisstofnanir gerðu kröfu til að við borguðum hinn og annan skatt. Við settum t.d. upp ljósaskilti á rúðu verslunarinnar. Allt í einu kom reikningur fyrir auglýsingar frá bæjarfélaginu. Ég keypti stóran vö- rubíl og sendiferðabíl og við máluð- um nafn og símanúmer verslunar- innar á bílanna. Skömmu síðar feng- um við annan reikning fyrir auglýs- ingar. í ljós koma að ekki var einu sinni hægt að setja miða í bíl sem var til sölu nema að fá leyfi hjá bæjaryfirvöldum og borga. Ég hafði stundum farið með félaga mínum í innkaupaferðir. Hann keypti ávexti af bændum beint og einnig af millil- iðum, ef við keyptum fyrir t.d. 5 JÓNAS Kristinsson Morgunblaðið/Golli fýrst en fór svo að hugsa málið og sá að með þessu móti gæti ég feng- ið innsýn í ítalskt viðskiptalíf með því að taka þátt í rekstri verslunar- innar. Ég sló því til. Skömmu síðar frétti ég að útlendingar mættu ekki stofna sín eigin fyrirtæki þarna, hins vegar hafði verið til umfjöllunar hjá ítalska þinginu lagafrumvarp sem heimilaði þetta en umræðum um þau hafði verið frestað. Ungi maðurinn hafði treyst því að lögin myndu fljót- Iega fá samþykki en þegar svo var ekki bað hann konu mína að standa fyrir versluninni að nafninu til þar til lögin öðluðust gildi. Okkur fannst þetta ekki mikil áhætta en þar skjátl- aðist okkur. Ungi maðurinn fylltist ofmetnaði og reyndi að opna aðra búð fyrir mitt fé meðal annars. Við hjónin fórum í frí til Bandaríkjanna á þessu tímabili en áður hafði ég sagt banka- stjóranum mínum að ungi maðurinn mætti taka út úr reikningi mínum, en ekki fara fram úr 15 milljónum líra. Þegar ég kom til baka hafði bankastjórinn lánað 27 milljónir líra. Ég spurði hvemig á þessu stæði, hann hefði lofað mér að lána ekki meira en 15 milljónir líra. Banka- stjórinn kvaðst ekki vera bundinn af þessu loforði. „Lögin kveða á um að ég má lána eins mikið og ég tel viðkomandi borgunarmann fyrir og það sem ungi maðurinn var að gera virtist vera öraggt," sagði hann enn- fremur. Ég sagðist aftur á móti hafa gert samning sem ég teldi að bankinn yrði að standa við ef hann ætlaði að vera heiðarleg stofnun og teldi mig því ekki skyldugan að borga nema 15 milljónir líra. Banka- stjórinn varð illur og sagðist mundu láta þetta mál ganga til lögfræðinga bankans ef ég ekki myndi borga. „Gerðu það bara,“ svaraði ég. Það vildi svo vel til að ég hafði tvö vitni máli mínu til sönnunar, fjármálaráð- gjafa sem gátu borið vitni. Lögfræð- ingar bankans voru þurrir á manninn þegar ég talaði við þá, en þegar þeir fréttu af vitnunum þá drógu þeir allt til baka og sögðu að ég þyrfti ekki að borga nema 15 milljón- ir líra sem um var talað í upphafi. Ég hafði reynt að fylgjast með viðskiptum hins íranska félaga míns, hafði gaman af að sjá hvernig hlut- irnir voru gerðir á Ítalíu. En félaginn milljónir þá fengum við kvittum upp á þrjár milljónir líra. Allir gerðu ráð fyrir að við fengjum hluta af kaup- verðinu borgaðan undir borðið og þess vegna seldu menn okkur undir borðið, svona eru viðskiptahættir á Ítalíu. Aðrir og verri hlutir fóru nú að koma fram, íraninn hafði falsað nafn konu minnar þannig að ég til- kynnti honum að öll viðskipti væru búin okkar í milli. Þá var hann búinn að opna aðra búð í öðrum bæ án þess að segja mér frá því. Gengið að skilmálum mínum Ég losnaði við viðskiptafélagann en reikningar héldu áfram að streyma inn. Ég fór í mál við mann- inn og réð tvo lögfræðinga mér til hjálpar, annar var sérfræðingur í glæpamálum og hinn í einkamálum. Það endaði með því að eftir tvö ár gerði Iraninn mér tilboð um borgun sem var kannski helmingur af því sem hann skuldaði mér. Eg var orð- inn þreyttur á þessu þrefi, ekki síst af því að konan mín tók þessu illa, svo ég kvaðst taka tilboðinu ef hann borgaði allan kostnað af málinu. Hann hugsaði sig um í tvo mánuði og samþykkti svo skilmála mína. Þannig losnaði ég út úr þessu öllu saman. Þetta málaþref dró hins veg- ar þann dilk á eftir sér að konan mín var orðin leið á að vera í Perug- ia og vildi komast þaðan burt. Mála- feriin höfðu óneitanlega mætt tals- vert á henni af því að hún talaði ítölskuna og var því oft í eldlínunni. Við ákváðum því að selja okkar ágæta hús og flytja til Mennella, þar sem ætt konu minnar var búin að eiga ættarsetur frá því á fimmtándu öld. Önnur ástæða var líka fyrir hússölunni. Við hjónin höfðum bæði verið í hjónabandi áður og á Ítalíu var ekki tekinn gildur skilnaður konu minnar af því að hann fór fram í Bandaríkjunum. Hefði hún dáið á undan mér hefði verið leitað að fyrri manninum hennar til þess að greiða honum arfinn eftir hana. Hann var að vísu dáinn þegar þetta var en mér hafði ekki tekist að fá dánar- vottorð hans frá Bandaríkjunum. Þetta hefði því getað orðið flókið mál og erfitt viðureignar. Hún gat hins vegar fengið refjalaust arf eftir mig. Við töldum því besta ráðið að koma fasteignum í peninga sem varðveittir væra á banka á mínu nafni og það gerðum við. Konan mín var í rauninni eins lítt kunnug ítölsku samfélagi og ég, hún hafði flutt til Bandaríkjanna kornung og ekki búið á Ítalíu síðan, hún var oft bæði reið og sár yfir því hvernig hlutirnir voru á þar. Ættarsetrið Mennella Við fluttum svo í íjölskylduhúsið í Mennella. Ættfaðirinn kom frá Spáni um 1450, hann var liðsforingi í spánska hernum sem tók m.a. Napolí og fékk hann mikið landflæmi á Ítalíu að launum fyrir góða frammistöðu. Upphaflega var ættar- nafnið Di Mascio en téngdafaðir minn fékk nafninu breytt. Hann var læknir og þegar hann tók próf var farið eftir stafrófinu. D kemur miklu fyrr en M, svo hann sá sér leik á borðið að lengja upplestrarfrí sitt með því að fella Di framan af ættar- nafninu og gerði það. Húsið var reist í áföngum og er gríðarstórt, landar- eignin hefur hins vegar minnkað, mikið land var tekið eignarnámi þegar margir af ættinni voru fluttir til Bandaríkjanna fyrr á þessari öld. Tengdafaðir minn, sem var læknir, ætlaði líka til Bandaríkjanna en af því varð ekki, ýmissa orsaka vegna, í styrjöldinni í Eþíópíu, hann var tekinn í herinn og var þar herlæknir í langan tíma, svo kom síðari heims- styijöldin og ekkert varð af brottför hans. í seinni heimsstyrjöldinni var hann m.a. læknir sonar Ítalíukon- ungs, við Piera eigum forláta diska skreytta listaverkum og gyllingu sem annar þeirra gaf föður hennar í stríðinu. Tengdafaðir minn sendi börn sín til Bandaríkjanna. Fyrst fór Piera, síðan bróðir hennar og loks systir hennar. Þeim vegnaði öllum mjög vel, systkini Piera eru bæði læknar, bróðir hennar var í hópi þekktari lækna í Bandaríkjunum, vann lengst af í Houston, en systirin var svæfingarlæknir í Palm Springs í Kaliforníu. Móðir þeirra dó og fað- ir þeirra giftist aftur og sat um kyrrt á Italíu og notaði jafnan ættarsetrið í Mennella sem sumarhús en hann átti einnig aðrar eignir, svo sem stór- hýsi á eyjunni Ischia og stóra íbúð í Napolí. Bróðir Piera var löngu búinn að ákveða að þegar hann hætti störfum skyldi hann flytja til Mennella. Hann fól mér að hafa umsjón með ýmsum endurbótum sem hann vildi láta gera og þess vegna var heppilegt fyrir mig að flytja í fjölskylduhúsið, nóg var plássið. Það þurfti að setja nýjar flísar og marmara á gólf, tvöfalt gler í glugga, miðstöðvarhitun og fleira. Það var gott að búa í Menn- ella á sumrin en konu minni þótti einmanalegt þar á vetuma og vildi flytja burtu. Hún ekur heldur ekki bíl á Ítalíu þótt hún keyrði í Banda- ríkjunum, henni finnst umferðin ískyggileg á Ítalíu. Ég þurfti því að aka henni hvert sem hún þurfti að fara og það fór drjúgur tími í það. Við fengum okkur því íbúð í bæ sem heitir Venafro, þetta er gamall bær, eldri en Róm. Þar búum við þegar við erum ekki upp í fjöllunum í Mennella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.