Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Um breytni eftirKristi Endanlegt markmið trúariðkunar er, segir sr. Heimir Steinsson, hvíld í Guði, handan allra umskipta. ÁÐUR en siðbót 16. aldar gekk yfir Evrópu, urðu margs konar hræringar meðal kristinna manna um Vesturlönd. Siðbótar- viðleitni hefur raunar fylgt kirkju Krists á hverri tíð. Þannig er Samkirkjulega hreyfmgin hluti af kristnu siðbótarstarfi vorra daga. Verk þeirrar hreyfingar eru unnin í samræmi við þá bæn Jesú fyrir lærisveinum sínum, „að allir séu þeir eitt“ (Jóh. 17:21). Á14. og 15. öld þróaðist á Niðurlöndum siðbótarfélags- skapur, er gekk undir heitinu „Bræður samfélagslífsins". Stofnandi reglunnar var Gerhard Groote (1340-1384) oghöfuð- stöðvar hennar efldust í Devent- er. Bræður samfélagslífsins helg- uðu sig menntun og umsýslu fátækra. Þeir iðkuðu og innilegt helgihald, og hlaut atferli þeirra með tímanum nafnið „nýja guð- ræknin“, - á latínu „devotio moderna". Sagt er, að nýja guð- ræknin hafi gjört trúna skiljan- legri og iðkun trúarinnar auð- sóttari þeim mörgu Niðurlend- ingum, er um þetta leyti litu á sigsem „nútímafólk". Árið 1392 kom til Denver unglingur, sem Tómas hét og varð síðar þekktur undir nafninu Tómas a Kempis. Drengurinn var tólf ára gamall, þegar þessi saga gjörðist. Hann hóf nú nám hjá Bræðrum samfélagslífsins, og liðlega hálfþrítugur varð hann reglubróðir í klaustrinu í Agniet- enberg. Þar dvaldi Tómas upp frá því. Vann hann m.a. við af- skriftir handrita, en einnig sagði hann nýsveinum til í fræðunum og ritaði margt þeim og öðrum til uppbyggingar. Tómas andað- ist árið 1471. Þekktastur er Tómas a Kemp- is fyrir ritverk, sem nefnist á latínu „De Imitatione Christi", en gefið var út af Kaþólsku kirkj- unni á íslandi árið 1955 undir heitinu „Breytni eftir Kristi“. Bók þessi hefur farið afar víða um heimsbyggðina, og er hún talin ganga næst Heilagri Ritn- ingu um áhrif meðal kristinna manna. Þótt verkið sé í ríkum mæli rómversk-kaþólskt og auk þess klaustramönnum ætlað, hefur það að geyma svo mikla auðlegð sameiginiegrar kris- tinnar kenningar, að bókin á heima á borði hvers þess manns, karls og konu, sem leitast við að feta í fótspor Jesú Krists. Ég leyfi mér að benda á þessa gömlu bók í hugvekju dagsins. Um kærleiksverk Breytni eftir Kristi skiptist í íjóra meginþætti eða „bækur“. Fimmtándi kafli fýrstu bókar hefur yfírskriftina „Um kær- leiksverk". Þar segir meðal ann- ars: „Án kærleika kemur ytri verknaður að engu gagni, en allt, sem unnið er af kærleika, hve smátt sem það er og lftils metið, ber ríkulegan ávöxt, því að Guð aðgætir frekar, með hve miklum kærleika menn gjöra verkið, heldur en hver afköstin eru. - Sá gjörir mikið, sem elskar mik- ið. Sá gjörir mikið, sem vinnur verk sín vel. Sá vinnur vel, sem þjónar fremur hagsmunum heild- arinnar en vilja sjálfs sín.“ Hér vekur höfundur athygli á tvennu: Annars vegar bendir hann á eðli kærleiksverksins fremur en afköst hins kærleiks- ríka. Áherzlan liggur á hugarfar- inu, enda gjörir hann ráð fýrir því, að allt, sem unnið er af kærleika, beri „ríkulegan ávöxt“. Hins vegar teflir Tómas a Kemp- is fram „hagsmunum heildarinn- ar“ gegn sérgæzku og sjálfs- hyggju. Hið síðar nefnda kemur ekki á óvart. Kristnir menn hafa á öllum öldum aðhyllzt heildar- hyggju og samfélagsþjónustu. Kristnin hefur verið uppistaðan í skipulögðu félagi mennskra manna alls staðar þar sem hún náði að skjóta rótum. Svo er enn o g í ríkum mæli. Um íhugun dauðans Nokkru aftar í „fýrstu bók“ fjallar Tómas a Kempis um dauð- ann. Þar segir m.a. á þessa leið: „Mjög brátt eru hérvistardagar þínir á enda. Aðgættu því, hvem- ig þér er í raun og veru varið: I dag er maðurinn hér, og á morg- un er hann horfínn. Ollum gjörð- um þínum og hugsunum ber þér að haga eins og þú ættir að deyja í dag. Sæll er sá, sem hefur dauðastund sína ávallt fyrir aug- um og býr sig daglega undir dauðann." Andspænis dauða sínum hugs- ar kristinn maður öllu öðru frem- ur um upprisu Jesú Krists. „Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt.“ Þannig kveður séra Hallgrímur Péturs- son í kunnasta útfararsálmi ís- lendinga. „Ég er upprisan og líf- ið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi“ (Jóh. 11:25). Þessi eru þau orð frelsarans, sem mestu máli skipta frammi fýrir dauðans dimmu rún. Oss er ætl- að að minnast aðsteðjandi dauða vors öllum stundum. En það gjör- um vér einkanlega með því að hylla hinn upprisna Drottin vom. Um að hvíla í Guði í 21. kapítula þriðju bókar segir Kempis: „Veit þú mér, ljúf- asti og elskuverðasti Jesús, að hvíla í þér ofar öllu því, sem skapað er, ofar allri heilbrigði og fegorð, ofar allri vegsemd og heiðri, ofar öllu valdi og virðu- leika, ofar allri þekkingu og skarpskyggni, ofar öllum auðæf- um og listum, ofar allri gleði og fögnuði, ofar allri frægð og lofstír, ofar allri ástúð og hugg- un, ofar allri von og fyrirheitum, ofar öllum verðleikum og þrám, ofar öllum gjöfum og gæðum, ofar englum og höfuðenglum, og hersveitum himnanna, ofar öllu hinu sýnilega og ósýnilega og ofar öllu, sem ekki ert þú, Guð minn, því að þú, Drottinn Guð minn, ert beztur, ofar öllum hlutum." Hér er höfundur kominn á leið- arenda alls kristilegs bænalífs. Hingað leitar hugur hins trúaða ævinlega. Hverju sinni sem vér biðjum Guð einhvers erum vér í rauninni að biðja um nærveru hans og annað ekki. Endanlegt markmið trúariðkunar er hvíld í Guði, handan allra umskipta. Þangað leitar hugur vor. Þar er ævinlega að fínna hina eiginlegu „breytni eftir Kristi". Vér erum böm eilífðarinnar. Oss er ætlað að láta óhagganlegan veruleika ævarandi Guðs móta allt atferli vort hér í heimi. I DAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags skák Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í þýsku Bundesligunni í vor. Mathi- as Thesing (2.440) var með hvítt og átti leik, gegn gamalreynda stórmeistar- anum Wolfgang Uhlmann (2.485). 21. Rxf7! - Bxf7 (Eða 21. - Kxf7 22. Rg5+! - Bxg5 23. Df5+ - Bf6 24. Dxe6+ - Kg6 25. Bc2+ - Kh6 26. Dh3+ - Kg5 27. g3! - h5 28. Df5+ og mátar) 22. Hfl - Bf6 22. — Bxb3 er svarað með 23. Rg5! - Bxg5 24. Dxb3+ - Kh8 25. Hf8 mát) 23. Rg5!og svartur gafst upp því eftir 23. - Bxg5 24. Hxf7 - Dxf7 25. Bxf7+ — Kxf7 26. Df5+ - Bf6 27. Dc8 tapar hann hróknum á a8 í viðbót við drottninguna. Norræna VISA-bikar- mótið: Fimmta umferðin í dag frá kl. 16 á Grand Hótel Reykjavík. Prófkjör ÞAÐ VAR Vilmundur heitinn Gylfason, alþing- ismaður fyrir Alþýðu- flokkinn, sem var upp- hafsmaður að prókjörum stjórnmálaflokkanna. Voru fyrstu prófkjör flokksins opin öllum, án tillits til hvort menn hygðust kjósa flokkinn eða ekki. Var fyrirkomu- lag þetta stutt rökum sem of langt er að greina frá í stuttu máli. Fari ég rétt með, sem ég hygg, voru fyrstu próf- kjör Sjálfstæðisflokks- ins, með svipuðum hætti. Það er því alrangt hjá sagnfræðingnum, að tala um að samstarfs- hópur R-listans sé að bijóta blað í stjórnmála- sögu landsins með því að gefa öllum tækifæri á að taka þátt í próf- kjöri flokksins. Það eina við prófkjör þetta sem er nýlunda í stjórnmála- baráttu er að minni hyggju að úrslitin skulu vera ráðin fyrirfram þar sem allir flokkar sem að framboðinu standa skuli fá tvo borgarfulltrúa fái þau átta kjörna án tillits til raunverulegs fylgis þeirra. Það hlýtur hver sæmilega greindur mað- ur að sjá að verið er að draga annan frambjóð- anda Framsóknarflokks- ins, og reyndar Kvenna- listans líka, að landi. Það er ekkert nýtt við það að stjómmálaflokkar hjálpi hvor öðrum í kosn- ingum sé það beggja hagur. Annars minnir fyrirkomulag prófkjörs- ins einna helst á hið furðulega prófkjör Kvennalistans í Reykja- neskjördæmi við síðustu alþingiskosningar sem var mikil nýlunda við framkvæmd lýðræðis- legra kosninga. Grétar Eiríksson, tæknifræðingur. Þakklæti fyrir góða símaþjónustu ANNA hafði samband við Velvakanda og lang- ar hana að koma á fram- færi þakklæti fyrir mjög góða símaþjónustu hjá Veðurstofu Islands, hún hefur þurft að hringja þangað nokkuð oft, og það er alveg sama hve- nær hún hringir, það er alltaf sama kurteisin sem einkennir þessar stúlkur á símanum. Þama er frá- bær símaþjónusta og það væri gott ef fleiri opin- berar stofnanir hefðu slíka þjónustu. Dýrahald Simbi er týndur SIMBI er grábröndóttur og hvítur og mjög mann- elskur. Hann hvarf frá Landspítalanum í Kópa- vogi 16. september sl. Þeir sem hafa séð til hans eða vita hvar hann er niðurkominn, vinsam- lega hringi í síma 560-2709. HOGNIHREKKVISI t~istrj(nar sorptunnai/e Itar: Hvítur leikur og vinnur. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn- ingar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fýrir- vara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj- @mbl.is Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Víkverji skrifar... REYKJAVÍK er fógur borg. Umhverfí hennar geymir marga náttúrugimsteina. Þar er gott að eiga heima. Samkeppnin, ekki sízt í verzlun, tryggir okkur oftar en ekki viðunandi verð og gæði vöru og þjónustu. Gróskan í menningarlífí borgarbúa er og ótrú- lega mikil. Og héma megin Akra- fyalls og Skarðsheiðar lifum við í þeim Qólubláa draumi að höfuðborg- in okkar verði menningarborg Evr- ópu árið 2000! Ekki er samt allt gull sem glóir. Reykjavík á einnig sínar skuggahlið- ar. Atvinnuleysi er hvergi meira hér á landi. Það var 3,8% um hásumarið næstliðið [ágúst] og 5,3% á miðvetri [janúar]. Mest var atvinnuleysið í Reykjavík meðal kvenna, þrátt fyrir allt kynjajafnréttistalið. Það kom að auki fram í fréttum á dögunum að meir en þúsund manns séu á biðlist- um eftir leiguhúsnæði. Trúlega speglar það stöðu hinna verst settu í höfuðborginni, þeirra sem tíðast eru á tungu símalenda í stjórnmál- um. Og félagslegar lausnir borgaiyf- irvalda liggja ekki á lausu, fólk bíð- ur árum saman. Ótalin er helgarvá- in í knæpufylltri miðborginni. Fólk á fótum fjör að launa þegar miðnæt- urstemmningin er upp á sitt „bezta". Þettá þrennt, atvinnuleysið, hús- næðisvandinn og miðborgarváin, eru naumast blóm við hæfí í hnappagat höfuðborgar Evrópu árið 2000. AÐ ER dýrt að skulda. Heildarskuldir hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, eru rúmir 282 milljarðar króna. Skuldimar nema 54% af landsframleiðslu, sem er 3% lækkun frá fyrra ári, sam- kvæmt Þjóðhagsáætlun 1998. í fjárlögum fyrir árið 1998 er vaxta- og lántökukostnaður áætlaður 16.200 milljónir króna. Ekki gagnast þeir feiknmiklu flár- munir til annarra hluta. Mikil Iánsfjáreftirspurn hins opinbera hefur og haldið uppi háu vaxtastigi í landinu. Hennar vegna er því mun dýrara að skulda fyrir fólk og fyrir- tæki. Rekstur ríkissjóðs hefur færzt mjög til hins betri vegar síðustu árin. Stefnt er að því að reka ríkis- sjóð með nokkrum tekjuafgangi á næsta ári. Frá árinu 1996 hefur og hrein lánsfjárþörf ríkisins snar- lækkað og verður engin 1998, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi þess árs. Það er fagnaðarefni og ætti að auðvelda vaxtalækkun næstu miss- erin. XXX AFKOMA sveitarfélaganna hef- ur og skánað nokkuð síðustu tvö árin, samkvæmt Þjóðhagsáætl- un 1998. Tekjuhalli þeirra, á heild- ina litið, verður þó rúmur milljarð- ur króna, eða 2,8% af tekjum, á líðandi ári. Flaggskip sveitarfélag- anna, Reykjavíkurborg, eyðir all- nokkru umfram tekjur, og er reynd- ar ekki ein um það. Áætlanir benda til þess að tekju- halli hins opinbera, ríkis og sveitar- félaga, verði rúmlegaþrírmilljarðar króna á næsta ári. Tekjur þessara tveggja stjórnsýslustiga 1988 eru áætlaðar 202 milljarðar króna, 35,9% af landsframleiðslu, en út- gjöld 205 milljarðar króna, 36,5% af Iandsframleiðslu. Hallinn sam- svarar síðan um 0,6% af landsfram- leiðslu, sem er litlu minna en á líð- andi ári. Og eyðsla umfram tekjur kallar á lántökur. Slíkt háttalag þykir ekki góð latína hjá öðrum þjóðum. Frændur okkur Norðmenn nýttu olíugóðærið til að greiða niður allar ríkisskuldir. Þeir eru ekki undir þá sök seldir, sem háir okkur mjög, að stór hluti opinberra tekna geng- ur til erlendra sparenda í formi lán- tökukostnaðar og vaxta. Þess vegna hafa þeir meiri burði til fram- kvæmda og þjónustu, til dæmis í þágu heilbrigðis- og menntamála, sem hér eru svelt að sögn. Ríki og sveitarfélög verða, að mati Víkveija, að hemja útgjöld innan tekjuramma. Samfélagið þarf einnig að hvetja fólk og fyrirtæki til hagræðingar og sparnaðar. Við getum margt lært af frændum okkar, Norðmönnum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.