Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 25
ERLENT
POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Morgunblaðið/Kristinn
unandi, bæði efnahagslega og fé-
lagslega?
„Það liggur fleira að baki þessari
fullyrðingu, en það er rétt að of
margir eru fastir á bótum - þeim
mun fækka. Frá 1994, þegar þessi
hópur var fjölmennastur, og fram
til ársloka nú hefur fækkað í þess-
um hópi um 74 þúsund og ég trúi
því fastlega að með því að halda
fast í stefnu okkar muni þessi hóp-
ur enn minnka. Ég er sannfærður
um að vinnan er besta samvera,
sem hægt er að þjóða fólki í viðbót
við fjölskyldulífið. Vinnan veitir
sjálfstraust og samhengi í lífið. En
ég vil einnig bæta við að umræðan í
Danmörku um bætur er ögn rugl-
ingsleg. Ég á við að fólk, sem er á
bótum í menntunarorlofi er ekki
hluti af vandanum, heldur hluti af
lausninni og sama á við um konur
og karla í fæðingarorlofi. Það er
fólk á föstum atvinnuleysisbótum,
sem er vandinn og þar hef ég trú á
að bæjarfélögin geti lagt sitt af
mörkum til að koma fólki, einkum
ungu fólki, af bótum og út á vinnu-
markaðinn. í raun byggist þetta á
því sama og fyrr: réttindum og
skyldum. Félagskerfið, sem hefur
verið byggt upp í Danmörku á ekki
að vera hengirúm, heldur forsenda
fyrir að komast áfram.“
Velferðarkerfið er
ekki ókeypis sjálfsali
Fyrir nokkrum árum voru krakk-
ar í 8. bekk einum hér í Kaup-
mannahöfn spurðir hvað þeir ætl-
uðu að verða þegar þeir yrðu stór-
ir. Ein dugleg stelpa frá góðu
heimili og af menntuð foreldri
sagðist ætla að verða atvinnulaus,
því þá gæti hún gert svo margt
spennandi. Er ekki eitthvað að
kerfí, þar sem duglegir krakkar
hafa það sem markmið í lífínu að
verða atvinnulausir?
„Jú - og það er eins gott að ég
þekki ekki foreldra stelpunnar, því
þá hefðu þeir fengið nóg að gera...“
En þú þekkir vísast önnur svipuð
tilfeUi?
„Jú líklega - og þess vegna er
mikilvægt að það sé ekki eftirsókn-
arvert að lifa á atvinnuleysisbótum.
Það eru tvær leiðir til að komast
hjá því: Annars vegar að brýna
þetta með réttindi og skyldur, að
ekkert fáist nema fólk leggi sig
fram. Hins vegar að foreldrar geri
bömunum ljóst að velferðarsamfé-
lagið er ekki ókeypis sjálfsali, sem
hægt er að tappa af að vild. Við
verðum að gæta að velferðarkerf-
inu ekki síður en fjölskyldunni. Ég
álít að það sé hugmyndafræðilegur
halli í hugarfari margra ungmenna.
Þau leitast við að koma sér fyrir í
heimi, sem er öðruvísi en heimur
foreldra þeirra. I heimi, sem er
villtari, hraðari og erfiðari að fá yf-
irsýn í. Heimur, sem er ógnarlegri
en áður, en einnig meira lokkandi
með eilíf gylliboð á fjölmiðlamark-
aðnum. Margt ungt fólk í dag er
eins og skip, sem misst hefur land-
sýn og leitar nú leiðar.
Það þarf að tala við unga fólkið.
Ég gladdist ákaflega um daginn
þegar ég fór á upplestur hjá fimm
ungum og óþekktum skáldum í
Arósum. Þarna mættu rúmlega 500
manns, fólk stóð í biðröð eftir að
komast inn. Þarna var ekkert létt-
meti á borðum, heldur flókið efni.
Þama er eitthvað á seyði og ég er
viss um að eitthvað kemur út úr
því. Það verða ekki gulldrengimir
frá síðasta áratug eða uppreisnar-
andi ‘68 kynslóðarinnar, en leitandi
ungt fólk, sem leggur áherslu á að
hafa eitthvað fast undir fótum.“
Réttindi og skyldur forsendur
velferðarkerfisins
Eg veit ekki hvort þú veist það,
en dönsk félagsmálayfirvöld hafa
auga með vaxandi hðpi íslendinga
sem sækir til Danmerkur, að hluta
til að njóta góðs af félagskerfínu.
,tu eyrna
þótt annað bregðist!
Langbylgjan er alltaf stillt! Móttaka í bil er samfelld og órofin
yfir stóran hluta landsins og þurfa ökumenn þar af leiðandi
ekki sífellt að skipta um tíðni til að hlusta áfram á sömu dag-
skrá. Langförulir ökumenn geta einbeitt sér að akstrinum ef
þeir ganga fyrst úr skugga um að langbylgjuna (LW) vanti ekki
í útvarpstæki bifreiðarinnar.
Yfirburðir nýju Langbylgjunnar, hvað varðar afl, hljómgæði og
langdrægni, eru ótvíræðir og er hún því-áreiðanleg þegar og
þar sem mest á reynir. Langbylgjustöðin á Gufúskálum flytur
vinsælustu dagskrárliði Rásar 1 og 2 samtímis og þeir heyrast á
þeim rásum.
Langbylgjan er varaleið fyrir FM-kerfið. Hún er til halds og
trausts í öryggis- og almannavarnaskyni, fyllir upp í göt milli
annarra útvarpssenda og drífur lengra en þeir fa megnað.
Þaðgeturþvískiptsköpum aðhafa langbylgju (LW) í tcekinu!
en snmt nlltnf stilltt
™y
RÍKíSÚJVARPfÐ