Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 36

Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ 3 __ ji6 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1997 SKOÐUIM í i f 1 I I i \ f { i VANTAR HEIMSPEKI í NÁTTÚRUFRÆÐIKENNSLU? „UM HVAÐ í ósköpunum ertu að tala?“ gæti sá spurt sem les fyrir- sögnina hér að ofan. Og það er mjög eðlileg spuming. Á Islandi hefur ekki tíðkast að líta til heimspekinnar í tengslum við skólamál. Og í margra ■íiugum er órafjarlægð milli heim- speki og náttúruvísinda. Hvaða tengsl geta þá verið milli heimspeki og náttúrufræðikennslu? Nýsköpun- arsjóður námsmanna hefur í sumar styrkt mig til að kanna þetta mál og í þessari grein mun ég skýra hvaða erindi vísindaheimspekilegir þættir eiga inn í náttúrufræðinámskrár og -kennslu og hvernig hægt er að beita heimspekilegri samræðu til að gera náttúrufræðinámið merkingarbær- ara, og þar með áhugaverðara fyrir nemendur, og bæta hugtakaskilning þeirra. Samkvæmt Aðalnámskrá grunn- skóla (1989:106-114) er náttúru- fræði skyldufag á öllum námsstigum . og þar á að fjalla um efnisþætti úr líffræði, efna- og eðlisfræði. Til að byija með á að virkja náttúrulega forvitni barnanna til að skoða og leita skýringa á viðfangsefninu. Könnuð eru einföld fyrirbæri, t.d. ljós og skuggar, lífshættir dýra og plantna, og gefnar einfaldar skýr- ingar á því sem fyrir augu ber. Nemendur eiga að fá innsýn í það samhengi sem ríkir í náttúrunni, hvernig lifandi og lífvana þættir hafa áhrif hveijir á aðra. Á miðstig- inu eiga nemendur að þjálfast í vís- ‘indalegum vinnubrögðum og kynn- ast vísindalegum skýringum og lög- málum, t.d. um gang himintungl- anna og fasa efna. Auk þess á að viðhalda forvitni barnanna um heim- inn í kringum sig og leyfa þeim að njóta þess að vera úti í náttúrunni. A unglingastiginu á að halda áfram á þeirri braut sem lögð hefur verið og dýpka kunnáttu nemenda á sem flestum sviðum náttúruvísinda. Samkvæmt námskrárlýsingunni á náttúrufræðin að stefna að fjöl- breyttum markmiðum, s.s. að vekja og viðhalda áhuga á náttúrunni og vísindum, þjálfa vinnubrögð og auka þekkingu. En það er trú mln að eft- ir 10 ára grunnskólanám séu það ■helst efnisatriði sem sitja eftir hjá nemendum og kannski minning um skemmtilega vettvangsferð. Það eru ekki margir sem geta útskýrt hvað vísindaleg starfsemi er eða hvaða þýðingu vísindin hafa fyrir það samfélag sem við búum í. þetta er fullkomlega eðlilegt því í námskránni er ekkert sem kveður á um hvern- ig koma eigi ímynd vís- inda til skila til nem- enda, og kennarar hafa heldur ekki veganesti úr námi sínu, jafnvel þótt þeir hafi sérhæft sig í kennslu náttúru- fræðigreinanna. En náttúrufræði á að vera kynning á náttúruvís- indunum. Hún á að gefa öllum nemendum innsýn í fróðleiks- heim þessa vísindasviðs og veita þeim skilning á því að samfélag okkur byggist að miklu leyti á tækni- Mín niðurstaða er sú, segir Brynhildur Sig- urðardóttir, að heim- speki eigi brýnt erindi inn í íslenska grunn- skóla og bæti úr ann- mörkum á náttúru- fræðikennslu. framförum sem komið hafa í kjölfar vísindaiðkunar síðustu alda. Þegar við gefum nemendum bara glefsur úr þeim niðurstöðum sem vísindin hafa sett fram en enga innsýn í af hveiju þessarar þekkingar var leitað og hvernig hennar var aflað er ekki hægt að ætlast til þess að þeir skilji um hvað náttúruvísindin snúast í raun og fái áhuga á að stunda þau seinna meir. Þær skýringar á eðli vísinda sem vantar inn í náttúrufræðikennslu á íslandi má finna í fórum heimspek- innar. Á Vesturlöndum eiga vísindi og heimspeki sameiginlegar rætur hjá Forn-Grikkjum. Fyrstu heim- spekingamir, Þales og félagar, settu fram skýringar á eðli efnis- heimsins og uppbygg- ingu alheimsins. En fræði þessara manna teljast strangt til tekið hvorki til heimspeki né náttúruvísinda sam- kvæmt nútímaviðmið- unum. Heimspekin tók að starfa á öðrum vett- vangi en náttúruvísind- in og með tímanum breikkaði bilið milli greinanna. Vísindin leita skýringar á nátt- úrunni með því að vinna úr staðreyndum sem hún birtir okkur og reyna að setja fram alhæfingar á þeirra gmnni. Úr þessum efnivið byggja þau kerfi sem við notum til að ná tökum á heiminum og reyna að sjá hvemig hann muni bregðast við í framtíðinni. Heimspekin fæst aftur á móti við sýn mannsins á hin fjölbreytilegustu viðfangsefni, hvernig hann hugsar um sjálfan sig og heiminn í kringum sig og hvaða tækjum hann beitir til þess, t.d. tungumálinu. Vísindaheimspeki fæst við spurn- ingar eins .og: „Hvað er vísindaleg staðreynd eða sönnun?" „Hvað ein- kennir vísindaleg vinnubrögð?" og „Hvernig tengjast vísindin samfé- laginu?" Almenningur hefur oft mjög einföld svör við þessum spurn- ingum en þau geta verið villandi eða beinlínis röng. Heimspekin getur aftur á móti gefíð ótrúlega flókin svör, ef hún kemst þá að nokkurri niðurstöðu. Þegar fjalla á um eðli vísinda með grunnskólanemendum er nauðsynlegt að kennari hafi inn- sýn í þá umræðu sem fram fer í vísindaheimspeki en jafnframt að hann dragi út þá þætti sem sam- komulag er um að einkenni vísindi og miðli þeim til nemenda þannig að þeir fái skýra mynd af þessari starfsemi. Eitt helsta einkenni vís- inda, sem jafnframt er oft í andstöðu við það sem almennt er talið, er að vísindamenn komast ekki að endan- legum sannleik heldur setji fram skýringar sem sýna það sem best er vitað á hveijum tíma. Það er mjög mikilvægt að þetta viðhorf sé lagt til grundvallar náttúrufræði- námi, þannig sjá nemendur að vís- indi felast í þekkingarleit sem er háð tækni og menningu hveiju sinni. Þegar fjallað er um vísindaleg vinnubrögð er mikilvægt að einfalda ekki um of, eins og svo algengt er í námsbókum þegar sett er fram lýsing á „hinni vísindalegu aðferð". I vinnu vísindamanna má oftast greina ákveðna, sameiginlega þætti, s.s. skilgreiningu ráðgátu, öflun gagpia, framsetningu tilgátu og túlk- un niðurstaðna. En birtingarmáti þessara þátta er háður efni og að- stæðum hveiju sinni. Sumar ráðgát- ur eru leystar með mjög skipulagðri og markvissri vinnu á meðan aðrar leysast nánast fyrir tilviljun. Þegar talað er um vinnuaðferðir er líka nauðsynlegt að koma inn á takmark- anir náttúruvísinda, hvað það er sem þau geta fengist við og hvað ekki. Vísindamaður verður til dæmis alltaf að halda sig við það sem hann getur stutt með staðreyndum, en hvað er staðreynd? Hvað er hægt að ganga langt í túlkun á niðurstöðum til- rauna? Hvernig getur vísindamaður sett fram alhæfingu byggða á athug- unum og tiiraunum sem ná bara yfír brot af því sem alhæft er um? Ef við viljum að nemendur fái tilfínn- ingu fyrir því hvers konar starfsemi vísindi eru þá er nauðsynlegt að þeir gangi I gegnum pælingar af þessu tagi og þar með að heimspeki- legir þættir séu teknir inn í náttúru- fræðinámið. En heimspeki getur nýst náttúru- fræðikennurum á fleiri sviðum en til að skýra eðli vísinda. Eitt af því erfið- asta í náttúrufræðikennslu er að hjálpa nemendum að ná raunveruleg- um skilningi á hugtökum sem tekin eru til umíjöllunar og þar getur heim- spekin komið til hjálpar. Hún leggur til samræðuaðferð þar sem hugtök eru tekin til umfjöllunar út frá ýmsum hliðum og brotin til mergjar þannig að þátttakendur í samræðunni geta byggt upp góðan skilning á þeim. Sum hugtök þekkja nemendur úr daglegu tali en þegar kemur að því að nota þau í vísindalegu samhengi er merking þeirra önnur og mun sér- hæfðari. Nemandinn þarf því að end- urskoða merkingu hugtaksins og læra að greina við hvaða aðstæður rétt er að nota það í tiltekinni merk- ingu og hvenær ekki. I þessu sam- hengi ber einnig að huga að því að það er greinarmunur á því hvernig menn skynja heiminn dags daglega og hvernig hann birtist í skýringum vlsindamanna. í skýringunum er oft stuðst við líkingar (atómið sem pínu- lítið sólkerfi, ljósið sem bylgjur og eindir) og þessar líkingar þarf að kanna þannig að þær auki skilning nemenda eins og þeim er ætlað að gera. Með því að taka hugtök og skýringar vísinda til heimspekilegrar samræðu, þar sem allt má draga I efa og nýjar hugmyndir eru kannað- ar fordómalaust, fær hver einstakl- ingur tækifæri til að gefa viðfangs- efninu sæti í sínum eigin huga, tengja við fyrri reynslu og þekkingu, leið- rétta sjálfan sig þegar hugmyndir stangast á og gefa hugtakinu raun- verulega merkingu. Á íslandi hefur nú í áratug verið starfandi skóli þar sem heimspekileg samræða með bömum er stunduð. Þetta er Heimspekiskólinn í Reykja- vík og aðferð hans hefur verið tekin til tilraunakennsiu í nokkrum leik- og grunnskólum. Eg trúi að með því að beita þessari aðferð samhliða hefð- bundinni náttúrufræðikennslu megi auka bæði skilning og áhuga nem- enda á faginu. „Vísindaheimspeki- tíminn“ fer þannig fram að byijað er á því að lesa brot úr sögu sem er sérsamin til þess að gefa fyrir- mynd að samræðum eins og nemend: urnir sjálfír eiga að taka þátt í. í IHHTI School of Hotel Management Neuchátel Neuchátel, Sviss Fyrst leggurðu Neuchátel að fótum þer, - síðan heimínn! Árið 1998, munum við ásamt TOURISTCONSULT' halda uppá 30 ára afmæli! Á þessum ánægjulegu tímamótum, bjóðum við 30 námsstyrki að andvirði 3.000 svissneskra franka hvern sem gengur uppí kostnað á fyrsta hluta (Module CM1) af 3ja ára námi sem veitir viðurkennda BA-gráðu í hótelstjórnun Námsstyrkirnir bjóðast þeim Evrópubúum sem hefja sitt hótelstjórnunarnám (Module CM1) í skóla okkar 1998. Styrkirnir verða veittir á vor- og haustönn 1998. Áhugasamir umsækjendur ættu hið fyrsta að hafa samband við Mrs. Maria Baks, stjórnarformann, hjá IHTTI, RO. box 171,4006 Basel, Sviss, sími 00 41 61 312 30 94, Fax 00 41 61 312 60 35, e-mail: headoffice@ihtti.ch, Heimasíða: http://www.ihtti.ch. f ‘TOURISTCONSULT (stofnað 1968) breytti fyrrum menntadeiid sinni árið 1984, undir nafninu IHTTI International Hotel and Tourism Training Institutes Ltd., í lagalega sjálfstætt dótturfyrirtæki. OÍNIWD Brynhildur Sigurðardóttir sögunni er varpað fram ýmsum hug- myndum sem kveikja spurningar og eru hráefni í pælingar og umræður nemenda. Að lestri loknum segja nemendur hvað það er sem þeir skildu ekki, hvað þeim fannst athyglisvert eða annað sem þeim fínnst að taka þurfi til frekari umræðu. í samein- ingu er ákveðið hvar byija skuli sam- ræðuna og síðan fer hún í gang og þar með mótun á hugarheimi hvers einstaklings sem tekur þátt í henni. Hér á eftir birtist brot úr sögu sem nú er í vinnslu og ætluð er til þess að koma á heimspekilegri samræðu í náttúrufræðitíma: Pétur sat í íjörunni og horfði á sjóinn velta steinvölum til og frá. Þetta hafði verið erfiður dagur, mamma hans hafði haft allt á hornum sér um morguninn og Katrín bekkjar- systir hans hafði fengið krampakast í íslenskutímanum og það kom öllum bekknum í uppnám. í kvöld átti svo að velja lið til að fara í keppnisferða- lag um næstu helgi og hann var viss um að lenda ekki í hópnum. Honum hafði gengið illa að hitta í körfuna á undanfömum æfíngum og var seinn að hlaupa eins og alltaf. En það var gott að sitja héma og hugsa málin. Hann gerði það oft á dögum sem þessum og tilveran varð oft skýrari og einfaldari á eftir. Pétur tók upp steinvölu sem var rennislétt af áralöngu volki í sjónum. Hvaðan skyldi þessi steinn koma? Myndi hann enda sem eitt af sand- komunum í fjörunni? Var til eitthvað minna en sandkom? Hvemig gæti hann vitað það - með því að taka öll kom í heiminum og mæla þau? En ævi hans myndi ekki einu sinni duga til að telja kornin í þessari litlu fjöm! Skipti það iíka einhveiju máli, hvað væri minnsta korn í heimi? Miðað við þessar pælingar var fýlu- kastið hennar mömmu fullkomiega viðráðanlegt vandamál svo hann stóð upp og rölti heim. Næsta morgun var Pétur samferða Daníel í skólann. Hann var ennþá að pæla í sandkomunum og spurði Danna: „Veist þú hvert er minnsta komið í heiminum?" „Hvað áttu við?“ spurði Danni. „Meinarðu úr hveiju efnin em búin til?“ „Ja, já, eitthvað svoleiðis. Ég var að hugsa um sandkorn og hvort til væri minnsta sandkornið. Hvað verð- ur til dæmis um sandkorn ef maður skiptir því alltaf í minni og minni hluta, hættir það einhvern tímann að vera sandkorn? Er sandur kannski búinn til úr steinefnum eða einhveij- um öðram agnarsmáum, ósýnilegum efnum.“ „Ertu að tala um fmmefnin?“ hrópaði Danni. „Ég man eftir því úr einhverri bók sem ég las, það em til fjögur fmmefni; jörð, vatn, loft og eldur. Þetta var að vísu eitthvert ævintýri, ég veit ekki hvort þetta er svo vísindalegt.“ „Þannig að sandur er þá úr jarð- arfrumefninu og mjólk úr vatnsfmm- efninu," sagði Pétur. „En úr hvaða fmmefni er þá maðurinn. Hann er bæði bein og blóð og andar frá sér lofti. Er hann þá blanda úr þessu öllu saman?“ í þessu sögubroti em ótal hug- myndir sem koma inn á vísindastarf- semi og eðli hennar. í framhaldi af lestrinum kvikna t.d. spurningar um hvað sé efni og hvað ekki, hver sé munurinn á vísindum og skáldskap, hvaða vandamál séu viðráðanleg og hvort hægt sé að mæla án þess að telja. Nemendur fá vettvang til að velta þessum spurningum fyrir sér, efast um hluti sem þeir áður hafa talið sjálfsagða og komast að eigin niðurstöðum. Auk þess að fá betri innsýn í heim náttúmvísindanna og viðfangsefna þeirra þjálfa þeir gagn- rýna og skapandi hugsun, læra að hlusta á aðra og bera virðingu fyrir skoðunum þeirra jafnvel þótt þeir séu ósammála. Nemendumir þjálfast því I betri og sjálfstæðari hugsun og eru þar með betur undir það búnir að verða virkir þegnar í lýðræðisþjóð- félaginu. Niðurstaða mín er því sú að heimspeki eigi brýnt erindi inn í íslenska gmnnskóla og bæti úr ýms- um annmörkum sem verið hafa á náttúrufræðikennslu. Höfundur er kennari og heimspekinemi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.