Morgunblaðið - 12.10.1997, Page 28
28 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJONUSTA VIÐ SMA-
SÖL UMARKAÐINN
Á BREIÐU SVIÐI
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
ÁSUNNUDEGI
►Guðmundur Björnsson er fæddur árið 1966 í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Ár-
múla og útskrifaðist síðan sem iðnrekstrarfræðingur frá
Tækniskóla íslands. Hann réðst til Ásbjörns Ólafssonar ehf. ár-
ið 1991 og starfaði þar sem sölusljóri til 1996 þegar hann tók
við starfi framkvæmdastjóra.
eftir Súsönnu Svavarsdóttur
MBOÐS- og heildverslun
Ásbjöms Ólafssonar fagn-
aði nýverið sextíu ára af-
mæli fyrirtækisins. Frá stofnun
hefur fyrirtækið verið í eigu og
rekið af sömu fjölskyldu. Núver-
andi eigandi er Ólafía Ásbjamar-
dóttir og fjölskylda. Stofnandinn,
Ásbjöm Ólafsson, rak fyrirtækið
til ársins 1977 en þá tók tengda-
sonur hans, Bjöm Guðmundsson,
við. Björn rak fyrirtækið til ársins
1996 þegar núverandi fram-
kvæmdastjóri, Guðmundur
Bjömsson, tók við.
Fyrstu árin má segja að Ásbjöm
Ólafsson, umboðs- og heildverslun,
hafí verið í öllu mögulegu. Flutti
inn vefnaðarvörur, heimilisvörur,
húsgögn, raftæki og matvæli. Fyr-
irtækið var formlega stofnað 25.
september 1937 en þá hafði Ás-
bjöm Ólafsson rekið það í nokkur
ár í eigin nafni heima hjá sér. En
árið 1937 leigði hann húsnæði við
Laugaveg 15 þar sem heildsalan
var til húsa en á þessum tíma juk-
ust umsvif hans og var hann einnig
með smásölu.
Fljótlega vatt fyrirtækið upp á
sig og árið 1942 var heildsalan
flutt að Grettisgötu 2a þar sem
hún starfaði til 1967, þegar hún
flutti í Borgartún 33 og þaðan í
Skútuvog lla árið 1992.
Umsvifin í smásöluverslun vom
líka töluverð og rak Ásbjöm Ólafs-
son um tíma þrjár verslanir og
timbursölu: Kjólabúðina Mær í
Lækjargötu 2, Húsgagnaverslun
Austurbæjar efst við Laugaveg
116, síðar við Skólavörðustíg 16 og
Véla- og raftækjaverslunina í
Bankastræti, síðar í Borgatúni og
timbursölu í Skeifunni.
Á sjöunda áratugnum verður
áherslan stöðugt meiri á rekstur
umboðs- og heildverslunar eins og
núverandi framkvæmdastjóri,
Guðmundur Bjömsson segir og
hefur verið svo síðan.
Breytingar á sölu-
og markaðsstarfi
En hvert er hlutverk Ásbjörns
Ólafssonar ehf. í dag?
„Hlutverk okkar er að þjónusta
smásöluverslanir á breiðu sviði og
markmiðið er að styrkja okkur í
heildsölu og dreifingu á smásölu
og veitingamarkaðnum," segir
Guðmundur. Síðastliðið ár höfum
við unnið að stefnumótun fyrir
fyrirtækið þar sem við svömm
spumingum eins og: Hver er
staða fyrirtækisins í dag? Hvert
viljum við stefna í framtíðinni?
Hvernig komumst við þangað?
Þessi vinna er unnin af vinnuhóp-
um innan fyrirtækisins undir
verkstjórn ráðgjafarfyrirtækisins
Forskots. Með þessari vinnu vilj-
um við gera gott fyrirtæki betra.
Það hafa miklar breytingar átt
sér stað í verslun síðustu árin.
Þróunin hefur verið í færri og
stærri verslanir. Verslanir hafa
einig í flestum tilfellum bundist
samtökum á ýmsan hátt og sumar
hafa stofnað til sameiginlegra inn-
kaupafyrirtækja. Þessar breyting-
ar hafa kallað á breyttar áherslur
og vinnuaðferðir í sölu- og mark-
aðsstarfi. Samkeppnin hefur líka
harðnað mikið og það krefst þess
að fyrirtæki séu mjög vel vakandi
og fljót að bregðast við aðgerðum
keppinauta og breytingum á
markaðinum.
Hlutverk sölumannsins er að
breytast. Hann er í dag fremur
þjónustuaðili en sölumaður. Það
má líka segja að hinn ytri markað-
ur hafi stækkað. Verðsamkeppnin
er ekki lengur bundin við innlenda
aðila, heldur einnig erlenda vegna
þess að smásöluversluninni hér
býðst einnig að kaupa beint frá
framleiðendum eða millilagerum
erlendis frá.“
Er heildsalan, eins og við höfum
þekkt hana hér á landi, að leggjast
af?
„Já, kannski í þeirri mynd sem
við þekktum hana áður en ekki
eins og við þekkjum hana í dag.
Heildsalar eru í dag fremur þjón-
ustuaðilar en söluaðilar og því er
það að í dag skilgreinum við okkur
sem þjónustufyrirtæki. Það sýnir
kannski breytta tíma. í því felst að
fyrirtækið starfrækir alhliða
heildverslun, bæði fyrir vörur sem
það hefur umboð fyrir og aðra.“
„Við flytjum inn og dreifum
vöru, stöndum vörð um vörumerk-
ið og fylgjumst með markaðnum,
auk þess sem við sjáum um að
koma nýjungum á markað fyrir
okkar umbjóðendur,“ segir Guð-
mundur og meðal þess sem má
fínna á vörulista fyrirtækisins eru
Knorr súpur, krydd og pasta, hið
sívinsæla Prince Polo súkkulaði-
kex, Maryland og Cadbury kex,
Sonax bílabón og bflahreinsivörur,
Nokia gúmmístígvél, Den Gamle
Fabrik sultur og marmelaði, Felix
matvörur, amefa hnífapör, Rosti
plastbúsáhöld, Hackmann pottar
og pönnur og Lloyd skór. Hjá Ás-
birni Ólafssyni ehf. eru 22 starfs-
menn og segir Guðmundur fyrir-
tækinu hafa haldist mjög vel á
sínu starfsfólki. „Starfsaldur er
með þeim hæsta sem þekkist hér á
landi. Núna nýlega hættu þrír ein-
staklingar sem höfðu starfað hér
mjög lengi, tveir í rúmlega fimm-
tíu ár og einn í rúm þrjátíu ár.
Verslunarmannafélag Reykjavík-
ur reiknaði út starfsaldursvísitölu
fyrirtækja fyrir stuttu, ásamt
fleiri gildum, og við vorum með
hæsta gildið varðandi starfsald-
ur.“
Guðmundur segir að hjá fyrir-
tækinu hafi alla tíð ríkt góður
starfsandi. Opinn og náin sam-
skipti hafi verið milli stjórnenda
og starfsfólks. Starfsandinn er
m.a. styrktur með reglulegum
fundum og starfsmannaferðum.
Einnig hefur starfsfólkið tekið
þátt í stefnumótuninni. Það hefur
raðað sér í vinnuhópa í ýmsum
málum og tekur þátt í stefnumót-
un á fyrirtækinu og á eigin störf-
um.“
Góð vörumerki og
tryggir kaupendur
Á þeim sextíu árum sem Ás-
björn Ólafsson ehf. hefur staðið í
umboðs- og heildsölu hafa mörg
minni og stærri heildsölufyrirtæki
lagt upp laupana. Hvernig hefur
þetta fyrirtæki staðið af sér þær
breytingar sem orðið hafa á þjóð-
félaginu?
„Ástæðan fyrir því að við höfum
staðið af okkur mikla breytingar-
tíma, held ég að sé sú að fyrirtæk-
ið hefur þanist út og dregið saman
eftir þörfum, verið óhrætt við að
hætta með vörur sem ekki hafa
gengið, auk þess sem það hefur
verið með góð vöramerki og
trygga kaupendur.
Islendingar era mjög vanafastir
sem sýnir sig kannski helst í
neyslunni á Prince Polo sem er
nokkuð jöfn. Salan hefur að vísu
breyst úr stykkjatali yfir í stærri
pakkningar og salan er að færast
meira yfir í stórmarkaðina eins og
margar aðrar vörur.“
Eruð þið þá ekki að auka við
ykkur umboðum?
„Jú, á þessu ári eram við að fá
ný umboð, til dæmis frá Leaf í
Svíþjóð og Finnlandi - en Leaf er
einn stærsti sælgætisframleiðandi
í heimi og þekktast hér er
strumpanammið, Allsorts lakkrís
og skólakrítar, svo eitthvað sé
nefnt. Síðan er eitt þekktasta
vöramerkið okkar Knorr. Það er
mjög lifandi fyrirtæki og við höf-
um vart undan að taka við nýjum
vöralínum frá þeim. Við tökum
megnið af okkar vöra frá dreifmg-
unni í Danmörku vegna þess að
við höfum komist að því að þær
vörar sem Danir velja falla best að
okkar smekk og kröfum. Við flytj-
um inn vörar frá þeim fyrir heim-
ili, mötuneyti og veitingahús og ég
held að ég geti fullyrt að Knorr
vörarnar séu einar vinsælustu hér
á landi, þegar kemur að kryddum
og sósum og skyndiréttum hvers
konar.“
Helstu viðskiptalönd Ásbjörns
Ólafssonar ehf. era Norðurlöndin,
Pólland, Bretland og Þýskaland
og er fyrirtækið í sérverslunarráði
milli landa; þýsk-íslenska verslun-
arráðinu og nú er verið að stofna
bresk-íslenskt verslunarfélag.
„Helsti liðurinn í því að rækta
tengslin við útlönd era vörasýn-
ingar en við eram ekkert á höttun-
um eftir nýjum merkjum eða við-
skiptaaðilum, heldur leggjum við
áherslu á að bæta þau sem fyrir
era með góðum og traustum sam-
skiptum við birgjana.
Við leggjum mikla áherslu á að
rækta traust og góð samskipti við
birgja fyrirtækisins, bæði með
beinum heimsóknum til þeirra og
á vörusýningum þar sem við hitt-
um bæði núverandi birgja og höf-
um jafnframt augun opin fyrir
nýjum merkjum og viðskiptaaðil-
um.
Reyndar eru þrjú lykilatriði
sem við höfum í heiðri hér: Góð
samskipti við birgjana, góð sam-
skipti við viðskiptavinina og góð
samskipti við starfsfólkið. Ef þessi
skilyrði eru fyrir hendi, má búast
við að útkoman sé góð.“
Heildaveltan í ár og veltuaukn-
ing er svipuð og í fyrra en þá var
veltan 400 milljónir. Veltuaukning
var 8% og segir Guðmundur fyrir-
tækið vera að auka við sig í þeim
vörategundum sem þeir hafa.
Hann segir að rekstrarafkoman
hafi verið viðunandi að mati
stjórnenda.
Meira aðhald í dag
„í dag er meira aðhald á öllu
vegna samkeppni," segir Guð-
mundur. „Það leyfist engum að