Morgunblaðið - 12.10.1997, Qupperneq 33
32 SUNNUDAGUR12. OKTÓBER1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ATHYGLISVERÐAR
HUGMYNDIR
EINARS ODDS
EINAR Oddur Kristjánsson,
alþingismaður Sjálfstæð-
isflokks, hefur hreyft afar athygl-
isverðum hugmyndum varðandi
veiðar úr norsk-íslenzka síldar-
stofninum. Eins og fram hefur
komið í Morgunblaðinu síðustu
daga má ætla að verðmæti þess
síldarkvóta, sem kæmi í okkar
hlut úr þeim stofni, gæti numið
allt að 20 milljörðum króna ef
miðað er við gangverð á síldar-
kvóta úr suðurlandssíldinni, sem
er um 80-100 milljónir á hvern
kvóta skv. upplýsingum LÍÚ.
í grein í Morgunblaðinu í gær,
þar sem fjallað er um norsk-
íslenzka síldarstofninn og hvern-
ig standa eigi að úthlutun úr
honum á næsta ári, segir m.a.:
„Einar Oddur sagði, að aðrar
reglur hefðu gilt um veiðarnar á
árunum 1995 og 1996 og hann
mundi ekki samþykkja fyrir sitt
leyti að veiðar á þeim árum yrðu
lagðar til grundvallar við kvóta-
úthlutun. Hann sagði að við um-
ræður um veiðileyfagjald á Al-
þingi á fimmtudag hefði hann
sagt, að ef menn tryðu því, að
auðlindaskattur gæti verið góður
í hagfræðilegu tilliti, þá væri
kannski rétt að prófa hann í veið-
um á norsk-íslenzka síldarstofn-
inum. Við værum ef til vill að ná
árangri í auknum fiskveiðiarði
hvað varðar veiðar uppsjávar-
fiska, en um það væri ekki að
ræða í þorskveiðum. Með tilliti
til þess kæmi ef til vill til greina
að gera tilraun með það, hvort
auðlindagjaldskerfi virkaði í til-
felli norsk-íslenzka síldarstofns-
ins. Hann sagðist jafnframt hafa
tekið það fram, að hann hefði
enga fullvissu um að við værum
að gera rétt með þessu, en það
væri miklu nær að gera tilraun-
ina, þar sem við sæjum að það
hefði orðið einhver árangur af
fiskveiðistjórnuninni heldur en
standa í þessu eilífa karpi. Hann
bætti því við að fiskveiðistjórnun-
arkerfið hefði ekki náð neinum
árangri hvað varðar þorskveiðar
og jafnvel mætti halda því fram,
að okkur hefði miðað aftur á
bak. Hins vegar þættist hann sjá
þess merki, að í uppsjávarveiðun-
um væri þetta kerfi að ná ár-
angri og „auðlindagjald byggist
á þeirri hagfræðikenningu að sé
fiskveiðunum stjórnað á réttan
hátt þá verði til fiskveiðiarður
umfram það, sem ella hefði orðið
og þess vegna sé eitthvað til
skiptanna““.
Þessar hugmyndir þingmanns-
ins eru athyglisverðar og jákvæð-
ar, ekki sízt í ljósi þess hvernig
hann hefur talað um fiskveiði-
kerfið að öðru leyti. Vonandi fylg-
ir hann þessum hugmyndum eftir
innan sjávarútvegsnefndar Al-
þingis. Verði ákvörðun af þessu
tagi tekin verður hún mikilvægt
skref í átt til þess að stuðla að
sátt og samkomulagi um fisk-
veiðistefnuna.
ÚTLEND-
INGAR OG
AUÐLINDIN
I^UMRÆÐUM á Alþingi sl.
fimmtudag varpaði Guðný
Guðbjörnsdóttir, þingmaður
Kvennalista, fram hugmyndum
um leigu á veiðiheimildum til út-
lendinga. í Morgunblaðinu í gær
skýrði þingmaðurinn þessar hug-
myndir nánar og sagði: „Það
skiptir meginmáli, að arðurinn
renni til þjóðarinnar, sem á auð-
lindina, og gæti jafnvel verið
skárra að leigja einum og einum
útlendingi einhvern hluta auð-
lindarinnar heldur en að láta
sægreifana fá hana fría á silfur-
fati. . .ef það væri ákveðið að
leigja út afla frá ári til árs kæmi
það allt eins til greina að leigja
þá útlendingum, ef afrakstur
auðlindarinnar skilaði sér þannig
betur til þjóðarinnar.“
Segja má, að baráttan gegn
veiðum útlendinga á ísiandsmið-
um hafi staðið meirihluta þessar-
ar aldar eða þangað til síðasti
brezki togarinn sigldi af íslands-
miðum hinn 1. desember árið
1976 fyrir 21 ári. Á þeim árum
hefði engum dottið í hug að setja
fram slíkar hugmyndir.
Það segir hins vegar töluverða
sögu um þau áhrif, sem núver-
andi fiskveiðistefna hefur haft á
viðhorf fólks, að þessi ummæli
Guðnýjar Guðbjörnsdóttur hafa
ekki vakið neina sérstaka athygli
og því síður að þau hafi framkall-
að einhverja reiðiöldu á meðal
almennings.
Niðurstöður
og tilgáta
AF því sem sagt hefur
verið í þessum þáttum
má draga nokkrar
ályktanir hver sé lík-
legasti höfundur Njálu;
eða eigum við fremur
að segja hver sé ekki höfundur sög-
unnar. Við skulum leita að þeim
eina manni sem uppfyllir öll skilyrði
þess að hafa getað skrifað söguna.
Þau leyna sér ekki:
1) Höfundur hefur verið mikill
sagnfræðingur og sagnamaður og
vel kunnur völundarhúsi og hug-
myndaheimi samtíðar sinnar.
2) Hann hefur verið mikið skáld,
og þá ekkisíður ljóðskáld og ber
stíllinn þess merki, og þá orðfæri,
myndvísi og líkingar, ekkisízt í sam-
tölum (atgeirinn syngur; koma
flugu í munn e-m; atgeir hans var
heima; fögur er hlíðin...; eg gerði
að bakverk Ásvarðar (þ.e. vó hann):
eg var ung gefin Njáli; guð er mis-
kunnsamur og mun oss eigi láta
brenna þessa heims og annars).
3) Höfundur hefur kunnað margt
fyrir sér í lögum og haft reynslu
af málatilbúnaði á Alþingi, svo oft
sem þess er getið. Hann hefur
a.m.k. meiri áhuga á lögvísi en
gengur og gerist um rithöfunda.
4) Hann hefur reynslu af forspám
og draumum og leggur trú á hvort-
tveggja, svo mjög sem öll sagan er
undir því komin að lesendur telji
ekki slíkt efni afskræmingu á veru-
leikanum. Ef svo væri brystu for-
sendur sögunnar og hún yrði um-
svifalaust að skrípamynd umhverf-
isins; furðusaga til afþreyingar í
stað þess sígilda listaverks sem hún
er.
5) Höfundur hefur þekkt eitthvað
til um allt land og ratað víða, þótt
ekki sé hann óskeikull um stað-
hætti, enda á einskis
manns færi, hvorki
fyrrnésíðar.
6) Hann þekkir
rækilega til Krístni
sögu og hefur áhuga á
slíku efni, vefur
kristnitökuþátt inní
söguna, þótt hún hefði getað án
hans verið, ef áhugalaus höfundur
um þau efni hefði spunnið þráðinn.
Þessu er öðruvísi farið um kristni-
töku þátt Laxdælu, hann er undan-
fari harmleiksins. (Kjartan er kyrr-
settur í Noregi, en Bolli fer heim).
7) Höfundur Njálu þekkir feikna-
vel til íslenzkrar ritlistar, og þá
ekkisízt til landnámuskrifa (Börkur
blátannarskeggur í Njálu og Sturíu-
bók Landnámu, en bláskeggur í
Melabók og Hauksbók). Hann hefur
fornaldar- og furðusögur í fíngur-
gómunum, skemmtir sér við ævin-
týraminni og jarteiknir.
8) Hann hefur kunnað nokkuð
glögg skil á staðháttum erlendis og
drukkið í sig andrúm slíks umhverf-
is, ekkisízt í hirðsölum Noregskon-
unga.
9) Njáluhöfundur kunni góð skil
á bardögum og hefur sjálfur reynslu
af þeim, svo mikla rækt sem hann
leggur við slíkt efni og hefur lýsing-
ar allar á hraðbergi. Hann hefur
einnig farið margar sjóferðir.
10) Höfundur hefur sérstaka
andúð á Kolbeini unga.
11) Þótt höfundur hafí marga
fjöruna sopið og lent í bardögum
og útistöðum, svo vel sem hann
kann tök á slíku efni, er hann frið-
samur í eðli sínu, veit að óráðlegt
er að vega í knérum og hefur
reynslu af því að sjaldan verður
hönd höggp fegin. Hann þekkir
brennur og lýsir þeim sem hveijum
öðrum óhugnaði með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum. Hann er vel
kristinn, en þekkir heiðna arfleifð
útí æsar og hefur ímugust á ofbeldi
og vígaferlum. Njála er ekkisízt
áminning til ofstopamanna sturl-
ungaaldar.
12) Njáluhöfundur er ekki einnar
bókar maður, heldur þrautþjálfaður
í list sinni.
Hvaða maður skyldi nú hafa allt
þetta til að bera á rítunartíma sög-
unnar? Og hver skyldi þá uppfylla
öll skilyrðin? Ýmsir uppfylla sum
þeirra, einsog Þorvarður Þórarins-
son og Árni byskup Þorláksson, en
einn sturlungaaldamaður sem við
þekkjum, og einungis einn, uppfyll-
ir þau öll.
Þessi eini maður sem við þekkjum
og á sviðinu stendur, þegar aðrir
hafa lokið hlutverki sínu, er Sturla
Þórðarson. Að öðrum kosti einhver
ónefndur snillingur sem við þekkj-
um ekki og væri það þá með ólíkind-
um.
Snillingar leynast ekki. Þeir
koma fram á sviðið fyrreðasíðar.
Verk þeirra bera þeim vitni.
En þetta skiptir ekki sköpum.
Og ég er enginn trúboði. Njáls saga
er slíkt meistaraverk, að hún getur
staðið höfundarlaus um alla eilífð
og kannski er slíkt verk höfundar-
laust í raun og veru; einsog full-
þroska ávöxtur án þess tréð geri
tilkall til hans.
Ekki persóna á sviðinu, heldur
sviðið sjálft.
Ég hef áður sagt í útvarpssam-
tali við Einar Kárason og Stefán
Jón Hafstein að Brennu-Njáls saga
hafí skrifað sig sjálf; að við gætum
sagt að þrettánda öldin sé höfundur
hennar.
En það fullnægir ekki forvitni
okkar. Þessi dularfulli leyndardóm-
ur dregur að sér. Og forvitni er
skáldskapur sem við eigum að
rækta. M.
HELGI
spjoll
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 11. október
Aallmörgum und-
anförnum árum hefur
orðið skýr breyting á
viðhorfi fólks til þess
starfs, sem fram fer í
skólum landsins. Hún
byggist á mörgum
þáttum en m.a. þeim,
að fólk gerir sér gleggri grein fyrir mikil-
vægi skólastarfsins og foreldrar telja sig
geta gert meiri kröfur en áður um gæði
þess og þeirrar menntunar, sem skólarnir
veita.
Samanburður á árangri nemenda í ein-
stökum skólum, sem birtur hefur verið
opinberlega á þátt í þessum breyttu við-
horfum og það hefur auðvitað vakið at-
hygli, að einstakir skólar hafa gert veru-
legt átak í að bæta stöðu sína í þeim sam-
anburði og náð töluverðum árangri. AI-
þjóðlegur samanburður á þekkingu nem-
enda í raungreinum, þar sem ísland hefur
komið illa út, hefur vakið upp miklar
umræður um, hvernig við skuli bregðast.
Jafnframt blasir við, að augljós tengsl
eru orðin á milli góðrar menntunar og
þeirra tækifæra, sem við blasa á vinnu-
markaðnum. Aukin afbrot og ódæðisverk
hafa líka vakið fólk til vitundar um, að
afbrotamenn verða ekki til af sjálfum sér
heldur skiptir öllu máli hvernig æsku og
uppvexti hefur verið háttað og skólastarf-
ið skiptir ekki litlu máli í því sambandi,
þótt enginn og ekkert geti komið í stað
foreldra og þess umhverfis, sem börn og
unglingar búa við í æsku.
Foreldrafélög og samtök foreldra verða
stöðugt virkari, gera meiri kröfur en áður
og eru tilbúnari til að gera athugasemdir
við það, sem fram fer í skólum. Foreldrum
er orðið ljóst, að sumir skólar eru betri
en aðrir og að það veltur ekki sízt á stjórn-
endum skólanna og kennaraliði. Foreldrum
er líka orðið ljósara en áður, að það getur
ráðið úrslitum um velferð barna þeirra í
framtíðinni, að þau eigi kost á skólavist í
góðum skólum.
Raunar er líka hægt að líta á þetta mál
frá öðru sjónarhorni. Afkoma þjóðarinnar
á næstu öld í samanburði við aðrar þjóðir
mun að verulegu leyti byggjast á því, hvort
okkur tekst að auka og bæta menntun
landsmanna og standa þar a.m.k. jafnfæt-
is öðrum þjóðum, sem lengst hafa náð.
Þegar á allt þetta er litið má ganga út
frá því, sem vísu, að kröfur um aukin
gæði menntunar allt frá grunnskóla til
háskólastigs eigi eftir að verða meiri og
háværari á næstu árum. Gæði þeirrar
menntunar, sem í boði er byggjast hins
vegar að verulegu leyti á möguleikum
skólanna til að laða til sín hæfa kennara,
þótt betri tækjabúnaður og þá fyrst og
fremst tölvubúnaður eigi þar líka mikinn
hlut að máli.
Trúnaðar-
brestur á
milli kenn-
ara og sam-
félagsins
í UÓSI ÞESS,
sem að framan hef-
ur verið rakið er
það því mikið
áhyggjuefni, að sú
kjaradeila, sem nú
stendur yfír á milli
sveitarfélaga og
kennara sýnir, að
alvarlegur trúnaðarbrestur er orðinn á
milli kennara og samfélagsins.
Kennarar hafa hvað eftir annað háð
harða kjarabaráttu á nokkrum undanförn-
um árum. Mörgum hefur þótt nóg um og
þá ekki sízt, að þeir hafa stundum valið
þann árstíma til verkfalla, sem komið hef-
ur nemendum þeirra hvað verst. Enginn
vafí er á því, að verkföll kennara hafa
haft mjög neikvæð áhrif á þá nemendur,
sem orðið hafa fómarlömb verkfallanna.
Nú stefnir enn í kennaraverkfall, sem
getur orðið bæði langt og erfitt, ef til
þess kemur. Það sem fram hefur komið í
þeirri kjaradeilu, sem nú stendur yfír sýn-
ir hins vegar, svo tæplega verður um villzt,
að upp úr er að sjóða í hópi kennara. Þeir
telja sér misboðið með þeim launakjörum,
sem þeir búa við. Þeir vilja ekki lengur
láta fara svona með sig, eins og einhver
úr þeirra hópi hefur sagt og margir þeirra
eru bersýnilega tilbúnir til að hætta störf-
um og freista gæfunnar á öðrum sviðum
vinnumarkaðarins. Að þessu leyti er kenn-
aradeilan nú alvarlegri en hinar fyrri. Nú
hafa nokkrir hópar kennara sagt upp störf-
um. Fyrirtæki verða þess vör, að kennarar
og jafnvel skólastjórnendur eru í atvinnu-
leit.
Það er auðvitað hægt að deila enda-
laust um kjör kennara, vinnutíma og
möguleika á tekjuöflun. Það er hægt að
sýna fram á, að í einstökum tilvikum geta
kennarar komizt í býsna háar tekjur með
mikilli yfirvinnu og vegna þess, að kennslu-
skylda þeirra er orðin takmörkuð. Það fer
hins vegar tæpast á milli mála, að tekjur
meginþorra kennara eru í lægri kantinum
miðað við það, sem gerist á hinum al-
menna vinnumarkaði.
Þetta á líka við um háskólastigið. Fyrir
nokkrum dögum kom fram hér í blaðinu,
að nokkrir Islendingar stunda nú háskóla-
kennslu í Ósló og hafa þar tvöfalt hærri
laun en þeim bjóðast við háskólann hér.
Þeim prófessor við Háskóla íslands, sem
byggt hefur upp kennslu í tölvunarfræði
og með því starfi lagt menntunarlegan
grundvöll að þeim blómlega hugbúnaðar-
iðnaði, sem hér er að verða til, bjóðast
tvöfalt til þrefalt hærri laun í háskólanum
í Dublin á írlandi.
í hnotskurn er hægt að halda því fram
að kennarar segi við samfélagið: þið krefj-
ist betri menntunar, aukinna gæða í skóla-
starfi en þið eruð ekki tilbúin til að borga
það, sem sú þjónusta kostar.
Vandi viðsemjenda kennaranna er hins
vegar mikill. Sveitarfélögin standa frammi
fyrir því, að mikilvægir kjarasamningar
hafa verið gerðir á hinum almenna vinnu-
markaði, yfirleitt til u.þ.b. þriggja ára. Það
er auðvitað ljóst, að það er ekkert einfalt
mál að semja við kennara um meiri kjara-
bætur en aðrir launþegar hafa fengið. Það
getur haft tvíþætt áhrif. Annars vegar
getur það leitt til óróa á vinnumarkaðnum,
sem enginn sér fyrir endann á. Hins vegar
getur það leitt til keðjuverkandi áhrifa að
öðru leyti, sem raski þeim stöðugleika, sem
við búum nú við í efnahags- og atvinnumál-
um.
Það er augljóslega þungt í sveitarfélög-
unum vegna þeirrar stöðu, sem þau eru
komin í. Sumir talsmenn þeirra telja, að
þeir hafí keypt „svikna vöru“ af ríkisvald-
inu með þeim samningum, sem gerðir voru
um tilfærslu þessa málaflokks til sveitarfé-
laganna. Með því eiga þeir við, að svo
mörg óleyst og dulin vandamál hafi verið
í samskiptum ríkisins og kennaranna, þeg-
ar þessir samningar voru gerðir, að sveitar-
félögin eigi kröfu á „skaðabótum" frá rík-
inu af þeim sökum.
Eins og mál standa nú er afar ósenni-
legt, að samningar takist við kennara um
sömu kjarabætur og aðrir hafa fengið.
Verkefni samningamanna sveitarfélag-
anna er þá kannski að átta sig á því hvað
aðrir starfshópar geti fallist á miklar kjara-
bætur til kennara umfram það, sem þeir
sjálfir hafa fengið í sinn hlut. Samninga-
menn kennara hafa á hinn bóginn byggt
upp svo miklar væntingar meðal sinna
félagsmanna um kjarabætur, að það getur
verið óframkvæmanlegt fyrir þá að semja
án undangenginna langra og harðra verk-
falla.
Nýjar
vinnuað-
ferðir?
KJARAMÁL
kennara eru aug-
ljóslega í blindgötu.
Eftir að þessi mála-
flokkur er kominn
í hendur sveitarfé-
laganna vakna hins vegar spurningar um,
hvort hægt sé að stokka þetta kerfi alveg
upp og afnema m.a. þá miðstýrðu kjara-
samninga, sem við höfum lengi búið við,
raunar bæði á þessu sviði og öðrum.
Þegar horft er til þess, sem fjallað var
um í upphafi þessa Reykjavíkurbréfs um
síauknar kröfur um gæði menntunar og
bætt skólastarf má spyija, hvort nokkuð
sé athugavert við það, að hvert sveitarfé-
lag fyrir sig semji við þá kennara, sem
starfa á þess vegum? Það mundi auðvitað
þýða, að launakjör kennara væru ekki þau
sömu alls staðar á landinu en staðreyndin
er sú, að þau eru það ekki í dag. Minni
sveitarfélög víða um land hafa boðið kenn-
urum kjarabætur í ýmsu formi til þess að
fá þá til starfa. í einstökum sveitarfélögum
öðrum hafa kennurum verið greiddar upp-
bætur á laun í ýmsu formi. Þessi röksemd
dugar því ekki gegn hugmyndum um að
bijóta samningagerðina upp.
Ef hvert sveitarfélag semdi við sína
kennara mundi skapast samkeppni þeirra
í milli um beztu kennarana. Sú samkeppni
mundi leiða til betri kjara fyrir þá kennara
en jafnframt mundi hún verða mjög hvetj-
andi fyrir aðra kennara um að auka mennt-
un sína og starfshæfni á margan veg.
Samkeppni á milli sveitarfélaga mundi
áreiðanlega á nokkrum árum leiða til þess,
að skólarnir almennt hefðu á að skipa
betri og hæfari kennurum.
Ekki er ólíklegt, að hugmyndir af þessu
tagi mæti andstöðu í forystuliði kennara.
Yfirleitt eru forystusveitir launþegasam-
taka andvígar öllum hugmyndum, sem
leiða til breytinga á þeirra eigin stöðu og
högum. En kostirnir fyrir kennarana sjálfa
eru augljósir og nánast öruggt, að þessi
aðferð mundi leiða til umtalsverðra kjara-
bóta fyrir þá sjálfa, sem ekki yrði hægt
að ná við hið miðstýrða samningaborð.
Yaldiðtil
fólksins
SL. VOR GAF
Morgunblaðið út
sérblað, þar sem á
átta síðum var birt
merkileg grein úr
brezka blaðinu Economist um þróun lýð-
ræðisins á 21. öldinni. Þar voru færð rök
fyrir því, að lýðræðið hefði staðnað og
þróun þess stöðvast vegna hernaðarátaka
á þessari öld og ekki sízt vegna kalda
stríðsins. Nú væri hins vegar tímabært að
halda áfram að þróa það í nýjan farveg.
Blaðið benti á, að fulltrúalýðræðið, sem
við nú búum við, væri að ganga sér til
húðar. Allur almenningur væri betur
menntaður en áður og hefði sama aðgang
að upplýsingum um málefni lands og þjóð-
ar og þeir sem sætu á þjóðþingum. Þess
vegna væri tímabært, að almenningur
tæki ákvarðanir um veigamikil mál, sem
nú væru teknar á þingum og í sveitar-
stjórnum.
Þetta eru skemmtilegar hugmyndir og
sennilega mjög vel framkvæmanlegar hér
á íslandi. Það væri áhugavert að stíga
fyrstu skrefin í þeim efnum í einstökum
sveitarfélögum. Morgunblaðið hefur áður
bent á, að hægt væri að leggja undir at-
kvæði kjósenda í sveitarfélögum ágrein-
ingsmál á sviði skipulagsmála, vegagerðar
o.s.frv.
En það blasir líka við, að hægt er að
spyija fólkið sjálft spurninga í sambandi
við skólastarf. Nú er meira vitað en áður
um mikilvægi þess fyrir framtíðarvelferð
barna og unglinga, hvernig æsku og upp-
vexti er háttað eins og áður var vikið að.
Mestu skiptir hvað gerist á heimilunum.
En leikskólar og grunnskólar eru líka mik-
ilvægar stofnanir í þessu sambandi. For-
eldrar hafa mikla hagsmuni af því, að öll
börn hafí aðgang að góðum leikskólum
og grunnskólum. Afar og ömmur sjá á
degi hveijum hvaða þýðingu þetta hefur.
Er fráleitt að spyrja íbúa í einstökum
sveitarfélögum þeirrar spurningar, hvort
þeir séu annaðhvort tilbúnir til að greiða
hærra útsvar eða til að falla frá öðrum
útgjöldum á vegum sveitarfélaga til þess
að hægt sé að tryggja börnum þeirra beztu
skóla, hvort sem er á leikskólaaldri eða
grunnskóla?
Kannski finnst kennurum að þeim vegið
með því að stilla dæminu svona upp og
gera í raun og veru kröfu tii þess, að aðr-
ir íbúar sama sveitarfélags minnki ráðstöf-
unartekjur sínar til þess að bæta skóla-
starfið. En sannleikurinn er sá, að þessi
kostnaður kemur bara fram annars staðar
og stundum með hörmulegum afleiðingum.
Sá kostnaður, sem foreldrar og aðrir út-
svarsgreiðendur spara sér hugsanlega með
lægri launagreiðslum til kennara en ella
getur komið fram með auknum þunga á
öðrum vígstöðvum, í auknum útgjöldum á
vegum félagsmálastofnana vegna ung-
linga sem eiga í vandræðum með sjálfa
sig, vegna þeirra, sem leiðast út á braut
afbrota og svo mætti lengi telja.
Raunar má færa rök að því, að hið sama
eigi við um ýmsa aðra starfshópa á vegum
opinberra aðila, sem hafa Iýst megnri
óánægju með launakjör sín á undanfömum
árum, svo sem ýmsa starfshópa í heilbrigð-
iskerfínu. Þjónusta við aldraða verður t.d.
stöðugt umfangsmeiri en hún er í mörgum
tilvikum erfið og að því kemur áreiðanlega
að endurskoða verður launakjör þeirra,
sem starfa á því sviði. Er það óhugsandi,
að börn aldraðra foreldra vilji greiða hærri
gjöld til þess að bæta umönnun foreldra
sinna?
Vangaveltur sem þessar leysa ekki þá
kjaradeilu kennara, sem nú stendur yfír.
Það er hins vegar tímabært að ræða, hvort
tilefni sé til að beina kjaramálum þeirra í
nýjan farveg.
„Ef hvert sveitar-
félag semdi við
sína kennara
mundi skapast
samkeppni þeirra
í milli um beztu
kennarana. Sú
samkeppni mundi
leiða til betri
kjara fyrir þá
kennara en jafn-
framt mundi hún
verða mjög hvetj-
andi fyrir aðra
kennara um að
auka menntun
sína og starfs-
hæfni á margan
veg. Samkeppni á
milli sveitarfé-
laga mundi áreið-
anlega á nokkrum
árum leiða til
þess, að skólarnir
almennt hefðu á
að skipa betri og
hæfari kennur-
um.“
T