Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 49 BREF TIL BLAPSIMS Kennewick-maðurinn - komust norrænir menn til Ameríku fyrir níu þúsund árum? Frá Þorsteini Guðjónssyni: FYRST er að spyija - síðan að segja til og svara. Það sem gerðist í Kennewick í Washington ríki í fyrra- haust var þetta: Menn voru að ryðja fyrir húsgrunni á stað nærri upptök- um Colorado-árinnar, og kom þá beinagrind upp með ruðningnum, og virtist hún vera af Norður-Evr- ópumanni. Fornleifafræðingum var gert viðvart, og fengu þeir beina- grindina til varðveislu; fyrsta álykt- un var að þarna væri norrænn land- nemi frá 19. öld, sem líklega hefði verið myrtur og grafinn á laun. En þá tóku menn eftir því, að spjóts- oddur sem stungist hafði í aðra mjöðmina, var af eldfornri gerð, um 9.000 ára. Kolefnisrannsókn á beinunum staðfesti fornleifafræð- ina: 9.300 ár. Ráðgáta sú lá vissu- lega fyrir, hvernig hánorrænn mað- ur gat hafa borið beinin nærri Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku fyrir meira en 9.000 árum eða skömmu eftir tok ísaldar. Nú spurðist þetta út og Rauð- skinnafélag vísaði til þess réttar sem þeir hafa til að grafa sína menn eftir fornum trúarsiðum, og vildu fá beinin, en mótmæltu því að þau yrðu frekar rannsökuð. Var þetta þá orðið að deilumáli milli vísinda- mannanna og indíána; hvort skyldi meira metið: réttur trúmanna til að greftra beinin áður en skorið væri úr, hveijum þau bein tilheyrðu, eða réttur vísindanna. En nú gerðist hið óvænta. Menn frá Ameríska-Ása- trúarfélaginu (AFA) gáfu sig fram og heimtuðu að fá að veita hinum látna Ásatrúargreftrun, þar sem fornmaður þessi væri af norrænum uppruna. Umsjónarnefnd menja leyfði báðum að syngja yfir beinun- um, en tók þau þó til varðveislu fyrst um sinn. Málið er langt frá því útkljáð, en víst er talið, af mjög virtum fræðimönnum, að Kennewick-maður hafi verið af stofni indóevrópumanna, og mundi hann þá teljast undanfari Leifs heppna í því að nema Ameríku. Málið hefur vakið geysilega at- hygli. Þetta er reyndar elsta manns- beinagrind sem fundist hefur í norð- vesturríkjunum. Sjö síðna grein birt- ist um málið í vor í The New Yor- ker, en styttri greinar birtast í fjölda blaða. - Tímaritið Runestone, gefið út í Kaliforníu, rekur málið ítarlega í sumarheftinu 1997, og er E-póst- fang þeirra: asatruoro.net en vef- fangið: http://runestone.org - Á Internet, deild altavista, er sífellt að bætast við efni af ýmsu tagi um þetta mál. Mér finnst ástæða til að íslend- ingar fái að vita um þetta mál, og þó sérstaklega, ef farið verður að heiðra minningu Leifs heppna um aldamótin nk. Má búast við að Leif- ur heppni og Kennewick-maður verði nokkuð oft nefndír saman, við hátíðahöldin vestra. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Fram sagnar n ám skei ð Hvunndagsleikhúsið heldur námskeið í framsögn á mánudögum í átta vikur. Námskeiðið hefst 20. október kl. 20.00—22.00. M.a verður kennd raddbeiting, tjáning, hlustun og öndun. Einnig verða kenndar aðferðir til að standa fyrir máli sínu á árangursríkan hátt, efla sjálfstraust og sjálsvirðingu. Leiðbeinandi er Inga Bjarnason, leikstjóri. Upplýsingar í síma 561 9919 milli kl. 10 og 12. vss_________:______,______________________________ vegna prófkjörs Sjálfstœðisflokksins í dag, sunnudag, kl. 15:00 í Austurstrœti 10 Stuðningsmenn Kosningamiðstöðin Austurstræti Símar: 561 9599/561 9526/561 9527 www.reykjavík. com -kjarni málsins! kest. klst. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Timi Windows 8 6 13.10. 14.10. - - 18:00-21:00 Word 1 20 15 20.10. 21.10. 22.10. 23.10. 17:20-21:05 Word II 20 15 20.10. 21.10. 22.10. 23.10. 17:20-21:05 Word II 20 15 17.11. 18.11. 19.11. 20.11. 17:20-21:05 Excel 1 20 15 27.10. 28.10. 29.10. 30.10. 17:20-21:05 Excel II 20 15 13.10. 14.10. 15.10. 16.10. 17:20-21:05 Excel II 20 15 08.12. 09.12. 10.12. 13.12. 17:20-21:05 Internet kynning 8 6 - - 15.10. 16.10. 18:00-21:00 Vefslðugerð -HTML forr. 20 15 17.11. 18.11. 19.11. 20.11. 17:20-21:05 Vefsíðugerð -HTML forr. 20 15 08.12. 09.12. 10.12. 13.12. 17:20-21:05 PowerPoint 20 15 10.11. 11.11. 12.11. 13.11. 17:20-21:05 Tollskýrslugerð TOK 20 15 27.10. 28.10. 29.10. 30.10. 17:20-21:05 | Fjárhagsbókhald 1 TOK 20 15 03.11. 04.11. 05.11. 06.11. 17:20-21:05 Fjárhagsbókhald 1 - TOK 20 15 24.11. 25.11. 26.11. 27.11. 17:20-21:05 Lotus Notes 1 20 15 03.11. 04.11. 05.11. 06.11. 17:20-21:05 1 Lotus Notes 1 20 15 24.11. 25.11. 26.11. 27.11. 17:20-21:05 Lotus Notes II 20 15 10.11. 11.11. 12.11. 13.11. 17:20-21:05 Access1 20 15 01.12. 02.12. 03.12. 04.12. 17:20-21:05 Access II 20 15 08.12. 09.12. 10.12. 11.12. 17:20-21:05 Upplýsingar og innritun í síma 588 5810 VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Faxafeni 10» Framtíðin »108 Reykjavík • Sími; 588 5810 • Fax: 588 5822 - alia virka daga milli kl. 9:00 og 17:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.