Morgunblaðið - 12.10.1997, Page 23

Morgunblaðið - 12.10.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 23 Auðæfum ættarinnar stolið Nafn ættarsetursins er að líkind- um spánskt og setrið á sér langa og merkilega sögu. Framan af var Qölskyldan rík og er enn vel efnum búin. Á síðustu öld gerðist þó atburð- ur sem olli því að talsvert af ætta- rauðnum fór fyrir lítið. Þá bjuggu í Mennella langafi og langamma Pieru konu minnar. Þau áttu uppkomin börn og höfðu sent þau á skóla í Napolí og Róm. Á þessum tíma var mjög róstusamt víða á Ítalíu og lög- leysa og glæpastarfsemi óðu uppi. Ræningjar fóru um héruð og rændu. Casino, sem fræg er úr seinni styij- öldinni vegna hinna miklu bardaga sem geisuðu þar, var á þessum tíma illræmd vegna ræningja. Svo slæmt orð fór af þessu að gamli maðurinn sendi syni sínum bréf þar sem hann sagði að ástandið væri orðið svo hættulegt að hann hefði gert ráð- stafanir til að fela peninga sína og listmuni og kvaðst hafa falið þá á fjórum stöðum. Stuttu á eftir voru bæði hann og kona hans drepin í eldhúsinu í Mennella. Þetta hús var vel víggirt og hurðirnar voru um 30 sentimetra þykkar með járngöddum á, en ræningjarnir dóu ekki ráða- lausir, þeir fengu einn af vinnu- mönnunum á setrinu til þess að opna fyrir sér með því að hóta að drepa hann ella og fjölskyldu hans. Þessi vinnumaður varð nógu hræddur til að hleypa þeim inn. Ræningjarnir komu öllum á óvart og gamli maður- inn greip byssu en var skotinn og kona hans líka. Ræningjarnir fengu lítið fé fyrir alla fyrirhöfnina en rík- ið lét senda menn að helli þar sem þeir létu fyrirberast og drepa þá. Þegar börnin komu til Mennella á ný hófu þau gagngera leit að auðæf- unum en fundu ekkert. Svo leið tíminn þar til seinni heimsstyijöldin hófst. Þegar bandamenn voru á leið til Rómar stöðvuðu Þjóðveijar þá í fjallaskarði nálægt Casino og héldu þeim þar í nokkra mánuði. Þeir reyndu að fara aðra leið að Casino og sú leið lá í gegnum Mennelladal. Ein herdeild bandamanna var skipuð mönnum frá Marokkó undir stjórn franskra yfirmanna. Það sló í bar- daga og skotið var af fallbyssum. Ein kúlan hitti Mennellahúsið sem skemmdist lítið nema hvað annar strompurinn datt niður. Út kom helj- ar mikill kassi sem opnaðist við fall- ið og gullpeningar dreifðust um allt nágrennið. í kringum húsið býr enn í dag fólk sem er afkomendur vinnu- fólks á Mennella. Sumir sáu Márana skipta gullinu á milli sín, svo komu þeir með jarðsprengjuleitartæki og leituðu í setrinu og fundu stórt leir- ker fullt af gulli bak við vegg undir einum stiganum. Þeir fundu einnig leyniherbergi sem hafði engan inn- gang, þeir brutu niður vegg og kom- ust í herbergið, þar voru stór stykki úr silfri og dýrmæt málverk fólgin. Þeir stálu þessu öllu. Faðir Pieru reyndi að fá þetta rannsakað en ekkert kom út úr því. Eftir strið komu nokkrir Þjóðveijar sem ná- grannarnir í Mennella sáu fara í laumulegar gönguferðir og gátu sér þess til að þeir væru að leita að fjár- sjóðum sem þeir tóku af Márum og grófu í jörð. Fjórði felustaðurinn sem langafi Pieru talaði um í bréfinu til sonar síns er ófundinn enn í dag og finnst sjálfsagt ekki nema fyrir til- viljun, enginn veit hvar leita skal. Þjóðveijar notuðu Mennellahúsið sem spítala í stríðinu, af því það er svo stórt. Þegar Ameríkanar komu þá settu þeir líka upp spítala í hús- inu. Þeir notuð hin heljarmiklu og þungu borð í borðstofunni sem skurðarborð og blóðið rann inn í við- inn og var ekki hægt að ná því upp svo borðin voru brotin upp og brennd. Reyndar var búið að brenna miklu af húsgögnunum þegar stríð- inu lauk, það var kalt þarna á vet- urnar og hermennirnir hafa brennt húsgögnunum til að hita upp. Húsið var því illa farið eftir stríðið, faðir Pieru og síðar bróðir hennar eyddu miklum peningum í endurbætur. í leiðinni var ýmsu breytt. Kjallarinn í Mennella var notaður sem loftvarn- arbyrgi, veggirnir eru svo þykkir. Ein gömul kona sagði mér að fall- byssukúla hefði lent rétt við dyrnar, hún sprengdi stykki úr veggnum en enginn meiddist. Spilling o g mútur Mér þykir ágætt að búa á Ítalíu, það er talsvert ólíkt því að búa í Bandaríkjunum. Mér líkar þó illa sú spilling sem viðgengst í ítölsku sam- félagi. Mútur eru mikið notaðar og duga vel. Margt er misnotað sem reynt hefur verið að koma á fót fólki til aðstoðar í lífsbaráttunni. Til dæm- is get ég nefnt tilraun sem gerð var til þess að hjálpa fólki að koma upp ýmiss konar atvinnurekstri. Ríkið borgaði 80% af öllum kostnaði við framkvæmdir en fólk skuldbatt sig til að reka viðkomandi fyrirtæki í tíu ár. Aðeins eitt skilyrði var sett, að fólk sem byggði verkstæði byggði jafnframt íbúðarhús við hliðina eða yfír verkstæðinu. Farið er í kringum þetta með öllu móti, svo sem að stofna hlutafélag um reksturinn og síðan eru hlutabréfin seld öðrum og þannig mætti lengi telja. Ég veit um tvo Ameríkana af ítölskum uppruna sem hugsuðu sér að koma þannig upp heljarmiklu fyrirtæki í stáliðnaði sem þeir svo ættu. Þeir fengu ítalsk- an mann í lið með sér og byggðu stórt hús og voru komnir með vélarn- ar inn og fóru að undirbúa rekstur- inn. Þeir fóru því næst til bæjar- stjórnarinnar og montuðu sig af að þeir væru að skapa vinnu fyrir um hundrað manns. Þeim var sagt að þegar væri búið að ráða fólkið og hugsa fyrir öllu. Ráðamenn höfðu ráðið atvinnulausa menn úr kjör- dæmi sínu sem ekki kunnu neitt til neins og þar með datt botninn úr fyrirtækinu, Ameríkanarnir gátu ekkert gert. Sá sem réð fólkið var svo búinn að gera sérsamninga við fólkið sem hann réð og lét það skuld- binda sig til að borga honum kaupið sitt fyrstu mánuðina, þá væri starfið þeirra til frambúðar. Það er mjög erfitt að losna við starfsfólk þegar einu sinni er búið að ráða það. Einn mann vissi ég um, 55 ára gamlan, sem veitti forstöðu rútubílafyrir- tæki. Hann hafði jafnframt keypt sér land og ræktaði þar grænmeti og komst að raun um að meira væri upp úr því að hafa. Honum datt því í hug að hætta hjá fyrirtæk- inu til að helga sig ræktunarstörfun- um en vildi fá eftirlaun frá fyrirtæk- inu líka. Hann fór því til eyrnalækn- is, sagðist heyra mjög illa og geta illa heyrt í bílstjórunum í talstöðvum og vildi láta rannsaka sig. Hann lést svo ekki heyra neitt í rannsókninni og fékk læknisvottorð um að hann heyrði bókstaflega ekki neitt. Hann fór með þetta bréf til stjómvalda, fékk að segja af sér störfum og hirða full eftirlaun, sem eru 80% af hæsta kaupi sem viðkomandi hefur fengið. Maðurinn fékk því 80% af launum sínum, auk 40 milljón líra í starfs- lokagreiðslu og gat að auki sinnt bústörfunum sem gáfu vel af sér. Svona er margt á Ítalíu, falskt og rotið, ég veit stundum varla hvort ég á að hlæja eða gráta að þessu öllu saman. Vont er líka að eiga við stjórnvöld, því fylgir mikill pappír- saustur og það drífur að alls konar reikninga sem maður hefur ekki hugmynd um af hveiju koma. Flókið getur orðið fyrir mann, sem talar litla ítölsku, að finna út hvað hann á að borga og hvers vegna. Ef fólk borgar ekki reikninga sína innan skamms tíma mega stjórnvöld senda menn á vettvang og hirða húsgögn og innbú fyrir skuld viðkomandi. Þegar ég keypti húsið mitt í Perugia fór ég til lögfræðings og bað um að fá upplýsingar um allt sem ég ætti að borga kaupunum viðkom- andi. Lögfræðingurinn gaf mér það upp og fullyrti að þetta væri allt. Fjórum árum seinna fékk ég reikn- ing upp á 5 milljónir líra og var ekkert sagt fyrir hvað ég ætti að borga. Sá sem ég keypti húsið af fór með mér niður á bæjarskrifstofur til þess að reyna að finna út hvað ég ætti að borga. Eftir langa leit kom í ljós að þetta var lúxusskatt- ur. „Þú keyptir lúxushús og þú verð- ur að borga lúxusskatt.“ Þannig var það. Á Ítalíu er það þannig að stóru vandamálunum er tiltölulega auðvelt að bjarga en litlu vandamálin eru nánast óleysanleg. Ég stakk pen- ingaupphæð í umslag, fór til manns- ins á skrifstofunni, lét hann hafa peningana og heyrði aldrei neitt um lúxusskattinn meira. Oft er erfitt að ná í stjórnendur stofnana, þeir eru uppteknir af sínum eigin við- skiptum. Undirmenn vita að þeir hirða mútufé, oft stórar upphæðir, en segja ekkert af því að yfírmenn þeirra loka augunum fyrir þeim mútum sem undirmennirnir þiggja. Ég keypti mér með aðstoð lögfræð- ings BMW bíl, lítið keyrðan. í umferð- inni er ég löngu farinn að haga mér eins og Italirnir, keyri eins og þeir, legg bílnum þar sem ekki má leggja og gef öllu langt nef. Svo var gert átak í umferðarmálum og ég var sektaður fyrir að aka á 70 km hraða þar sem átti að aka á 50 km. Ekkja mannsins sem seldi mér bílinn fékk reikning upp á 250 þúsund lírur með radarmynd í hominu. Ég hefði getað neitað að borga, þá hefðu húsgögnin hennar verið tekin, það hafði gleymst að skrá bílinn á mig en ég borgaði auðvitað og leiðrétti. Bílaviðskipti era oft ekki skráð fyrr en löngu eftir kaupin. Nú er lögreglan hætt að nota radarmyndir til að sanna mál sitt. Hún tók rangan mann, þekktan lögfræðing, og hann lét hart mæta hörðu, sýndi fram á að lögreglan hefði ekki leyfi til að taka radarmynd- ir, það hefði aldrei verið sett í lög. Enginn vildi setja slíkt í lög af því þarna keyra allir svo hratt svo þeir hættu að nota radarmyndirnar." En þykir Jónasi vænt um ítali og Ítalíu? „Já, landið er gott og ítalir era ágætir, þeir eru skemmtilegir og gestrisnir, það er bara í peningamál- unum sem maður þarf að vara sig á þeim. Fyrst vissi ég ekki hvernig ég átti að haga mér í þessu samfélagi en svo tók ég upp sömu leikreglur og hinir og nú gengur þetta ágæt- lega,“ segir hann og hlær. JÓNAS og Piera kona hans. COFIOL.LA Færir okkur nær hv.ext öðru Tákn um gceði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.