Morgunblaðið - 12.10.1997, Page 35

Morgunblaðið - 12.10.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 35 SKOÐUN Þróttur fær heimild til að selja auglýsingar við Valbjarnar- og Gervigrasvöllinn. Einnig við aðal- leikvanginn, þegar félagið á þar leik. 4. gr.: í greininni er rætt um gervihnattadisk og veltiskilti. 5. gr.: Kveðið á um húsaleigu- samning frá 1978 við borgina og Þróttheimar verði merktir kopar- plötu að þar var Þróttur til húsa. 6. gr.: Ein nefnd til að útkljá ágreining og við breytingar á samn- ingnum leiði ekki til „lakari aðstöðu fyrir Þrótt“. Forréttindi Þróttar í Laugardal Vegna þeirra forréttinda að nýt- ingu virkra íþróttamannvirkja sem Knattspyrnufélagið Þróttur í Laug- ardal kemur til að hljóta og eins fyrirheit um ný íþróttamannvirki sem borgin skuldbindur sig til að reisa fyrir félagið og það ræður fyrirkomulagi á og síðar reksturs þótti rétt að semja yfirlit um íþróttaaðstöðu í dainum fyrir innrás Þróttar svo ljóst megi vera hve að- gerðir hafa verið miklar til að bæta aðstöðu heildarinnar til íþróttaiðk- ana, sýninga og keppni. Við athug- un má sjá hve þetta eina félag hef- ur náð til sín fádæma aðstöðu af heildinni. Formaður Þróttar býður for- manni Armanns samstarf Álíta má að formaður Þróttar hafi fundið til þessa eða hans hafí freistað meiri aðstöðuvinningur við félagsleg umsvif, samruna eða sam- vinnu, eins og nú ríður röftum margra málaflokka. Sex mánuðir líða frá samningsgerð að formaður- inn Tryggvi E, Geirsson gengur til viðræðna við formann Glímufélags Ármanns, Grím Valdimarsson, þar sem : „... við Þróttarar leggjum fram hugmyndir umhugsanlegt samstarf félagsins við Ármann í Laugardal, viljum við taka fram eftrifarandi." Lesendur eru vonandi minnugir, að Ármann er milli gátta, á að standa upp af svæði sínu við Sigtún og flytja inn fyrir Grafarvog í Borgar- holt, en lítið gerst í tíu ár. Þetta, sem Þróttur tekur fram, er eftirfarandi: 1. Bjóða upp á að (þið) Ármenn- ingar: „...kæmuð í samstarf í Laug- ardalnum." Þróttarar líta sam- kvæmt þessu á, að þeir ráði yfir íþróttaaðstöðunni þar. 2. „Við teljum að skipting íþróttagreina á félögin verði að Iiggja fyrir.“ Þróttur fengi að hafa allar „boltagreinar". Til viðræðu er handboltinn. Á móti erum við tilbún- ir að samþykkja að Ármann haldi fimleikum, sundi, skíðum, glímu, júdó og öðrum bardagaíþróttum...“ ,j...að starfsemi Knattspyrnudeildar Ármanns verði felld undir Þrótt“ og í framhaldi af því síðastnefnda: „Við (þ.e. Þróttarar) leggjum áherslu á að á Sigtúnssvæðinu verði eftir sparkvöllur/æfíngasvæði fyrir knattspymu." (sjá 9. gr. þess fram- antekna). 3. gr.: „Fyrir liggur að við mun- um byggja félagshús..." „Þetta hús verður eign félagsins og fyrirkomu- lag innanhúss, sem utan ákveðið af okkur“ (þ.e. Þrótturum). Þó húsið yrði stækkað vegna samstarfs Ár- manns, þá teldist sú aukning eign Þróttar og rekstur þess í höndum Þróttar. 4. gr.: Starfræki sameiginlega skrifstofu. 5. gr.: „...mikilvægt atriði sem okkur varðar" er að þau 15% æf- ingatíma sem borgin með samningi hefur heitið Þrótti í fjölnotaíþrótta- húsi í Laugardalnum verði kl. 15:00 til kl. 20:00. „Hvort þetta fellur að þeim hugmyndum sem þið (þ.e. Ármenningar) hafið ...verður að koma í ljós...“ Þetta er örlátt félags- lyndi! 6. gr.: „Við leggjum áherslu á að tryggja okkur enn frekar tíma í Laugardalshöllinni." Samkvæmt samningi við borgina á Þróttur að njóta í Höllinni 30 tíma á viku. Þykir það fyrirheit sýna mikið ör- læti hjá borginni. (innskot Þ.E.) 7. gr.: Æskja samvinnu félag- anna um starfrækslu íþrótta- og leikjanámskeiða. Sameiginlega styðja skóla hverfisins við starf- rækslu einsetts skólastarfs. 8. gr.: Varðar samstarf að fjár- öflun og blaðaútgáfu í hverfinu. (Efnis 9. gr. áður getið) 10. gr.: Ákvæði um samstarfs- nefnd. Að endingu óska Þróttarar eftir að fá skriflega þær hugmynd- ir: „...sem uppi eru milli ykkar og Reykjavíkurborgar um þessa til- færslu í Laugardalinn", Glímufélag- ið Ármann hefur aldrei hugsað sér að gera innrás í Laugardalinn með stuðningi Reykjavíkurborgar (inn- skot Þ.E.). Þróttarar nefna hér al- gjöra fírru. Rétt er þó að athuga þetta nánar. Frá borgarverkfræð- ingi, byggingadeild, eru samdar fyr- ir Ármann tvennar kostnaðaráætl- anir, ódagsettar, en tekið fram: ,A11- ar tölur á verðlagi í apríl 1997.“ Önnur, merkt „Kostur Á“ og tekið fram: „Ármann áfram í Sigtúni, aðgerðir samkvæmt upplýsingum frá ÍTR.“ í sundurliðun kostnaðaráætlunar má lesa, að íþróttamannvirki eyrna- merkt Ármanni einu, með Þrótti eða fleirum, er gerð tillaga (A) að ráðist þannig: 1. Við Sigtún: lagfært núverandi hús Ármanns að innan og utan. Nýr æfíngavöllur; þrír tennisvellir. 2. í Laugardal við gervigrasvöll- inn félagshús með Þrótti. Sparkvöll- ur í Laugardal eða á skólalóð Laug- arnesskóla. Fjölnýtishús í Laugardal austan Laugardalshallar. 3. í Grafarvogshverfí, íþrótta- hús, gras- og malarvöllur og sund- laug. Hin merkt „Kostur B“ og tekið fram um hann: „Ármann flytur i Grafarvog samkvæmt frumdrögum að skipulagi íþróttasvæðis Ármanns við Víkurveg í Borgarholti" (sjá á bls. 9 í Ármanns-fréttir 1. tbl. 3. árg. ’95). Má skilja að Ármann verði með Þrótti í fjölnota íþróttahúsi í Laugardal. í þessum tveimur kostum (A og B) er margt álitlegt en mikilvægast er „að í upplýsingum með A er gert ráð fyrir að svæði og hús Ármanns megi vera áfram við Sigtún. Er það vel og mörgum Ármenningum fagn- arðarefni, því að svæðið veitir mögu- leika til útfærslu á aðstöðu og hætt verði vangaveltum 10 ára tímabils, sem hefur verið hlaðið, heillandi fyrirheitum, sem sum hver voru skömmtuð af Þrótti og stjórnað um alla framtíð. Laugardalur heimkynni Þróttar í fréttablaði ÍBR frá í apríl í ár var skýrt frá umbrotum Þróttar undir fyrisögninni: „Þróttur í Laug- ardalinn." og undir mynd af íþrótta- mannvirkjum í Laugardal: „Heim- kynni Þróttar.“ Ástæðan fyrir þeim og „innrásinni" í Laugardalinn voru hamlandi landþrengsli en flutning- arnir gefa: „Þrótti ómæld sóknar- færi“... „... og marga Þróttara dreymdi um flutning í Laugardal- inn.“ Til þess að herða þessa mörgu og vinna fleiri á þessar draumfarir hefur þeim ósannindum verið veifað sem höfð eru eftir Tryggva E. Geirs- syni formanni Þóttar í blaði ÍBR: „Umræða um flutning íþróttafélags í Laugardalinn er ekki ný af nál- inni, heldur á sér margra ára sögu.“ Ég hefí allt frá því að framkvæmd- ir að íþróttamannvirkjum hófust í dalnum setið í nefndum þeim varð- andi eða sem ráðunautur og í rúm 20 ár formaður hús- og vallarnefnd- ar Ármanns auk þess að vera íþróttafulltrúi ríkisins. Ég heyrði aldrei umræðu eða beiðni um „flutn- ing íþróttafélags í Laugardalinn". Umboð til handa Fram að flytja í dalinn hefi ég aldrei orðið áskynja. Að því er mér er tjáð vöktu 1987 embættismenn Reykjavíkur máls á flutningi Ármanns af svæði sínu við Sigtún í Borgarholtshverfí við Graf- arvog, vegna umsvifa stórfyrir- tækja. Gjörólíkar ástæður lágu til grundvallar flutningum íþróttafé- laganna af hverfíssvæðum sínum og yirðast skyldur borgarinnar vega þyngra hjá Ármanni því að frá henni komu tilmæli um viðræður að Ár- mann flytti. Fækkun íþróttafélaga, fjölgun íþróttagreina og fjölgun íbúa í prentuðu Fréttabréfi ÍBR frá í apríl 1997 (1. Tbl. 10. árg.) rita formaður ÍBR, Reynir Ragnarsson, og formaður Knattspyrnufélags Þróttar hvor sína greinina. Hefí ég þegar vikið að atriðum í þeim. Fram koma hjá báðum greinarhöfundum álit á meginatriðum í íslenskri íþróttahreyfinu sem eigi er hægt að meðtaka þegjandi: „Mín skoðun er að fækka þurfí félögum í Reykja- vík, fyrst og fremst til þess að treysta fjárhagsgrundvöll þeirra..." „Nauðsyn þessarar aðgerðar stafar af hve félögin eru skuldug. Samein- ing félaga er ráð formanns Þróttar, Tryggva Geirssonar. Formaður ÍBR, Reynir Ragnarsson, kveðst þeirrar skoðunar: „... að íþróttafélögin í Reykjavík séu of mörg og fjármagn- ið fari á of marga staði." Áhyggjur beggja snúast um peninga og vandi sá er þeir sjá er of mörg félög, þeim verður að fækka eða koma af hönd- unum eins og hveijum öðrum ómög- um. Þrennt hefur haldist í hendur í íslensku íþróttalífi: Fjölgun íþrótta- greina (17 greinar í Reykjavík 1944; 32 árið 1996), fjölgun iðkenda og fjölgun íþróttafélaga (í Reykjavík 1944 15 félög; en 42 árið 1996). Síðan við fengum stjórnarskrá 1874 hefur ríkt félagafrelsi, svo að ekki er unnt að meina áhugamönn- um að stofna og starfrækja íþrótta- félög. Þá mæla íþróttalög (frá 1940) svo fyrir að þau félög í hveiju íþróttahéraði sem vinna að íþróttum skulu sameinast til samvinnu .í hér- aðssamtökum. Þau séu annaðhvort í ÍSÍ og UMFÍ eöa öðru og sam- kvæmt því hvaða íþróttir eru iðkað- ar í þeim sem eru innan ÍSÍ þá eru samtökin í viðkomandi sérsambandi. Rétt er að hafa opin augu fyrir fjölgun íbúa í Reykjavík 1944-1994. Arið 1944 voru þeir 44.281 en 1994 103.020, (fjölgun 134%) en fjölgun greina þessi 50 ár 88% og fjölgun íþróttafélaga þreföld. Af þeim 42 eru 14 starfandi fyrir fleiri en eina grein eða deildarskipt en 28 fyrir aðeins eina grein. Hver sem athugar þessar tölur getur ekki séð ástæðu fyrir fækkun félaga né tekið alvar- lega þetta tískuheróp „sameiningu". Þeir sem á þetta hrópa tína fram til sparnaðar: Skrifstofuhald, frétta- blaðaútgáfu, fjársafnanir, íþrótta- skóla og námskeið. Flest þessara atriða hafa verið reynd. Hver vill búa að sínu. Geta héraðssambönd keppt sem félög? í greinunum er glaðst yfir sam- einingu Þórs og Týs í Eyjum undir félagsheitinu ÍBV. En hvað er ÍBV? Það er héraðssamband (íþrótta- bandalag). Ekki félag. Eyjamenn eru að keppa í innlendum og alþjóða- félagamótum undir nafni IBV. Slíkt mun vart lögmætt! Sama ófélags- lega ástandið mun vera á Akranesi. ÍA er og hefur lengi verið skamm- stöfun á heiti Iþróttabandalags Akraness. Félögin Kári og Knatt- spyrnufélag Akraness eru fyrir bí. ÍÁ er ekki löglegt sem félag. Víðar koma fram brotalamir í þessum sameiningarákafa og fara greinar- höfundar ekki varhluta af honum. Hugsa sér þá dýrð að unnið sé að sameiningu Ungmennafélagsins Gróttu, Seltjarnamessbæ innan Ungmennasambands Kjalarness- þings og Knattspymufélags Reykja- - víkur í Iþróttabandalagi Reykjavík- ur. Mikið liggur þessum hefðarhjú- um á, því að á yfirstandandi hand- knattleiksmóti hefur verið auglýst keppnislið Gróttu/KR! Er unnt að sameina félög hvort úr sínu íþrótta- héraði? Slíkt mun vera lögleysa! Formaður ÍBR vill launa stjórnir félaga! Sameiningarskrif og tal á aðal- lega að leiða af sér fækkun félaga, svo að fjármagnið fari ekki á of marga staði. En hveijir eru staðirn- ir sem á að stefna því á? Margir era forvitnir. Fólkið þráir að því verði varið til að mæta kostnaði við íþróttaiðkanir barna og unglinga, . því að hann er orðinn svo hár að almenningur kvartar sáran undan. Þessi vandi kom tilfínnanlega fram í þættinum Dagsljósi í Sjónvarpinu (1.). En að minnsta kosti hefur for- maður ÍBR ekki haft sparnað í huga í apríl síðastliðnum, er hann skrifaði stefnu sína í íþróttum, sem hann birti í aprílhefti Fréttablaðs síns: ... „í dag er það svo, að stjórnar- menn fá ekki krónu, en ómælt fé rennur til leikmanna og þjálfara. Það er mikilvægt að styrkja stjórnun félaganna. Með það fyrir augum á að greiða fyrir stjórnarsetu. Þannig gætu óbreyttir stjómarmenn fengið til dæmis 50 þúsund krónur á ári og formaður 100 þúsund krónur. Ég trúi að þetta myndi styrkja íþróttahreyfinguna, auka ábyrgð og festu.“ Á að skilja þessa síðustu setningu svo, að nú verði íþróttahreyfingin ekki gædd ábyrgð fyrir störfunum né búin þeirri festu að hún geti haldið utan um fengna aðstöðu og félagsfólk án þess að þiggja þóknun fyrir! Vantar stjórn knattspyrnufé- lags Þróttar ábyrgðartilfinningu og festu til þess að búa áfram félaginu aðstöðu við Sæviðarsund en í stað- inn láta véla sig til að afhenda hana1' undir lóðir húsa og svo tælast til að láta gera sér ný íþróttamannvirki í þrengslum milli ýmissa íþrótta- mannvirkja á almenningssvæðinu í Laugardal. Höfundur er fyrrverandi íþróttufulltrúi ríkisins. FÉLAG ELDRE 9BORGABA Eldri borgarar - sýnum samstöðu Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er félagskapur fyrir 60 ára og eldri. Stærsta hlutverk og markmið FEB er að gæta hagsmuna eldri borgara og bæta félagslega aðstöðu þeirra. Allir sem gerast félagsmenn í FEB, stuðla að sinni eigin hagsmunabaráttu, að leiðrétta hin skertu kjör eftirlaunaþega. Stöndum nú öll saman í baráttunni fyrir bættum kjörum. Auk þess býður FEB upp á ráðgjöf í almannatryggingum, ókeypis lögfræði- aðstöð og öflugt félagslíf. Upplýsingar og skráning á skrifstofu félagsins Hverfisgötu 105d, sími 552 8812. "

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.