Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 44

Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 44
. 44 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Karl Lúðvíks- son fæddist á Norðfirði 27. sept- ember 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss- vogi 28. september siðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 7. október. Það er erfitt að koma orðum yfir þær tilfínningar sem hræ- rast í huganum þessa stundina. Minningam- ar hrannast upp og hver gleðiminn- ingin rennur saman við aðra. Við bræðumir vorum löngum stundum hjá afa og ömmu þegar þau bjuggu á Háteigsveginum. Fyrstu minning- ar okkar um afa tengjast Apóteki Austurbæjar þar sem hann var apó- tekari. Hann tók okkur oft með sér í apótekið og sýndi okkur hvern krók og kima. Þetta var eins og annar heimur, allt svo framandi og nýtt fyrir okkur litlu strákunum. En alltaf var afí skammt undan með svör við öllum spumingunum " sem rigndi á hann. Oftar en ekki laumaði hann að okkur einhveiju góðgæti í lok hverrar ferðar. Annar heimur sem afa var svo kær var sumarbústaðurinn við Elliðavatn. Þar kom hann nærri daglega meðan heilsa leyfði og ber garðurinn þess vel merki hvað afí unni þessum stað. En það var fleira sem átti hug hans að Elliðavatni en gróðurrækt. Sögurnar sem afi sagði af veiðum sínum við Elliðavatn voru oft ótrú- legar, en ætíð vissi maður að það var hverju orði sannara. Afi tamdi sér aldrei þann sið stangveiði- manna að skreyta dýrðina, fyrir honum var veiðin guðsgjöf eins og hún var, þar þurfti ekkert að skreyta. Við Elliðavatn tók ég mín fyrstu skref í fluguveiði með styrka hönd hans afa mér við hlið. Við fórum seinna með árunum í marga veiðitúra. En sá sem stendur upp úr er túr sem við fórum 1985 í Langá á Mýrum. Þessa á hélt afi mikið upp á, enda búinn að veiða þarna í mörg ár, og í einum túrnum tók hann 93 laxa á þremur dögum. Alla á flugu og var einn við veiðina. Þannig var afi. Einn daginn í ágúst 1985 vorum við ásamt fleir- um í fjölskyldunni við veiðar. Allir veiddu eitthvað en afi alltaf manna mest. Það var þarna sem ég fékk minn fyrsta lax, og auðvit- að á gamla Blue Charm sem var leynivopnið hans afa. Stoltið upp- málað sýndi ég afa fenginn, og fékk í staðinn faðmlag og bros og þau orð að nú væri ég veiðimaður. Veiðin hafði svo lengi verið hans líf og yndi, að heyra sönginn í lín- unni þegar hún klauf loftið og finna spennuna sem yfirtók líkamann þegar fiskurinn tók. Þetta voru hans sælustundir. Við bræðumir fórum oft til afa og ömmu þegar þau bjuggu við Norðurbrún. Þar hittumst við gjarn- an til þess að spjalla um daginn og veginn. Oftar en ekki bar menntun á góma, og brýndi afí fyrir okkur hve menntun væri mikilvæg hvetj- um manni. Sagði hann okkur frá skólaárum sínum í Kaupmannahöfn og það var greinilegt að þar hafði hann átt góðar stundir. Við munum alltaf hugsa til ráða hans og miðla þeim til okkar barna af sama hlý- hug og hann miðlaði þeim til okk-7 ar. Eftir er skarð í hjörtum okkar sem erfítt verður að fylla. En eitt veit ég þó, að hvert sinn sem ég dreg upp flugustöngina og stend við árbakkann mun afí standa mér við hlið og minna mig á réttu tök- in. Og auðvitað verður fyrst hnýtt á Blue Charm. Við munum sakna þín alla ævi og minnast þín með ást og virðingu fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, elsku afí. Nú dvelur þú með ömmu og pabba á betri stað. Minn- ing þín lifir að eilífu. Karl Lúðvíksson, Aníta og Lúðvík Marinó, Þorlákur Lúðvíksson og Linda, Helgi Þorgeir Felixson. Það tók mig nokkurn tíma að afráða að ráðast í það verk sem hér fer á eftir, því örðugt er að henda á lofti og hylla í fáeinum línum langa og viðburðaríka ævi manns á borð við Karl Lúðvíksson apótekara, ævi þróttmikils at- hafnamanns allt fram á síðustu mánuði. Líf Karls er, í sinni einföldustu mynd, sagan af litlum dreng, sem í fjörunni austur á Norðfirði ákvað að komast í álnir. í lífi hans endur- speglast einnig saga íslensku þjóð- arinnar, sem á einum mannsaldri hefur brotist úr aldalangri örbirgð til bjargálna af eljusemi og þraut- seigju, orðið sjálfstæð og sjálf- bjarga þjóð í eigin landi. Karl Lúð- víksson tók ásamt ótöldum öðrum þátt í uppbyggingu þess þjóðfé- lags, sem ýmsar aðrar þjóðir hafa nú til fyrirmyndar, lagði sitt af mörkum til þess að við, sem á eft- ir komum, búum við frelsi og ör- yggi, höfum áreynslulaust öðlast lýðréttindi og lífskjör á við það sem best þekkist. Karl var einn tólf systkina, vand- ist ungur við vinnu og ósérhlífni eins og þá var títt. Hefur það án efa átt þátt í að móta lyndisein- kunn hans sem öðru fremur ein- kenndist af dugnaði, útsjónarsemi og einbeitni þess sem lífið hefur ekki gefið aðra forgjöf en sterkan vilja, trúfestu og dirfsku. Þótt ævi Karls væri farsæl var hún ekki átakalaus eða laus við andstreymi. Hörmulegur sonarmissir er næg áminning um það þótt af öðru sé að taka. En sönn dáð felst ekki í stöðugri, fyrirhafnarlausri vel- gengni, heldur í því að rísa jafn- harðan upp og örlögin virðast hafa lagt mann að velli. Fyrir það dáði ég Karl. Líf hans ætti að vera okk- ur hvatning til þess að snúa upp í vindinn, að beijast áfram með storminn í fangið, gefast ekki upp, láta ekki reka á reiðanum þótt lif í velferðarsamfélagi nútímans freisti margra að rifa seglin. Karl og kynslóð hans átti þess ekki kost að slá slöku við en við megum ekki gera það, ætlum við okkur að varðveita það sem áunnist hef- ur. Karl braust sjálfur til mennta. Hann nam við Menntaskólann á Akureyri, MR, Háskóla íslands og lauk lyfjafræðingsnámi frá Kaup- mannahöfn með láði. Bauðst hon- um við heimkomuna staða við raunvísindadeild Háskólans en þáði ekki þar sem athafnaþráin var aðdráttarafli vísindanna yfirsterk- ari. Sem ungur lyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki sló hann töflur heima á kvöldin, seldi og hafði af tíföld laun sín í apótekinu. Þetta er lýsandi dæmi um framtakssemi Karls. í Hávamálum segir: „Sjald- an liggjandi úlfr lær of getr eða sofandi maðr sigr.“ Á meðan aðrir sváfu gekk töflusláttarvélin í bíl- skúr Karls linnulaust og lagði grunninn að fyrirtæki hans, Apó- teki Austurbæjar, og einkar traust- um efnahag. En Karl einblíndi ekki á eigin hag eins og mörgum hættir til að gera. Sem formaður Lyfjafræðinga- félags íslands stóð hann að fyrsta kjarasamningi lyfjafræðinga við vinnuveitendur sína, er varp oki vinnuþrælkunar og lágra launa af þeirri stétt. Sem formaður Apótek- arafélags íslands stóð Karl fyrir því að íslenskir nemendur komust til náms í lyfjafræði til Danmerkur, framhjá „numerus clausus" í Há- skóla Islands, rauf einokun erlendra manna í lyfjaverslun hérlendis og lagði grunninn að öflugri íslenskri lyfjafræðingastétt. Eiga margir honum að þakka að þeir fengu að læra lyfjafræði. Treginn er förunautur dauðans og með Karli Lúðvíkssyni er horfín svipmikil og sköruleg en jafnframt umhyggjusöm persóna. Þó er það svo, að brotthvarf hans vekur einn- ig jákvæðar kenndir. Karl lifði löngu, farsælu og innihaldsríku lífi, lét gott af sér leiða og var okkur hinum fordæmi. Hann gat á ævi- KARL LÚÐVÍKSSON + Guðmundur Vigfússon var fæddur í Vest- mannaeyjum 10. febrúar 1906. Hann lést á heimili sínu, Hrafnistu, Hafnar- firði, aðfaranótt 6. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðleif Guðmundsdóttir, Þórarinssonar frá Vesturhúsum í Vestmannaeyjum, og Vigfús Jónsson, Vigfússonar í Túni í Vest- mannaeyjum. Guðmundur ólst upp í Holti í Vestmannaeyjum. Systkini hans eru Guðrún, f. 1902, d. 1957, Sigríður, f. 1904, d. 1994, Jón, f. 1907, Þórdís, f. 1912, Guðlaugur, f. 1916, d. 1989, Nú þegar ég sest niður til að skrifa nokkur kveðjuorð til tengdapabba, og læt hugann reika til baka er það þakklæti sem fyrst og fremst leitar á hugann. Það er svo margt sem vert væri að minn- í*. ast á. Guðmundur kenndi mér margt og þó aðallega með lífi sínu og fram- komu. Hann átti marga vini og var sérlega hjálpsamur við náunga sinn. Hann sagðist hafa vanist hjálpsemi sem barn. Þeir bræður voru oft sendir með soðningu til þeirra sem lítið höfðu. i Þegar hann var á yngri árum, Axel, f. 1918. Tvö hálfsystkin átti Guð- mundur sér sam- feðra, þau eru Guð- leif, f. 1926, og Þor- valdur Örn, f. 1929. Guðmundur kvæntist Stefaníu Guðrúnu Einarsdótt- ur frá Steinavöllum, Flókadal, Skagafirði, f. 19. janúar 1904, d. 22. september 1982, dóttir hjónanna Önnu Jónsdóttur og Einars Baldvinsson- ar. Guðmundur og Stefanía eign- uðust tvö börn. Þau eru Erla, f. 19. febrúar 1929, hennar maður er Stefán V. Þorsteinsson, og Vigfús Sverrir, f. 4. ágúst 1932, d. 13. febrúar 1988, hann var kvæntur Kristínu Davíðsdóttur. Börn Erlu og Stefáns eru Guðný, f. 14. nóvember 1955, d. 4. mars 1997, Inga Þóra, f. 16. maí 1955, Helga Björg, f. 29. júlí 1960, Elfa, f. 1. mars 1962, og Víðir, f. 18. ágúst 1964. Guðmundur átti fjórtán barna- barnaböm og eitt barnabarna- barnabarn. Frá unga aldri stundaði Guð- mundur sjósókn. Hann tók vél- stjóra- og skipstjórapróf 18 ára gamall og árið 1946 „öldung- inn“ í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Öðlaðist hann þar með réttindi til að stjórna ís- lensku farskipi af hvaða stærð sem var, hér við land og annars staðar. Hann rak útgerð með föður sínum og bræðmm frá Vestmannaeyjum um margra ára skeið og um tíma með öðr- um frá Hafnarfirði. Hann flutt- ist frá Vestmannaeyjum 1957 og hefur lengst af síðan búið í Hafnarfirði, þar af á Hrafnistu í Hafnarfirði frá 1978. Guðmundur verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 13. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. með þeim fyrstu og mokaði upp síld- inni. Þeir voru þrír bræður sem áttu bátinn og unnu við hann. Guðmund- ur var skipstjóri, Jón 1. vélstjóri, og Þorvaldur 2. vélstjóri og sá um reikningshaldið. Guðmundur bar mikinn hlýhug til Vestmannaeyja og það hefur verið erfítt fyrir hann að yfírgefa eyjamar sínar og þeirra nágrenni, sem hann þekkti svo vel með sínum veiðarfærum. Hann gjörþekkti Vestmannaeyjamiðin og stór svæði bæði fyrir austan og vestan Eyjar. Árið 1981 var Guðmundi aflient heiðursskjal Sjómannadagsráðs í Vestmannaeyjum með þökk fyrir gifturík störf í þágu sjómannastétt- arinnar og byggðarlagsins. Guð- mundur var mikill skipuleggjari. Hann færði dagbók og tilgreindi hvar hann var, hvað hann fískaði mikið og klukkan hvað, ennfremur togstefnu, lengd á togi og hvenær hann breytti um stefnu. Hann veitti því athygli að fískur kom oft á sömu mið ár eftir ár, uppá dag. Það var ekki að undra, þó hann veiddi oft mikið. Hann var oft aflakóngur í Eyjum og keppti þá oft við fræga aflamenn. Lífíð fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um Guðmund. Heilsuleysi konu hans, og síðar sonar hans, reyndi mikið á hann. Hann var tilbúinn að fóma þeim öllu, ef það gæti bætt þeirra líðan, en aldrei heyrðist frá honum æðruorð. Guðmundur dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfírði í nítján og hálft ár. Hann var þakklátur fyrir góða umönnun sem hann hlaut þar og afbragðs félagsskap góðra manna. Hann hafði gaman af stangveiði og fór hann oft í silung eftir að hann hætti á sjónum. Hann kom oft með góðan afla sem hann gaf vinum og kunningjum. Þegar menn komu til vinnu á morgnana var hann að koma heim, hafði þá farið að veiða klukk- an 5 og kom svo heim kl. 8 eða 9 til að hvíla sig. Hann sagði að best veiddist við ákveðin birtuskilyrði. Eins fór hann þegar rökkva tók á kvöldin. Guðmundur varð 91 árs í febrúar síðastliðinn, en 20 dögum áður en kallið kom var hann að veiðum í Reynisvatni, hress að vanda. Aðstandendur Guðmundar vilja færa starfsfólki Hrafnistu í Hafnar- fírði og St. Jósefsspítala í Hafnar- firði, bestu þakkir fyrir góða umönn- un. Það er mikil gæfa að kynnast kom hann miklu í verk, var nær allt árið á sjónum, eða í viðhaldi á bátnum. Troliið varð hans uppáhalds veiðarfæri að ég held. Hann var með þeim fyrstu hér á landi sem stunduðu snurvoð á 26 tonna vélbát og síðan troll á þessum bát. Árið 1943 fá þeir bræður nýjan bát „Vonin“ VE, 63 tonna bát. Voru það mikil umskipti. Þetta þóttu stór skip í þá daga. Var nú hægt að vera að þó veður væri ekki ailtaf uppá það besta. Það var líka ekki eftir gefið. Hann brá sér á síld, en lenti á aflaieysisárunum 1945 og 1946. En í Hvalfjörðinn kom hann GUÐMUNDUR VIGFÚSSON kvöldi sínu staðnæmst, litið um öxl og sagt: „Ég skilaði góðu verki.“ Er unnt að biðja um meira, vildu ekki allir geta sagt hið sama? Jónmundur Guðmarsson. í dag kveðjum við hinstu kveðju apótekarann og athafnamanninn Karl Lúðvíksson. Þeir eru nú flestir horfnir af sjónarsviðinu íslensku lyfjafræðingarnir, sem luku námi fyrir upphaf síðari heimsstyijaldar- innar og komu heim til þess að hefja á loft merki íslenskrar lyfja- fræðistéttar. Karl Lúðvíksson var einn þeirra, en hann lauk kandidats- prófi í lyfjafræði frá Danmarks Farmaceutiske Höjskole haustið 1937. Við heimkomuna hóf hann starf í Laugavegs Apóteki, en færði sig árið 1939 í Reykjavíkur Apótek, en þar hafði hann verið bæði sem nemi og sem aðstoðarlyfjafræðing- ur á árunum 1930-1935. Karl tók virkan þátt í félags- starfi lyfjafræðinga og var m.a. formaður Lyfj afræðingafélags ís- lands árin 1945-1947. Einnig var hann formaður Apótekarafélags íslands í 4 ár. Eiginkona Karls var Svanhildur Þorsteinsdóttir, en hún lést árið 1989. Þau hjón eignuðust Ijögur börn, tvo drengi, Lúðvík og Sigurð, og dætumar Onnu Þóru og Ingi- björgu. Elsti sonurinn, Lúðvík, er látinn. Ég kynntist Karli þegar ég hóf nám í lyfjafræði í Reykjavíkur Apóteki árið 1950. Karl var labor- ant þar, eða með öðrum orðum hann stýrði og bar ábyrgð á aliri framleiðslu apóteksins nema töflu- gerðinni, sem var til húsa annars staðar. Reykjavíkur Apótek var á þeim árum í raun stór og mikil lyfjaverksmiðja, enda flest öll lyf á þeim tíma framleidd í apótekum landsins. Karl var einstakur verkmaður og kenndi okkur nemunum réttu hand- tökin. Hann var fyrsti kennari minn á lífsleiðinni sem vakti athygli mína á hve þýðingarmikið það er fyrir heilsuna að standa líkamlega rétt að öllum verkum. Þetta er því sér- stakara fyrir það, að á þessum tíma töldust þeir menn latir sem reyndu slíkum manni og læra af honum. Nú er hann horfínn ljóssins til. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Stefán V. Þorsteinsson. Nú er hann afi minn Guðmundur farinn á vit feðranna. „Ekki skil ég af hveiju þeir eru ekki löngu búnir að hirða mig, en minn tími kemur,“ sagði hann við okkur í mesta æðru- leysi þegar ég og ijölskylda mín kvöddum hann rétt áður en við héld- um til Danmerkur, þar sem við erum við nám um stundarsakir. Þessi orð lýsa afstöðu afa Guðmundar til lífs- ins, hann lifði frá degi til dags, lét hveijum degi nægja sína þjáningu eins og sagt er, fullviss þess að þegar kallið kæmi tækju æðri mátt- arvöld við sálu hans. Bjartsýni og léttleiki voru ein aðaleinkenni hans, hvar sem hann fór var hann hrókur alls fagnaðar, naut þess að slá á létta strengi og segja fólki sögur. Afi Guðmundur varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera stálminnugur og skýr allt fram á hinstu stund. Skýr- ar skoðanir hafði hann á öllum dægurmálum, það var helst um póli- tík sem hann vildi lítið ræða allra síðustu árin. Ekki skildi ég það þar sem við vorum sammála um flest á þeim vettvangi, en þá sagði hann ætíð „það tekur því ekki að ræða það“. Afi minn var mjög sjálfstæður og var hann sjálfum sér nógur um flesta hluti, keyrði bíl sinn kominn á tíræðisaldur. Veiðiskapur einkenndi alla tíð lífs- hlaup afa Guðmundar, hann var lengst af fengsæll skipstjóri og út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, skipstjóri sem þekkti miðin og hafs- botninn umhverfis Eyjarnar eins og lófann á sér, vissi upp á hár hvar bæri að bera niður og hvenær. Eftir að hann flutti suður átti stangveiði hug hans allan og stangveiðimaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.