Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 43
1 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 43
ERLENDUR
GÍSLASON
+ Erlendur Gísla-
son frá Dals-
mynni í Biskups-
tungum, til heimilis
i Bergholti í sömu
sveit, fæddist í
Laugarási, Bisk-
upstungum, hinn
28. nóvember árið
1907. Hann lést á
heimili sínu 23.
september síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Skál-
holtskirkju 4. októ-
ber.
Hann, sem var höfuð fjölskyld-
unnar, er fallinn í valinn.
Hann, sem var alla tíð fastur
punktur í tilveru okkar, er þar ekki
lengur og við stöndum eftir, dálítið
ringluð og líkt og vegalaus, þegar
viðmiðið er allt í einu horfíð.
Þó ætti það ekki að koma svo
mjög á óvart að gamall maður
hverfi af sviðinu. En við litum aldr-
ei á hann sem gamlan mann. Svo
var raunar um fleiri. Þess er
skemmst að minnast að við feðg-
arnir vorum við útfor okkar góða
vinar, Einars í Kjarnholtum. Við
stóðum þarna, allir í röð og einhver
sem þekkti okkur lítillega heilsaði
okkur. Leit svo eftir breiðfylking-
unni, frá þeim yngsta til þess elsta
og svo til baka og spurði: „Hver
er elstur af ykkur bræðrunum?“
Hann var svo heppinn að fá
marga góða eiginleika í vöggugjöf,
t.d. lífsgleði, útsjónarsemi og ótrú-
legt starfsþrek. Þessar góðu gjafír
nýttust honum vel á löngum starfs-
ferli. Eftir að hann brá búi 75 ára
gamall, tóku við mörg gæfurík ár,
þar sem gamlir og nýir nágrannar
og aðrir sveitungar og vinir endur-
guldu ríkulega greiðvikni hans og
lipurð og lögðu sig alla fram við
að gera honum lífíð létt og ánægju-
legt. Sú mikla umhyggja sem hann
naut í ellinni verður aldrei fullþökk-
uð, en miklir gæfumenn eru það
sem hlúðu svo vel að gömlum
manni. Vonandi fær þetta góða
fólk að njóta hins sama, þegar þess
tími kemur.
Með bros á vör hné hann niður,
mitt í æskuglöðum hópi skólabarna
í sveitinni sinni og sagan var öll.
Á snöggu augabragði breyttust
ærsl og gleði hópsins í örvæntingu
og dýpstu sorg. Vonandi verður
þessi sviplegi atburður til þess að
auka enn frekar á þroska bamanna
sem hann unni svo mjög og skiln-
ing þeirra á lífinu.
Blessuð sé sveitin og Hlíðin okk-
ar fagra.
Blessað sé ágætt samferðafólk.
Örn Erlendsson.
„Komdu sæll frændi," sagði
hann við mig þegar við hittumst
fyrst, fýrir tíu árum, „og vertu
velkominn nágranni. Kallaðu mig
bara Linda.“ Þannig var mér og
fjölskyldunni tekið fagnandi þegar
við fluttumst í Reykholt í Biskups-
tungum og þannig hefur það verið
síðan. Hversu oft höfum við ekki
notið hlýju og gestrisni Linda okk-
ar, jafnt háir sem lágir í fjölskyld-
unni? Hversu oft voru ekki málin
rædd og skemmt sér yfir ljúfum
veigum, kaffí og kökum, rúsínu-
klöttum eða fátækrasúkkulaði? „Er
ég þá alveg hættur að vera pam-
ffll?“ sagði þriggja ára strákurinn
þegar Lindi furðaði sig á hversu
mikill höfðingi hann væri orðinn.
„Já, nú ertu orðinn reglulegur höfð-
ingj,“ var svarið og góður súkkul-
aðibiti flaut með.
Minningarnar frá þessum góðu
stundum eru okkur dýrmætar og
frásagnir Linda af langri ævi koma
upp í hugann, s.s. eins og frá árun-
um í Grindavík í kringum 1930-40
þegar hann var um tíma háseti á
fengsælasta bátnum og útgerðar-
maðurinn sagði honum fyrirvara-
laust upp vegna þess
að hann var farinn að
beita sér fyrir ýmsum
réttindamálum stéttar-
innar, enda stofnandi
verkalýðsfélagsins og
fyrsti formaður þess.
Þetta eitt þótti kannski
ekki saga til næsta
bæjar í upphafi verka-
lýðsbaráttunnar, en
það sem gerðist í kjöl-
farið þætti að öllum
líkindum fréttnæmt í
dag: Þegar skipstjór-
inn gekk á fund út-
gerðarmannsins til að athuga með
tilhögun næsta túrs og í ljós kom
að vinur vor yrði ekki með, sagði
hann: „Já, þá geturðu eins látið
drag’ann upp því ekki fer ég út á
næstunni." Skemmst frá að segja
þá lá þetta toppaflaggskip flotans
uppi í Qöru alla vertíðina. Stuðning
þessa manns við sig og baráttuna
kunni Lindi að meta. Grindvíkingar
kunnu hinsvegar að meta Linda og
hafa heiðrað formanninn á ýmsa
lund.
Þegar þessu fór fram hafði vinur
vor fest ráð sitt og þau hjónin eign-
ast tvö af fímm börnum sínum.
Verkalýðsbarátta frumkvöðuls án
nokkurra varasjóða hefur vafalaust
reynt talsvert á unga eiginkonu og
börn. Konunni, Guðrúnu Guð-
mundsdóttur frá Austurhlíð, kynnt-
umst við aðeins í gegnum Linda
okkar en mannkostir hennar eru
vafalausir því hún var svo innilegur
meginþráður í frásögnum hans af
gömlum dögum.
Eftir Grindavíkurárin festu þau
hjón kaup á jörðinni Dalsmynni í
Biskupstungum, skammt frá ár-
sprænu sem heitir Andalækur til
að byija með en Fullsæll þegar
neðar dregur og orðinn er að á.
Bjuggu þau þarna í góðri sambúð
í hálfan þriðja áratug eða þar til
Guðrún féll frá. Fimm árum síðar
brá Lindi búi, seldi allt nema tvo
hesta og bíl og fluttist í Bergholt,
dvalarheimili aldraðra í Biskups-
tungum, sem hann sagði suma
kalla Sukkholt í jákvæðu tilliti til
íbúanna. Lindi sagði þetta rétt-
nefni, þeir gamlingjamir hefðu sko
ekkert þarfara og fátt skemmti-
legra að gera en að sukka dáldið.
Vinur vor hafði yfirleitt verið
sæmilega heilsuhraustur þó að
hann hafi að vísu þurft í þrjátíu
ár að hafa utan um sig stoðgrind
úr stáli vegna bijóskloss sem hann
losnaði við um sjötugt, en skömmu
síðar fékk hann slæmt hjartaáfall.
Þetta kom ekki í veg fyrir hreysti-
lega framkomu í gjöf sem ágjöf,
umhyggjusaman húmor og þægi-
lega alvöru. Eftir hjartaáfallið var
hann á Heilsuhælinu í Hveragerði
í nokkurn tíma. Ég veit um konu
sem kom þangað í sömu erinda-
gjörðum, en þau þekktust lítillega.
Hafði hún, sem von var, áhyggjur
af heilsufari beggja og spurði
hvort honum fyndist ekki hræði-
lega á komið með þeim. „Jú, elsk-
an mín,“ svaraði vinurinn að
bragði, „en ég veit þú trúir því
ekki hvað þetta venst vel.“ Svona
félagsráðgjöf eða sáluhjálp finnst
mér hljóti að gefa hæstu einkunn
í háskóla lífsins. Þetta svar finnst
mér lýsa Linda svo vel - upplífg-
andi umhyggja - og þetta svar
var í rauninni það sem ég þekkti
hann af áður en við heilsuðumst
um árið því konan var móðir mín,
sem sagði mér frá.
Það er svo margs fleira að minn-
ast, s.s. þegar hann af grallaraskap
en dúnmjúkt og undurblítt gerði
smáat í fínum frúm, virðulegum
pamfílum, frambjóðendum og pott-
þéttum mönnum, en mest þó sjálf-
um sér, allra helst í heita pottinum
við sundlaugina. Ógleymanleg eru
svo tilþrif í leiklist, dansi, drukk
og elegans, og loks réttardeginum
nú fyrir þremur vikum sem var
staðinn frá morgni fram á næsta
með þeim brag sem hefðin, reisnin
og rausnin bauð.
Far vel frændi, ánægjan var
okkar. Kærar þakkir.
Stefán Böðvarsson
og fjölskylda.
Tilveran er óneitanlega einum lit
fátækari, nú þegar Lindi í Dals-
mynni er farinn frá okkur. Hann
sem hefur svo lengi verið hluti af
lífí okkar. Lindi var góður ná-
granni okkar Austhlíðinga til
margra ára og hélt mikilli tryggð
við okkur Hlíðarfólkið eftir að hann
flutti í Bergholt. Þegar Rúna
frænka og Lindi bjuggu i Dals-
mynni var mikill samgangur á milli
bæjanna og oft handagangur í öskj-
unni. Dalsmynniskrakkamir og
stelpuskotturnar frá Austurhlíð
sóttu oft kýrnar saman og frænd-
systkinin reyndu gjarnan með sér
í íþróttum og þá var nú eins gott
fyrir stelpurnar að gyrða pilsin ofan
í buxumar svo þær yrðu ekki eftir-
bátar strákanna. Það var glímt og
slegist, hlegið og grátið. Lengi vel
var sá siður í heiðri hafður að
krakkarnir komu saman í veislu-
kaffí til skiptis í Dalsmynni og
Austurhlíð. Þá var nú vel tekið á
móti lágvöxnum og borðin hlaðin
kökum og heitt kakó á boðstólum.
Og þegar messað var í Úthlíð gekk
öll hersingin saman og fullorðna
fólkið bar krakkana yfír Andalæk-
inn. Það var skipst á að safna sam-
an mjólkinni á hestvagni frá Út-
hlíð, Dalsmynni og Austurhlíð og
koma henni að Múla, þar sem
mjólkurbíllinn sótti hana. Þá var
staldrað við á bæjunum og spjallað
saman. Svo þegar böm Austur-
hlíðasystranna komust á legg, léku
þau sér við börn Dalsmynnisbam-
anna sem vom í sveit hjá afa sín-
um, og áfram tengdust þessar fjöl-
skyldur í ýmsum uppátækjum,
reiðtúrum og öðrum ævintýram.
Og alltaf var Lindi einhvem veginn
eins og óbreytanlegur ættfaðir yfír
öllu saman. Á kveðjustund er gott
að rifja upp samverustundir með
Linda í gegnum árin: Smala-
mennskur í mýrinni, skóginum eða
uppi á fjöllum. Hlíðaréttir, réttar-
súpur og söngur, og svo ótal margt
fleira í hversdeginum sem gefur
lífinu gildi. Og oft var setið við
eldhúsborðið í Dalsmynni á síð-
kvöldum og spjallað um heima og
geima eftir að Lindi og Snati urðu
einir í kotinu. Þá var kaffíð stund-
um bragðbætt með eðalvíni að
höfðingjasið.
Lindi var gestglaður og félags-
lyndur maður og hann hafði yndi
af að dansa. Við konumar í þess-
ari fjölskyldu eigum góðar minn-
ingar af dansgólfínu í faðmi Linda
og alltaf krafði hann okkur um
alvöra kossa því hann vildi ekki sjá
neina herðablaðakossa! Það sem
okkur þótti hvað vænst um, var
hvemig hann var alltaf sami Lind-
inn, hvort sem var í Dalsmynni eða
Bergholti, og hvort sem hann var
fertugur eða áttræður.
Að leiðarlokum þökkum við
Linda fyrir nágrennið og samfylgd-
ina og kveðjum hann með virðingu.
Allir frá Austurhlíðar-
bæjunum.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
EBENEZER Þ. ÁSGEIRSSON
forstjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 15. október kl. 13.30.
Ebba Thorarensen,
Jónína Ebenezerdóttir, Böðvar Valgeirsson,
Ragnheiður Ebenezerdóttir, Stefán Friðfinnsson,
Ásgeir Ebenezerson, Guðlaug Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
X
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
INGVELDUR ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR,
Grund,
Hringbraut 50,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun,
mánudaginn 13. október, kl. 13.30.
Gísli Guðmundsson, Hulda Ragnarsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Klemenz Jónsson,
Jóhann Guðmundsson, Laufey Hrefna Einarsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA MAGNÚSDÓTTIR,
Ljósheimum 9,
Reykjavík,
sem andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn
7. október, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 14. október kl. 13.30.
Halldór Guðmundsson, Hulda Guðmundsdóttir,
Ástríður Halldórsdóttir, Inga Margrét Halldórsdóttir,
og barnabarnabörn.
Útför bróður okkar,
GUNNARS SVEINBJARNAR
GRfMSSONAR
frá Jökulsá
á Flateyjardal,
fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
14. október kl. 13.30.
Systkini hins látna.
+
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför,
RAGNHEIÐAR EIRÍKSDÓTTUR
frá Valadal.
Gissur Jónsson,
Valdís Gissurardóttir,
Jón Gissurarson,
Friðrik Gissurarson,
Kristján Gissurarson,
Stefán Gissurarson,
Þórarinn Marteinn Friðjónsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður,
HÓLMSTEINS AÐALGEIRSSONAR
múrarameistara,
Hafnarstræti 17,
Akureyri.
Guðrún Valdimarsdóttir,
Aðalgeir Hólmsteinsson, Steinunn Thorarensen,
Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson,
Alma Lára Hólmsteinsdóttir.
r