Morgunblaðið - 12.10.1997, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
!
að vinna sér létt og ekki nema
kjarkmenn sem þorðu að sýna slíkt.
Bn ég held að þetta hafi verið Karli
eðlislægt, enda hafði hann stundað
íþróttir á yngri árum og var alla
tíð mikill útivistarmaður og stund-
aði líkamsrækt eins lengi og þrekið
leyfði.
Karl fékk lyfsöluleyfið fyrir Apó-
teki Austurbæjar árið 1950 og
byggði hús yfir það. Það var meira
en að segja það að byggja hús á
þeim tíma, á árum hafta og
skömmtunar. Þegar lóðin var feng-
in var ijárfestingarleyfið eftir, en
Karl leysti það verkefni eins og
önnur og apótekið var opnað í eigin
húsnæði 2. maí 1953. Síðla árs
1956 réðst ég sem yfirlyfjafræðing-
ur til Karis í Apótek Austurbæjar
og vann hjá honum allt til ársins
1963.
Karl var mikill athafnamaður,
stofnaði og átti mörg fyrirtæki og
miklar fasteignir. Hann var einn
af stofnendum Pharmaco hf. og sat
í stjórn þess í 9 ár. Hann stofnaði
flugeldagerðina Flugeldar sf. ásamt
undirrituðum árið 1959.
Ekki man ég lengur hvernig stóð
á því að Karli datt í hug að stofna
flugeldagerð, en það varð til þess
að ég fór til Danmerkur til þess að
kynna mér rekstur flugeldaverk-
smiðju og framleiðslu á flugeldum
og blysum. Byggð voru tvö sjálf-
stæð hús að Lundi við Nýbýlaveg
og þar var verksmiðjan til húsa uns
hún var seld. Þetta var skemmtileg
hugdetta hjá Karli og lærdómsrík
fyrir mig, því það kom í minn hlut
að stýra daglegum rekstri verk-
smiðjunnar.
Karl var í eðli sínu frumherji og
fitjaði upp á ýmsum nýjungum. Sem
dæmi má nefna að á árinu 1955
keypti hann vél til þess að fram-
leiða lýsispillur fyrir barnaskólana.
Þessar pillur höfðu áður verið flutt-
ar inn frá Danmörku en Karl ákvað
að taka upp samkeppni við innflutn-
inginn og það tókst vel.
Hin síðar ár hafa leiðir okkar
Karls legið sjaldnar saman en ég
vil nú að leiðarlokum þakka honum
fyrir bæði samfylgdina og það sem
hann kenndi mér þau ár sem við
störfuðum saman, bæði á námsár-
um mínum í Reykjavíkur Apóteki
og á árunum hjá honum í Apóteki
Austurbæjar.
Fyrir hönd stjórnar Apótekarafé- •
lags íslands flyt ég þakkir til Karls
fyrir öll hans miklu og góðu störf
í þágu stéttarinnar. Aðstandendum
og ættingjum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Werner Rasmusson.
Aldrei hélt ég að hann Karl færi
að taka upp á því að deyja, það var
svo ólíkt honum, sem var svo óvenju
fullur af lífskrafti alla tíð, alveg
fram undir það síðasta. En úr því
að svona fór samt, er gott að minn-
ast kosta hans, sem voru miklir og
margvíslegir.
Ég kynntist Karli fyrst á árinu
1955 og það fór svo að ég vann
hjá honum í Apóteki Austurbæjar
í 27 ár og tel mig hafa kynnst hon-
um allvel á þeim tíma. Hann var
einn fárra manna, mér kunnugra,
sem sáu það sem hann horfði á.
Hann tók svo vel eftir því sem gerð-
ist í kringum hann og mundi það,
og var sífellt að velta fyrir sér lífinu
og umhverfi þess.
Æði oft ræddum við stjórnmál
dagsins, en deildum þó aldrei. Þó
var hvor á sínum enda í þeim mála-
flokki, en honum var það gefið að
hlusta á hvað aðrir sögðu og hug-
leiða það.
Mér eru minnisstæðar nokkrar
ferðir með Karli upp í sumarbústað
hans við Elliðavatn, til að ræða
málin og spekúlera. Þá sýndi hann
mér gjarnan dagbókina, sem hann
hélt um vatnið, silungsveiðina á
liðnum árum, garðinn, húsið, veiði-
staðina fram undan bústaðnum,
umbætur á húsinu og ótalmargt
annað.
Á árum áður þegar hann var
formaður Lyfjafræðingafélags ís-
lands (þá stéttarfélag) mun hann
hafa staðið fyrir fyrsta skriflega
launasamningi þess félags fyrir sína
meðlimi, sem áður sömdu hver fyr-
ir sig í sínu horni.
Hann hafði einnig forgöngu um,
með fleirum, að stofna skóla til að
mennta lyfjafræðinga til fýrrihluta-
prófs. Sá skóli starfaði í nokkur ár
og bætti úr brýnni þörf, því Há-
skóli íslands hafði ekki undan að
var hann af Guðs náð, hreint ótrú-
lega fengsæll, og fór sjaldnast tóm-
hentur heim úr veiði. Ég fór ótal
sinnum með honum og naut ég góðs
af kænsku hans við veiðina. Oft var
farið eldsnemma á morgnana eða
seint á kvöldin því „þá var hann við“.
Með afa mínum er horfinn á braut
mikill öðlingur og megi minningin
um hann ætíð lifa.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn siðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Víðir Stefánsson
og fjölskylda.
Okkur langar í örfáum orðum
að minnast Gumma frænda okkar.
Við kynntumst honum vel í ferðum
okkar upp í sumarbústað sem farn-
ar voru ásamt ömmu Þórdísi. Ferð-
anna var jafnan beðið með óþreyju
enda alltaf mjög gaman og voru
þær fastur punktur í tilveru okkar
í mörg ár. Það var ekið af stað í
Skodanum sem Gummi var alltaf
jafnánægður með og alltaf hlegið
þegar keyrt var fram hjá Skála-
brekku. Sumarbústaðaferðirnar
gengu aðallega út á tvennt; að
veiða í Þingvallavatni og spila vist.
Gummi reyndist meiri veiðimaður
en við öll til samans þótt við gerð-
um okkar besta. Allt var reynt, við
köstuðum út á sama stað og hann
hafði skömmu áður mokað upp
fiski, fengum maðka hjá 'honum,
beittum eins og hann en allt kom
fyrir ekki, hann sló okkur alltaf
við. Það var auðséð að gamall sjó-
maður úr Vestmannaeyjum kunni
meira fyrir sér í aflabrögðum en
krakkar af mölinni. Þegar komið
var upp í bústað á kvöldin eldaði
amma oftar en ekki veiði dagsins
og síðan var tekið í spil við undir-
leik kvöldfréttanna. Spilakvöldin
urðu oft æði löng og oft spilað til
miðnættis. Það brást þó ekki að
Gummi var kominn heim af Klöpp-
inni úr vel heppnaðri veiðiferð þeg-
ar við skriðum fram úr á morgn-
ana. Hin síðari ár þegar sumarbú-
staðarferðirnar höfðu lagst af var
alltaf jafngaman og gott að hitta
hann. Við viljum þakka Gumma
fyrir samveruna og þá sérstaklega
þessar skemmtilegu ferðir þar sem
við lærðum um veiði, spilamennsku
og ýmislegt fleira. Við eigum yndis-
legar minningar frá þessum sumr-
um sem við munum ávallt geyma.
Guðmundur Þór og Guðný.
Okkur systumar langar að minn-
ast afa okkar Guðmundar Vigfús-
sonar, afa Gumma, eins og við köll-
uðum hann, með nokkrum orðum.
Ævistarf afa var skipstjórn og hann
var við stjórnvölinn í sínu eigin lífí
alla tlð, fór sínar eigin leiðir og
þurfti lítið á aðstoð annarra að
halda. Vissulega gaf oft á bátinn í
lífi hans en honum tókst vel að sigla
milli skers og báru og kvartaði aldr-
ei yfir sínu hlutskipti. Okkur er ofar-
lega í huga fórnfýsi afa gagnvart
ömmu og syni hans þegar hann
flutti frá Vestmannaeyjum og
skömmu síðar gaf upp á bátinn sitt
ævistarf, til að geta betur sinnt
þeim í áralöngum veikindum þeirra.
Þessa sömu umhyggju bar hann til
ættingja sinna og vina og sýndi það
MINNINGAR
mennta nægilega marga menn í
faginu, svo flytja varð inn útlenda
lyfjafræðinga til starfa í apótekun-
um með tilheyrandi tungumála-
vandræðum.
Þetta er ansi lítill hluti af öllum
þeim hafsjó minninga, sem í hugann
koma eftir áratugalöng kynni af
Karli Lúðvíkssyni. Ég þakka Karli
samfylgdina og vinsemd við mig
aila tíð.
Afkomendur hans og aðstand-
endur eiga samúð mína alla við
missi hans.
Ólafur Thorlacius.
í dag kveðjum við Karl Lúðvíks-
son, fyrrum lyfsala í Apóteki Aust-
urbæjar og félaga í Lyfjafræðinga-
félagi íslands.
Karl hóf nám í lyfjafræði í
Reykjavíkur Apóteki árið 1930 og
lauk aðstoðarlyfjafræðingsprófi
þaðan í október 1933. Hann starf-
aði þar sem aðstoðarlyfjafræðingur
næstu tvö árin en sigldi þá til Kaup-
mannahafnar til frekara náms og
lauk cand. pharm. prófi frá danska
lyfjafræðingaskólanum árið 1937.
Áð námi loknu í Kaupmannahöfn
fluttist Karl heim aftur og starfaði
bæði I Laugavegs Apóteki og
Reykjavíkur Apóteki fram til ársins
1952, en árið 1950 hafði hann feng-
ið lyfsöluleyfi. Hann stofnaði og var
fyrsti lyfsali Apóteks Austurbæjar,
sem hann rak þar til hann lét af
störfum fýrir aldurs sakir.
Karl tók virkan þátt í félagsstörf-
um lyfjafræðinga. Hann var for-
maður Lyfjafræðingafélags íslands
á árunum 1945 til 1947 og sat í
stjórn þess frá 1950 til 1951. Einn-
ig átti hann sæti í stjórn Apótekara-
félags íslands og var formaður þess
um skeið.
Karls verður minnst sem mikils
athafnamanns. Hann stofnaði
fjölda fyrirtækja sem hann átti og
rak. Hann var m.a. einn af stofn-
endum Pharmaco hf. og sat í stjórn
þess í níu ár.
Lyfjafræðingafélag íslands
þakkar Karli framlag hans til fé-
lagsmála lyfjafræðinga og sendir
öllum aðstandendum hans innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Mímir Arnórsson.
oft í verki ef þörf var á. Á milli afa
og systkina hans voru sterk kær-
leiksbönd og þau höfðu náið sam-
band sín á milli alla tíð.
Afi naut sín vel í góðra vina hópi.
Hann hafði gaman af að segja frá
enda hafsjór af fróðleik um liðna
tíma og stálminnugur fram til síð-
asta dags. Frásagnir hans heilluðu
okkur oft og virkuðu sem ævintýri
á litla barnshuga enda hafði hann
lent í sjávarháska, klifið björg og
bjargað fólki úr lífsháska. Á árum
áður hafði afi brennheitar skoðanir
á mönnum og málefnum og lét þær
óspart í ljósi og stoðaði þá lítið að
vera á öndverðum meiði. I seinni tíð
hélt hann skoðunum sínum meira
fyrir sig og erfitt var að fá hann út
í rökræður.
Afí var farsæll fiskimaður allt
sitt líf. Eftir að hann hætti til sjós
undi hann hag sínum áfram best
við veiðar. Hann stundaði silungs-
veiði af kappi og kom oft færandi
hendi með fisk í soðið, síðast fyrir
nokkrum dögum. Afi setti markið
hátt I sínum veiðiferðum enda fisk-
inn með afbrigðum og honum féll
betur að vera aflakóngurinn.
Við teljum okkur hafa verið ein-
staklega ríkar að hafa átt þrjár
ömmur og þijá afa fram á fullorðins-
ár. Nú kveðjum við þann síðasta úr
þeirra hópi. Afi Gummi var stór hluti
af fjölskyldu okkar og tók virkan
þátt í lífi okkar. Það hafa verið rofín
tvö stór skörð í okkar hóp á þessu
ári. Afi og Guðný systir eiga örugg-
lega góða samleið í fyrirheitna land-
inu eins og þau áttu alltaf hér.
Við þökkum algóðum Guði fyrir
að afi fékk að kveðja þennan heim
með fullri reisn og að við fengum
tækifæri til að vera honum sam-
ferða í lífinu.
Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt.
Inga Þóra, Helga
Björg og Elfa.
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 45
GUÐMUNDUR FREYR
HALLDÓRSSON -
+ Guðmundur
Freyr Halldórs-
son fæddist í
Reykjavík 11. júní
1941. Hann lést 1.
október síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Víd-
alínskirkju í Garða-
bæ 9. október.
Kynni okkar Guðmund-
ar Freys Halldórssonar
hófust árið 1967 þegar
við báðir hófum æfing-
ar í stórum hópi glímu-
manna sem síðan sýndi glímu á
heimssýningunni í Montreal í
Kanada sumarið 1967. Guðmundur
var góður ferðafélagi og jók jafnan
gleði og kátínu í hópnum bæði á
sýningum og utan þeirra. Hann var
frábær sýningarmaður og sjálfkjör-
inn til að vera fánaberi og sjá um
fánakveðju á sýningum. Það gerði
hann með slíkum glæsibrag að ekki
verður til jafnað.
Guðmundur var góður keppnis-
maður og kappsamur sem sóttist
eftir sigri en glímdi ávallt mjög
drengilega og af prúðmennsku. Við
háðum marga hildi um árabil í - 75
kg flokki í Flokkaglímu Reykjavíkur,
Landsflokkaglímunni og ýmsum öðr-
um mótum. Líklega höfum við átt
lengstu viðureign sem sögur fara af
eitt sinn í Flokkaglímu Reykjavíkur
en það var samkvæmt tímamælingu
næstum tíföid venjuleg lota. Þetta
var í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar
og voru báðir að niðurlotum komnir
þegar Guðmundi Frey tókst að sigra.
Var alltaf jafn gaman að heyra Guð-
mund Frey rifja upp þá glímu og
þá endaði hann jafnan sögu'na með
því að segja: „Aldrei hef ég séð
þreyttari mann en Rögnvald eftir þá
gllmu.“
Guðmundur Freyr hafði áhuga á
erlendum fangbrögðum en ekki
tíma né tækifæri til að iðka þau á
yngri árum fremur en glímumenn
í þá daga. Hann fékk þó tækifæri
til að prófa þau þegar hann fór í
mikla sýningarferð á vegum GLÍ
til Frakklands 1988. Hann var þar
sem áður góður fulltrúi glímunnar
og gaf yngri mönnum ekkert eftir
og þá ekki síst í leikgleði og fjöri.
Guðmundur var glímudómari í
tvo áratugi og skilaði því hlutverki
með sóma eins og öðru er hann
gerði fyrir glímuna. Vil ég fyrir
hönd Glímudómarafélags Islands
þakka hans ágætu störf og per-
sónulega þakka allar þær drengi-
legu glímur sem við áttum okkar á
milli. Guðmundur var verðugur
andstæðingur í glímu og góður fé-
lagi utan sem innan glímuvallar.
Aðstandendum hans votta ég sam-
úð mína.
Fyrir hönd Glímudómarafélags
íslands,
Rögnvaldur Ólafsson.
glímukappi. Átti hann
við skæðan sjúkdóm að
glíma sem lagði hann
að velli eftir skamma
hríð.
Guðmundur Freyr
var félagi í Glímufé-
laginu Ármanni lengur
en þrjá og hálfan ára-
tug. Hann tók jafnah
þátt í félagsmálum,
bæði innan glímudeild-
ar og í atburðum
vegum aðalstjórnar. A
aðalfundum félagsins
bar á honum í umræð-
um og tillögugóður var
hann.
Glímufélagið Ármann gengst
fyrir ýmsum hátíðum og fjölgreina
viðburðum innan húss sem utan
dyra. Eru þá borin merki og félags-
fáni í forrúmi og þjóðfáninn, þegar
það á við. Ármenningar hafa ávallt
kappkostað að sýna íslenska fánan-
um fulla virðingu og því aðeins
valið sína bestu félaga til fánaburð-
ar enda ekki sama með hvaða hætti
það er gert. í aldarfjórðung hefur
Glímufélagið Ármann notið þess
að geta valið til þessa trúnaðar^
starfs fánabera af hæstu gráðu en
slíkur var Guðmundur Freyr.
íþróttastarf byggist á tveim
meginþáttum, bæði iðkendum og
ekki síður fórnfúsu starfi fjölda
fólks sem stuðlar að því að íþrótta-
mennirnir fái notið getu sinnar við
æfingar og í keppni. Á báðum svið-
um er Ármenningum ljúft og skylt
að færa Guðmundi Frey Halldórs-
syni þakkir fyrir hans frábæra og
ósérhlífna starf. { hinum síðari
þætti naut félagið hæfni hans og
greiðvikni hvenær sem kallað vá£*
til, hvort heldur snerti aðalatvinnu
hans um árabil, flutningastarf, eða
þar sem hugur og hönd kom að
verki. í hinum fyrri þættinum skil-
aði Guðmundur Freyr sínu dags-
verki og vel það. Hann hóf glímu-
iðkun 1960 og náði fljótt tökum á
íþróttinni sér til gagns. Hann varð
Reykjavíkurmeistari og íslands-
meistari margoft í sínum þyngdar-
flokki og fegurðarglímuverðlaun
hlaut hann í fjölda móta. Skjaldar-
hafi Ármanns varð hann 1977 en
sigur í Skjaldarglímu Ármanns hef-
ur jafnan þótt ganga næst því að
verða Glímukóngur í Íslandsglí-
munni allt frá því að stofnað var
til Skjaldarglímunnar 1908.
Við leiðarlok færir aðalstjóm
Glímufélagsins Ármanns góðum fé-
laga, Guðmundi Frey Halldórssyni,
þakkir Ármenninga allra fyrir fram-
lag hans til félagsstarfsins og að
halda nafni félagsins á lofti með
afrekum sínum.
Aðalstjórn Glímufélagsins Ár-
manns flytur ekkju Guðmundar
Freys Halldórssonar og fjölskyldu
hans dýpstu samúðarkveðjur. Minn-
ingin um góðan dreng mun lifa.
Aðalstjórn Glímufélagsins
Ármanns.
_ -í;
Kveðja frá Ármenningum
Fallinn er frá löngu fyrir aldur
fram góður félagi og afreksmaður,
Guðmundur Freyr Halldórsson
• Fleiri minningargreinar um
Guðmund Frey Halldórsson bíða
birtingar ogmunu birtast í blað-
inu næstu daga.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og sambýliskona,
LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR
Skúlagötu 40 A,
sem andaðist 5. október s.l., verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. októ-
ber nk. kl. 15.00
Guðjón Hansson,
Sjöfn ingólfsdóttir, Bjarni Ólafsson,
Birgir Sveinbergsson,
Þórey Sveinbergsdóttir,
Gfsli Sveinbergsson,
Margrét Sveinbergsdóttir,
Sigurgeir Sveinbergsson,
Lára Sveinbergsdóttir,
Erla K. Jónasdóttir,
Ásgrímur Jónasson,
Guðrún Benediktsdóttir,
Baidvin Júlíusson,
Margrét Böðvarsdóttir,
Örlygur Jónatansson,
barnabörn og barnabarnabörn.